Erlent

Víðtækt rafmagnsleysi í miðborg Kaupmannahafnar

Víðtækt rafmagnsleysi hrjáir nú íbúa í miðborg Kaupmannahafnar. Um 7.000 híbýli, fyrirtæki og verslanir eru án rafmagns.

Ástæða rafmagnsleysisins er skammhlaup í rafstöð við Bremerholmen. Rafmagnsleysið nær yfir Kongens Nytorv, Bremerholmen og Nikolaj Plads. Meðal þeirra bygginga sem eru rafmagnslausar eru Christiansborg og stórverslunin Magasin du Nord.

Reiknað er með að rafmagnið komist aftur á nú á ellefta tímanum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×