Barcelona við það að kaupa danskan sóknarmann Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 18. febrúar 2020 17:30 Er þetta næsti markahrókur Börsunga? Vísir/Getty Barcelona er við það að ganga frá kaupum á Martin Braithwaite, framherjá Leganés. Börsungar fengu undanþágu frá spænska knattspyrnusambandinu til þess að kaupa framherja vegna meiðsla Luis Suarez og Ousmane Dembélé. Mikil umræða hefur skapast í kringum undanþágu Börsunga en þetta er líklega einsdæmi að lið fái að leyfi til að kaupa útispilara þó glugginn sé lokaður. Þekkt er að lið geta sótt um slíka undanþágu ef markverðir meiðast en undanþága sem þessi þekkist ekki. Hafa Börsungar 15 daga frá því undanþágan er veitt til að festa kaup á nýjum leikmanni. Til að mynda er Tottenham Hotspur nú án tveggja lykilmanna í Harry Kane og Heung-min Son en reikna má fastlega með því að enska úrvalsdeildin veiti þeim enga undanþágu til að kaupa sér nýjan framherja. Það sem gerir aðstæður Barcelona enn undarlegri er staðreyndin að Barcelona lánaði Carles Pérez, leikmann sem getur spilað á öðrum hvorum kantinum, til Roma á lokadegi félagaskiptagluggans vitandi það að Dembélé væri líklega frá í þónokkrun tíma. Í fjarveru þeirra var hinn 17 ára gamli Ansu Fati í byrjunarliði liðsins gegn Getafe. Þá eiga Börsungar þekktustu akademíu knattspyrnusögunnar, La Masia. Eflaust ætti að vera hægt finna nokkra táninga þar til að leysa vandamál liðsins þangað til tímabilinu lýkur. Svo virðist ekki og eftir að hafa verið orðað við gífurlegt magn leikmanna í janúar virðist loks sem Barcelona hafi fundið sinn mann. Sá heitir Martin Braithwaite og leikur með Leganés sem er í harðri fallbaráttu spænsku úrvalsdeildarinnar. Hinn 28 ára gamli Braithwaite, sem lék á sínum tíma með með Middlesbrough í ensku B-deildinni, hefur skorað 19 mörk í 43 leikjum og er með riftunarákvæði upp á 20 milljónir evra í samningi sínum samkvæmt The Guardian. Þar kemur einnig fram að umboðsmaður Braithwaite, Ali Dursun, er einnig umboðsmaður Frenke de Jong en Barcelona keypti hinn unga Hollending á 75 milljónir evra síðasta sumar. Að lokum fær Leganés sem situr í 19. sæti deildarinnar með 19 stig ekki að kaupa framherja í staðinn fyrir Braithwaite og því er nánast hægt að bóka þá niður í spænsku B-deildina að tímabilinu loknu. Barcelona mætir Napoli á Ítalíu í 16-liða úrslitum Meistaradeildar Evrópu þann 25. febrúar og Real Madríd í slag erkifjendanna í spænsku úrvalsdeildinni þann 1. mars. Allt í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport. Fótbolti Spænski boltinn Tengdar fréttir Barcelona upp að hlið Real Madrid á toppi deildarinnar Barcelona vann nú rétt í þessu 2-1 heimasigur á Getafe í spænsku úrvalsdeildinni en gestirnir eru spútnik lið spænsku úrvalsdeildarinnar það sem af er leiktíð. 15. febrúar 2020 17:00 Spyr hvort spænska knattspyrnusambandið vilji sjá þessa yfirburði Barcelona Kvennalið Barcelona hefur mikla yfirburði á Spáni. 10. febrúar 2020 20:45 Barcelona fær leyfi til að fá leikmann Spænska úrvalsdeildin hefur gefið Barcelona leyfi til að kaupa eða fá lánaðan leikmann til að leysa hinn meidda Ousmane Dembele af hólmi þó svo að félagaskiptaglugginn á Spáni sé lokaður. 17. febrúar 2020 16:30 Dembele missir af EM | Barcelona fær líklega að versla Knattspyrnumaðurinn Ousmane Dembele leikur ekki meira með Barcelona á þessari leiktíð vegna meiðsla. Hann á sömuleiðis ekki möguleika á að spila með Frökkum á EM í sumar. 