Redknapp segir að Gylfi eigi að spila með toppliði Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 15. maí 2017 13:45 Gylfi Þór Sigurðsson. Vísir/Getty Jamie Redknapp segir að Gylfi Þór Sigurðsson væri fullkominn eftirmaður fyrir Ross Barkley hjá Everton, ákveði félagið að selja þann síðarnefnda í sumar. Þetta kemur fram í Daily Mail. Gylfi hefur verið þrálátlega orðaður við Everton síðustu vikur og mánuði en félagið mun hafa reynt að fá hann til liðs við sig síðasta sumar, en án árangurs. Gylfi Þór var lykilmaður í liði Swansea sem bjargaði sæti sínu í ensku úrvalsdeildinni um helgina. Gylfi lagði upp annað marka liðsins í 2-0 sigri á Sunderland og er nú kominn með þrettán stoðsendingar alls í vetur. Barkley hefur ekki viljað skrifa undir nýjan samning við Everton og stjóri liðsins, Ronald Koeman, hefur gefið honum afarkosti - að skrifa undir eða fara í sumar. „Gylfi Sigurðsson væri fullkominn staðgengill [fyrir Barkley]. Hann hefur frábæra sýn og er með þrettán stoðsendingar fyrir Swansea - fimm fleiri en Barkley.“ „Sex af stoðsendingum hans hafa verið á Fernando Llorente sem þýðir að þeir mynda hættulegasta par deildarinnar. Sigurðsson ætti að vera að spila fyrir topplið.“ Gylfi Þór skrifaði undir nýjan samning við Swansea fyrir tímabilið og á enn þrjú ár eftir af honum. Enski boltinn Tengdar fréttir Gylfi lagði upp mark í þriðja sigri Swansea í síðustu fjórum leikjum Swansea City steig stórt skref í áttina að því að bjarga sér frá falli úr ensku úrvalsdeildinni með 0-2 útisigri á Sunderland í dag. 13. maí 2017 15:45 Strákarnir hans Stóra Sams sendu Hull niður | Gylfi og félagar hólpnir Swansea City leikur í ensku úrvalsdeildinni á næsta tímabili. Þetta var ljóst eftir 4-0 sigur Crystal Palace á Hull City á Selhurst Park í dag. 14. maí 2017 12:45 Ekki sammála fullyrðingu Glenn Hoddle um Gylfa Glenn Hoddle, fyrrum leikmaður og þjálfari enska landsliðsins í knattspyrnu, er mjög hrifinn af Gylfa Þór Sigurðssyni og talaði afar vel um íslenska miðjumanninn þegar Hoddle var að lýsa leik Everton og Swansea City um síðustu helgi. 10. maí 2017 11:30 De Bruyne búinn að stinga Gylfa af Gylfi Þór Sigurðsson á ekki lengur raunhæfa möguleika á því að verða stoðsendingakóngur ensku úrvalsdeildarinnar á þessu tímabili. Sá möguleiki rann eiginlega út í sandinn um síðustu helgi. 10. maí 2017 17:00 Everton til í að galopna veskið fyrir Gylfa Sky Sports hefur heimildir fyrir því að Everton sé til í að greiða 25 milljónir punda fyrir Gylfa Þór Sigurðsson. 12. maí 2017 15:15 Mest lesið Ekkert bit í snáknum: „Hörmulegur og ætti að hætta“ Sport Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Íslenski boltinn United horfir til Þýskalands eftir höfnun Semenyo Enski boltinn „Þú birtir falsfrétt um mig, þú ert í banni“ Fótbolti Zidane sá soninn spila á Afríkumótinu Fótbolti Goðsögn fallin frá Enski boltinn „Ég elska peninga“ Sport Þessi tíu eru tilnefnd sem Íþróttamaður ársins 2025: 23 ára aldursmunur Sport Haaland stóðst vigtun eftir jólin Enski boltinn Féll úr skíðalyftu og lést Fótbolti Fleiri fréttir United horfir til Þýskalands eftir höfnun Semenyo Haaland stóðst vigtun eftir jólin Hápunktarnir hingað til í enska boltanum Goðsögn fallin frá Kærður af knattspyrnusambandinu Bestu jólamörkin: Drogba, Scholes eða Giroud? Van