Segja frekari aðgerðir nauðsynlegar gagnvart ferðaþjónustunni Samúel Karl Ólason skrifar 21. apríl 2020 22:35 Ferðaþjónstan hér á landi, og víðast hvar annarsstaðar í heiminum, liggur í dvala þessa dagana. Vísir/Vilhelm Jóhannes Þór Skúlason, framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnar, segir jákvætt að ríkisstjórnin aðstoði fyrirtæki sem þurfi á að halda. Ljóst sé að ferðaþjónustufyrirtæki geti nýtt úrræði í aðgerðapakka ríkisstjórnarinnar en enn sé ljóst að taka þurfi á sérstæðum vanda geirans vegna heimsfaraldurs nýju kórónuveirunnar. Ferðaþjónustan hafi orðið fyrir miklu meira og langvinnara tekjufalli en aðrir geirar. „Það er mjög mikilvægt að komið verði til móts við það, til þess að við verðum tilbúin að taka viðspyrnuna eins vel og við getum,“ sagði Jóhannes eftir kynningu ríkisstjórnarinnar í dag. Hann sagði eiga von á því að forsvarsmenn margra fyrirtækja muni reyna að koma þeim í var og loka. Sérstakar aðgerðir yfirvalda þurfi til að gera það kleift. „Þessar aðgerðir munu aðstoða þau fyrirtæki sem falla innan girðingar, ef svo má segja, við að koma til móts við kostnað sem fellur til á þeim tíma. Við verðum svo að vinna áfram með stjórnvöldum í að skoða hvaða leiðir eru mögulegar til að gera þetta var eins gott og mögulega er hægt.“ Jóhannes Þór sagði að næstu aðgerðir ríkisstjórnarinnar þurfi að taka mið af ferðaþjónustunni í heild. Mismunandi aðgerðir gætu þurft til handa mis stórum fyrirtækjum. Þórir Garðarsson, framkvæmdastjóri Grey Line, skrifaði pistil á Bakland Ferðaþjónustunnar á Facebook í kvöld þar sem hann sagði aðgerðapakkan valda sér vonbrigðum. Hann sagði báða aðgerðapakkana gagnast stærsta útflutningsatvinnuvegi þjóðarinnar lítið sem ekkert. „Mesta höggið vegna Covid-19 er á ferðaþjónustuna. Þar er algjört tekjuhrun. Ef ferðaþjónustan á að vera til staðar þegar ferðamenn koma loksins aftur, þá þarf að halda í henni lífi og frysta lánagreiðslur. Brúarlánin duga ekki, því að bankarnir vilja enga áhættu taka af því að lána tekjulausum fyrirtækjum,“ skrifaði Þórir. Hann sagði ekkert tekið á því stóra viðfangsefni að halda ferðaþjónustunni á lífi meðan faraldurinn gangi yfir. „Nýjasti pakkinn lítur meira út eins og nammibarinn í Hagkaup, sitt lítið af hverju sem ráðuneytin og ríkisstofnanirnar geta úthlutað.“ Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Ferðamennska á Íslandi Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Efnahagsmál Mest lesið Segir Pokrovsk geta orðið stökkpall lengra inn í Úkraínu Erlent Þota til Egilsstaða í kvöld til að flytja veðurteppta Innlent Borgaði sig fyrir kirkjuna að breyta um merki Innlent Leitar bróður sem hún hefur aldrei hitt Innlent Bjóða Rússum flotastöð við Rauðahafið Erlent Tónhöfundar spyrja út í notkun gervigreindar Innlent Annað sinn sem læknir lýgur um krabbamein: „Þetta mun fara á versta veg“ Innlent Bræður dæmdir fyrir að ráðast á Börk tuttugu árum eftir árásina á A. Hansen Innlent Maðurinn sem fannst látinn var um fertugt Innlent