Telur seinni bylgju faraldursins geta orðið enn skæðari Kjartan Kjartansson skrifar 22. apríl 2020 12:03 Robert Redfield, forstjóri Sóttvarnastofnunar Bandaríkjanna (CDC), á blaðamannafundi í Hvíta húsinu föstudaginn 17. apríl 2020. AP/Alex Brandon Seinni bylgja kórónuveirufaraldursins gæti orðið enn skæðari en sú sem heimsbyggðin glímir nú við vegna þess að hún gæti komið upp við upphaf flensutímabilsins, að sögn yfirmanns Sóttvarnastofnunar Bandaríkjanna (CDC). Það myndi setja fordæmalaust álag á heilbrigðiskerfið. Nú þegar hafa fleiri en 800.000 manns greinst með nýtt afbrigði kórónuveiru sem veldur öndunarfærasjúkdóminum Covid-19 í Bandaríkjunum og fleiri en 45.000 manns hafa látið lífið. Hvergi hafa fleiri greinst smitaðir samkvæmt opinberum tölum. Robert Redfield, forstjóri CDC í Bandaríkjunum, varar við hættunni á að faraldurinn verði enn verri en hann er nú ef hann blossar upp aftur þegar hefðbundin inflúensa fer á flug næsta vetur. Það telur hann setja „óhugsandi“ álag á bandaríska heilbrigðiskerfið. Það hefur fyrir glímt við skort á ýmsum nauðsynlegum búnaði eins og öndunarvélum, hlífðarbúnaði og sýnatökubúnaði. „Þegar ég segi fólki þetta hallar það sér aftur á bak og skilur eiginlega ekki hvað ég meina,“ segir Redfield í viðtali við Washington Post. Hann brýnir fyrir heilbrigðisyfirvöld alríkisstjórnarinnar og einstakra ríkja Bandaríkjanna að nýta næstu mánuði til þess að búa sig undir það sem er í vændum. Leggja þurfi áherslu á félagsforðun á sama tíma og byrjað verður að slaka á takmörkunum til að hefta útbreiðslu faraldursins. Þá segir hann þörf á að stórauka skimun til að finna þá sem eru smitaðir og smitrakningu til að koma í veg fyrir að ný tilfelli verði upphafið að stærri hópsýkingum. Mikilvægt að fólk fari í flensusprautu Eins segir Redfield að heilbrigðisyfirvöld þurfi að brýna fyrir landsmönnum að huga að haustinu og að láta bólusetja sig fyrir flensunni. Þannig sé hægt að lágmarka þann fjölda sem þarf að leggjast inn á sjúkrahús vegna flensunnar. Sóttvarnaaðgerðum eins og samkomubanni og fyrirmælum um að fólk haldi sig heima hefur verið mótmælt í nokkrum ríkjum Bandaríkjanna undanfarna daga. Krefjast mótmælendurnir, sem koma flestir úr röðum íhaldsmanna og stuðningsmanna Donalds Trump forseta, þess að takmörkunum verði aflétt þegar í stað. Trump forseti hefur hvatt mótmælendurna áfram og sagt þeim að „FRELSA“ ríkin þrátt fyrir að hans eigin alríkisstjórn hafi gefið út leiðbeiningar til ríkjanna um að aflétta takmörkunum hægt og í áföngum. Redfield segir mótmælin ekki hjálpleg. Hann og aðrir í viðbragðsteymi Hvíta hússins vegna faraldursins hafi lagt áherslu á mikilvægi félagsforðunar og hversu mikil áhrif hún hafi haft til að hemja faraldurinn. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bandaríkin Tengdar fréttir Hægriöfgahópar fyrirferðarmiklir í mótmælum gegn sóttvarnaaðgerðum Fjölmennustu Facebook-hóparnir sem boða mótmæli gegn sóttvarnaaðgerðum í Bandaríkjunum eru runnir undan rifjum þriggja samtaka hægriöfgasinnaðra vopnaeigenda. Donald Trump forseti hefur lýst stuðningi við mótmæli í nokkrum ríkjum þrátt fyrir að kröfur mótmælendanna séu í trássi við leiðbeiningar alríkisstjórnarinnar sem hann stýrir. 