Eigandi Leeds hraunaði yfir dómarana á Twitter er Leeds fór á toppinn | Rooney opnaði reikninginn fyrir Derby 28. janúar 2020 21:38 Leikmenn Leeds fagna í kvöld. vísir/getty Leeds er komið á topp ensku B-deildarinnar eftir 3-2 endurkomusigur gegn Jóni Daða Böðvarssyni og félögum í Millwall, 3-2, en Leeds lenti 2-0 undir. Shaun Hutchinson kom Millwall yfir á fjórðu mínútu og Jed Wallace tvöfaldaði forystuna fyrir úr vítaspyrnu á 23. mínútu. Í stöðunni 2-0 birti eigandi Leeds, Andrea Radizzani, athyglisverða Twitter-færslu. Þar hraunaði hann yfir dómara leiksins og sagði dómgæsluna óásættanlega. Hann segist hafa séð margt en hann hafi ekki kynnst öðru eins og í kvöld. Þetta sé ekki boðlegt fyrir atvinnumannadeild og að dómararnir þurfi hjálp tækninnar. Speechless...in two years I have seen a lot but the level shown tonight is not acceptable for a professional league. Time to improve, use technology support and prepare professionals fit to work at the top level of football— Andrea Radrizzani (@andrearadri) January 28, 2020 Allt annað var að sjá lið Leeds í síðari hálfleik. Patrick Bamford minnkaði muninn á 48. mínútu og fjórtán mínútum síðar jafnaði Pablo Hernandez. Það var svo Bamford sem skoraði annað mark sitt og þriðja mark Leeds á 67. mínútu er hann tryggði Leeds endurkomusigur. Lokatölur 3-2. Jón Daði Böðvarsson lék fyrstu 72 mínúturnar fyrir Millwall sem er í 9. sætinu. Leeds er komið á topp deildarinnar með 55 stig því á sama tíma í kvöld tapaði WBA fyrir Cardiff á útivelli, 2-1. WBA er í 2. sætinu með 53 stig. Nottingham Forest er komið upp í 3. sætið og er nú einungis tveimur stigum á eftir WBA eftir 1-0 sigur á Brentford á útivelli í kvöld. Wayne Rooney opnaði markareikning sinn fyrir Derby er hann skoraði fyrsta mark leiksins er liðið tapaði 3-2 fyrir Luton. Wayne Rooney has scored his first goal in English football since for Everton against Swansea in December 2017 (had gone 21 apps for Derby & Everton without scoring) pic.twitter.com/96CRt6RzQP— Sky Sports Statto (@SkySportsStatto) January 28, 2020 Derby er í 16. sæti deildarinnar.Öll úrslit kvöldsins: Blackburn - QPR 2-1 Brentford - Nottingham Forest 0-1 Cardiff - WBA 2-1 Hull - Huddersfield 1-1 Leeds - Millwall 3-2 Luton - Derby 2-2 Wigan - Sheffield Wednesday 2-1 Reading - Bristol 0-1 Enski boltinn Mest lesið „Öllum í ensku úrvalsdeildinni er illa við Man United“ Enski boltinn Ronaldo trúlofaður Fótbolti „Dóri verður að hætta þessu væli“ Íslenski boltinn Úr enska boltanum í eiturlyfjasmygl og sjö ára fangelsi Enski boltinn Isak ætlar aldrei að spila fyrir Newcastle aftur Enski boltinn Toppurinn á ferlinum hingað til en getur gert betur Sport „Óreyndir dómarar sem falla í þessa gryfju“ Íslenski boltinn Ræddu lætin í Krikanum: „Það er helvítis hundur í Heimi“ Íslenski boltinn Bað um að grátandi krakka yrði vísað af vellinum Sport Jaka skilinn eftir og þrettán leikmenn berjast um hin tólf sætin Körfubolti Fleiri fréttir Dýrasti leikmaður í sögu City lánaður til Everton Enska augnablikið: Forsjáli félaginn sem missti af öllu Úr enska boltanum í eiturlyfjasmygl og sjö ára fangelsi Isak ætlar aldrei að spila fyrir Newcastle aftur Coote dæmdur í átta vikna bann fyrir ummælin um Klopp Enska augnablikið: Sá allra svalasti „Öllum í ensku úrvalsdeildinni er illa við Man United“ Bale af golfvellinum og á skjáinn Hákon Rafn gæti fengið sénsinn Donnarumma skilinn eftir heima Enska augnablikið: Hlaupið út úr húsinu Hafa selt næstum alla vörnina en liðsstyrkur á leiðinni frá liði Hákonar Grealish lánaður burt en City vill ekki selja Savinho Crystal Palace tapaði áfrýjun og þarf að spila í Sambandsdeildinni Newcastle loks að fá leikmann Delap með tvö í öruggum sigri í síðasta leik fyrir mót Palace stefnir á að selja fyrirliðann fyrir gluggalok Enska augnablikið: Skellur þegar hann hrinti dómaranum Crystal Palace vann Samfélagsskjöldinn Enska augnablikið: Hjátrú og alsæla Mo Salah krefur UEFA um svör vegna Palestínu Pele Enska augnablikið: Lærði 200 ný blótsyrði Nunez farinn frá Liverpool De Gea: Mun aldrei gleyma þessum leik Gyökeres byrjaður að skora fyrir Arsenal Enska augnablikið: Mætti sköllóttur á Old Trafford Gerrard: Owen var betri sem táningur en Yamal og Mbappé Albert lagði upp á Old Trafford í síðasta leik United fyrir tímabilið Draumabyrjun Wrexham breyttist í martröð í lokin Isak verður áfram í frystikistunni í fyrsta leik Newcastle Sjá meira
