Undanúrslit Reykjavíkurmóts meistaraflokks karla í knattspynu fara fram í Egilshöllinni fimmtudaginn 30. janúar.
KR og Víkingur R. mætast klukkan 19.00 og strax á eftir þeim leik mætast Valur og Fjölnir klukkan 21.00.
Ef jafnt verður eftir venjulegan leiktíma í leikjunum þá verður strax gripið til vítaspyrnukeppni til að knýja fram úrslit.
Úrslitaleikurinn fer svo fram mánudaginn 3. febrúar kl. 20:00 og fer einnig fram í Egilshöll.
Fjölnir, KR og Valur voru líka í undanúrslitunum í fyrra og þá fóru KR og Fylkir í úrslitaleikinn þar sem KR vann 3-1 sigur.
KR og Fjölnir voru líka í undanúrslitunum 2018 og 2017 en Valur og Víkingur komust síðast svona langt í keppninni árið 2017.
Ef jafnt verður eftir venjulegan leiktíma í leikjunum þá verður strax gripið til vítaspyrnukeppni til að knýja fram úrslit. Úrslitaleikurinn fer svo fram mánudaginn 3. febrúar kl. 20:00 og fer einnig fram í Egilshöll.
Undanúrslit Reykjavíkurmóts verða á fimmtudaginn
