Sá frekar fyrir sér að vinna við þessar óraunverulegu aðstæður í hjálparstarfi erlendis Kristín Ólafsdóttir skrifar 1. apríl 2020 12:15 Steinunn Ingvarsdóttir, hjúkrunarfræðingur og verkefnastjóri á Landspítala. Aðsend Hjúkrunarfræðingur sem unnið hefur að opnun Covid-göngudeildar á Landspítala segir að sig hefði ekki órað fyrir því að þurfa að vinna hér heima á Íslandi við þær aðstæður sem nú eru uppi vegna kórónuveirunnar. Hún hafi frekar séð slíkt fyrir sér í hjálparstarfi á erlendum vettvangi og segir stöðuna óraunverulega. Steinunn Ingvarsdóttir hjúkrunarfræðingur hefur síðan í janúar unnið að verkefnum tengdum kórónuveirunni á Landspítalanum. Síðastliðnar tvær vikur hefur hún stýrt opnun hinnar svokölluðu Covid-göngudeildar í Birkiborg, húsnæði Landspítala að Álandi 6 í Reykjavík, þar sem teknir eru inn sjúklingar sem metnir eru í hárri áhættu. Steinunn ræddi stöðuna á Landspítalanum og vinnu sína tengdri veirunni í umræðuþættinum Bítinu í morgun. Hún sagði að sig hefði raunar ekki órað fyrir því að starfa við svona nokkuð hér heima á Íslandi. „Þetta er stundum svolítið óraunverulegt allt saman og ég hef verið að segja við mína samstarfsfélaga, ég hef alltaf séð fyrir mér að starfa við eitthvað í líkingu við þetta en alltaf séð það fyrir mér á erlendum vettvangi, í einhvers konar hjálparstarfi. En mig hafði aldrei órað fyrir því að ég myndi taka þátt í svona verkefni á Íslandi, þetta er mjög sérstakt.“ Stofugangur á Covid-göngudeild Landspítala, sem Steinunn vann að því að koma á laggirnar.Ljósmynd/Landspítali/Þorkell Steinunn lagði þó áherslu á að unnið væri gríðargott starf á spítalanum. „Þessi samtakamáttur og eining sem er að skapast er algjörlega ótrúleg og það á líka við utan spítalans, allir birgjarnir okkar og samstarfsaðilar eru að standa sig alveg gríðarlega vel og það eru ótrúlegir hlutir sem eru að gerast á stuttum tíma. Og spítalinn er gjörbreyttur,“ sagði Steinunn. Viðtalið við Steinunni og Berglindi Guðrúnu Chung hjúkrunarfræðing á Landspítalanum má sjá í heild í spilaranum hér fyrir neðan. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Landspítalinn Bítið Mest lesið Alvarlegt slys á Suðurlandsbraut Innlent Lífið gjörbreytt Innlent Ekki búið að bera kennsl á þann sem ekið var á Innlent Hlaup hafið í Skaftá Innlent Króuðu stolinn bíl af í Kömbunum eftir eftirför þvert yfir Hellisheiði Innlent Trump hundfúll að fá ekki greiða gegn greiða Erlent Fundu spjótsodda alsetta gulli mörghundruð árum eldri en talið var mögulegt Erlent Grindvíkingar hugsa um að fara heim: Gott að vera í Grindavík en verður aldrei eins Innlent Hjólreiðamaður fluttur „mikið slasaður“ með sjúkraflugi Innlent Segir Rússa viljuga en Selenskí ekki Erlent Fleiri fréttir „Þetta er stórkostlegt vandamál fyrir Íslendinga“ Ekki búið að bera kennsl á þann sem ekið var á Uggur í læknum og samtöl við Norðurlönd nauðsynlegt Fóru ekki fram á lengra varðhald yfir lögmanninum Áhyggjufullir læknar Hlaup hafið í Skaftá Alvarlegt slys á Suðurlandsbraut Lífið gjörbreytt Grindvíkingar hugsa um að fara heim: Gott að vera í Grindavík en verður aldrei eins Króuðu stolinn bíl af í Kömbunum eftir eftirför þvert yfir Hellisheiði Hjólreiðamaður fluttur „mikið slasaður“ með sjúkraflugi Málaflokkurinn kosti sveitarfélögin milljarða Áföllin hafi mótað sig Gramir að næstu göng á lista séu ekki á Austurlandi Herflugvél snúið við í neyð Mikið áhyggjuefni ef læknar komast ekki utan í sérnám Talsverður fjöldi uppfylli ekki lágmarkskröfur um netöryggi Ákvörðunin hafi einnig verið erfið fyrir stjórnarliðana Skortur á sérnámslæknum og ósáttir Austfirðingar Leggja til að lækka innviðagjaldið enn meira Katrín gerir upp áföllin og tekist á um samgönguáætlun Réðst á starfsmenn lögreglu Sameinist í baráttu um að fá risabor og gangaþrennu Gangi í berhögg við samninga að festa Reykjavíkurflugvöll í sessi Þrír handteknir fyrir hótanir og vopnalagabrot Hrossahjörð á brokki fram Álftanesveg Krefjast skýringa á boðuðum breytingum ráðherra á framhaldsskólum Sonur Ölmu Möller íhugar framboð Gefa út litlausa viðvörun Karlmaður handtekinn í tengslum við mannslát Sjá meira