Ræningjarnir hefðu aldrei sloppið á Íslandi Innlent Fleiri fréttir Tónhöfundar spyrja út í notkun gervigreindar Borgaði sig fyrir kirkjuna að breyta um merki Þota til Egilsstaða í kvöld til að flytja veðurteppta Tíu prósent leikskólastarfsmanna hafi ekki meðalhæfni í íslensku Ræningjarnir hefðu aldrei sloppið á Íslandi Ókyrrð í lægri flughæðum raskar innanlandsfluginu Leitar bróður sem hún hefur aldrei hitt Dorrit, leit að bróður og pakkaflóð Miðflokkurinn áfram á flugi Myndskeið þingmannsins féll í grýttan jarðveg hjá kennurum Viðrar hugmynd um að gera fullveldisdaginn að rauðum degi Þorgerður Katrín opnaði nýtt sendiráð í Madríd Hefðbundin fullveldisdagskrá forseta eftir óvenjulegar aðstæður í fyrra Bræður dæmdir fyrir að ráðast á Börk tuttugu árum eftir árásina á A. Hansen Krafa um íslenskukunnáttu á spítalanum eigi að tryggja öryggi sjúklinga Óvíst hvort framboð anni eftirspurn Setja fyrirvara við vistun barna í brottfararstöð Hæstiréttur byrjaður á Instagram Upplifun gesta við Skógafoss verði margfalt betri Orkuskiptin gangi mun hægar en vonast var til Íslendingur gekk berserksgang í Horsens Betra að skipta út gömlum seríum og ofhlaða ekki fjöltengin Tvö og hálft ár í fangelsi fyrir hraðbankaþjófnað og Hamraborgarmálið Vilja bæta tónleikaaðstöðu í borginni Maðurinn sem fannst látinn var um fertugt Kveður Sjálfstæðisflokkinn og hyggur á framboð fyrir Miðflokkinn Kalla eftir hugmyndum fyrir 1100 ára afmæli Alþingis Nýju systurverki Friðarsúlunnar verði komið upp í Viðey Skortir upplýsingar um móðurmál og íslenskukunnáttu leikskólastarfsfólks Tilnefndu mann ársins 2025 Sjá meira
Jóhannes Þór Skúlason, framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnar, segir jákvætt að ríkisstjórnin aðstoði fyrirtæki sem þurfi á að halda. Ljóst sé að ferðaþjónustufyrirtæki geti nýtt úrræði í aðgerðapakka ríkisstjórnarinnar en enn sé ljóst að taka þurfi á sérstæðum vanda geirans vegna heimsfaraldurs nýju kórónuveirunnar. Ferðaþjónustan hafi orðið fyrir miklu meira og langvinnara tekjufalli en aðrir geirar. „Það er mjög mikilvægt að komið verði til móts við það, til þess að við verðum tilbúin að taka viðspyrnuna eins vel og við getum,“ sagði Jóhannes eftir kynningu ríkisstjórnarinnar í dag. Hann sagði eiga von á því að forsvarsmenn margra fyrirtækja muni reyna að koma þeim í var og loka. Sérstakar aðgerðir yfirvalda þurfi til að gera það kleift. „Þessar aðgerðir munu aðstoða þau fyrirtæki sem falla innan girðingar, ef svo má segja, við að koma til móts við kostnað sem fellur til á þeim tíma. Við verðum svo að vinna áfram með stjórnvöldum í að skoða hvaða leiðir eru mögulegar til að gera þetta var eins gott og mögulega er hægt.