Breikkun Reykjanesbrautar lokið á næstu fimm árum Kristján Már Unnarsson skrifar 28. janúar 2020 23:15 Til stóð að sveigja Reykjanesbraut til suðurs fjær álverinu. Nú hefur Hafnarfjarðarbær fallist á ósk Vegagerðarinnar um að endurskoða aðalskipulagið. Stöð 2/Einar Árnason. Tvöföldun Reykjanesbrautar meðfram álverinu í Straumsvík og út í Hvassahraun verður flýtt eftir viðræður Hafnarfjarðarbæjar og Rio Tinto um að hætta við nýja veglínu fjær álverinu. Þetta kom fram í fréttum Stöðvar 2. Samkvæmt samgönguáætlun, sem ráðherra lagði fram á Alþingi fyrir jól, á tvöföldun Reykjanesbrautar, milli Straumsvíkur og Hvassahrauns, að bíða til annars tímabils áætlunarinnar, sem er á árunum 2025 til 2029. Óvissa hefur ríkt um breikkun brautarinnar meðfram Straumsvík vegna skipulagsbreytingar sem Hafnarfjarðarbær gerði fyrir fimmtán árum. Hún fól í sér að veglínan skyldi færð suður fyrir álverið en þá stóð til að stækka ÍSAL. Færa á Reykjanesbrautina suður fyrir álverið, samkvæmt gildandi aðalskipulagi Hafnarfjarðar. Samþykkt var í skipulags- og byggingarráði bæjarins í morgun að hefja endurskoðun skipulagsins þannig að hætt yrði við færslu brautarinnar.Grafík/Hafsteinn Þórðarson. Vegagerðin fór þess á leit við Hafnarfjarðarbæ í fyrra að skipulagið yrði endurskoðað svo unnt yrði að tvöfalda veginn í núverandi vegstæði enda væri það mun ódýrara og fljótlegra. Rósa Guðbjartsdóttir, bæjarstjóri Hafnarfjarðar, sagði Stöð 2 hins vegar í fyrrasumar að það væri alls ekki í myndinni. Bauð bæjarstjórinn Vegagerðinni í staðinn upp á millileið; að halda núverandi vegi en leggja einnig nýja veginn, en aðeins sem tvöfaldan en ekki fjórfaldan, og hafa síðan einstefnuakstur á hvorri braut. Sjá hér: Reyna að finna millileið fyrir Reykjanesbraut við Straumsvík Bæjarstjóri Hafnarfjarðar lagði til þessa millileið í fyrra; að nýja brautin yrði lögð sem tvöföld, ekki fjórföld, og núverandi nýtt áfram, en báðar með einstefnu.Grafík/Hafsteinn Þórðarson. En núna hefur bæjarstjórinn skipt um skoðun og skýrði frá því í dag að eftir viðræður bæjarins við Rio Tinto hefði verið ákveðið að stefna að því að tvöfalda Reykjanesbrautina í núverandi vegstæði. Þetta gerist í framhaldi af yfirlýsingu Sigurðar Inga Jóhannssonar samgönguráðherra fyrr í þessum mánuði þess efnis að ef samkomulag næðist um að halda núverandi vegstæði yrði framkvæmdum flýtt og stefnt að því að ljúka breikkun Reykjanesbrautar á fyrsta tímabili samgönguáætlunar, - það er fyrir árið 2025. Þetta er þó háð því að Alþingi breyti fyrirliggjandi tillögu að samgönguáætlun og að fjárveitingar fylgi á fjárlögum. Hér má sjá frétt Stöðvar 2: Hafnarfjörður Samgöngur Umferðaröryggi Tengdar fréttir Reyna að finna millileið fyrir Reykjanesbraut við Straumsvík Óvissa ríkir um framhald á breikkun Reykjanesbrautar framhjá Straumsvík vegna skipulagsbreytingar, sem gerð var fyrir fimmtán árum, þegar til stóð að stækka ÍSAL. 9. júlí 2019 21:07 Reykjanesbraut kláruð á árabilinu 2025 til 2029 Beðið verður með tvöföldun Reykjanesbrautar, milli Straumsvíkur og Hvassahrauns, til ársins 2025, samkvæmt samgönguáætlun sem birt var um helgina. 3. desember 2019 09:00 Mest lesið „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Sturla Böðvarsson er látinn Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Innlent Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Innlent Danir standi á krossgötum Erlent Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Innlent Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Innlent Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum Innlent Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Innlent Fleiri fréttir Loka lauginni vegna veðurs Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Funda um Evrópumálin „fjarri kastljósi fjölmiðla“ Ásdís Halla og Erna Kristín skiptast á ráðuneytum Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Vonskuveður víða um land og óvissustig í gildi Íslenskum ríkisborgurum fjölgaði fimmtán sinnum meira en erlendum Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Bálhvasst á Austfjörðum og óvissustig vegna snjóflóðahættu Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Þrjár vikur í fyrsta gjalddaga og 15% eiga eftir að skrá kílómetrastöðu Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Sturla Böðvarsson er látinn Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Sjá meira
