Hallur og Jón Kristinn leiða káta íslenska Brexit-menn um London Jakob Bjarnar skrifar 31. janúar 2020 13:00 Jón Kristinn ræðir við Hall um The Vulture´s Lair en sambönd þeirra meðal breskra Brexitsinna mun að öllum líkindum koma íslenska hópnum í innsta hring. Heldur minni hópur Íslendinga en að var stefnt er farinn utan til Englands til að fagna með Bretum þegar þeir ganga með formlegum hætti úr Evrópusambandinu í kvöld klukkan 23. Boðað var til ferðarinnar fyrir nokkru, skipulögð af Heimsýn – Hreyfing sjálfstæðissinna í Evrópumálum, en þegar upp var staðið stendur hópurinn ekki saman af nema 12 til 15 mönnum. Fámennt, en góðmennt eins og sagt er því þarna mun gleðin verða við völd. Heldur betur. Enda um heimssögulegan viðburð að ræða. Komast í innsta hring vegna sambanda Halls Vísir ræddi við einn foringja hópsins, Gunnlaug Ingvarsson stjórnarmann í Heimssýn og formann Frelsisflokksins, fyrir nokkru í tilefni ferðarinnar og var mikill hugur í honum. Fararstjóri er Hallur Hallsson fréttamaður sem að sögn Gunnlaugs er mikill sérfræðingur í Evrópusambandinu sem og breskum stjórnmálum. Honum verður svo innan handar Jón Kristinn Snæhólm stjórmálafræðingur en hann er einnig sérfróður um bresk stjórnmál. Gunnlaugur Ingvarsson er kominn til London þar sem hann og félagar ætla að fagna innilega með breskum skoðanabræðrum því að Bretland sé að fara úr Evrópusambandinu.visir/vilhelm Telja verður það vel til fundið að fá þá Hall og Jón Kristinn til að leiða hópinn en Hallur skrifaði einmitt bók um Evrópusambandið, Vulture´s Lair, og var útkomu bókarinnar fagnað sérstaklega einmitt í London. „Já, í Westminster,“ segir Gunnlaugur sem sér fyrir sér að sambönd þeirra Halls og Jóns Kristins muni verða til þess að hópurinn komist jafnvel í innsta hring Brexitsinna og í gleðskap í þeim ranni sem væntanlega hömlulaus.Hér neðar má sjá frá útgáfuveislu þegar bók Halls var fagnað í London með mikilli viðhöfn. Sjónarmið Halls hafa orðið ofan á í Bretlandi. Munu lyfta einni bjórkönnu eða tveimur Auk þeirra tveggja og Gunnlaugs verður svo formaður Heimssýnar, Haraldur Ólafsson veðurfræðingur, í hópnum. Hópurinn fór utan í gær og snýr aftur 2. febrúar. Gist er á Grand Hotel við Hyde Park. Dagskrá ferðarinnar er svo tíunduð á heimasíðu Heimssýnar. „Gunnlaugur segir að Váfugli, bók Halls sem einnig var gefin út á ensku, hafi verið sérlega vel tekið á Bretlandi. „Sérstakalega af þeim sem voru skeptískir. Hún vakti mikla athygli í pólitíkinni þegar hún var gefin út og hann hefur mikil sambönd. Við fáum að komast inn í allskonar partí sem þeir halda. Við komum til með að skoða þinghúsið og förum að stalli W. Churchills. Þetta verður mikil menningareisa,“ segir Gunnlaugur. Og hann segir að áreiðanlega verð stungið úr einni bjórkönnu eða svo við þetta tækifæri. Þetta er partí. Þá segir Gunnlaugur að nokkur spenna ríki um hvort klukkum Big Ben verði hringt þegar útgangan verður formleg, líkt og var gert í lok seinni heimstyrjaldar. En einhverjar viðgerðir hafa staðið yfir á Big Ben.Hér neðar má svo sjá viðtal Jóns Kristins við Hall Hallsson um bók hans Vulture´s Lair. Bretland Brexit Íslendingar erlendis Tengdar fréttir Samningur vegna útgöngu Bretlands úr EES undirritaður Í dag undirrituðu utanríkisráðherrar Íslands, Noregs og Liechtenstein samning við Bretland vegna útgöngu Bretlands úr Evrópska efnahagssvæðinu. 28. janúar 2020 16:48 Boris Johnson segir Brexit upphaf en ekki endi Bretland gengur úr Evrópusambandinu í dag. 31. janúar 2020 08:15 Bretar kvaddir á Evrópuþinginu Úrganga Bretlands úr Evrópusambandinu hefur verið samþykkt af Evrópuþinginu. 29. janúar 2020 17:53 Mest lesið Mótmælendur lokuðu veginum að Bláa lóninu Innlent Tekur U-beygju og kallar stuðningsmenn sína aumingja Erlent Grunur um að maður hafi kveikt í húsi í Reykjanesbæ Innlent Átta börn fædd úr erfðaefni þriggja einstaklinga til að fyrirbyggja sjúkdóma Erlent Von der Leyen dásamaði útsýnið á Reykjavíkurflugvelli Innlent Félag eldri borgara vildi bygginguna nær lóðarmörkunum Innlent Ásthildur bendir strandveiðimönnum á minnihlutann Innlent Segir ferðaþjónustunni mismunað og efnir til mótmæla Innlent Dregið úr virkni en virðist enn gjósa í um tíu gígum Innlent Aðalsvið Tomorrowland brann til kaldra kola Erlent Fleiri fréttir Flutti tæp þrjú kíló af kókaíni til landsins og fær tvö ár Ætlar ekki að