Erlent

Villepin biðst lausnar fyrir ríkisstjórn sína

Jacques Chirac og Dominique de Villepin á tröppum Elysee-hallar í dag.
Jacques Chirac og Dominique de Villepin á tröppum Elysee-hallar í dag.

Dominique de Villepin, forsætisráðherra Frakklands, gekk í dag á fund Jacques Chiracs, fráfarandi forseta landsins, og baðst lausnar fyrir ríkisstjórn sína.

Það verður í höndum nýkjörins forseta landsins, Nicolas Sarkozy að tilefna nýjan forsætisráðherra og skipa nýja ríkisstjórn en hann tekur við af Chirac á morgun. Chirac kveður í kvöld þjóð sína í sjónvarpsávarpi en hann hefur verið forseti Frakklands síðastliðin tólf ár.

Villepin tók við sem forsætisráðherra fyrir tæpum tveimur árum af Jean-Pierre Raffarin eftir að Frakkar höfnuðu stjórnarskrá Evrópusambandsins. Ekki er búist við því að Villepin haldi áfram í stjórnmálum.

Sarkozy hefur þegar lýst því yfir að helsti ráðgjafi hans, Francois Fillon, verði næsti forsætisráðherra Frakkalands.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×