Leeds er komið á topp ensku B-deildarinnar eftir 3-2 endurkomusigur gegn Jóni Daða Böðvarssyni og félögum í Millwall, 3-2, en Leeds lenti 2-0 undir. Shaun Hutchinson kom Millwall yfir á fjórðu mínútu og Jed Wallace tvöfaldaði forystuna fyrir úr vítaspyrnu á 23. mínútu. Í stöðunni 2-0 birti eigandi Leeds, Andrea Radizzani, athyglisverða Twitter-færslu. Þar hraunaði hann yfir dómara leiksins og sagði dómgæsluna óásættanlega. Hann segist hafa séð margt en hann hafi ekki kynnst öðru eins og í kvöld. Þetta sé ekki boðlegt fyrir atvinnumannadeild og að dómararnir þurfi hjálp tækninnar. Speechless...in two years I have seen a lot but the level shown tonight is not acceptable for a professional league. Time to improve, use technology support and prepare professionals fit to work at the top level of football— Andrea Radrizzani (@andrearadri) January 28, 2020 Allt annað var að sjá lið Leeds í síðari hálfleik. Patrick Bamford minnkaði muninn á 48. mínútu og fjórtán mínútum síðar jafnaði Pablo Hernandez. Það var svo Bamford sem skoraði annað mark sitt og þriðja mark Leeds á 67. mínútu er hann tryggði Leeds endurkomusigur. Lokatölur 3-2. Jón Daði Böðvarsson lék fyrstu 72 mínúturnar fyrir Millwall sem er í 9. sætinu. Leeds er komið á topp deildarinnar með 55 stig því á sama tíma í kvöld tapaði WBA fyrir Cardiff á útivelli, 2-1. WBA er í 2. sætinu með 53 stig. Nottingham Forest er komið upp í 3. sætið og er nú einungis tveimur stigum á eftir WBA eftir 1-0 sigur á Brentford á útivelli í kvöld. Wayne Rooney opnaði markareikning sinn fyrir Derby er hann skoraði fyrsta mark leiksins er liðið tapaði 3-2 fyrir Luton. Wayne Rooney has scored his first goal in English football since for Everton against Swansea in December 2017 (had gone 21 apps for Derby & Everton without scoring) pic.twitter.com/96CRt6RzQP— Sky Sports Statto (@SkySportsStatto) January 28, 2020 Derby er í 16. sæti deildarinnar.Öll úrslit kvöldsins: Blackburn - QPR 2-1 Brentford - Nottingham Forest 0-1 Cardiff - WBA 2-1 Hull - Huddersfield 1-1 Leeds - Millwall 3-2 Luton - Derby 2-2 Wigan - Sheffield Wednesday 2-1 Reading - Bristol 0-1
Enski boltinn Mest lesið „Öllum í ensku úrvalsdeildinni er illa við Man United“ Enski boltinn Ronaldo trúlofaður Fótbolti „Dóri verður að hætta þessu væli“ Íslenski boltinn Úr enska boltanum í eiturlyfjasmygl og sjö ára fangelsi Enski boltinn Isak ætlar aldrei að spila fyrir Newcastle aftur Enski boltinn Toppurinn á ferlinum hingað til en getur gert betur Sport „Óreyndir dómarar sem falla í þessa gryfju“ Íslenski boltinn Ræddu lætin í Krikanum: „Það er helvítis hundur í Heimi“ Íslenski boltinn Bað um að grátandi krakka yrði vísað af vellinum Sport Jaka skilinn eftir og þrettán leikmenn berjast um hin tólf sætin Körfubolti Fleiri fréttir Dýrasti leikmaður í sögu City lánaður til Everton Enska augnablikið: Forsjáli félaginn sem missti af öllu Úr enska boltanum í eiturlyfjasmygl og sjö ára fangelsi Isak ætlar aldrei að spila fyrir Newcastle aftur Coote dæmdur í átta vikna bann fyrir ummælin um Klopp Enska augnablikið: Sá allra svalasti „Öllum í ensku úrvalsdeildinni er illa við Man United“ Bale af golfvellinum og á skjáinn Hákon Rafn gæti fengið sénsinn Donnarumma skilinn eftir heima Enska augnablikið: Hlaupið út úr húsinu Hafa selt næstum alla vörnina en liðsstyrkur á leiðinni frá liði Hákonar Grealish lánaður burt en City vill ekki selja Savinho Crystal Palace tapaði áfrýjun og þarf að spila í Sambandsdeildinni Newcastle loks að fá leikmann Delap með tvö í öruggum sigri í síðasta leik fyrir mót Palace stefnir á að selja fyrirliðann fyrir gluggalok Enska augnablikið: Skellur þegar hann hrinti dómaranum Crystal Palace vann Samfélagsskjöldinn Enska augnablikið: Hjátrú og alsæla Mo Salah krefur UEFA um svör vegna Palestínu Pele Enska augnablikið: Lærði 200 ný blótsyrði Nunez farinn frá Liverpool De Gea: Mun aldrei gleyma þessum leik Gyökeres byrjaður að skora fyrir Arsenal Enska augnablikið: Mætti sköllóttur á Old Trafford Gerrard: Owen var betri sem táningur en Yamal og Mbappé Albert lagði upp á Old Trafford í síðasta leik United fyrir tímabilið Draumabyrjun Wrexham breyttist í martröð í lokin Isak verður áfram í frystikistunni í fyrsta leik Newcastle Sjá meira