20. apríl 2020 11:19 Mótmæltu aðgerðum ríkisstjóra vegna kórónuveirunnar Mótmælendur hafa safnast saman í þúsundatali víðsvegar um Bandaríkin í gær og síðustu daga og krafist þess að ríkisstjórar slaki á aðgerðum vegna kórónuveirunnar, svo gangur komist á efnahagslífið á ný. 20. apríl 2020 07:17 Trump hvetur fólk til að mótmæla sóttvarnaaðgerðum Íhaldsmenn í þremur ríkjum þar sem demókratar eru ríkisstjórar hafa komið saman til að mótæla aðgerðum gegn kórónuveirufaraldrinum í gær og í dag. Donald Trump Bandaríkjaforseti hvatti mótmælendurna til dáða á Twitter í dag þrátt fyrir kröfur þeirra stangist á við leiðbeiningar alríkisstjórnarinnar. 17. apríl 2020 19:49 Mest lesið „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ Innlent „Vona að þú sofir vel“ Innlent Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Innlent Kári var harðákveðinn að hætta ekki sem forstjóri Innlent Tifandi tímasprengjan sem grunuð er um frelsissviptingu Innlent Kári hættur hjá Íslenskri erfðagreiningu Innlent „Ég meina, hann er að missa fyrirtækið sitt“ Innlent Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Innlent Lokunin óásættanleg og muni leiða til verðhækkana fyrir íbúa Innlent Buðu mótherjum Björgólfs fyrst þjónustu sína Innlent Fleiri fréttir Gera úkraínsk ungmenni að sjálfsmorðssprengjumönnum Brand fær að ganga laus á meðan réttað er yfir honum Flokka Valkost fyrir Þýskaland sem öfgasamtök Segjast hafa lent í drónaárás á alþjóðlegu hafsvæði Drengnum sleppt en fleiri handteknir Munaði sex atkvæðum Waltz bolað úr embætti af Trump vegna Signal skilaboðanna Var svo „þreyttur á öllu“ að hann ákvað að aka inn í þvögu barna Börnum haldið innilokuðum í „hryllingshúsi“ í fleiri ár Yfirgefa Svíþjóð til að hraða þróun rafmagnsflugvélar Getur frelsað El Salvador-fangann en vill það ekki Skrifa nú undir samninginn sem féll af borðinu eftir hitafundinn Sænskur blaðamaður dæmdur fyrir að móðga Erdogan Ellefu slasaðir og þrír alvarlega í Kaupmannahöfn Segja 4.700 Kimdáta hafa fallið eða særst Danakonungur til Grænlands í annað sinn á skömmum tíma Ungi morðinginn flúði nýverið af vistheimili Segir sveppaeitrunina hafa verið „hörmulegt óhapp“ Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Ungur maður handtekinn vegna morðanna í Uppsölum Fagnaði fyrstu hundrað dögunum í Hvíta húsinu Pakistan segir Indland mögulega gera árás á næstu klukkustundum Árásarmannsins enn leitað Þrír látnir eftir skotárás í Uppsölum Fella niður hluta ákæru á hendur meintum sveppamorðingja Íhuga að loka Everest öðrum en reyndu göngufólki Bannað að selja auðmönnum evrópskan ríkisborgararétt Orsakir rafmagnsleysisins sögulega enn óþekktar Fjórir létust þegar bíl var ekið í gegnum frístundaheimili Allt að komast í samt lag á Spáni og í Portúgal Sjá meira
