Breikkun Reykjanesbrautar lokið á næstu fimm árum Kristján Már Unnarsson skrifar 28. janúar 2020 23:15 Til stóð að sveigja Reykjanesbraut til suðurs fjær álverinu. Nú hefur Hafnarfjarðarbær fallist á ósk Vegagerðarinnar um að endurskoða aðalskipulagið. Stöð 2/Einar Árnason. Tvöföldun Reykjanesbrautar meðfram álverinu í Straumsvík og út í Hvassahraun verður flýtt eftir viðræður Hafnarfjarðarbæjar og Rio Tinto um að hætta við nýja veglínu fjær álverinu. Þetta kom fram í fréttum Stöðvar 2. Samkvæmt samgönguáætlun, sem ráðherra lagði fram á Alþingi fyrir jól, á tvöföldun Reykjanesbrautar, milli Straumsvíkur og Hvassahrauns, að bíða til annars tímabils áætlunarinnar, sem er á árunum 2025 til 2029. Óvissa hefur ríkt um breikkun brautarinnar meðfram Straumsvík vegna skipulagsbreytingar sem Hafnarfjarðarbær gerði fyrir fimmtán árum. Hún fól í sér að veglínan skyldi færð suður fyrir álverið en þá stóð til að stækka ÍSAL. Færa á Reykjanesbrautina suður fyrir álverið, samkvæmt gildandi aðalskipulagi Hafnarfjarðar. Samþykkt var í skipulags- og byggingarráði bæjarins í morgun að hefja endurskoðun skipulagsins þannig að hætt yrði við færslu brautarinnar.Grafík/Hafsteinn Þórðarson. Vegagerðin fór þess á leit við Hafnarfjarðarbæ í fyrra að skipulagið yrði endurskoðað svo unnt yrði að tvöfalda veginn í núverandi vegstæði enda væri það mun ódýrara og fljótlegra. Rósa Guðbjartsdóttir, bæjarstjóri Hafnarfjarðar, sagði Stöð 2 hins vegar í fyrrasumar að það væri alls ekki í myndinni. Bauð bæjarstjórinn Vegagerðinni í staðinn upp á millileið; að halda núverandi vegi en leggja einnig nýja veginn, en aðeins sem tvöfaldan en ekki fjórfaldan, og hafa síðan einstefnuakstur á hvorri braut. Sjá hér: Reyna að finna millileið fyrir Reykjanesbraut við Straumsvík Bæjarstjóri Hafnarfjarðar lagði til þessa millileið í fyrra; að nýja brautin yrði lögð sem tvöföld, ekki fjórföld, og núverandi nýtt áfram, en báðar með einstefnu.Grafík/Hafsteinn Þórðarson. En núna hefur bæjarstjórinn skipt um skoðun og skýrði frá því í dag að eftir viðræður bæjarins við Rio Tinto hefði verið ákveðið að stefna að því að tvöfalda Reykjanesbrautina í núverandi vegstæði. Þetta gerist í framhaldi af yfirlýsingu Sigurðar Inga Jóhannssonar samgönguráðherra fyrr í þessum mánuði þess efnis að ef samkomulag næðist um að halda núverandi vegstæði yrði framkvæmdum flýtt og stefnt að því að ljúka breikkun Reykjanesbrautar á fyrsta tímabili samgönguáætlunar, - það er fyrir árið 2025. Þetta er þó háð því að Alþingi breyti fyrirliggjandi tillögu að samgönguáætlun og að fjárveitingar fylgi á fjárlögum. Hér má sjá frétt Stöðvar 2: Hafnarfjörður Samgöngur Umferðaröryggi Tengdar fréttir Reyna að finna millileið fyrir Reykjanesbraut við Straumsvík Óvissa ríkir um framhald á breikkun Reykjanesbrautar framhjá Straumsvík vegna skipulagsbreytingar, sem gerð var fyrir fimmtán árum, þegar til stóð að stækka ÍSAL. 9. júlí 2019 21:07 Reykjanesbraut kláruð á árabilinu 2025 til 2029 Beðið verður með tvöföldun Reykjanesbrautar, milli Straumsvíkur og Hvassahrauns, til ársins 2025, samkvæmt samgönguáætlun sem birt var um helgina. 