þegja til að láta fordómafullu fólki líða betur Strandveiðar færast frá Viðreisn til Flokks fólksins Myndir: Flugu til Þórsmerkur og Grindavíkur Mótmælendur lokuðu veginum að Bláa lóninu „Annars lítur þetta ekki mjög vel út fyrir þær“ „Sýnið nú kjark og dug og gerið þetta almennilega“ Grunur um að maður hafi kveikt í húsi í Reykjanesbæ Staðan á gosinu og óánægja með lokanir í Grindavík Segir ferðaþjónustunni mismunað og efnir til mótmæla Félag eldri borgara vildi bygginguna nær lóðarmörkunum Von der Leyen dásamaði útsýnið á Reykjavíkurflugvelli Landlæknir hlynnt því að banna ljósabekki Loftgæði mælast óholl á Akureyri Dregið úr virkni en virðist enn gjósa í um tíu gígum Met í verðtryggðum lánveitingum lífeyrissjóðanna Ásthildur bendir strandveiðimönnum á minnihlutann Opnaði listasýningu aldargamall og segir verkin verða eins og börnin sín Blámóða vofir yfir Vestfjörðum og Skagafirði Dettifossi kippt í lag og seinkar um sólarhring Grindvíkingum hleypt inn, varnargarðar hækkaðir og Bláa lónið opnar Vill fyrst og fremst fá að njóta ævikvöldsins í friði „Af hverju þetta brestur strax, það skiljum við ekki alveg“ Kort: Sprungan lengist til norðurs Strandveiðar bannaðar á morgun Gos í beinni, ósáttir Grindvíkingar og íbúum drekkt í steypu Alvarleg árás með hamri í Reykjavík Sýknaður af ákæru um að nauðga konu í afmælisveislu hennar Varað við fölsuðum töflum sem innihalda hættulega efnablöndu Gengu að gosinu og óku til Grindavíkur án þess að vera stöðvaðar Sjá meira
Heldur minni hópur Íslendinga en að var stefnt er farinn utan til Englands til að fagna með Bretum þegar þeir ganga með formlegum hætti úr Evrópusambandinu í kvöld klukkan 23. Boðað var til ferðarinnar fyrir nokkru, skipulögð af Heimsýn – Hreyfing sjálfstæðissinna í Evrópumálum, en þegar upp var staðið stendur hópurinn ekki saman af nema 12 til 15 mönnum. Fámennt, en góðmennt eins og sagt er því þarna mun gleðin verða við völd. Heldur betur. Enda um heimssögulegan viðburð að ræða. Komast í innsta hring vegna sambanda Halls Vísir ræddi við einn foringja hópsins, Gunnlaug Ingvarsson stjórnarmann í Heimssýn og formann Frelsisflokksins, fyrir nokkru í tilefni ferðarinnar og var mikill hugur í honum. Fararstjóri er Hallur Hallsson fréttamaður sem að sögn Gunnlaugs er mikill sérfræðingur í Evrópusambandinu sem og breskum stjórnmálum. Honum verður svo innan handar Jón Kristinn Snæhólm stjórmálafræðingur en hann er einnig sérfróður um bresk stjórnmál. Gunnlaugur Ingvarsson er kominn til London þar sem hann og félagar ætla að fagna innilega með breskum skoðanabræðrum því að Bretland sé að fara úr Evrópusambandinu.visir/vilhelm Telja verður það vel til fundið að fá þá Hall og Jón Kristinn til að leiða hópinn en Hallur skrifaði einmitt bók um Evrópusambandið, Vulture´s Lair, og var útkomu bókarinnar fagnað sérstaklega einmitt í London. „Já, í Westminster,“ segir Gunnlaugur sem sér fyrir sér að sambönd þeirra Halls og Jóns Kristins muni verða til þess að hópurinn komist jafnvel í innsta hring Brexitsinna og í gleðskap í þeim ranni sem væntanlega hömlulaus.Hér neðar má sjá frá útgáfuveislu þegar bók Halls var fagnað í London með mikilli viðhöfn. Sjónarmið Halls hafa orðið ofan á í Bretlandi. Munu lyfta einni bjórkönnu eða tveimur Auk þeirra tveggja og Gunnlaugs verður svo formaður Heimssýnar, Haraldur Ólafsson veðurfræðingur, í hópnum. Hópurinn fór utan í gær og snýr aftur 2. febrúar. Gist er á Grand Hotel við Hyde Park. Dagskrá ferðarinnar er svo tíunduð á heimasíðu Heimssýnar. „Gunnlaugur segir að Váfugli, bók Halls sem einnig var gefin út á ensku, hafi verið sérlega vel tekið á Bretlandi. „Sérstakalega af þeim sem voru skeptískir. Hún vakti mikla athygli í pólitíkinni þegar hún var gefin út og hann hefur mikil sambönd. Við fáum að komast inn í allskonar partí sem þeir halda. Við komum til með að skoða þinghúsið og förum að stalli W. Churchills. Þetta verður mikil menningareisa,“ segir Gunnlaugur. Og hann segir að áreiðanlega verð stungið úr einni bjórkönnu eða svo við þetta tækifæri. Þetta er partí. Þá segir Gunnlaugur að nokkur spenna ríki um hvort klukkum Big Ben verði hringt þegar útgangan verður formleg, líkt og var gert í lok seinni heimstyrjaldar. En einhverjar viðgerðir hafa staðið yfir á Big Ben.Hér neðar má svo sjá viðtal Jóns Kristins við Hall Hallsson um bók hans Vulture´s Lair.