Tvöföldun Reykjanesbrautar meðfram álverinu í Straumsvík og út í Hvassahraun verður flýtt eftir viðræður Hafnarfjarðarbæjar og Rio Tinto um að hætta við nýja veglínu fjær álverinu. Þetta kom fram í fréttum Stöðvar 2. Samkvæmt samgönguáætlun, sem ráðherra lagði fram á Alþingi fyrir jól, á tvöföldun Reykjanesbrautar, milli Straumsvíkur og Hvassahrauns, að bíða til annars tímabils áætlunarinnar, sem er á árunum 2025 til 2029. Óvissa hefur ríkt um breikkun brautarinnar meðfram Straumsvík vegna skipulagsbreytingar sem Hafnarfjarðarbær gerði fyrir fimmtán árum. Hún fól í sér að veglínan skyldi færð suður fyrir álverið en þá stóð til að stækka ÍSAL. Færa á Reykjanesbrautina suður fyrir álverið, samkvæmt gildandi aðalskipulagi Hafnarfjarðar. Samþykkt var í skipulags- og byggingarráði bæjarins í morgun að hefja endurskoðun skipulagsins þannig að hætt yrði við færslu brautarinnar.Grafík/Hafsteinn Þórðarson. Vegagerðin fór þess á leit við Hafnarfjarðarbæ í fyrra að skipulagið yrði endurskoðað svo unnt yrði að tvöfalda veginn í núverandi vegstæði enda væri það mun ódýrara og fljótlegra. Rósa Guðbjartsdóttir, bæjarstjóri Hafnarfjarðar, sagði Stöð 2 hins vegar í fyrrasumar að það væri alls ekki í myndinni. Bauð bæjarstjórinn Vegagerðinni í staðinn upp á millileið; að halda núverandi vegi en leggja einnig nýja veginn, en aðeins sem tvöfaldan en ekki fjórfaldan, og hafa síðan einstefnuakstur á hvorri braut. Sjá hér: Reyna að finna millileið fyrir Reykjanesbraut við Straumsvík Bæjarstjóri Hafnarfjarðar lagði til þessa millileið í fyrra; að nýja brautin yrði lögð sem tvöföld, ekki fjórföld, og núverandi nýtt áfram, en báðar með einstefnu.Grafík/Hafsteinn Þórðarson. En núna hefur bæjarstjórinn skipt um skoðun og skýrði frá því í dag að eftir viðræður bæjarins við Rio Tinto hefði verið ákveðið að stefna að því að tvöfalda Reykjanesbrautina í núverandi vegstæði. Þetta gerist í framhaldi af yfirlýsingu Sigurðar Inga Jóhannssonar samgönguráðherra fyrr í þessum mánuði þess efnis að ef samkomulag næðist um að halda núverandi vegstæði yrði framkvæmdum flýtt og stefnt að því að ljúka breikkun Reykjanesbrautar á fyrsta tímabili samgönguáætlunar, - það er fyrir árið 2025. Þetta er þó háð því að Alþingi breyti fyrirliggjandi tillögu að samgönguáætlun og að fjárveitingar fylgi á fjárlögum. Hér má sjá frétt Stöðvar 2:
Hafnarfjörður Samgöngur Umferðaröryggi Tengdar fréttir Reyna að finna millileið fyrir Reykjanesbraut við Straumsvík Óvissa ríkir um framhald á breikkun Reykjanesbrautar framhjá Straumsvík vegna skipulagsbreytingar, sem gerð var fyrir fimmtán árum, þegar til stóð að stækka ÍSAL. 9. júlí 2019 21:07 Reykjanesbraut kláruð á árabilinu 2025 til 2029 Beðið verður með tvöföldun Reykjanesbrautar, milli Straumsvíkur og Hvassahrauns, til ársins 2025, samkvæmt samgönguáætlun sem birt var um helgina. 3. desember 2019 09:00 Mest lesið „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Sturla Böðvarsson er látinn Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Innlent Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Innlent Danir standi á krossgötum Erlent Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Innlent Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Innlent Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum Innlent Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Innlent Fleiri fréttir Loka lauginni vegna veðurs Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Funda um Evrópumálin „fjarri kastljósi fjölmiðla“ Ásdís Halla og Erna Kristín skiptast á ráðuneytum Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Vonskuveður víða um land og óvissustig í gildi Íslenskum ríkisborgurum fjölgaði fimmtán sinnum meira en erlendum Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Bálhvasst á Austfjörðum og óvissustig vegna snjóflóðahættu Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Þrjár vikur í fyrsta gjalddaga og 15% eiga eftir að skrá kílómetrastöðu Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Sturla Böðvarsson er látinn Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Sjá meira
Reyna að finna millileið fyrir Reykjanesbraut við Straumsvík Óvissa ríkir um framhald á breikkun Reykjanesbrautar framhjá Straumsvík vegna skipulagsbreytingar, sem gerð var fyrir fimmtán árum, þegar til stóð að stækka ÍSAL. 9. júlí 2019 21:07
Reykjanesbraut kláruð á árabilinu 2025 til 2029 Beðið verður með tvöföldun Reykjanesbrautar, milli Straumsvíkur og Hvassahrauns, til ársins 2025, samkvæmt samgönguáætlun sem birt var um helgina. 3. desember 2019 09:00