Heilbrigðisstarfsfólk fær milljarð í umbun á meðan lögreglumenn bíða eftir nýjum kjarasamningi Jóhann K. Jóhannsson skrifar 22. apríl 2020 18:45 Lögreglumenn saka samninganefnd ríkisins um að tefja fyrir í samningaviðræðum um nýjan kjarasamning. Lögreglumenn hafa verið samningslausir í ár og sér ekki fyrir endann á viðræðum. „Við erum bara enn þá í viðræðum. Þær ganga frekar hægt. Að okkar mati eru þær frekar einhæfar. Þetta snýst einhvern veginn meira um okkur heldur en að tveir aðilar nái saman,“ segir Baldur Ólafsson, lögreglumaður sem einnig á sæti í stjórn Landssambands lögreglumanna. Baldur Ólafsson, varðstjóri hjá Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu.Vísir/Einar Lögreglumenn hafa fá tækifæri til þess að bregðast við því enginn er verkfallsrétturinn. „Það hlýtur að vera út af einhverri ástæðu. Að við séum þjóðfélagslega mikilvæg,“ segir Baldur. Lögreglumenn fagna umbun til heilbrigðisstarfsfólks í framlínu sem þeir segja að eigi skilið Lögreglumenn fagna þeirri ákvörðun stjórnvalda um að verja milljarði í launauppbót til heilbrigðisstarfsfólks í framlínu vegna kórónuveirunnar, sem þeir segja að eigi það fullkomlega skilið. Helgi Már Tulinius, varðstjóri hjá Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu.Vísir/Bjarni Lögreglumenn sitja og bíða þeir eftir að laun þeirra verði leiðrétt „Við erum að fara fram á að launataflan okkar verði leiðrétt og sett á þann stað þar sem hún á að vera og að klárað sé að semja um þá hluti sem að í rauninni er búið að semja um og hafa ekki verið kláraðir,“ segir Helgi Már Tulinius, lögreglumaður. Helgi segir óþreyju og pirrings farið að gæta meðal lögreglumanna. „Menn virðast orðnir langþreyttir á því að það sé ekki samið og það sé ekki virt viðlits hvers eðlis starfið er sem að við erum að fást við,“ segir Helgi. Lögreglan Kjaramál Landspítalinn Vinnumarkaður Tengdar fréttir Útköll lögreglu tímafrekari og erfiðari úrlausnar Útköllum og verkefnum lögreglu hefur fækkað frá því að kórónuveiran kom til Íslands. Útköllin hafa að sama skapi breyst. Eru mörg hver tímafrekari og erfiðari úrlausnar. Fíkniefnamálum hefur fækkað og ofbeldismálum fjölgað. 21. apríl 2020 23:15 Vanari því að elta brotamenn en að koma fólki í sóttkví Nú er að verða mánuður liðinn frá því að teymið hóf störf og sáu sex sérfræðingar þá um það að rekja fyrstu þrjú tilfelli kórónuveirunnar hér á landi. Nú er svo komið að um og yfir 52 sina verkefnum teymisins og það er nóg að gera. 27. mars 2020 14:31 Steypubíll eltur af lögreglu á Sæbraut Lögreglan veitti steypubíl eftirför í Reykjavík í dag. Mikil hætta skapaðist þegar bíllinn ók á móti umferð. 11. mars 2020 08:37 Mest lesið „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Innlent Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Innlent „Ég hef engar vísbendingar fengið um að þetta sé að gerast“ Innlent Söguleg sátt milli há- og lágmenningar á Klapparstíg Lífið Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Erlent Teiknaði hakakross á hurðina hjá nágrannanum Innlent Óprúttnir aðilar hóta rofinni rafmagnstengingu berist greiðsla ekki strax Innlent Allir gangi hamingjusamir úr nýjustu sundlaug landsins Innlent Hitamet falla og gróðureldar