Transkonan Eva verður fjallkonan í Hafnarfirði Benedikt Bóas skrifar 17. júní 2017 07:00 Það verður mikið fjör í Hafnarfirði í dag sem aðra daga. Vísir/Stefán „Þetta er mjög skemmtilegt og sjálfri finnst mér þetta mjög spennandi. Þetta er auðvitað fyrst og fremst mikill heiður,“ segir Eva Ágústa Aradóttir sem verður fjallkona Hafnarfjarðar í dag. Eva mun lesa ljóð eftir Bryndísi Björgvinsdóttur. Eva er transkona og er, eftir því sem Fréttablaðið kemst næst, fyrsta transkonan sem fer í búning fjallkonunnar. Eva er Hafnfirðingur í húð og hár og segir hún að það sé mikil upphefð að fá að vera fjallkona í bænum. „Bærinn vildi fá transkonu í þetta hlutverk í ár og haft var samband við mig. Fjallkonan er ímynd íslensku konunnar og það er því frábært að fá að vera þessi ímynd.“Eva Ágústa AradóttirDagskrá 17. júní í Hafnarfirði hefst klukkan átta að morgni er fánar verða dregnir að húni. Eva stígur á svið á Thorsplani þar sem Guðlaug Kristjánsdóttir, forseti bæjarstjórnar, setur hátíðina, Karlakórinn Þrestir mun syngja og nýstúdentinn Kristinn Snær Guðmundsson flytja ávarp. Síðan skemmta Skoppa og Skrítla, Alan Jones, Fitness æðið, Arabesque dans, sýndur verður víkingabardagi sem víkingafélagið Rimmugýgur stendur fyrir og Emmsjé Gauti kemur fram. Kynnar verða þeir Gunnar Helgason og Felix Bergsson. Eva Ágústa segir að hún hafi hikað örlítið þegar Hafnarfjarðarbær hafði samband enda ekki vön því að koma fram opinberlega. En skrekkurinn hvarf fljótt og það er alltaf betra að stökkva en hrökkva. „Ég vissi af því að bærinn hafði áhuga á að gera þetta og ég hugsaði mig alveg um. Þegar svo var hringt í mig ákvað ég að segja já enda einstakt tækifæri og ekki á hverjum degi sem ég fæ að vera fjallkona. Það er upphefð að fá að vera í þessum búningi,“ segir Eva Ágústa Aradóttir, fjallkona Hafnfirðinga í ár. 17.jún Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Epstein-skjölin birt Erlent Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Innlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent Svona á að raða í uppþvottavélina Innlent Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Innlent Talinn hafa komið til landsins til að stela Innlent Það helsta úr fyrsta skammti Epstein-skjalanna Erlent Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Erlent Reyndi að komast inn á lögreglustöð með fíkniefni Innlent Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Innlent Fleiri fréttir Reyndi að komast inn á lögreglustöð með fíkniefni Svona á að raða í uppþvottavélina „Verður vonandi til að styrkja íslensku einkareknu miðlana“ Talinn hafa komið til landsins til að stela Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Framlög til einkarekinna fjölmiðla næstum tvöfaldast Meðferð við spilafíkn loks niðurgreidd af Sjúkratryggingum Kílómetragjaldið bitni helst á sparneytnum eldsneytisbílum Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Íslendingar lentu í alvarlegu slysi í Suður-Afríku Stóraukið fjármagn til Frú Ragnheiðar Standi ekki til að leggja niður Rás 2 þrátt fyrir boðaða heimild Bæta hjóla- og göngustíga í Breiðholti, Grafarholti og í Elliðaárdal Birkir vill þriðja til fjórða sæti hjá Samfylkingu Lítið snjóflóð féll á snjótroðara í Hlíðarfjalli Tímamótasamningur Sjúkratrygginga og SÁÁ Hætta á snjóflóðum til fjalla í Eyjafirði Hluti auglýsingatekna Rúv renni til einkarekinna fjölmiðla „Við látum alltaf taka okkur í bakaríið á endanum“ Götulokanir í miðborginni á Þorláksmessu og um áramót Logi kynnti aðgerðir í þágu fjölmiðla Einn handtekinn í aðgerð sérsveitar á Selfossi Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Stormur gæti skollið á landið á aðfangadag Kílómetragjaldið verður að veruleika og hvassviðri um jólin Funduðu í 320 klukkustundir og afgreiddu 37 frumvörp Telja innbrot og umferðarlagabrot mesta vandamálið Katrín orðin stjórnarformaður Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Sjá meira