“ Jóhannes Þór sagði að næstu aðgerðir ríkisstjórnarinnar þurfi að taka mið af ferðaþjónustunni í heild. Mismunandi aðgerðir gætu þurft til handa mis stórum fyrirtækjum. Þórir Garðarsson, framkvæmdastjóri Grey Line, skrifaði pistil á Bakland Ferðaþjónustunnar á Facebook í kvöld þar sem hann sagði aðgerðapakkan valda sér vonbrigðum. Hann sagði báða aðgerðapakkana gagnast stærsta útflutningsatvinnuvegi þjóðarinnar lítið sem ekkert. „Mesta höggið vegna Covid-19 er á ferðaþjónustuna. Þar er algjört tekjuhrun. Ef ferðaþjónustan á að vera til staðar þegar ferðamenn koma loksins aftur, þá þarf að halda í henni lífi og frysta lánagreiðslur. Brúarlánin duga ekki, því að bankarnir vilja enga áhættu taka af því að lána tekjulausum fyrirtækjum,“ skrifaði Þórir. Hann sagði ekkert tekið á því stóra viðfangsefni að halda ferðaþjónustunni á lífi meðan faraldurinn gangi yfir. „Nýjasti pakkinn lítur meira út eins og nammibarinn í Hagkaup, sitt lítið af hverju sem ráðuneytin og ríkisstofnanirnar geta úthlutað.“
Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Ferðamennska á Íslandi Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Efnahagsmál Mest lesið Segir Pokrovsk geta orðið stökkpall lengra inn í Úkraínu Erlent Þota til Egilsstaða í kvöld til að flytja veðurteppta Innlent Borgaði sig fyrir kirkjuna að breyta um merki Innlent Leitar bróður sem hún hefur aldrei hitt Innlent Bjóða Rússum flotastöð við Rauðahafið Erlent Tónhöfundar spyrja út í notkun gervigreindar Innlent Annað sinn sem læknir lýgur um krabbamein: „Þetta mun fara á versta veg“ Innlent Bræður dæmdir fyrir að ráðast á Börk tuttugu árum eftir árásina á A. Hansen Innlent Maðurinn sem fannst látinn var um fertugt Innlent Ræningjarnir hefðu aldrei sloppið á Íslandi Innlent Fleiri fréttir Tónhöfundar spyrja út í notkun gervigreindar Borgaði sig fyrir kirkjuna að breyta um merki Þota til Egilsstaða í kvöld til að flytja veðurteppta Tíu prósent leikskólastarfsmanna hafi ekki meðalhæfni í íslensku Ræningjarnir hefðu aldrei sloppið á Íslandi Ókyrrð í lægri flughæðum raskar innanlandsfluginu Leitar bróður sem hún hefur aldrei hitt Dorrit, leit að bróður og pakkaflóð Miðflokkurinn áfram á flugi Myndskeið þingmannsins féll í grýttan jarðveg hjá kennurum Viðrar hugmynd um að gera fullveldisdaginn að rauðum degi Þorgerður Katrín opnaði nýtt sendiráð í Madríd Hefðbundin fullveldisdagskrá forseta eftir óvenjulegar aðstæður í fyrra Bræður dæmdir fyrir að ráðast á Börk tuttugu árum eftir árásina á A. Hansen Krafa um íslenskukunnáttu á spítalanum eigi að tryggja öryggi sjúklinga Óvíst hvort framboð anni eftirspurn Setja fyrirvara við vistun barna í brottfararstöð Hæstiréttur byrjaður á Instagram Upplifun gesta við Skógafoss verði margfalt betri Orkuskiptin gangi mun hægar en vonast var til Íslendingur gekk berserksgang í Horsens Betra að skipta út gömlum seríum og ofhlaða ekki fjöltengin Tvö og hálft ár í fangelsi fyrir hraðbankaþjófnað og Hamraborgarmálið Vilja bæta tónleikaaðstöðu í borginni Maðurinn sem fannst látinn var um fertugt Kveður Sjálfstæðisflokkinn og hyggur á framboð fyrir Miðflokkinn Kalla eftir hugmyndum fyrir 1100 ára afmæli Alþingis Nýju systurverki Friðarsúlunnar verði komið upp í Viðey Skortir upplýsingar um móðurmál og íslenskukunnáttu leikskólastarfsfólks Tilnefndu mann ársins 2025 Sjá meira