„Ég fæddist ekki til að fara í taugarnar á netverjum“ Kristján Hjálmarsson skrifar 10. desember 2013 10:43 „Það er ákveðin stefnubreyting. Ég er búinn að vera í þessu heillengi og kominn tími til að fara að gera eitthvað annað. Þetta hefur verið svolítið lýjandi fyrir mig og fjölskylduna. Það er ekki auðvelt að vera í þessari baráttu," segir Snæbjörn Steingrímsson, sem lætur brátt af störfum sem framkvæmdastjóri Smáís. Snæbjörn hefur verið fremstur í flokki í baráttunni gegn ólöglegu niðurhali. Hann segir það versta við baráttuna hvað hún hafi verið persónugerð. „Þetta er starf og það eru margir sem misskilja það og halda að ég sé í heilagri herferð - ég hafi fæðst til að fara í taugarnar á netverjum. Þetta eru ekki stór samtök þannig að ég er ekki með mjög marga í kringum til að taka hríðirnar með mér. Ég hef verið í forsvari fyrir samtökin í talsverðan tíma en nú er komið að tímamótum. Þetta verður mikill léttir fyrir fjölskylduna.“ Það er óhætt að segja að Snæbjörn hafi orðið fyrir skítkasti meðal netverja. Hann segir að það hafi tekið á. Hann hafi þó ekki fengið líflátshótanir eins og fyrrirenni hans. „Það kom fyrir að það var verið að benda fólki á hvar ég bý og í hvaða skóla börnin mín ganga. Það eru óbeinar hótanir fólgnar í því þó aldrei hafi orðið neitt úr þeim. Það hefur aldrei verið ráðist á mig líkamlega,“ segir Snæbjörn. „Þetta hefur verið erfitt fyrir mig sjálfan og þá sem eru í kringum mig. Það getur líka verið erfitt að geta ekki alltaf svarað þessum árásum.“ Snæbjörn segir að verið sé að skoða ákveðnar breytingar hjá Smáís og því sé kjörið tækifæri fyrir hann að breyta til. „Ég er að klára lögfræði og ætla að einbeita mér að henni. Vonandi eru spennandi tímar framundan," segir Snæbjörn. Spurður hvort baráttan gegn ólöglegu niðurhali sé töpuð segir Snæbjörn. „Baráttan er ekki töpuð en við erum ekki að fara að sjá algjöran sigur - í hvoruga áttina. Baráttan heur líka færst svolítið gegn gráa markaðinum, þegar fólk kaupir þjónustu sem er lögleg í öðrum löndum en ekki hér. Það er allt öðruvísi barátta sem kallar kannski á öðruvísi leiðir en hefur verið farið hingað til. Ég hugsa nú að stærsti sigurinn verði ef rétthöfum tekst að fjölga valmöguleikum hér á landi. Ef úrvalið yrði aukið hér á landi held ég að það myndi einfalda þessa baráttum mikið,“ segir Snæbjörn. Mest lesið Efnaðir Ítalir sagðir hafa myrt fólk í Sarajevo sér til ánægju Erlent Áralangur misskilningur um losunarmarkmið Íslands Innlent Tilfærslan feli í sér ábyrgðaryfirlýsingu Innlent Svaf værum blundi í hengirúmi á safni í miðborginni Innlent Mögulega ellefu milljarðar í boði en áhugi ráðherra furðulega lítill Innlent Framsókn vill endurskoða tilmæli borgarinnar um barnaafmæli Innlent „Kostnaður við íþróttaiðkun barna er orðinn gríðarlegur“ Innlent Hægt verði að aka yfir brúna næsta sumar Innlent Flokkur Ingu tapaði fjörutíu milljónum Innlent Kom til átaka á mótmælum vegna COP30 Erlent Fleiri fréttir Fundur fólksins veglegur í ár Framsókn vill endurskoða tilmæli borgarinnar um barnaafmæli Áralangur misskilningur um losunarmarkmið Íslands Svaf værum blundi í hengirúmi á safni í miðborginni Símar í grunnskólum og brottfararstöðvar á herðum nefnda Tilfærslan feli í sér ábyrgðaryfirlýsingu Hægt verði að aka yfir brúna næsta sumar „Kostnaður við íþróttaiðkun barna er orðinn gríðarlegur“ Mögulega ellefu milljarðar í boði en áhugi ráðherra furðulega lítill Nýtt fyrirtæki í Grindavík með 24 starfsmenn Ofbeldi sem söluvara undirstriki mikilvægi samstarfs þvert á landamæri Willum íhugar formannsframboð Flokkur Ingu tapaði fjörutíu milljónum „Þessi mál hafa verið ólestri í alltof, alltof langan tíma“ Óttast hvað þurfi að gerast til að gangbrautin verði löguð Glæpahópar horfa til íslenskra barna og ofbeldisverk til sölu Fresta skurðaðgerðum vegna inflúensufaraldurs Íslensk stjórnvöld viðurkenndu brot „Jafnvel Kringvarpið í Færeyjum flytur fréttir á ensku“ Ekið á börn í annað sinn á sama tíma og sama stað Skjálftum fækkar og kvikan hægir á sér Foreldrar í Garðabæ hvumsa yfir æfingagjöldum Uppgötvuðu svikin á fimmtudegi og kærðu aðfaranótt laugardags Verða með leiðtogaprófkjör 31. janúar Mikið undir á næsta sáttafundi flugumferðarstjóra Vill hætta að kaupa auglýsingar á samfélagsmiðlum Fimm ára fangelsi fyrir að skera mann á háls Færði féð yfir á eigin reikning til að losa frysta reikninga Erfitt að skilja drengina eftir í Suður-Afríku en jákvætt að þeir séu loks edrú Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – seinni dagur Sjá meira
