Mögnuð endurkoma City dugði ekki til | Þrjú rauð á Anderlecht Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 10. desember 2013 10:23 Manchester City var einu marki frá því að næla í efsta sæti D-riðils Meistaradeildar Evrópu eftir 3-2 útisigur á Bayern München. Victoria Plzen nældi í Evrópudeildarsæti og rauð spjöld fóru á loft í Grikklandi. Liðsmenn FC Bayern komust í 2-0 gegn Manchester City eftir aðeins tólf mínútur. Þá fór Micah Richards meiddur af velli og stefndi í leiðindakvöld enska liðsins í Þýskalandi. David Silva minnkaði hins vegar muninn af stuttu færi eftir vel útfærða sókn og möguleiki fyrir gestina. Í síðari hálfleik gengu City-menn á lagið. Aleksandar Kolarov jafnaði metin úr vítaspyrnu og Englendingurinn James Milner, sem lagði upp markið fyrir Silva, skoraði sigurmarkið. City hefði tekið toppsætið af Bæjurum hefði þeim tekist að bæta við einu marki. Þýska liðið heldur toppsætinu á betri markatölu í innbyrðisviðureignum liðanna. Olympiakos tryggði sér annað sætið í C-riðli með 3-1 sigri á Anderlecht. Javier Saviola skoraði tvö marka gríska liðsins. Hann klúðraði einnig vítaspyrnu í stöðunni 1-1 í upphafi síðari hálfleiks þegar Belgarnir misstu mann af velli með rautt spjald. Saviola kom Olympiakos í 2-1 á 58. mínútu og Grikkirnir í góðum málum. Áður en yfir lauk fuku tveir til viðbótar útaf í liði Anderlecht auk þess sem Olympiakos bæði klúðraði og skoraði úr vítaspyrnu. Sigurinn tryggði liðinu annað sætið þrátt fyrir sigur Benfica á PSG í Portúgal. Victoria Plzen tryggði sér sæti í 32-liða úrslitum Evrópudeildar með 2-1 sigri á CSKA Moskvu. Liðið fékk 3 stig í riðlinum líkt og Rússarnir en Tékkarnir skoruðu fleiri mörk á útivelli í innbyrðisviðureignum liðanna.Staðan í riðlunum eftir leiki kvöldsinsA-riðill Manchester United 1-0 Shaktar Donetsk Real Sociedad 0-1 Bayer Leverkusen United 14 Leverkusen 10 Donetsk 8 Sociedad 1B-riðill FC Kaupmannahöfn 0-2 Real Madrid Fresta varð viðureign Galatasaray og Juventus vegna snjókomu. Real 16 Juve 6 Galatasaray 4 FCK 4C-riðill Benfica 2-1 PSG Olympiakos 3-1 Anderlecht PSG 13 Olympiakos 10 (Olympiacos stendur betur innbyrðis) Benfica 10 Anderlecht 1D-riðillBayern München 2-3 Manchester City Vikotira Plzen 2-1 CSKA Moskva Bayern 15 Man City 15 Viktoria 3 CSKA 3 Meistaradeild Evrópu Mest lesið Ísland lenti í algjörum martraðarriðli Fótbolti Þjálfari sem mætti Víkingi í fyrra lést í miðjum leik Fótbolti Lýsir eftir leiðtoga íslenska landsliðsins Handbolti Þjálfaragoðsögn látin taka pokann sinn: „Ég er undrandi“ Fótbolti Falla fleiri gleðitár hjá fjölskyldu Viktors í kvöld? Fótbolti Björgvin Páll hafi þaggað niður í efasemdaröddum Handbolti „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Íslenski boltinn Of kalt til að Ísland geti mætt Noregi og Svíþjóð Fótbolti Veggmynd af Alexander-Arnold skemmd: „Bless, rotta“ Fótbolti David Beckham aðlaður: „Ég gæti ekki