geisa í Evrópu og víðar Erlent Fleiri fréttir Óprúttnir aðilar hóta rofinni rafmagnstengingu berist greiðsla ekki strax „Ég hef engar vísbendingar fengið um að þetta sé að gerast“ Allir gangi hamingjusamir úr nýjustu sundlaug landsins Ástandið á Gasa: 42 prósent telja að Íslendingar ættu að beita sér meira „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Teiknaði hakakross á hurðina hjá nágrannanum Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Skrefi nær draumnum um þjónustuíbúð með vinningnum Minkurinn stakk sér á kaf eftir fiski í Elliðaám Íslendingur á Spáni sagður þungt haldinn vegna hitaslags „Ómetanlegur fjársjóður“ í heimsókn á Íslandi Tilkynnt um bíl fullan af bensínbrúsum Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Tollarnir sem bíta nú þegar, sögulegur fundur og fjársjóður Fækkar sífellt í Þjóðkirkjunni Rithöfundur ráðinn til varnarmálaskrifstofunnar Barinn við barinn en gerandinn farinn Tólf milljónir í segulómtæki sem dró að sér skúringabúnað Gerðu langtímasamning um niðurgreidd liðskipti og brjóstaminnkun Dagbjartur aðstoðar Daða Má Innviðaráðherra leggur af stað í fundaferð um samgöngumálin Áslaug Sigríður Alfreðsdóttir er látin Ellefu ára hetja bjargaði systur sinni frá drukknun Telur enn mögulegt að ná samkomulagi Fagnar áformum um mótun atvinnustefnu Úrskurðaður í gæsluvarðhald grunaður um íkvekju Hlið við Reynisfjöru, tollar og yfirlýsing leiðtoga ESB B sé ekki best Kiðjabergsmálinu hvergi nærri lokið Mannréttindabarátta ekki í samkeppni um athygli Sjá meira
Lögreglumenn saka samninganefnd ríkisins um að tefja fyrir í samningaviðræðum um nýjan kjarasamning. Lögreglumenn hafa verið samningslausir í ár og sér ekki fyrir endann á viðræðum. „Við erum bara enn þá í viðræðum. Þær ganga frekar hægt. Að okkar mati eru þær frekar einhæfar. Þetta snýst einhvern veginn meira um okkur heldur en að tveir aðilar nái saman,“ segir Baldur Ólafsson, lögreglumaður sem einnig á sæti í stjórn Landssambands lögreglumanna. Baldur Ólafsson, varðstjóri hjá Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu.Vísir/Einar Lögreglumenn hafa fá tækifæri til þess að bregðast við því enginn er verkfallsrétturinn. „Það hlýtur að vera út af einhverri ástæðu. Að við séum þjóðfélagslega mikilvæg,“ segir Baldur. Lögreglumenn fagna umbun til heilbrigðisstarfsfólks í framlínu sem þeir segja að eigi skilið Lögreglumenn fagna þeirri ákvörðun stjórnvalda um að verja milljarði í launauppbót til heilbrigðisstarfsfólks í framlínu vegna kórónuveirunnar, sem þeir segja að eigi það fullkomlega skilið. Helgi Már Tulinius, varðstjóri hjá Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu.Vísir/Bjarni Lögreglumenn sitja og bíða þeir eftir að laun þeirra verði leiðrétt „Við erum að fara fram á að launataflan okkar verði leiðrétt og sett á þann stað þar sem hún á að vera og að klárað sé að semja um þá hluti sem að í rauninni er búið að semja um og hafa ekki verið kláraðir,“ segir Helgi Már Tulinius, lögreglumaður. Helgi segir óþreyju og pirrings farið að gæta meðal lögreglumanna. „Menn virðast orðnir langþreyttir á því að það sé ekki samið og það sé ekki virt viðlits hvers eðlis starfið er sem að við erum að fást við,“ segir Helgi.
