Theresa May tekur við af Cameron í dag Guðsteinn Bjarnason skrifar 13. júlí 2016 06:00 Theresa May ásamt stuðningsmönnum fyrir utan þinghúsið í London á mánudag þegar ljóst var orðið að hún yrði næsti forsætisráðherra Bretlands. Fréttablaðið/EPA Í fjölmiðlum er Theresa May iðulega sögð sérstaklega óútreiknanlegur stjórnmálamaður. Hún segist sjálf vera gagnrýnd fyrir að fara sínar eigin leiðir og stærir sig af því að nú muni framkvæmdastjórn Evrópusambandsins fá að finna fyrir því hversu erfið hún geti verið viðureignar. „Því ég er nefnilega enginn dæmigerður stjórnmálamaður,“ sagði hún í blaðagrein á sunnudaginn. „Ég ferðast ekki á milli sjónvarpsstöðva, ég tek ekki þátt í slúðri yfir hádegismatnum, ég fer ekki á barina í þinghúsinu. Ég ber sjaldnast tilfinningar mínar á torg. Ég geng bara í verkin og ég held að fólk vilji svoleiðis stjórnmál, laus við allt bull og vitleysu.“Sjálf studdi hún áframhaldandi aðild að Evrópusambandinu fyrir þjóðaratkvæðagreiðsluna í júní, en segir að eftir að þjóðin hafði kosið sé ekki um annað að ræða en að tryggja sem bestan samning við Evrópusambandið. „Útganga úr Evrópusambandinu þýðir útganga úr Evrópusambandinu,“ er setning sem hún hefur ítrekað klifað á síðustu vikurnar, þar á meðal í framboðsræðu sinni til leiðtogaembættis Íhaldsflokksins í lok júní. May þykir röggsamur vinnuþjarkur sem lætur engan vaða yfir sig, og hefur verið líkt við bæði Angelu Merkel Þýskalandskanslara og forvera sinn, Margaret Thatcher, en May verður nú önnur konan til þess að stýra Íhaldsflokknum og gegna embætti forsætisráðherra Bretlands. Hún nálgast samt stjórnmálin á allt annan hátt en Thatcher, leggur áherslu á kristilega íhaldssemi frekar en frjálshyggjukreddurnar, ætlar til dæmis að skylda stærri fyrirtæki til að hafa fulltrúa neytenda og verkafólks í stjórnum. Hún bauð sig ekki síst fram fram til að takast á við það verkefni að semja við Evrópusambandið um framtíðarfyrirkomulag samskipta þess við Bretland. Hún segist ætla að vera sterkur leiðtogi sem geti sameinað þjóðina á þeim óvissutímum sem fram undan eru. Leiðtogar annarra Evrópuríkja og ráðamenn í Brussel hafa ýtt á að Bretar fari sem allra fyrst úr ESB, úr því það hafi verið samþykkt í þjóðaratkvæðagreiðslu. May segir hins vegar ekkert liggja á, það taki tíma að ná samkomulagi og ekki komi til greina að hefja útgönguferlið fyrr en Bretar hafi mótað sér skýra stefnu fyrir samningaviðræðurnar: „Sem þýðir að fimmtugasta greinin verður ekki virkjuð fyrir árslok,“ sagði hún þegar hún tilkynnti um framboð sitt í leiðtogakjöri Íhaldsflokksins. May gefur jafnframt lítið fyrir kröfur Verkamannaflokksins um að efnt verði til kosninga sem fyrst, ekki standi til að halda kosningar fyrr en 2020. Hún dregur svo enga dul á það að óvissutímar séu fram undan, en kýs samt að leggja frekar áherslu á þau tækifæri sem útgangan úr ESB býður upp á: „Stjórnin getur haft meiri stjórn á innflytjendum til Bretlands frá öðrum Evrópulöndum. Við getum gert okkar eigin viðskiptasamninga við lönd utan Evrópu. Og við getum gert margt skynsamlegt, eins og að draga úr skriffinnsku og láta sveitarstjórnir kaupa breskar vörur.“Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu 13. júlí 2016 Brexit Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Stúlka í sjóinn við Reynisfjöru Innlent Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Innlent „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Innlent Að bugast á hálf nöktum ferðamönnum og beita sektum Erlent Stúlka flutt á sjúkrahús eftir fall í sjóinn við Reynisfjöru Innlent „Fordæmalaus hitabylgja“ leikur Skandínava grátt Erlent „Varla gangfær“ og „skulfu eins og hríslur“ Innlent Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Innlent „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Innlent Herjólfur siglir ekki meira í dag Innlent Fleiri fréttir Að bugast á hálf nöktum ferðamönnum og beita sektum „Fordæmalaus hitabylgja“ leikur Skandínava grátt Maxwell flutt í þægilegra fangelsi Breyti engu á jörðu niðri að viðurkenna sjálfstæði Palestínu Trump ræsir út kjarnorkukafbáta eftir „ögrandi“ ummæli Rússa „Clinton áætlunin“ líklega tilbúningur rússneskra njósnara „Ekki taka. Endurheimta. Þetta er okkar“ Arabaríkin sameinast um afvopnun Hamas og fordæmingu á árásunum 7. október Bukele ryður leiðina að einræði í El Salvador Freista þess að hindra að Bandaríkin fargi miklu magni getnaðarvarna Hvatti ríki til að stuðla að stjórnarskiptum í Rússlandi Tollar á vörur frá Íslandi verða 15 prósent samkvæmt forsetatilskipun Leynilega geimfarið sent á sporbraut í áttunda sinn Samþykkja ný lög um spillingarrannsóknir eftir mótmæli Múhameð eykur forskotið og enginn nefndur Keir Gera miklar breytingar á kjördæmum Texas, að beiðni Trumps Suðureyjargöng skilyrt hækkun eftirlaunaaldurs Kínverjar leita leiða til að granda gervihnöttum Musks Í áfalli eftir að hafa fengið bréf frá árásarmanninum inn um lúguna Dregur í land og segir Starmer og félaga verðlauna Hamas Létu sprengjum rigna á Kænugarð Segja 30 hafa látist í skotárás Ísraelshers við dreifingu neyðargagna Kanada í hóp þeirra sem hyggjast viðurkenna sjálfstæði Palestínu Sjö dáið úr hungri síðasta sólarhringinn Rannsaka tengsl þyngdarstjórnunarlyfja við bráða brisbólgu Gargaði á flokksfélaga sína Fyrsta ástralska geimflaugin flaug í fjórtán sekúndur Maxwell vill friðhelgi fyrir vitnisburðinn Vill greiða sex milljarða tryggingu til að losna úr haldi Pokrovsk riðar til falls Sjá meira
Í fjölmiðlum er Theresa May iðulega sögð sérstaklega óútreiknanlegur stjórnmálamaður. Hún segist sjálf vera gagnrýnd fyrir að fara sínar eigin leiðir og stærir sig af því að nú muni framkvæmdastjórn Evrópusambandsins fá að finna fyrir því hversu erfið hún geti verið viðureignar. „Því ég er nefnilega enginn dæmigerður stjórnmálamaður,“ sagði hún í blaðagrein á sunnudaginn. „Ég ferðast ekki á milli sjónvarpsstöðva, ég tek ekki þátt í slúðri yfir hádegismatnum, ég fer ekki á barina í þinghúsinu. Ég ber sjaldnast tilfinningar mínar á torg. Ég geng bara í verkin og ég held að fólk vilji svoleiðis stjórnmál, laus við allt bull og vitleysu.“Sjálf studdi hún áframhaldandi aðild að Evrópusambandinu fyrir þjóðaratkvæðagreiðsluna í júní, en segir að eftir að þjóðin hafði kosið sé ekki um annað að ræða en að tryggja sem bestan samning við Evrópusambandið. „Útganga úr Evrópusambandinu þýðir útganga úr Evrópusambandinu,“ er setning sem hún hefur ítrekað klifað á síðustu vikurnar, þar á meðal í framboðsræðu sinni til leiðtogaembættis Íhaldsflokksins í lok júní. May þykir röggsamur vinnuþjarkur sem lætur engan vaða yfir sig, og hefur verið líkt við bæði Angelu Merkel Þýskalandskanslara og forvera sinn, Margaret Thatcher, en May verður nú önnur konan til þess að stýra Íhaldsflokknum og gegna embætti forsætisráðherra Bretlands. Hún nálgast samt stjórnmálin á allt annan hátt en Thatcher, leggur áherslu á kristilega íhaldssemi frekar en frjálshyggjukreddurnar, ætlar til dæmis að skylda stærri fyrirtæki til að hafa fulltrúa neytenda og verkafólks í stjórnum. Hún bauð sig ekki síst fram fram til að takast á við það verkefni að semja við