11. febrúar 2020 17:52 Mest lesið Ógeðslega erfitt og ógeðslega vont en brosir oft í viku á eftir Sport „Nú er nóg komið“ Fótbolti Fram þvertekur fyrir metnaðarleysi og leitar að nýjum þjálfurum Íslenski boltinn Skortir Liverpool breidd þrátt fyrir gríðarleg fjárútlát síðasta sumar? Enski boltinn Sádar eru ekki að fara að byggja HM-leikvang ofan á skýjakljúfi Fótbolti Grafalvarleg staða: „Þurfum að fara í sársaukafullar aðgerðir“ Handbolti Nefna greinar Íslandsmótsins í CrossFit í höfuðið á íslenskum íþróttakonum Sport „Búnir að sýna hvað við getum verið lélegir“ Körfubolti Eldgos og brjósklos skapa óvissu: „Vonum bara að móðir náttúra leyfi þetta“ Sport NBA-leikmaður með krabbamein Körfubolti Fleiri fréttir Bretinn ráðinn tæknilegur ráðgjafi hjá Val Fram þvertekur fyrir metnaðarleysi og leitar að nýjum þjálfurum Nýr þjálfari Juventus er með Napoli-húðflúr „Nú er nóg komið“ Skortir Liverpool breidd þrátt fyrir gríðarleg fjárútlát síðasta sumar? Sádar eru ekki að fara að byggja HM-leikvang ofan á skýjakljúfi Hetja Englands á EM sleit krossband Lofar frekari fjárfestingum Juventus ræður Spalletti út tímabilið Meistaradeildin skiptir um bjór og Heineken snýr sér að padel Aron Einar kominn á toppinn Tölur úr Bestu: Hallgrímur Mar bjó til langflest færi Fantasýn: „Þessi vörn er eitthvað skrímsli“ Scholes hættir og setur einhverfan son sinn í fyrsta sætið Rúmar tvær milljónir í boði ef þú finnur hundinn hans Aarons Ramsey Carrick í einkaviðtali: Sigurinn á Anfield stór stund fyrir Man. Utd Hefur spilað 16 mínútur og fengið tvö rauð spjöld Bættu Evrópumet AC Milan liðsins með Gullit og Van Basten innanborðs Slot: Engin auka pressa við þetta tap Real Madrid vill stórar skaðabætur frá UEFA „Mjög sáttur með samninginn“ „Hefði séð eftir því alla ævi“ Magnús Már í viðræðum við HK Bað alla nema þjálfarann afsökunar Vísar slúðrinu til föðurhúsanna Ísak Bergmann lagði upp gegn Bayern „Við tókum bara þá ákvörðun að fara í Svanavatnið“ Albert og Mikael Egill í vondum málum á Ítalíu Palace neitar að sleppa takinu á Liverpool „Eitthvað sem ég mun aldrei gleyma“ Sjá meira
Barcelona er við það að ganga frá kaupum á Martin Braithwaite, framherjá Leganés. Börsungar fengu undanþágu frá spænska knattspyrnusambandinu til þess að kaupa framherja vegna meiðsla Luis Suarez og Ousmane Dembélé. Mikil umræða hefur skapast í kringum undanþágu Börsunga en þetta er líklega einsdæmi að lið fái að leyfi til að kaupa útispilara þó glugginn sé lokaður. Þekkt er að lið geta sótt um slíka undanþágu ef markverðir meiðast en undanþága sem þessi þekkist ekki. Hafa Börsungar 15 daga frá því undanþágan er veitt til að festa kaup á nýjum leikmanni. Til að mynda er Tottenham Hotspur nú án tveggja lykilmanna í Harry Kane og Heung-min Son en reikna má fastlega með því að enska úrvalsdeildin veiti þeim enga undanþágu til að kaupa sér nýjan framherja. Það sem gerir aðstæður Barcelona enn undarlegri er staðreyndin að Barcelona lánaði Carles Pérez, leikmann sem getur spilað á öðrum hvorum kantinum, til Roma á lokadegi félagaskiptagluggans vitandi það að Dembélé væri líklega frá í þónokkrun tíma. Í fjarveru þeirra var hinn 17 ára gamli Ansu Fati í byrjunarliði liðsins gegn Getafe. Þá eiga Börsungar þekktustu akademíu knattspyrnusögunnar, La Masia. Eflaust ætti að vera hægt finna nokkra táninga þar til að leysa vandamál liðsins þangað til tímabilinu lýkur. Svo virðist ekki og eftir að hafa verið orðað við gífurlegt magn leikmanna í janúar virðist loks sem Barcelona hafi fundið sinn mann. Sá heitir Martin Braithwaite og leikur með Leganés sem er í harðri fallbaráttu spænsku úrvalsdeildarinnar. Hinn 28 ára gamli Braithwaite, sem lék á sínum tíma með með Middlesbrough í ensku B-deildinni, hefur skorað 19 mörk í 43 leikjum og er með riftunarákvæði upp á 20 milljónir evra í samningi sínum samkvæmt The Guardian. Þar kemur einnig fram að umboðsmaður Braithwaite, Ali Dursun, er einnig umboðsmaður Frenke de Jong en Barcelona keypti hinn unga Hollending á 75 milljónir evra síðasta sumar. Að lokum fær Leganés sem situr í 19. sæti deildarinnar með 19 stig ekki að kaupa framherja í staðinn fyrir Braithwaite og því er nánast hægt að bóka þá niður í spænsku B-deildina að tímabilinu loknu. Barcelona mætir Napoli á Ítalíu í 16-liða úrslitum Meistaradeildar Evrópu þann 25. febrúar og Real Madríd í slag erkifjendanna í spænsku úrvalsdeildinni þann 1. mars. Allt í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport.