verið stoltari“ Enski boltinn Fleiri fréttir Slavia Prag - Arsenal | Geta tékkað sig inn á toppinn Ráku lærlinga sem fögnuðu marki í beinni Falla fleiri gleðitár hjá fjölskyldu Viktors í kvöld? David Beckham aðlaður: „Ég gæti ekki verið stoltari“ Fram líka fljótt að finna nýja ást Viðtal Kjartans við Carrick: „Þolinmæðin minni og dómharkan meiri í hverri viku“ Steini um martraðarriðilinn: „Ekki draumaandstæðingar“ Veggmynd af Alexander-Arnold skemmd: „Bless, rotta“ Ísland lenti í algjörum martraðarriðli Gyökeres ekki með Arsenal í Prag Þjálfaragoðsögn látin taka pokann sinn: „Ég er undrandi“ Þjálfari Alberts rekinn Of kalt til að Ísland geti mætt Noregi og Svíþjóð Sjáðu glæsilegan einleik Ndiayes og jöfnunarmarkið frá Xhaka „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Ronaldo kveðst vera betri en Messi: „Vil ekki vera hógvær“ Fannst Tottenham spila eins og fjórðu deildarlið gegn Chelsea Þjálfari sem mætti Víkingi í fyrra lést í miðjum leik Umboðsmaður hótaði leikmanni með byssu O'Neil tekur ekki við Úlfunum á ný Emilía opnaði markareikninginn gegn Ingibjörgu Fyrsti sigur í hús hjá Genoa Yfirburðir Sunderland dugðu ekki til sigurs Segir Wirtz enn vera að venjast leikjaálaginu Spence og van de Ven báðust afsökunar Telja United mun líklegra til að enda í sjöunda en öðru sæti Rekinn eftir aðeins fimm mánuði í starfi Leitin heldur áfram og Lúðvík leysir af Fanndís hefur ekkert heyrt frá Val og íhugar að hætta Ósammála um Gyökeres: „Hefðirðu verið ánægður með fjögur mörk?“ Sjá meira
Manchester City var einu marki frá því að næla í efsta sæti D-riðils Meistaradeildar Evrópu eftir 3-2 útisigur á Bayern München. Victoria Plzen nældi í Evrópudeildarsæti og rauð spjöld fóru á loft í Grikklandi. Liðsmenn FC Bayern komust í 2-0 gegn Manchester City eftir aðeins tólf mínútur. Þá fór Micah Richards meiddur af velli og stefndi í leiðindakvöld enska liðsins í Þýskalandi. David Silva minnkaði hins vegar muninn af stuttu færi eftir vel útfærða sókn og möguleiki fyrir gestina. Í síðari hálfleik gengu City-menn á lagið. Aleksandar Kolarov jafnaði metin úr vítaspyrnu og Englendingurinn James Milner, sem lagði upp markið fyrir Silva, skoraði sigurmarkið. City hefði tekið toppsætið af Bæjurum hefði þeim tekist að bæta við einu marki. Þýska liðið heldur toppsætinu á betri markatölu í innbyrðisviðureignum liðanna. Olympiakos tryggði sér annað sætið í C-riðli með 3-1 sigri á Anderlecht. Javier Saviola skoraði tvö marka gríska liðsins. Hann klúðraði einnig vítaspyrnu í stöðunni 1-1 í upphafi síðari hálfleiks þegar Belgarnir misstu mann af velli með rautt spjald. Saviola kom Olympiakos í 2-1 á 58. mínútu og Grikkirnir í góðum málum. Áður en yfir lauk fuku tveir til viðbótar útaf í liði Anderlecht auk þess sem Olympiakos bæði klúðraði og skoraði úr vítaspyrnu. Sigurinn tryggði liðinu annað sætið þrátt fyrir sigur Benfica á PSG í Portúgal. Victoria