Hjúkrunarfræðingur sem unnið hefur að opnun Covid-göngudeildar á Landspítala segir að sig hefði ekki órað fyrir því að þurfa að vinna hér heima á Íslandi við þær aðstæður sem nú eru uppi vegna kórónuveirunnar. Hún hafi frekar séð slíkt fyrir sér í hjálparstarfi á erlendum vettvangi og segir stöðuna óraunverulega. Steinunn Ingvarsdóttir hjúkrunarfræðingur hefur síðan í janúar unnið að verkefnum tengdum kórónuveirunni á Landspítalanum. Síðastliðnar tvær vikur hefur hún stýrt opnun hinnar svokölluðu Covid-göngudeildar í Birkiborg, húsnæði Landspítala að Álandi 6 í Reykjavík, þar sem teknir eru inn sjúklingar sem metnir eru í hárri áhættu. Steinunn ræddi stöðuna á Landspítalanum og vinnu sína tengdri veirunni í umræðuþættinum Bítinu í morgun. Hún sagði að sig hefði raunar ekki órað fyrir því að starfa við svona nokkuð hér heima á Íslandi. „Þetta er stundum svolítið óraunverulegt allt saman og ég hef verið að segja við mína samstarfsfélaga, ég hef alltaf séð fyrir mér að starfa við eitthvað í líkingu við þetta en alltaf séð það fyrir mér á erlendum vettvangi, í einhvers konar hjálparstarfi. En mig hafði aldrei órað fyrir því að ég myndi taka þátt í svona verkefni á Íslandi, þetta er mjög sérstakt.“ Stofugangur á Covid-göngudeild Landspítala, sem Steinunn vann að því að koma á laggirnar.Ljósmynd/Landspítali/Þorkell Steinunn lagði þó áherslu á að unnið væri gríðargott starf á spítalanum. „Þessi samtakamáttur og eining sem er að skapast er algjörlega ótrúleg og það á líka við utan spítalans, allir birgjarnir okkar og samstarfsaðilar eru að standa sig alveg gríðarlega vel og það eru ótrúlegir hlutir sem eru að gerast á stuttum tíma. Og spítalinn er gjörbreyttur,“ sagði Steinunn. Viðtalið við Steinunni og Berglindi Guðrúnu Chung hjúkrunarfræðing á Landspítalanum má sjá í heild í spilaranum hér fyrir neðan.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Landspítalinn Bítið Mest lesið Alvarlegt slys á Suðurlandsbraut Innlent Lífið gjörbreytt Innlent Ekki búið að bera kennsl á þann sem ekið var á Innlent Hlaup hafið í Skaftá Innlent Króuðu stolinn bíl af í Kömbunum eftir eftirför þvert yfir Hellisheiði Innlent Trump hundfúll að fá ekki greiða gegn greiða Erlent Fundu spjótsodda alsetta gulli mörghundruð árum eldri en talið var mögulegt Erlent Grindvíkingar hugsa um að fara heim: Gott að vera í Grindavík en verður aldrei eins Innlent Hjólreiðamaður fluttur „mikið slasaður“ með sjúkraflugi Innlent Segir Rússa viljuga en Selenskí ekki Erlent Fleiri fréttir „Þetta er stórkostlegt vandamál fyrir Íslendinga“ Ekki búið að bera kennsl á þann sem ekið var á Uggur í læknum og samtöl við Norðurlönd nauðsynlegt Fóru ekki fram á lengra varðhald yfir lögmanninum Áhyggjufullir læknar Hlaup hafið í Skaftá Alvarlegt slys á Suðurlandsbraut Lífið gjörbreytt Grindvíkingar hugsa um að fara heim: Gott að vera í Grindavík en verður aldrei eins Króuðu stolinn bíl af í Kömbunum eftir eftirför þvert yfir Hellisheiði Hjólreiðamaður fluttur „mikið slasaður“ með sjúkraflugi Málaflokkurinn kosti sveitarfélögin milljarða Áföllin hafi mótað sig Gramir að næstu göng á lista séu ekki á Austurlandi Herflugvél snúið við í neyð Mikið áhyggjuefni ef læknar komast ekki utan í sérnám Talsverður fjöldi uppfylli ekki lágmarkskröfur um netöryggi Ákvörðunin hafi einnig verið erfið fyrir stjórnarliðana Skortur á sérnámslæknum og ósáttir Austfirðingar Leggja til að lækka innviðagjaldið enn meira Katrín gerir upp áföllin og tekist á um samgönguáætlun Réðst á starfsmenn lögreglu Sameinist í baráttu um að fá risabor og gangaþrennu Gangi í berhögg við samninga að festa Reykjavíkurflugvöll í sessi Þrír handteknir fyrir hótanir og vopnalagabrot Hrossahjörð á brokki fram Álftanesveg Krefjast skýringa á boðuðum breytingum ráðherra á framhaldsskólum Sonur Ölmu Möller íhugar framboð Gefa út litlausa viðvörun Karlmaður handtekinn í tengslum við mannslát Sjá meira