„Þetta er mjög skemmtilegt og sjálfri finnst mér þetta mjög spennandi. Þetta er auðvitað fyrst og fremst mikill heiður,“ segir Eva Ágústa Aradóttir sem verður fjallkona Hafnarfjarðar í dag. Eva mun lesa ljóð eftir Bryndísi Björgvinsdóttur. Eva er transkona og er, eftir því sem Fréttablaðið kemst næst, fyrsta transkonan sem fer í búning fjallkonunnar. Eva er Hafnfirðingur í húð og hár og segir hún að það sé mikil upphefð að fá að vera fjallkona í bænum. „Bærinn vildi fá transkonu í þetta hlutverk í ár og haft var samband við mig. Fjallkonan er ímynd íslensku konunnar og það er því frábært að fá að vera þessi ímynd.“Eva Ágústa AradóttirDagskrá 17. júní í Hafnarfirði hefst klukkan átta að morgni er fánar verða dregnir að húni. Eva stígur á svið á Thorsplani þar sem Guðlaug Kristjánsdóttir, forseti bæjarstjórnar, setur hátíðina, Karlakórinn Þrestir mun syngja og nýstúdentinn Kristinn Snær Guðmundsson flytja ávarp. Síðan skemmta Skoppa og Skrítla, Alan Jones, Fitness æðið, Arabesque dans, sýndur verður víkingabardagi sem víkingafélagið Rimmugýgur stendur fyrir og Emmsjé Gauti kemur fram. Kynnar verða þeir Gunnar Helgason og Felix Bergsson. Eva Ágústa segir að hún hafi hikað örlítið þegar Hafnarfjarðarbær hafði samband enda ekki vön því að koma fram opinberlega. En skrekkurinn hvarf fljótt og það er alltaf betra að stökkva en hrökkva. „Ég vissi af því að bærinn hafði áhuga á að gera þetta og ég hugsaði mig alveg um. Þegar svo var hringt í mig ákvað ég að segja já enda einstakt tækifæri og ekki á hverjum degi sem ég fæ að vera fjallkona. Það er upphefð að fá að vera í þessum búningi,“ segir Eva Ágústa Aradóttir, fjallkona Hafnfirðinga í ár.
17.jún Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Epstein-skjölin birt Erlent Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Innlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent Svona á að raða í uppþvottavélina Innlent Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Innlent Talinn hafa komið til landsins til að stela Innlent Það helsta úr fyrsta skammti Epstein-skjalanna Erlent Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Erlent Reyndi að komast inn á lögreglustöð með fíkniefni Innlent Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Innlent Fleiri fréttir Reyndi að komast inn á lögreglustöð með fíkniefni Svona á að raða í uppþvottavélina „Verður vonandi til að styrkja íslensku einkareknu miðlana“ Talinn hafa komið til landsins til að stela Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Framlög til einkarekinna fjölmiðla næstum tvöfaldast Meðferð við spilafíkn loks niðurgreidd af Sjúkratryggingum Kílómetragjaldið bitni helst á sparneytnum eldsneytisbílum Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Íslendingar lentu í alvarlegu slysi í Suður-Afríku Stóraukið fjármagn til Frú Ragnheiðar Standi ekki til að leggja niður Rás 2 þrátt fyrir boðaða heimild Bæta hjóla- og göngustíga í Breiðholti, Grafarholti og í Elliðaárdal Birkir vill þriðja til fjórða sæti hjá Samfylkingu Lítið snjóflóð féll á snjótroðara í Hlíðarfjalli Tímamótasamningur Sjúkratrygginga og SÁÁ Hætta á snjóflóðum til fjalla í Eyjafirði Hluti auglýsingatekna Rúv renni til einkarekinna fjölmiðla „Við látum alltaf taka okkur í bakaríið á endanum“ Götulokanir í miðborginni á Þorláksmessu og um áramót Logi kynnti aðgerðir í þágu fjölmiðla Einn handtekinn í aðgerð sérsveitar á Selfossi Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Stormur gæti skollið á landið á aðfangadag Kílómetragjaldið verður að veruleika og hvassviðri um jólin Funduðu í 320 klukkustundir og afgreiddu 37 frumvörp Telja innbrot og umferðarlagabrot mesta vandamálið Katrín orðin stjórnarformaður Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Sjá meira