3. desember 2019 09:00 Mest lesið Fann dauðan snák í Mosfellsbæ Innlent Kókaínkóngur handtekinn á Spáni Erlent Eldur í ruslabíl í Bríetartúni Innlent Hundrað þúsund í höfuðstólinn eru orðin að átján í dag Neytendur Sonur Beckham sviptur ökuréttindum Erlent Kallar nú sjálfur eftir birtingu Epstein-skjalanna Erlent Gjá milli kvenna og karla en Miðflokkurinn í sérflokki Innlent Netsvikarar þykjast vera þekkt íslensk fyrirtæki Innlent Handtekinn í Dölunum Innlent Játuðu morð á almennum borgurum en voru aldrei sóttir til saka Erlent Fleiri fréttir Vilja minnismerki um Gunnar í Viðey en ekki í Gunnarsbrekku Vill áfram leiða lista Sjálfstæðismanna á Akureyri Vill á annað hundrað milljóna króna fyrir sólarhringsvakt Lagt til að aldurstakmark á samfélagsmiðlum verði hækkað á Íslandi Þvættuðu tugi milljóna og lögreglan göbbuð í sumarbústað Takast á um kísilmálm og vilja hækka aldurstakmörk á samfélagsmiðlum hér á landi Fann dauðan snák í Mosfellsbæ Gjá milli kvenna og karla en Miðflokkurinn í sérflokki Netsvikarar þykjast vera þekkt íslensk fyrirtæki Umfangsmikil lokun á köldu vatni í Kópavogi Mark Rutte heimsækir Ísland Handtekinn í Dölunum Eldur í ruslabíl í Bríetartúni „Þar erum við eftirbátar nágrannaþjóðanna“ Börn sækist í bækur á ensku Minntust þeirra sem hafa látist í umferðinni 70 ára afmæli Tónlistarskóla Árnesinga fagnað Bílbelti bjarga mannslífum og stafrænt kynferðisofbeldi færist í aukana Lenti utan vegar vestan við Grundarfjörð Verði að tryggja að á íslensku megi alltaf finna svar Dröfn og Samtökin ’78 verðlaunuð á degi íslenskrar tungu „Unga fólkið okkar er umkringt efni á ensku“ Beltunum að þakka að bræðurnir séu enn á lífi Keldnakirkja á Keldum er 150 ára Telur bílbeltið hafa bjargað lífi sínu Hvaða oddviti er duglegastur að mæta? Yfir helmingur þeirra sem lést í bílslysi innanbæjar beltislaus Telja íslenskuna geta horfið með einni kynslóð Evrópumál, lánakjör og baráttan fyrir íslenskri tungu í stafrænum heimi Lögregla leysti upp unglingapartý í Árbæ Sjá meira
Tvöföldun Reykjanesbrautar meðfram álverinu í Straumsvík og út í Hvassahraun verður flýtt eftir viðræður Hafnarfjarðarbæjar og Rio Tinto um að hætta við nýja veglínu fjær álverinu. Þetta kom fram í fréttum Stöðvar 2. Samkvæmt samgönguáætlun, sem ráðherra lagði fram á Alþingi fyrir jól, á tvöföldun Reykjanesbrautar, milli Straumsvíkur og Hvassahrauns, að bíða til annars tímabils áætlunarinnar, sem er á árunum 2025 til 2029. Óvissa hefur ríkt um breikkun brautarinnar meðfram Straumsvík vegna skipulagsbreytingar sem Hafnarfjarðarbær gerði fyrir fimmtán árum. Hún fól í sér að veglínan skyldi færð suður fyrir álverið en þá stóð til að stækka ÍSAL. Færa á Reykjanesbrautina suður fyrir álverið, samkvæmt gildandi aðalskipulagi Hafnarfjarðar. Samþykkt var í skipulags- og byggingarráði bæjarins í morgun að hefja endurskoðun skipulagsins þannig að hætt yrði við færslu brautarinnar.Grafík/Hafsteinn Þórðarson. Vegagerðin fór þess á leit við Hafnarfjarðarbæ í fyrra að skipulagið yrði endurskoðað svo unnt yrði að tvöfalda veginn í núverandi vegstæði enda væri það mun ódýrara og fljótlegra. Rósa Guðbjartsdóttir, bæjarstjóri Hafnarfjarðar, sagði Stöð 2 hins vegar í fyrrasumar að það væri alls ekki í myndinni. Bauð bæjarstjórinn Vegagerðinni í staðinn upp á millileið; að halda núverandi vegi en leggja einnig nýja veginn, en aðeins sem tvöfaldan en ekki fjórfaldan, og hafa síðan einstefnuakstur á hvorri braut. Sjá hér: Reyna að finna millileið fyrir Reykjanesbraut við Straumsvík Bæjarstjóri Hafnarfjarðar lagði til þessa millileið í fyrra; að nýja brautin yrði lögð sem tvöföld, ekki fjórföld, og núverandi nýtt áfram, en báðar með einstefnu.Grafík/Hafsteinn Þórðarson. En núna hefur bæjarstjórinn skipt um skoðun og skýrði frá því í dag að eftir viðræður bæjarins við Rio Tinto hefði verið ákveðið að stefna að því að tvöfalda Reykjanesbrautina í núverandi vegstæði. Þetta gerist í framhaldi af yfirlýsingu Sigurðar Inga Jóhannssonar samgönguráðherra fyrr í þessum mánuði þess efnis að ef samkomulag næðist um að halda núverandi vegstæði yrði framkvæmdum flýtt og stefnt að því að ljúka breikkun Reykjanesbrautar á fyrsta tímabili samgönguáætlunar, - það er fyrir árið 2025. Þetta er þó háð því að Alþingi breyti fyrirliggjandi tillögu að samgönguáætlun og að fjárveitingar fylgi á fjárlögum. Hér má sjá frétt Stöðvar 2:
