Sá frekar fyrir sér að vinna við þessar óraunverulegu aðstæður í hjálparstarfi erlendis Kristín Ólafsdóttir skrifar 1. apríl 2020 12:15 Steinunn Ingvarsdóttir, hjúkrunarfræðingur og verkefnastjóri á Landspítala. Aðsend Hjúkrunarfræðingur sem unnið hefur að opnun Covid-göngudeildar á Landspítala segir að sig hefði ekki órað fyrir því að þurfa að vinna hér heima á Íslandi við þær aðstæður sem nú eru uppi vegna kórónuveirunnar. Hún hafi frekar séð slíkt fyrir sér í hjálparstarfi á erlendum vettvangi og segir stöðuna óraunverulega. Steinunn Ingvarsdóttir hjúkrunarfræðingur hefur síðan í janúar unnið að verkefnum tengdum kórónuveirunni á Landspítalanum. Síðastliðnar tvær vikur hefur hún stýrt opnun hinnar svokölluðu Covid-göngudeildar í Birkiborg, húsnæði Landspítala að Álandi 6 í Reykjavík, þar sem teknir eru inn sjúklingar sem metnir eru í hárri áhættu. Steinunn ræddi stöðuna á Landspítalanum og vinnu sína tengdri veirunni í umræðuþættinum Bítinu í morgun. Hún sagði að sig hefði raunar ekki órað fyrir því að starfa við svona nokkuð hér heima á Íslandi. „Þetta er stundum svolítið óraunverulegt allt saman og ég hef verið að segja við mína samstarfsfélaga, ég hef alltaf séð fyrir mér að starfa við eitthvað í líkingu við þetta en alltaf séð það fyrir mér á erlendum vettvangi, í einhvers konar hjálparstarfi. En mig hafði aldrei órað fyrir því að ég myndi taka þátt í svona verkefni á Íslandi, þetta er mjög sérstakt.“ Stofugangur á Covid-göngudeild Landspítala, sem Steinunn vann að því að koma á laggirnar.Ljósmynd/Landspítali/Þorkell Steinunn lagði þó áherslu á að unnið væri gríðargott starf á spítalanum. „Þessi samtakamáttur og eining sem er að skapast er algjörlega ótrúleg og það á líka við utan spítalans, allir birgjarnir okkar og samstarfsaðilar eru að standa sig alveg gríðarlega vel og það eru ótrúlegir hlutir sem eru að gerast á stuttum tíma. Og spítalinn er gjörbreyttur,“ sagði Steinunn. Viðtalið við Steinunni og Berglindi Guðrúnu Chung hjúkrunarfræðing á Landspítalanum má sjá í heild í spilaranum hér fyrir neðan. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Landspítalinn Bítið Mest lesið Gulli Reynis látinn Innlent Vill að handhafar forsetavalds fái hundrað þúsund krónur árlega Innlent Tók fjórar mínútur að koma heimilisfólki á Hrafnistu í skjól Innlent Vildi að sonurinn hefði aldrei farið á Stuðla Innlent Þekkt baráttukona hinseginréttinda myrt í Pétursborg Erlent Sviðsstjóri lögsækir Ríkisendurskoðun Innlent Kvöldfréttir Stöðvar 2 Innlent Segir forsetann tala fyrir einangrun Innlent Nóbelsnefndin rannsakar mögulegan leka og óvenjuleg veðmál Erlent Óslóartréð fellt í Heiðmörk Innlent Fleiri fréttir Vill að handhafar forsetavalds fái hundrað þúsund krónur árlega Gulli Reynis látinn Tók fjórar mínútur að koma heimilisfólki á Hrafnistu í skjól Sviðsstjóri lögsækir Ríkisendurskoðun Stilla á lista Miðflokks í Kópavogi Vildi að sonurinn hefði aldrei farið á Stuðla Syrgir soninn og sér eftir vist á Stuðlum Mál ríkisendurskoðanda á borði forsætisnefndar Tveir handteknir fyrir þjófnað í Hagkaup Skaut föstum skotum á Seðlabankastjóra Framhlaup hafið í Dyngjujökli Stór útvegsfyrirtæki meðal stærstu bakhjarla Viðreisnar Ísland vildi varnagla í EES-samninginn sem nú er notaður gegn EES-ríkjunum Mun funda með Karli konungi Stýrivaxtalækkun og áhrif verndaraðgerða ESB metin Samfylkingin blæs til prófkjörs í borginni Skora á Lilju eftir hörfun Einars Sigurður Flosason til liðs við Þjóðkirkjuna Framsóknarmenn í Garðabæ stilla upp og skora á Willum Læknir sem sagður er kenna öllum öðrum um sviptur leyfi Réttarhöld yfir Margréti Löf hefjast Ljóslaust á fjölförnum gatnamótum Umboðsmaður óskar svara um notkun lögreglu á hrákagrímum Rúmlega tvöhundruð skjálftar frá því í gærkvöldi Einmana feður snúa vörn í sókn Lögregla í Vestmannaeyjum rannsakar mál tengt 764-glæpahópnum „Getum ekki setið undir því að menn séu með ögrandi framgöngu af þessu tagi“ Kæra niðurstöðu lögreglu að loka rannsókn á meintu ofbeldi Sífellt yngra fólk að greinast með heilabilun Slökkvilið við hreinsun vegna áreksturs á Hringbraut Sjá meira