Fótbolti Spænski boltinn Tengdar fréttir Barcelona upp að hlið Real Madrid á toppi deildarinnar Barcelona vann nú rétt í þessu 2-1 heimasigur á Getafe í spænsku úrvalsdeildinni en gestirnir eru spútnik lið spænsku úrvalsdeildarinnar það sem af er leiktíð. 15. febrúar 2020 17:00 Spyr hvort spænska knattspyrnusambandið vilji sjá þessa yfirburði Barcelona Kvennalið Barcelona hefur mikla yfirburði á Spáni. 10. febrúar 2020 20:45 Barcelona fær leyfi til að fá leikmann Spænska úrvalsdeildin hefur gefið Barcelona leyfi til að kaupa eða fá lánaðan leikmann til að leysa hinn meidda Ousmane Dembele af hólmi þó svo að félagaskiptaglugginn á Spáni sé lokaður. 17. febrúar 2020 16:30 Dembele missir af EM | Barcelona fær líklega að versla Knattspyrnumaðurinn Ousmane Dembele leikur ekki meira með Barcelona á þessari leiktíð vegna meiðsla. Hann á sömuleiðis ekki möguleika á að spila með Frökkum á EM í sumar. 11. febrúar 2020 17:52 Mest lesið Ógeðslega erfitt og ógeðslega vont en brosir oft í viku á eftir Sport „Nú er nóg komið“ Fótbolti Fram þvertekur fyrir metnaðarleysi og leitar að nýjum þjálfurum Íslenski boltinn Skortir Liverpool breidd þrátt fyrir gríðarleg fjárútlát síðasta sumar? Enski boltinn Sádar eru ekki að fara að byggja HM-leikvang ofan á skýjakljúfi Fótbolti Grafalvarleg staða: „Þurfum að fara í sársaukafullar aðgerðir“ Handbolti Nefna greinar Íslandsmótsins í CrossFit í höfuðið á íslenskum íþróttakonum Sport „Búnir að sýna hvað við getum verið lélegir“ Körfubolti Eldgos og brjósklos skapa óvissu: „Vonum bara að móðir náttúra leyfi þetta“ Sport NBA-leikmaður með krabbamein Körfubolti Fleiri fréttir Bretinn ráðinn tæknilegur ráðgjafi hjá Val Fram þvertekur fyrir metnaðarleysi og leitar að nýjum þjálfurum Nýr þjálfari Juventus er með Napoli-húðflúr „Nú er nóg komið“ Skortir Liverpool breidd þrátt fyrir gríðarleg fjárútlát síðasta sumar? Sádar eru ekki að fara að byggja HM-leikvang ofan á skýjakljúfi Hetja Englands á EM sleit krossband Lofar frekari fjárfestingum Juventus ræður Spalletti út tímabilið Meistaradeildin skiptir um bjór og Heineken snýr sér að padel Aron Einar kominn á toppinn Tölur úr Bestu: Hallgrímur Mar bjó til langflest færi Fantasýn: „Þessi vörn er eitthvað skrímsli“ Scholes hættir og setur einhverfan son sinn í fyrsta sætið Rúmar tvær milljónir í boði ef þú finnur hundinn hans Aarons Ramsey Carrick í einkaviðtali: Sigurinn á Anfield stór stund fyrir Man. Utd Hefur spilað 16 mínútur og fengið tvö rauð spjöld Bættu Evrópumet AC Milan liðsins með Gullit og Van Basten innanborðs Slot: Engin auka pressa við þetta tap Real Madrid vill stórar skaðabætur frá UEFA „Mjög sáttur með samninginn“ „Hefði séð eftir því alla ævi“ Magnús Már í viðræðum við HK Bað alla nema þjálfarann afsökunar Vísar slúðrinu til föðurhúsanna Ísak Bergmann lagði upp gegn Bayern „Við tókum bara þá ákvörðun að fara í Svanavatnið“ Albert og Mikael Egill í vondum málum á Ítalíu Palace neitar að sleppa takinu á Liverpool „Eitthvað sem ég mun aldrei gleyma“ Sjá meira
Barcelona upp að hlið Real Madrid á toppi deildarinnar Barcelona vann nú rétt í þessu 2-1 heimasigur á Getafe í spænsku úrvalsdeildinni en gestirnir eru spútnik lið spænsku úrvalsdeildarinnar það sem af er leiktíð. 15. febrúar 2020 17:00
Spyr hvort spænska knattspyrnusambandið vilji sjá þessa yfirburði Barcelona Kvennalið Barcelona hefur mikla yfirburði á Spáni. 10. febrúar 2020 20:45
Barcelona fær leyfi til að fá leikmann Spænska úrvalsdeildin hefur gefið Barcelona leyfi til að kaupa eða fá lánaðan leikmann til að leysa hinn meidda Ousmane Dembele af hólmi þó svo að félagaskiptaglugginn á Spáni sé lokaður. 17. febrúar 2020 16:30
Dembele missir af EM | Barcelona fær líklega að versla Knattspyrnumaðurinn Ousmane Dembele leikur ekki meira með Barcelona á þessari leiktíð vegna meiðsla. Hann á sömuleiðis ekki möguleika á að spila með Frökkum á EM í sumar. 11. febrúar 2020 17:52