Innlent

Mikil eftirspurn eftir hlífðarbúnaði og tækjum

Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar
Starfsfólk á smitsjúkdómadeildinni A7 í Fossvogi er vel búið hlífðarbúnaði.
Starfsfólk á smitsjúkdómadeildinni A7 í Fossvogi er vel búið hlífðarbúnaði. Visir/Landspítali- Þorkell Þorkelsson

Landspítalinn tekur við hlutverki sóttvarnalæknis um að sjá um innkaup og birgðarstöðu á hlífðarbúnaði fyrir heilbrigðisstarfsfólk. Forstjórinn segir að gríðarlega mikil vinna hafi farið í verkefnið. Verið sé að horfa til Asíumarkaðar til að tryggja nægar birgðir.

Frá því kórónuveirufaraldurinn hófst hefur gríðarlegt magn farið af hlífðarbúnaði fyrir heilbrigðisstarfsfólk og félagsþjónustu. Fram kom í fréttum í gær að farið væri að ganga á birgðirnar og var biðlað til fólks að nota búnaðinn ekki nema þörf væri á. Sóttvarnalæknir hefur séð um innkaup og birgðir fyrir neyðarlager farsótta en nú hefur Landspítalanum verið falið að sjá um innkaup á honum. 

Páll Matthíasson forstjóri Landspítalans segir um að ræða afar stórt verkefni.

Páll Matthíasson

„Okkur var falið af stjórnvöldum í síðustu viku að halda utan um birgðastöðu á hlífðarbúnaði tengdum farsóttum og innkaupum á þessum varningi fyrir landið og það hefur farið gríðarleg vinna hjá starfsfólki að halda utan um þetta,“ segir Páll. 

Læknir að störfum á smitsjúkdómadeildinni A7 á Landspítalanum.Vísir/Landpítali- Þorkell þorkelsson

Páll segir að ennþá sé ekki farið að bera á skorti en mikilvægt sé að hafa nægar birgðir. Verið sé að horfa til nýrra markaða.

„Ekki síst til Asíu til að tryggja búnað þannig að við erum meðvituð um að eftirspurn er mikil eftir búnaði og tækjum og er ekki að fara að minnka á næstunni,“ segir Páll. 


Tengdar fréttir

Þörf á úthaldi og þolgæði næstu vikurnar

Sóttvarna- og landlæknir vara við því að reyna muni á úthald og þolgæði allra í aðgerðum til að hefta útbreiðslu kórónuveirufaraldursins næstu vikurnar. Afar líklegt er að framlengja þurfi aðgerðir sem nú eru í gildi en er búist við því að tilkynnt verði um framhaldið öðru hvoru megin við helgina.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×