Evrópusambandið um framtíðarfyrirkomulag samskipta þess við Bretland. Hún segist ætla að vera sterkur leiðtogi sem geti sameinað þjóðina á þeim óvissutímum sem fram undan eru. Leiðtogar annarra Evrópuríkja og ráðamenn í Brussel hafa ýtt á að Bretar fari sem allra fyrst úr ESB, úr því það hafi verið samþykkt í þjóðaratkvæðagreiðslu. May segir hins vegar ekkert liggja á, það taki tíma að ná samkomulagi og ekki komi til greina að hefja útgönguferlið fyrr en Bretar hafi mótað sér skýra stefnu fyrir samningaviðræðurnar: „Sem þýðir að fimmtugasta greinin verður ekki virkjuð fyrir árslok,“ sagði hún þegar hún tilkynnti um framboð sitt í leiðtogakjöri Íhaldsflokksins. May gefur jafnframt lítið fyrir kröfur Verkamannaflokksins um að efnt verði til kosninga sem fyrst, ekki standi til að halda kosningar fyrr en 2020. Hún dregur svo enga dul á það að óvissutímar séu fram undan, en kýs samt að leggja frekar áherslu á þau tækifæri sem útgangan úr ESB býður upp á: „Stjórnin getur haft meiri stjórn á innflytjendum til Bretlands frá öðrum Evrópulöndum. Við getum gert okkar eigin viðskiptasamninga við lönd utan Evrópu. Og við getum gert margt skynsamlegt, eins og að draga úr skriffinnsku og láta sveitarstjórnir kaupa breskar vörur.“Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu 13. júlí 2016
Brexit Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Stúlka í sjóinn við Reynisfjöru Innlent Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Innlent „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Innlent Að bugast á hálf nöktum ferðamönnum og beita sektum Erlent Stúlka flutt á sjúkrahús eftir fall í sjóinn við Reynisfjöru Innlent „Fordæmalaus hitabylgja“ leikur Skandínava grátt Erlent „Varla gangfær“ og „skulfu eins og hríslur“ Innlent Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Innlent „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Innlent Herjólfur siglir ekki meira í dag Innlent Fleiri fréttir Að bugast á hálf nöktum ferðamönnum og beita sektum „Fordæmalaus hitabylgja“ leikur Skandínava grátt Maxwell flutt í þægilegra fangelsi Breyti engu á jörðu niðri að viðurkenna sjálfstæði Palestínu Trump ræsir út kjarnorkukafbáta eftir „ögrandi“ ummæli Rússa „Clinton áætlunin“ líklega tilbúningur rússneskra njósnara „Ekki taka. Endurheimta. Þetta er okkar“ Arabaríkin sameinast um afvopnun Hamas og fordæmingu á árásunum 7. október Bukele ryður leiðina að einræði í El Salvador Freista þess að hindra að Bandaríkin fargi miklu magni getnaðarvarna Hvatti ríki til að stuðla að stjórnarskiptum í Rússlandi Tollar á vörur frá Íslandi verða 15 prósent samkvæmt forsetatilskipun Leynilega geimfarið sent á sporbraut í áttunda sinn Samþykkja ný lög um spillingarrannsóknir eftir mótmæli Múhameð eykur forskotið og enginn nefndur Keir Gera miklar breytingar á kjördæmum Texas, að beiðni Trumps Suðureyjargöng skilyrt hækkun eftirlaunaaldurs Kínverjar leita leiða til að granda gervihnöttum Musks Í áfalli eftir að hafa fengið bréf frá árásarmanninum inn um lúguna Dregur í land og segir Starmer og félaga verðlauna Hamas Létu sprengjum rigna á Kænugarð Segja 30 hafa látist í skotárás Ísraelshers við dreifingu neyðargagna Kanada í hóp þeirra sem hyggjast viðurkenna sjálfstæði Palestínu Sjö dáið úr hungri síðasta sólarhringinn Rannsaka tengsl þyngdarstjórnunarlyfja við bráða brisbólgu Gargaði á flokksfélaga sína Fyrsta ástralska geimflaugin flaug í fjórtán sekúndur Maxwell vill friðhelgi fyrir vitnisburðinn Vill greiða sex milljarða tryggingu til að losna úr haldi Pokrovsk riðar til falls Sjá meira