de Ven bað Isak afsökunar: „Vildi ekki meiða hann“ Hvers vegna heillast stórliðin svo af Semenyo? Stewart, Snoop og Modric í eina sæng Vill ekki segja hversu lengi Bruno er frá Spyr hvort Guardiola stígi á vigtina Arsenal í undanúrslit eftir vító Man. Utd reyndi stíft en Semenyo kaus City „Tölfræðilega séð eiga þeir ekkert að vera í þessari stöðu“ Chelsea setur sig í samband við Semenyo Jiménez jafnaði bestu vítaskyttu sögunnar Slot mun sakna Isak í tvo mánuði eftir „glórulausa tæklingu“ Sjáðu „auma“ vítið sem skilaði Fulham sigri Fulham skildi Forest eftir við fallsvæðið Áfallið staðreynd og Isak búinn í aðgerð Fagnaði titli Liverpool sem óður maður um alla borg „Allir virðast elska hann“ „Þetta mun ekki buga okkur“ Guardiola mun vigta leikmenn Man City eftir jólin „Ef þið væruð Antoine Semenyo, hvert mynduð þið fara?“ Sjáðu mörkin: Rogers sá um Manchester United Óttast að Isak hafi fótbrotnað Tvenna frá Rogers tryggði Villa sigur gegn Manchester United Fimmta sinn sem Arsenal er á toppnum um jólin: Unnu ekki titilinn í fyrstu fjögur skiptin „Viljum við að okkar verði minnst fyrir að vera skræfur?“ Sjá meira
Jamie Redknapp segir að Gylfi Þór Sigurðsson væri fullkominn eftirmaður fyrir Ross Barkley hjá Everton, ákveði félagið að selja þann síðarnefnda í sumar. Þetta kemur fram í Daily Mail. Gylfi hefur verið þrálátlega orðaður við Everton síðustu vikur og mánuði en félagið mun hafa reynt að fá hann til liðs við sig síðasta sumar, en án árangurs. Gylfi Þór var lykilmaður í liði Swansea sem bjargaði sæti sínu í ensku úrvalsdeildinni um helgina. Gylfi lagði upp annað marka liðsins í 2-0 sigri á Sunderland og er nú kominn með þrettán stoðsendingar alls í vetur. Barkley hefur ekki viljað skrifa undir nýjan samning við Everton og stjóri liðsins, Ronald Koeman, hefur gefið honum afarkosti - að skrifa undir eða fara í sumar. „Gylfi Sigurðsson væri fullkominn staðgengill [fyrir Barkley]. Hann hefur frábæra sýn og er með þrettán stoðsendingar fyrir Swansea - fimm fleiri en Barkley.“ „Sex af stoðsendingum hans hafa verið á Fernando Llorente sem þýðir að þeir mynda hættulegasta par deildarinnar. Sigurðsson ætti að vera að spila fyrir topplið.“ Gylfi Þór skrifaði undir nýjan samning við Swansea fyrir tímabilið og á enn þrjú ár eftir af honum.
Enski boltinn Tengdar fréttir Gylfi lagði upp mark í þriðja sigri Swansea í síðustu fjórum leikjum Swansea City steig stórt skref í áttina að því að bjarga sér frá falli úr ensku úrvalsdeildinni með 0-2 útisigri á Sunderland í dag. 13. maí 2017 15:45 Strákarnir hans Stóra Sams sendu Hull niður | Gylfi og félagar hólpnir Swansea City leikur í ensku úrvalsdeildinni á næsta tímabili. Þetta var ljóst eftir 4-0 sigur Crystal Palace á Hull City á Selhurst Park í dag. 14. maí 2017 12:45 Ekki sammála fullyrðingu Glenn Hoddle um Gylfa Glenn Hoddle, fyrrum leikmaður og þjálfari enska landsliðsins í knattspyrnu, er mjög hrifinn af Gylfa Þór Sigurðssyni og talaði afar vel um íslenska miðjumanninn þegar Hoddle var að lýsa leik Everton og Swansea City um síðustu helgi. 10. maí 2017 11:30 De Bruyne búinn að stinga Gylfa af Gylfi Þór Sigurðsson á ekki lengur raunhæfa möguleika á því að verða stoðsendingakóngur ensku úrvalsdeildarinnar á þessu tímabili. Sá möguleiki rann eiginlega út í sandinn um síðustu helgi. 