Seinni bylgja kórónuveirufaraldursins gæti orðið enn skæðari en sú sem heimsbyggðin glímir nú við vegna þess að hún gæti komið upp við upphaf flensutímabilsins, að sögn yfirmanns Sóttvarnastofnunar Bandaríkjanna (CDC). Það myndi setja fordæmalaust álag á heilbrigðiskerfið. Nú þegar hafa fleiri en 800.000 manns greinst með nýtt afbrigði kórónuveiru sem veldur öndunarfærasjúkdóminum Covid-19 í Bandaríkjunum og fleiri en 45.000 manns hafa látið lífið. Hvergi hafa fleiri greinst smitaðir samkvæmt opinberum tölum. Robert Redfield, forstjóri CDC í Bandaríkjunum, varar við hættunni á að faraldurinn verði enn verri en hann er nú ef hann blossar upp aftur þegar hefðbundin inflúensa fer á flug næsta vetur. Það telur hann setja „óhugsandi“ álag á bandaríska heilbrigðiskerfið. Það hefur fyrir glímt við skort á ýmsum nauðsynlegum búnaði eins og öndunarvélum, hlífðarbúnaði og sýnatökubúnaði. „Þegar ég segi fólki þetta hallar það sér aftur á bak og skilur eiginlega ekki hvað ég meina,“ segir Redfield í viðtali við Washington Post. Hann brýnir fyrir heilbrigðisyfirvöld alríkisstjórnarinnar og einstakra ríkja Bandaríkjanna að nýta næstu mánuði til þess að búa sig undir það sem er í vændum. Leggja þurfi áherslu á félagsforðun á sama tíma og byrjað verður að slaka á takmörkunum til að hefta útbreiðslu faraldursins. Þá segir hann þörf á að stórauka skimun til að finna þá sem eru smitaðir og smitrakningu til að koma í veg fyrir að ný tilfelli verði upphafið að stærri hópsýkingum. Mikilvægt að fólk fari í flensusprautu Eins segir Redfield að heilbrigðisyfirvöld þurfi að brýna fyrir landsmönnum að huga að haustinu og að láta bólusetja sig fyrir flensunni. Þannig sé hægt að lágmarka þann fjölda sem þarf að leggjast inn á sjúkrahús vegna flensunnar. Sóttvarnaaðgerðum eins og samkomubanni og fyrirmælum um að fólk haldi sig heima hefur verið mótmælt í nokkrum ríkjum Bandaríkjanna undanfarna daga. Krefjast mótmælendurnir, sem koma flestir úr röðum íhaldsmanna og stuðningsmanna Donalds Trump forseta, þess að takmörkunum verði aflétt þegar í stað. Trump forseti hefur hvatt mótmælendurna áfram og sagt þeim að „FRELSA“ ríkin þrátt fyrir að hans eigin alríkisstjórn hafi gefið út leiðbeiningar til ríkjanna um að aflétta takmörkunum hægt og í áföngum. Redfield segir mótmælin ekki hjálpleg. Hann og aðrir í viðbragðsteymi Hvíta hússins vegna faraldursins hafi lagt áherslu á mikilvægi félagsforðunar og hversu mikil áhrif hún hafi haft til að hemja faraldurinn.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bandaríkin Tengdar fréttir Hægriöfgahópar fyrirferðarmiklir í mótmælum gegn sóttvarnaaðgerðum Fjölmennustu Facebook-hóparnir sem boða mótmæli gegn sóttvarnaaðgerðum í Bandaríkjunum eru runnir undan rifjum þriggja samtaka hægriöfgasinnaðra vopnaeigenda. Donald Trump forseti hefur lýst stuðningi við mótmæli í nokkrum ríkjum þrátt fyrir að kröfur mótmælendanna séu í trássi við leiðbeiningar alríkisstjórnarinnar sem hann stýrir. 20. apríl 2020 11:19 Mótmæltu aðgerðum ríkisstjóra vegna kórónuveirunnar Mótmælendur hafa safnast saman í þúsundatali víðsvegar um Bandaríkin í gær og síðustu daga og krafist þess að ríkisstjórar slaki á aðgerðum vegna kórónuveirunnar, svo gangur komist á efnahagslífið á ný. 20. apríl 2020 07:17 Trump hvetur fólk til að mótmæla sóttvarnaaðgerðum Íhaldsmenn í þremur ríkjum þar sem demókratar eru ríkisstjórar hafa komið saman til að mótæla aðgerðum gegn kórónuveirufaraldrinum í gær og í dag. Donald Trump Bandaríkjaforseti hvatti mótmælendurna til dáða á Twitter í dag þrátt fyrir kröfur þeirra stangist á við leiðbeiningar alríkisstjórnarinnar. 