Lögreglan Kjaramál Landspítalinn Vinnumarkaður Tengdar fréttir Útköll lögreglu tímafrekari og erfiðari úrlausnar Útköllum og verkefnum lögreglu hefur fækkað frá því að kórónuveiran kom til Íslands. Útköllin hafa að sama skapi breyst. Eru mörg hver tímafrekari og erfiðari úrlausnar. Fíkniefnamálum hefur fækkað og ofbeldismálum fjölgað. 21. apríl 2020 23:15 Vanari því að elta brotamenn en að koma fólki í sóttkví Nú er að verða mánuður liðinn frá því að teymið hóf störf og sáu sex sérfræðingar þá um það að rekja fyrstu þrjú tilfelli kórónuveirunnar hér á landi. Nú er svo komið að um og yfir 52 sina verkefnum teymisins og það er nóg að gera. 27. mars 2020 14:31 Steypubíll eltur af lögreglu á Sæbraut Lögreglan veitti steypubíl eftirför í Reykjavík í dag. Mikil hætta skapaðist þegar bíllinn ók á móti umferð. 11. mars 2020 08:37 Mest lesið „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Innlent Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Innlent „Ég hef engar vísbendingar fengið um að þetta sé að gerast“ Innlent Söguleg sátt milli há- og lágmenningar á Klapparstíg Lífið Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Erlent Teiknaði hakakross á hurðina hjá nágrannanum Innlent Óprúttnir aðilar hóta rofinni rafmagnstengingu berist greiðsla ekki strax Innlent Allir gangi hamingjusamir úr nýjustu sundlaug landsins Innlent Hitamet falla og gróðureldar geisa í Evrópu og víðar Erlent Fleiri fréttir Óprúttnir aðilar hóta rofinni rafmagnstengingu berist greiðsla ekki strax „Ég hef engar vísbendingar fengið um að þetta sé að gerast“ Allir gangi hamingjusamir úr nýjustu sundlaug landsins Ástandið á Gasa: 42 prósent telja að Íslendingar ættu að beita sér meira „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Teiknaði hakakross á hurðina hjá nágrannanum Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Skrefi nær draumnum um þjónustuíbúð með vinningnum Minkurinn stakk sér á kaf eftir fiski í Elliðaám Íslendingur á Spáni sagður þungt haldinn vegna hitaslags „Ómetanlegur fjársjóður“ í heimsókn á Íslandi Tilkynnt um bíl fullan af bensínbrúsum Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Tollarnir sem bíta nú þegar, sögulegur fundur og fjársjóður Fækkar sífellt í Þjóðkirkjunni Rithöfundur ráðinn til varnarmálaskrifstofunnar Barinn við barinn en gerandinn farinn Tólf milljónir í segulómtæki sem dró að sér skúringabúnað Gerðu langtímasamning um niðurgreidd liðskipti og brjóstaminnkun Dagbjartur aðstoðar Daða Má Innviðaráðherra leggur af stað í fundaferð um samgöngumálin Áslaug Sigríður Alfreðsdóttir er látin Ellefu ára hetja bjargaði systur sinni frá drukknun Telur enn mögulegt að ná samkomulagi Fagnar áformum um mótun atvinnustefnu Úrskurðaður í gæsluvarðhald grunaður um íkvekju Hlið við Reynisfjöru, tollar og yfirlýsing leiðtoga ESB B sé ekki best Kiðjabergsmálinu hvergi nærri lokið Mannréttindabarátta ekki í samkeppni um athygli Sjá meira
Útköll lögreglu tímafrekari og erfiðari úrlausnar Útköllum og verkefnum lögreglu hefur fækkað frá því að kórónuveiran kom til Íslands. Útköllin hafa að sama skapi breyst. Eru mörg hver tímafrekari og erfiðari úrlausnar. Fíkniefnamálum hefur fækkað og ofbeldismálum fjölgað. 21. apríl 2020 23:15
Vanari því að elta brotamenn en að koma fólki í sóttkví Nú er að verða mánuður liðinn frá því að teymið hóf störf og sáu sex sérfræðingar þá um það að rekja fyrstu þrjú tilfelli kórónuveirunnar hér á landi. Nú er svo komið að um og yfir 52 sina verkefnum teymisins og það er nóg að gera. 27. mars 2020 14:31
Steypubíll eltur af lögreglu á Sæbraut Lögreglan veitti steypubíl eftirför í Reykjavík í dag. Mikil hætta skapaðist þegar bíllinn ók á móti umferð. 11. mars 2020 08:37
„Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent
„Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent