Evrópskir miðlar fjalla um gosið í Holuhrauni Bjarki Ármannsson skrifar 29. ágúst 2014 10:57 Frá Dyngjujökli, eða Dynjujökli eins og hann heitir í Noregi. Vísir/Friðrik Þór Erlendir miðlar hafa verið duglegir að flytja fréttir af jarðskjálftahrinunni við Bárðarbungu og eldgosið sem hófst í Holuhrauni í nótt hefur ratað inn á helstu fréttasíður Evrópu. Bresku miðlarnir BBC og The Guardian slá því upp að Veðurstofa hefur hækkað viðvörunarstig vegna flugs yfir eldstöðinni. Það skal engan undra að Bretar hafi áhyggjur af því hvort gosið hafi áhrif á flugumferð, en askan sem barst úr gosinu í Eyjafjallajökli vorið 2010 lamaði flugumferð í Bretlandi og víðar í Evrópu. Umfjöllun BBC nú í morgun er nokkuð ítarleg, tekið er viðtal við Björn Oddsson hjá almannavarnadeild ríkislögreglustjóra og myndir sem Þorbjörg Ágústsdóttir, doktorsnemi við Cambridge og Íslandsmeistari í skylmingum, tók á vettvangi fylgja með. Frændur okkar Norðmenn gera gosinu skil og bæði Vg.no og Nrk.no sýna beint frá gosinu í gegnum vefmyndavél Mílu. Gert er grein fyrir því hvar nákvæmlega gýs, en athygli vekur að Vg.no talar um Dynjujökul en ekki Dyngjujökul. Danir virðast ekki hafa of miklar áhyggjur af gosinu ef marka má þarlendar fréttasíður. Á vef Jótlandspóstsins er sagt að gosið sé ekki mjög öflugt og að það sé ekki í líkingu við gosið í Eyjafjallajökli eða það sem nú stendur yfir í Papúa Nýju Gíneu. Sömuleiðis er á BT birt viðtal við Rikke Pedersen, forstöðumann Norrænu eldfjallastöðvarinnar, sem segir lesendum að vera rólegir þar sem litlar líkur séu á að öskuský myndist við gosið. Bárðarbunga Mest lesið Byrjað að daðra við rasíska samsæriskenningu Innlent Helgi Pétursson er látinn Innlent Vitinn á Gjögurtá fallinn í sjó fram Innlent Kom ekki til greina hjá starfshópi en nú líkleg niðurstaða Innlent Svona stór er nýja moskítóflugan í samanburði Innlent Þrír látnir eftir að rútu var ekið á biðskýli Erlent Klóraði sig til blóðs meðan hann svaf Innlent Fengu nóg og tóku málin í sínar eigin hendur Innlent Sprengdu næst stærstu olíudælustöð Rússlands Erlent Keyrði aftan á strætisvagn Innlent Fleiri fréttir Arnfríður og Víðir Smári tímabundið í Landsrétt Eldur í Sorpu á Granda Keyrði aftan á strætisvagn Vegagerðin býður út for- og verkhönnun Fljótaganga Safna undirskriftum til að styðja Fjarðarheiðargöng Einn fluttur á slysadeild eftir árekstur í Garðabæ Vitinn á Gjögurtá fallinn í sjó fram Kom ekki til greina hjá starfshópi en nú líkleg niðurstaða Sjö sækja um tvær lausar stöður Minni hagvöxtur og hjólhýsin mögulega í Skerjafjörðinn Ætla að flytja starfsemi Vogs Tvöfalt fleiri skipulagðir brotahópar en fyrir tíu árum Klóraði sig til blóðs meðan hann svaf Skortir lækna í Breiðholti Staðfesti tveggja ára dóm vegna nauðgunar í jólateiti fyrir austan Fleiri sem ekki verja neinum tíma í lestur Byrjað að daðra við rasíska samsæriskenningu Helgi Pétursson er látinn Stolinn köttur, nágrannaerjur og ungmenni til vandræða Lýsa víðtæku ofbeldi gagnvart eldra fólki og kalla eftir vakningu Vill byrja á næstu göngum árið 2027 en segir ekki hvar Fengu nóg og tóku málin í sínar eigin hendur Bregðast ekki við bílastæðavanda við skíðasvæði í Reykjavík Héldu styrktartónleika fyrir kristna flóttamenn Svona stór er nýja moskítóflugan í samanburði Tapaði aftur gegn borginni eftir afdrifaríka rennibrautarferð Sakborningur enn að störfum og atvikið ekki tilkynnt Brotið á Stuðlum ekki tilkynnt og foreldrar taka mál í eigin hendur Sakfelldur fyrir morð og refsing þyngd verulega Kolröng skilaboð að brosa á mynd með ESB í miðjum storminum Sjá meira
Erlendir miðlar hafa verið duglegir að flytja fréttir af jarðskjálftahrinunni við Bárðarbungu og eldgosið sem hófst í Holuhrauni í nótt hefur ratað inn á helstu fréttasíður Evrópu. Bresku miðlarnir BBC og The Guardian slá því upp að Veðurstofa hefur hækkað viðvörunarstig vegna flugs yfir eldstöðinni. Það skal engan undra að Bretar hafi áhyggjur af því hvort gosið hafi áhrif á flugumferð, en askan sem barst úr gosinu í Eyjafjallajökli vorið 2010 lamaði flugumferð í Bretlandi og víðar í Evrópu. Umfjöllun BBC nú í morgun er nokkuð ítarleg, tekið er viðtal við Björn Oddsson hjá almannavarnadeild ríkislögreglustjóra og myndir sem Þorbjörg Ágústsdóttir, doktorsnemi við Cambridge og Íslandsmeistari í skylmingum, tók á vettvangi fylgja með. Frændur okkar Norðmenn gera gosinu skil og bæði Vg.no og Nrk.no sýna beint frá gosinu í gegnum vefmyndavél Mílu. Gert er grein fyrir því hvar nákvæmlega gýs, en athygli vekur að Vg.no talar um Dynjujökul en ekki Dyngjujökul. Danir virðast ekki hafa of miklar áhyggjur af gosinu ef marka má þarlendar fréttasíður. Á vef Jótlandspóstsins er sagt að gosið sé ekki mjög öflugt og að það sé ekki í líkingu við gosið í Eyjafjallajökli eða það sem nú stendur yfir í Papúa Nýju Gíneu. Sömuleiðis er á BT birt viðtal við Rikke Pedersen, forstöðumann Norrænu eldfjallastöðvarinnar, sem segir lesendum að vera rólegir þar sem litlar líkur séu á að öskuský myndist við gosið.
Bárðarbunga Mest lesið Byrjað að daðra við rasíska samsæriskenningu Innlent Helgi Pétursson er látinn Innlent Vitinn á Gjögurtá fallinn í sjó fram Innlent Kom ekki til greina hjá starfshópi en nú líkleg niðurstaða Innlent Svona stór er nýja moskítóflugan í samanburði Innlent Þrír látnir eftir að rútu var ekið á biðskýli Erlent Klóraði sig til blóðs meðan hann svaf Innlent Fengu nóg og tóku málin í sínar eigin hendur Innlent Sprengdu næst stærstu olíudælustöð Rússlands Erlent Keyrði aftan á strætisvagn Innlent Fleiri fréttir Arnfríður og Víðir Smári tímabundið í Landsrétt Eldur í Sorpu á Granda Keyrði aftan á strætisvagn Vegagerðin býður út for- og verkhönnun Fljótaganga Safna undirskriftum til að styðja Fjarðarheiðargöng Einn fluttur á slysadeild eftir árekstur í Garðabæ Vitinn á Gjögurtá fallinn í sjó fram Kom ekki til greina hjá starfshópi en nú líkleg niðurstaða Sjö sækja um tvær lausar stöður Minni hagvöxtur og hjólhýsin mögulega í Skerjafjörðinn Ætla að flytja starfsemi Vogs Tvöfalt fleiri skipulagðir brotahópar en fyrir tíu árum Klóraði sig til blóðs meðan hann svaf Skortir lækna í Breiðholti Staðfesti tveggja ára dóm vegna nauðgunar í jólateiti fyrir austan Fleiri sem ekki verja neinum tíma í lestur Byrjað að daðra við rasíska samsæriskenningu Helgi Pétursson er látinn Stolinn köttur, nágrannaerjur og ungmenni til vandræða Lýsa víðtæku ofbeldi gagnvart eldra fólki og kalla eftir vakningu Vill byrja á næstu göngum árið 2027 en segir ekki hvar Fengu nóg og tóku málin í sínar eigin hendur Bregðast ekki við bílastæðavanda við skíðasvæði í Reykjavík Héldu styrktartónleika fyrir kristna flóttamenn Svona stór er nýja moskítóflugan í samanburði Tapaði aftur gegn borginni eftir afdrifaríka rennibrautarferð Sakborningur enn að störfum og atvikið ekki tilkynnt Brotið á Stuðlum ekki tilkynnt og foreldrar taka mál í eigin hendur Sakfelldur fyrir morð og refsing þyngd verulega Kolröng skilaboð að brosa á mynd með ESB í miðjum storminum Sjá meira