Bretland Brexit Íslendingar erlendis Tengdar fréttir Samningur vegna útgöngu Bretlands úr EES undirritaður Í dag undirrituðu utanríkisráðherrar Íslands, Noregs og Liechtenstein samning við Bretland vegna útgöngu Bretlands úr Evrópska efnahagssvæðinu. 28. janúar 2020 16:48 Boris Johnson segir Brexit upphaf en ekki endi Bretland gengur úr Evrópusambandinu í dag. 31. janúar 2020 08:15 Bretar kvaddir á Evrópuþinginu Úrganga Bretlands úr Evrópusambandinu hefur verið samþykkt af Evrópuþinginu. 29. janúar 2020 17:53 Mest lesið Mótmælendur lokuðu veginum að Bláa lóninu Innlent Tekur U-beygju og kallar stuðningsmenn sína aumingja Erlent Grunur um að maður hafi kveikt í húsi í Reykjanesbæ Innlent Átta börn fædd úr erfðaefni þriggja einstaklinga til að fyrirbyggja sjúkdóma Erlent Von der Leyen dásamaði útsýnið á Reykjavíkurflugvelli Innlent Félag eldri borgara vildi bygginguna nær lóðarmörkunum Innlent Ásthildur bendir strandveiðimönnum á minnihlutann Innlent Segir ferðaþjónustunni mismunað og efnir til mótmæla Innlent Dregið úr virkni en virðist enn gjósa í um tíu gígum Innlent Aðalsvið Tomorrowland brann til kaldra kola Erlent Fleiri fréttir Flutti tæp þrjú kíló af kókaíni til landsins og fær tvö ár Ætlar ekki að þegja til að láta fordómafullu fólki líða betur Strandveiðar færast frá Viðreisn til Flokks fólksins Myndir: Flugu til Þórsmerkur og Grindavíkur Mótmælendur lokuðu veginum að Bláa lóninu „Annars lítur þetta ekki mjög vel út fyrir þær“ „Sýnið nú kjark og dug og gerið þetta almennilega“ Grunur um að maður hafi kveikt í húsi í Reykjanesbæ Staðan á gosinu og óánægja með lokanir í Grindavík Segir ferðaþjónustunni mismunað og efnir til mótmæla Félag eldri borgara vildi bygginguna nær lóðarmörkunum Von der Leyen dásamaði útsýnið á Reykjavíkurflugvelli Landlæknir hlynnt því að banna ljósabekki Loftgæði mælast óholl á Akureyri Dregið úr virkni en virðist enn gjósa í um tíu gígum Met í verðtryggðum lánveitingum lífeyrissjóðanna Ásthildur bendir strandveiðimönnum á minnihlutann Opnaði listasýningu aldargamall og segir verkin verða eins og börnin sín Blámóða vofir yfir Vestfjörðum og Skagafirði Dettifossi kippt í lag og seinkar um sólarhring Grindvíkingum hleypt inn, varnargarðar hækkaðir og Bláa lónið opnar Vill fyrst og fremst fá að njóta ævikvöldsins í friði „Af hverju þetta brestur strax, það skiljum við ekki alveg“ Kort: Sprungan lengist til norðurs Strandveiðar bannaðar á morgun Gos í beinni, ósáttir Grindvíkingar og íbúum drekkt í steypu Alvarleg árás með hamri í Reykjavík Sýknaður af ákæru um að nauðga konu í afmælisveislu hennar Varað við fölsuðum töflum sem innihalda hættulega efnablöndu Gengu að gosinu og óku til Grindavíkur án þess að vera stöðvaðar Sjá meira
Samningur vegna útgöngu Bretlands úr EES undirritaður Í dag undirrituðu utanríkisráðherrar Íslands, Noregs og Liechtenstein samning við Bretland vegna útgöngu Bretlands úr Evrópska efnahagssvæðinu. 28. janúar 2020 16:48
Boris Johnson segir Brexit upphaf en ekki endi Bretland gengur úr Evrópusambandinu í dag. 31. janúar 2020 08:15
Bretar kvaddir á Evrópuþinginu Úrganga Bretlands úr Evrópusambandinu hefur verið samþykkt af Evrópuþinginu. 29. janúar 2020 17:53