10. maí 2017 17:00 Everton til í að galopna veskið fyrir Gylfa Sky Sports hefur heimildir fyrir því að Everton sé til í að greiða 25 milljónir punda fyrir Gylfa Þór Sigurðsson. 12. maí 2017 15:15 Mest lesið Ekkert bit í snáknum: „Hörmulegur og ætti að hætta“ Sport Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Íslenski boltinn United horfir til Þýskalands eftir höfnun Semenyo Enski boltinn „Þú birtir falsfrétt um mig, þú ert í banni“ Fótbolti Zidane sá soninn spila á Afríkumótinu Fótbolti Goðsögn fallin frá Enski boltinn „Ég elska peninga“ Sport Þessi tíu eru tilnefnd sem Íþróttamaður ársins 2025: 23 ára aldursmunur Sport Haaland stóðst vigtun eftir jólin Enski boltinn Féll úr skíðalyftu og lést Fótbolti Fleiri fréttir United horfir til Þýskalands eftir höfnun Semenyo Haaland stóðst vigtun eftir jólin Hápunktarnir hingað til í enska boltanum Goðsögn fallin frá Kærður af knattspyrnusambandinu Bestu jólamörkin: Drogba, Scholes eða Giroud? Van de Ven bað Isak afsökunar: „Vildi ekki meiða hann“ Hvers vegna heillast stórliðin svo af Semenyo? Stewart, Snoop og Modric í eina sæng Vill ekki segja hversu lengi Bruno er frá Spyr hvort Guardiola stígi á vigtina Arsenal í undanúrslit eftir vító Man. Utd reyndi stíft en Semenyo kaus City „Tölfræðilega séð eiga þeir ekkert að vera í þessari stöðu“ Chelsea setur sig í samband við Semenyo Jiménez jafnaði bestu vítaskyttu sögunnar Slot mun sakna Isak í tvo mánuði eftir „glórulausa tæklingu“ Sjáðu „auma“ vítið sem skilaði Fulham sigri Fulham skildi Forest eftir við fallsvæðið Áfallið staðreynd og Isak búinn í aðgerð Fagnaði titli Liverpool sem óður maður um alla borg „Allir virðast elska hann“ „Þetta mun ekki buga okkur“ Guardiola mun vigta leikmenn Man City eftir jólin „Ef þið væruð Antoine Semenyo, hvert mynduð þið fara?“ Sjáðu mörkin: Rogers sá um Manchester United Óttast að Isak hafi fótbrotnað Tvenna frá Rogers tryggði Villa sigur gegn Manchester United Fimmta sinn sem Arsenal er á toppnum um jólin: Unnu ekki titilinn í fyrstu fjögur skiptin „Viljum við að okkar verði minnst fyrir að vera skræfur?“ Sjá meira
Gylfi lagði upp mark í þriðja sigri Swansea í síðustu fjórum leikjum Swansea City steig stórt skref í áttina að því að bjarga sér frá falli úr ensku úrvalsdeildinni með 0-2 útisigri á Sunderland í dag. 13. maí 2017 15:45
Strákarnir hans Stóra Sams sendu Hull niður | Gylfi og félagar hólpnir Swansea City leikur í ensku úrvalsdeildinni á næsta tímabili. Þetta var ljóst eftir 4-0 sigur Crystal Palace á Hull City á Selhurst Park í dag. 14. maí 2017 12:45
Ekki sammála fullyrðingu Glenn Hoddle um Gylfa Glenn Hoddle, fyrrum leikmaður og þjálfari enska landsliðsins í knattspyrnu, er mjög hrifinn af Gylfa Þór Sigurðssyni og talaði afar vel um íslenska miðjumanninn þegar Hoddle var að lýsa leik Everton og Swansea City um síðustu helgi. 10. maí 2017 11:30
De Bruyne búinn að stinga Gylfa af Gylfi Þór Sigurðsson á ekki lengur raunhæfa möguleika á því að verða stoðsendingakóngur ensku úrvalsdeildarinnar á þessu tímabili. Sá möguleiki rann eiginlega út í sandinn um síðustu helgi. 10. maí 2017 17:00
Everton til í að galopna veskið fyrir Gylfa Sky Sports hefur heimildir fyrir því að Everton sé til í að greiða 25 milljónir punda fyrir Gylfa Þór Sigurðsson. 12. maí 2017 15:15