Plzen tryggði sér sæti í 32-liða úrslitum Evrópudeildar með 2-1 sigri á CSKA Moskvu. Liðið fékk 3 stig í riðlinum líkt og Rússarnir en Tékkarnir skoruðu fleiri mörk á útivelli í innbyrðisviðureignum liðanna.Staðan í riðlunum eftir leiki kvöldsinsA-riðill Manchester United 1-0 Shaktar Donetsk Real Sociedad 0-1 Bayer Leverkusen United 14 Leverkusen 10 Donetsk 8 Sociedad 1B-riðill FC Kaupmannahöfn 0-2 Real Madrid Fresta varð viðureign Galatasaray og Juventus vegna snjókomu. Real 16 Juve 6 Galatasaray 4 FCK 4C-riðill Benfica 2-1 PSG Olympiakos 3-1 Anderlecht PSG 13 Olympiakos 10 (Olympiacos stendur betur innbyrðis) Benfica 10 Anderlecht 1D-riðillBayern München 2-3 Manchester City Vikotira Plzen 2-1 CSKA Moskva Bayern 15 Man City 15 Viktoria 3 CSKA 3
Meistaradeild Evrópu Mest lesið Ísland lenti í algjörum martraðarriðli Fótbolti Þjálfari sem mætti Víkingi í fyrra lést í miðjum leik Fótbolti Lýsir eftir leiðtoga íslenska landsliðsins Handbolti Þjálfaragoðsögn látin taka pokann sinn: „Ég er undrandi“ Fótbolti Falla fleiri gleðitár hjá fjölskyldu Viktors í kvöld? Fótbolti Björgvin Páll hafi þaggað niður í efasemdaröddum Handbolti „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Íslenski boltinn Of kalt til að Ísland geti mætt Noregi og Svíþjóð Fótbolti Veggmynd af Alexander-Arnold skemmd: „Bless, rotta“ Fótbolti David Beckham aðlaður: „Ég gæti ekki verið stoltari“ Enski boltinn Fleiri fréttir Slavia Prag - Arsenal | Geta tékkað sig inn á toppinn Ráku lærlinga sem fögnuðu marki í beinni Falla fleiri gleðitár hjá fjölskyldu Viktors í kvöld? David Beckham aðlaður: „Ég gæti ekki verið stoltari“ Fram líka fljótt að finna nýja ást Viðtal Kjartans við Carrick: „Þolinmæðin minni og dómharkan meiri í hverri viku“ Steini um martraðarriðilinn: „Ekki draumaandstæðingar“ Veggmynd af Alexander-Arnold skemmd: „Bless, rotta“ Ísland lenti í algjörum martraðarriðli Gyökeres ekki með Arsenal í Prag Þjálfaragoðsögn látin taka pokann sinn: „Ég er undrandi“ Þjálfari Alberts rekinn Of kalt til að Ísland geti mætt Noregi og Svíþjóð Sjáðu glæsilegan einleik Ndiayes og jöfnunarmarkið frá Xhaka „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Ronaldo kveðst vera betri en Messi: „Vil ekki vera hógvær“ Fannst Tottenham spila eins og fjórðu deildarlið gegn Chelsea Þjálfari sem mætti Víkingi í fyrra lést í miðjum leik Umboðsmaður hótaði leikmanni með byssu O'Neil tekur ekki við Úlfunum á ný Emilía opnaði markareikninginn gegn Ingibjörgu Fyrsti sigur í hús hjá Genoa Yfirburðir Sunderland dugðu ekki til sigurs Segir Wirtz enn vera að venjast leikjaálaginu Spence og van de Ven báðust afsökunar Telja United mun líklegra til að enda í sjöunda en öðru sæti Rekinn eftir aðeins fimm mánuði í starfi Leitin heldur áfram og Lúðvík leysir af Fanndís hefur ekkert heyrt frá Val og íhugar að hætta Ósammála um Gyökeres: „Hefðirðu verið ánægður með fjögur mörk?“ Sjá meira