Hafnarfjörður Samgöngur Umferðaröryggi Tengdar fréttir Reyna að finna millileið fyrir Reykjanesbraut við Straumsvík Óvissa ríkir um framhald á breikkun Reykjanesbrautar framhjá Straumsvík vegna skipulagsbreytingar, sem gerð var fyrir fimmtán árum, þegar til stóð að stækka ÍSAL. 9. júlí 2019 21:07 Reykjanesbraut kláruð á árabilinu 2025 til 2029 Beðið verður með tvöföldun Reykjanesbrautar, milli Straumsvíkur og Hvassahrauns, til ársins 2025, samkvæmt samgönguáætlun sem birt var um helgina. 3. desember 2019 09:00 Mest lesið Fann dauðan snák í Mosfellsbæ Innlent Kókaínkóngur handtekinn á Spáni Erlent Eldur í ruslabíl í Bríetartúni Innlent Hundrað þúsund í höfuðstólinn eru orðin að átján í dag Neytendur Sonur Beckham sviptur ökuréttindum Erlent Kallar nú sjálfur eftir birtingu Epstein-skjalanna Erlent Gjá milli kvenna og karla en Miðflokkurinn í sérflokki Innlent Netsvikarar þykjast vera þekkt íslensk fyrirtæki Innlent Handtekinn í Dölunum Innlent Játuðu morð á almennum borgurum en voru aldrei sóttir til saka Erlent Fleiri fréttir Vilja minnismerki um Gunnar í Viðey en ekki í Gunnarsbrekku Vill áfram leiða lista Sjálfstæðismanna á Akureyri Vill á annað hundrað milljóna króna fyrir sólarhringsvakt Lagt til að aldurstakmark á samfélagsmiðlum verði hækkað á Íslandi Þvættuðu tugi milljóna og lögreglan göbbuð í sumarbústað Takast á um kísilmálm og vilja hækka aldurstakmörk á samfélagsmiðlum hér á landi Fann dauðan snák í Mosfellsbæ Gjá milli kvenna og karla en Miðflokkurinn í sérflokki Netsvikarar þykjast vera þekkt íslensk fyrirtæki Umfangsmikil lokun á köldu vatni í Kópavogi Mark Rutte heimsækir Ísland Handtekinn í Dölunum Eldur í ruslabíl í Bríetartúni „Þar erum við eftirbátar nágrannaþjóðanna“ Börn sækist í bækur á ensku Minntust þeirra sem hafa látist í umferðinni 70 ára afmæli Tónlistarskóla Árnesinga fagnað Bílbelti bjarga mannslífum og stafrænt kynferðisofbeldi færist í aukana Lenti utan vegar vestan við Grundarfjörð Verði að tryggja að á íslensku megi alltaf finna svar Dröfn og Samtökin ’78 verðlaunuð á degi íslenskrar tungu „Unga fólkið okkar er umkringt efni á ensku“ Beltunum að þakka að bræðurnir séu enn á lífi Keldnakirkja á Keldum er 150 ára Telur bílbeltið hafa bjargað lífi sínu Hvaða oddviti er duglegastur að mæta? Yfir helmingur þeirra sem lést í bílslysi innanbæjar beltislaus Telja íslenskuna geta horfið með einni kynslóð Evrópumál, lánakjör og baráttan fyrir íslenskri tungu í stafrænum heimi Lögregla leysti upp unglingapartý í Árbæ Sjá meira
Reyna að finna millileið fyrir Reykjanesbraut við Straumsvík Óvissa ríkir um framhald á breikkun Reykjanesbrautar framhjá Straumsvík vegna skipulagsbreytingar, sem gerð var fyrir fimmtán árum, þegar til stóð að stækka ÍSAL. 9. júlí 2019 21:07
Reykjanesbraut kláruð á árabilinu 2025 til 2029 Beðið verður með tvöföldun Reykjanesbrautar, milli Straumsvíkur og Hvassahrauns, til ársins 2025, samkvæmt samgönguáætlun sem birt var um helgina. 3. desember 2019 09:00