17. apríl 2020 19:49 Mest lesið „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ Innlent „Vona að þú sofir vel“ Innlent Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Innlent Kári var harðákveðinn að hætta ekki sem forstjóri Innlent Tifandi tímasprengjan sem grunuð er um frelsissviptingu Innlent Kári hættur hjá Íslenskri erfðagreiningu Innlent „Ég meina, hann er að missa fyrirtækið sitt“ Innlent Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Innlent Lokunin óásættanleg og muni leiða til verðhækkana fyrir íbúa Innlent Buðu mótherjum Björgólfs fyrst þjónustu sína Innlent Fleiri fréttir Gera úkraínsk ungmenni að sjálfsmorðssprengjumönnum Brand fær að ganga laus á meðan réttað er yfir honum Flokka Valkost fyrir Þýskaland sem öfgasamtök Segjast hafa lent í drónaárás á alþjóðlegu hafsvæði Drengnum sleppt en fleiri handteknir Munaði sex atkvæðum Waltz bolað úr embætti af Trump vegna Signal skilaboðanna Var svo „þreyttur á öllu“ að hann ákvað að aka inn í þvögu barna Börnum haldið innilokuðum í „hryllingshúsi“ í fleiri ár Yfirgefa Svíþjóð til að hraða þróun rafmagnsflugvélar Getur frelsað El Salvador-fangann en vill það ekki Skrifa nú undir samninginn sem féll af borðinu eftir hitafundinn Sænskur blaðamaður dæmdur fyrir að móðga Erdogan Ellefu slasaðir og þrír alvarlega í Kaupmannahöfn Segja 4.700 Kimdáta hafa fallið eða særst Danakonungur til Grænlands í annað sinn á skömmum tíma Ungi morðinginn flúði nýverið af vistheimili Segir sveppaeitrunina hafa verið „hörmulegt óhapp“ Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Ungur maður handtekinn vegna morðanna í Uppsölum Fagnaði fyrstu hundrað dögunum í Hvíta húsinu Pakistan segir Indland mögulega gera árás á næstu klukkustundum Árásarmannsins enn leitað Þrír látnir eftir skotárás í Uppsölum Fella niður hluta ákæru á hendur meintum sveppamorðingja Íhuga að loka Everest öðrum en reyndu göngufólki Bannað að selja auðmönnum evrópskan ríkisborgararétt Orsakir rafmagnsleysisins sögulega enn óþekktar Fjórir létust þegar bíl var ekið í gegnum frístundaheimili Allt að komast í samt lag á Spáni og í Portúgal Sjá meira
Hægriöfgahópar fyrirferðarmiklir í mótmælum gegn sóttvarnaaðgerðum Fjölmennustu Facebook-hóparnir sem boða mótmæli gegn sóttvarnaaðgerðum í Bandaríkjunum eru runnir undan rifjum þriggja samtaka hægriöfgasinnaðra vopnaeigenda. Donald Trump forseti hefur lýst stuðningi við mótmæli í nokkrum ríkjum þrátt fyrir að kröfur mótmælendanna séu í trássi við leiðbeiningar alríkisstjórnarinnar sem hann stýrir. 20. apríl 2020 11:19
Mótmæltu aðgerðum ríkisstjóra vegna kórónuveirunnar Mótmælendur hafa safnast saman í þúsundatali víðsvegar um Bandaríkin í gær og síðustu daga og krafist þess að ríkisstjórar slaki á aðgerðum vegna kórónuveirunnar, svo gangur komist á efnahagslífið á ný. 20. apríl 2020 07:17
Trump hvetur fólk til að mótmæla sóttvarnaaðgerðum Íhaldsmenn í þremur ríkjum þar sem demókratar eru ríkisstjórar hafa komið saman til að mótæla aðgerðum gegn kórónuveirufaraldrinum í gær og í dag. Donald Trump Bandaríkjaforseti hvatti mótmælendurna til dáða á Twitter í dag þrátt fyrir kröfur þeirra stangist á við leiðbeiningar alríkisstjórnarinnar. 17. apríl 2020 19:49