„Það er ákveðin stefnubreyting. Ég er búinn að vera í þessu heillengi og kominn tími til að fara að gera eitthvað annað. Þetta hefur verið svolítið lýjandi fyrir mig og fjölskylduna. Það er ekki auðvelt að vera í þessari baráttu," segir Snæbjörn Steingrímsson, sem lætur brátt af störfum sem framkvæmdastjóri Smáís. Snæbjörn hefur verið fremstur í flokki í baráttunni gegn ólöglegu niðurhali. Hann segir það versta við baráttuna hvað hún hafi verið persónugerð. „Þetta er starf og það eru margir sem misskilja það og halda að ég sé í heilagri herferð - ég hafi fæðst til að fara í taugarnar á netverjum. Þetta eru ekki stór samtök þannig að ég er ekki með mjög marga í kringum til að taka hríðirnar með mér. Ég hef verið í forsvari fyrir samtökin í talsverðan tíma en nú er komið að tímamótum. Þetta verður mikill léttir fyrir fjölskylduna.“ Það er óhætt að segja að Snæbjörn hafi orðið fyrir skítkasti meðal netverja. Hann segir að það hafi tekið á. Hann hafi þó ekki fengið líflátshótanir eins og fyrrirenni hans. „Það kom fyrir að það var verið að benda fólki á hvar ég bý og í hvaða skóla börnin mín ganga. Það eru óbeinar hótanir fólgnar í því þó aldrei hafi orðið neitt úr þeim. Það hefur aldrei verið ráðist á mig líkamlega,“ segir Snæbjörn. „Þetta hefur verið erfitt fyrir mig sjálfan og þá sem eru í kringum mig. Það getur líka verið erfitt að geta ekki alltaf svarað þessum árásum.“ Snæbjörn segir að verið sé að skoða ákveðnar breytingar hjá Smáís og því sé kjörið tækifæri fyrir hann að breyta til. „Ég er að klára lögfræði og ætla að einbeita mér að henni. Vonandi eru spennandi tímar framundan," segir Snæbjörn. Spurður hvort baráttan gegn ólöglegu niðurhali sé töpuð segir Snæbjörn. „Baráttan er ekki töpuð en við erum ekki að fara að sjá algjöran sigur - í hvoruga áttina. Baráttan heur líka færst svolítið gegn gráa markaðinum, þegar fólk kaupir þjónustu sem er lögleg í öðrum löndum en ekki hér. Það er allt öðruvísi barátta sem kallar kannski á öðruvísi leiðir en hefur verið farið hingað til. Ég hugsa nú að stærsti sigurinn verði ef rétthöfum tekst að fjölga valmöguleikum hér á landi. Ef úrvalið yrði aukið hér á landi held ég að það myndi einfalda þessa baráttum mikið,“ segir Snæbjörn.
Mest lesið Efnaðir Ítalir sagðir hafa myrt fólk í Sarajevo sér til ánægju Erlent Áralangur misskilningur um losunarmarkmið Íslands Innlent Tilfærslan feli í sér ábyrgðaryfirlýsingu Innlent Svaf værum blundi í hengirúmi á safni í miðborginni Innlent Mögulega ellefu milljarðar í boði en áhugi ráðherra furðulega lítill Innlent Framsókn vill endurskoða tilmæli borgarinnar um barnaafmæli Innlent „Kostnaður við íþróttaiðkun barna er orðinn gríðarlegur“ Innlent Hægt verði að aka yfir brúna næsta sumar Innlent Flokkur Ingu tapaði fjörutíu milljónum Innlent Kom til átaka á mótmælum vegna COP30 Erlent Fleiri fréttir Fundur fólksins veglegur í ár Framsókn vill endurskoða tilmæli borgarinnar um barnaafmæli Áralangur misskilningur um losunarmarkmið Íslands Svaf værum blundi í hengirúmi á safni í miðborginni Símar í grunnskólum og brottfararstöðvar á herðum nefnda Tilfærslan feli í sér ábyrgðaryfirlýsingu Hægt verði að aka yfir brúna næsta sumar „Kostnaður við íþróttaiðkun barna er orðinn gríðarlegur“ Mögulega ellefu milljarðar í boði en áhugi ráðherra furðulega lítill Nýtt fyrirtæki í Grindavík með 24 starfsmenn Ofbeldi sem söluvara undirstriki mikilvægi samstarfs þvert á landamæri Willum íhugar formannsframboð Flokkur Ingu tapaði fjörutíu milljónum „Þessi mál hafa verið ólestri í alltof, alltof langan tíma“ Óttast hvað þurfi að gerast til að gangbrautin verði löguð Glæpahópar horfa til íslenskra barna og ofbeldisverk til sölu Fresta skurðaðgerðum vegna inflúensufaraldurs Íslensk stjórnvöld viðurkenndu brot „Jafnvel Kringvarpið í Færeyjum flytur fréttir á ensku“ Ekið á börn í annað sinn á sama tíma og sama stað Skjálftum fækkar og kvikan hægir á sér Foreldrar í Garðabæ hvumsa yfir æfingagjöldum Uppgötvuðu svikin á fimmtudegi og kærðu aðfaranótt laugardags Verða með leiðtogaprófkjör 31. janúar Mikið undir á næsta sáttafundi flugumferðarstjóra Vill hætta að kaupa auglýsingar á samfélagsmiðlum Fimm ára fangelsi fyrir að skera mann á háls Færði féð yfir á eigin reikning til að losa frysta reikninga Erfitt að skilja drengina eftir í Suður-Afríku en jákvætt að þeir séu loks edrú Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – seinni dagur Sjá meira