Hjúkrunarfræðingur sem unnið hefur að opnun Covid-göngudeildar á Landspítala segir að sig hefði ekki órað fyrir því að þurfa að vinna hér heima á Íslandi við þær aðstæður sem nú eru uppi vegna kórónuveirunnar. Hún hafi frekar séð slíkt fyrir sér í hjálparstarfi á erlendum vettvangi og segir stöðuna óraunverulega. Steinunn Ingvarsdóttir hjúkrunarfræðingur hefur síðan í janúar unnið að verkefnum tengdum kórónuveirunni á Landspítalanum. Síðastliðnar tvær vikur hefur hún stýrt opnun hinnar svokölluðu Covid-göngudeildar í Birkiborg, húsnæði Landspítala að Álandi 6 í Reykjavík, þar sem teknir eru inn sjúklingar sem metnir eru í hárri áhættu. Steinunn ræddi stöðuna á Landspítalanum og vinnu sína tengdri veirunni í umræðuþættinum Bítinu í morgun. Hún sagði að sig hefði raunar ekki órað fyrir því að starfa við svona nokkuð hér heima á Íslandi. „Þetta er stundum svolítið óraunverulegt allt saman og ég hef verið að segja við mína samstarfsfélaga, ég hef alltaf séð fyrir mér að starfa við eitthvað í líkingu við þetta en alltaf séð það fyrir mér á erlendum vettvangi, í einhvers konar hjálparstarfi. En mig hafði aldrei órað fyrir því að ég myndi taka þátt í svona verkefni á Íslandi, þetta er mjög sérstakt.“ Stofugangur á Covid-göngudeild Landspítala, sem Steinunn vann að því að koma á laggirnar.Ljósmynd/Landspítali/Þorkell Steinunn lagði þó áherslu á að unnið væri gríðargott starf á spítalanum. „Þessi samtakamáttur og eining sem er að skapast er algjörlega ótrúleg og það á líka við utan spítalans, allir birgjarnir okkar og samstarfsaðilar eru að standa sig alveg gríðarlega vel og það eru ótrúlegir hlutir sem eru að gerast á stuttum tíma. Og spítalinn er gjörbreyttur,“ sagði Steinunn. Viðtalið við Steinunni og Berglindi Guðrúnu Chung hjúkrunarfræðing á Landspítalanum má sjá í heild í spilaranum hér fyrir neðan.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Landspítalinn Bítið Mest lesið Gulli Reynis látinn Innlent Vill að handhafar forsetavalds fái hundrað þúsund krónur árlega Innlent Tók fjórar mínútur að koma heimilisfólki á Hrafnistu í skjól Innlent Vildi að sonurinn hefði aldrei farið á Stuðla Innlent Þekkt baráttukona hinseginréttinda myrt í Pétursborg Erlent Sviðsstjóri lögsækir Ríkisendurskoðun Innlent Kvöldfréttir Stöðvar 2 Innlent Segir forsetann tala fyrir einangrun Innlent Nóbelsnefndin rannsakar mögulegan leka og óvenjuleg veðmál Erlent Óslóartréð fellt í Heiðmörk Innlent Fleiri fréttir Vill að handhafar forsetavalds fái hundrað þúsund krónur árlega Gulli Reynis látinn Tók fjórar mínútur að koma heimilisfólki á Hrafnistu í skjól Sviðsstjóri lögsækir Ríkisendurskoðun Stilla á lista Miðflokks í Kópavogi Vildi að sonurinn hefði aldrei farið á Stuðla Syrgir soninn og sér eftir vist á Stuðlum Mál ríkisendurskoðanda á borði forsætisnefndar Tveir handteknir fyrir þjófnað í Hagkaup Skaut föstum skotum á Seðlabankastjóra Framhlaup hafið í Dyngjujökli Stór útvegsfyrirtæki meðal stærstu bakhjarla Viðreisnar Ísland vildi varnagla í EES-samninginn sem nú er notaður gegn EES-ríkjunum Mun funda með Karli konungi Stýrivaxtalækkun og áhrif verndaraðgerða ESB metin Samfylkingin blæs til prófkjörs í borginni Skora á Lilju eftir hörfun Einars Sigurður Flosason til liðs við Þjóðkirkjuna Framsóknarmenn í Garðabæ stilla upp og skora á Willum Læknir sem sagður er kenna öllum öðrum um sviptur leyfi Réttarhöld yfir Margréti Löf hefjast Ljóslaust á fjölförnum gatnamótum Umboðsmaður óskar svara um notkun lögreglu á hrákagrímum Rúmlega tvöhundruð skjálftar frá því í gærkvöldi Einmana feður snúa vörn í sókn Lögregla í Vestmannaeyjum rannsakar mál tengt 764-glæpahópnum „Getum ekki setið undir því að menn séu með ögrandi framgöngu af þessu tagi“ Kæra niðurstöðu lögreglu að loka rannsókn á meintu ofbeldi Sífellt yngra fólk að greinast með heilabilun Slökkvilið við hreinsun vegna áreksturs á Hringbraut Sjá meira