Transkonan Eva verður fjallkonan í Hafnarfirði Benedikt Bóas skrifar 17. júní 2017 07:00 Það verður mikið fjör í Hafnarfirði í dag sem aðra daga. Vísir/Stefán „Þetta er mjög skemmtilegt og sjálfri finnst mér þetta mjög spennandi. Þetta er auðvitað fyrst og fremst mikill heiður,“ segir Eva Ágústa Aradóttir sem verður fjallkona Hafnarfjarðar í dag. Eva mun lesa ljóð eftir Bryndísi Björgvinsdóttur. Eva er transkona og er, eftir því sem Fréttablaðið kemst næst, fyrsta transkonan sem fer í búning fjallkonunnar. Eva er Hafnfirðingur í húð og hár og segir hún að það sé mikil upphefð að fá að vera fjallkona í bænum. „Bærinn vildi fá transkonu í þetta hlutverk í ár og haft var samband við mig. Fjallkonan er ímynd íslensku konunnar og það er því frábært að fá að vera þessi ímynd.“Eva Ágústa AradóttirDagskrá 17. júní í Hafnarfirði hefst klukkan átta að morgni er fánar verða dregnir að húni. Eva stígur á svið á Thorsplani þar sem Guðlaug Kristjánsdóttir, forseti bæjarstjórnar, setur hátíðina, Karlakórinn Þrestir mun syngja og nýstúdentinn Kristinn Snær Guðmundsson flytja ávarp. Síðan skemmta Skoppa og Skrítla, Alan Jones, Fitness æðið, Arabesque dans, sýndur verður víkingabardagi sem víkingafélagið Rimmugýgur stendur fyrir og Emmsjé Gauti kemur fram. Kynnar verða þeir Gunnar Helgason og Felix Bergsson. Eva Ágústa segir að hún hafi hikað örlítið þegar Hafnarfjarðarbær hafði samband enda ekki vön því að koma fram opinberlega. En skrekkurinn hvarf fljótt og það er alltaf betra að stökkva en hrökkva. „Ég vissi af því að bærinn hafði áhuga á að gera þetta og ég hugsaði mig alveg um. Þegar svo var hringt í mig ákvað ég að segja já enda einstakt tækifæri og ekki á hverjum degi sem ég fæ að vera fjallkona. Það er upphefð að fá að vera í þessum búningi,“ segir Eva Ágústa Aradóttir, fjallkona Hafnfirðinga í ár. 17.jún Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Auglýsingaskilti framar umferðaröryggi barna í forgangsröðinni Innlent Fjögur börn á Íslandi getin með sæði mannsins Innlent Varar Íslendinga við værukærð eftir að „Pólverjar lögleiddu pyntingar“ Innlent Landsmenn sáttir: „Þetta eru bara glæpahundar“ Innlent Krafðist sérlega þungrar refsingar yfir Margréti Höllu Innlent Gummi Emil tekinn í skýrslutöku lögreglu Innlent „Þá sýndu stjórnvöld kjark“ Innlent Ósáttur með ákvörðunina: „Mér finnst Rúv verða aðeins leiðinlegra fyrir vikið“ Innlent Ísland verður ekki með í Eurovision Innlent Krúttlegi jólamarkaðurinn í félagsheimilinu endaði á borði lögreglu Innlent Fleiri fréttir Auglýsingaskilti framar umferðaröryggi barna í forgangsröðinni „Þá sýndu stjórnvöld kjark“ Fjögur börn á Íslandi getin með sæði mannsins Útvarp Sólheimar er vinsæl útvarpsstöð Landsmenn sáttir: „Þetta eru bara glæpahundar“ Varar Íslendinga við værukærð eftir að „Pólverjar lögleiddu pyntingar“ Breiðholtsbrautin opin á ný Áfram gert ráð fyrir gosi þrátt fyrir litla skjálftavirkni Reyndu að kveikja eld í bílastæðahúsi Ekkert Eurovision og hreindýr sem heldur að það sé hundur Til skoðunar hvort ljósin hafi verið græn Ósáttur með ákvörðunina: „Mér finnst Rúv verða aðeins leiðinlegra fyrir vikið“ Maðurinn handtekinn aftur í tengslum við mannslátið Milduðu dóm konu sem braut á drengjum og einn vildi ekki refsa Ísland meðal ríkja sem vilja endurskoða túlkun Mannréttindasáttmálans Ísland verður ekki með í Eurovision Selfoss dreginn til hafnar á Hjaltlandseyjum Reiknar með fljótri og góðri ákvörðun fyrir Ísland Óska eftir vitnum að banaslysinu á Vesturlandsvegi Kalla eftir sérstakri umræðu um málefni skólameistara og framhaldsskóla Tölvuárás á kerfi Grundarheimilanna Úlfar þögull sem gröfin Vörubifreið ekið á undirstöður Breiðholtsbrúar Starfsmenn stefna Hval í samvinnu við fyrirtækið Viðgerð á Seyðisfjarðarlínunni muni taka tíma Hvalveiðimenn ætla í hart og örlög Íslands í Eurovision ráðast í dag Róbert vill leiða lista Viðreisnar í borginni Miðflokkurinn ekki undirritað siðareglur og mæting þingmanna sögð frjálsleg Handtekinn á Akranesi grunaður um nauðgun Slökkviliðsstjóri fer í fullt starf hjá almannavarnanefnd Sjá meira
„Þetta er mjög skemmtilegt og sjálfri finnst mér þetta mjög spennandi. Þetta er auðvitað fyrst og fremst mikill heiður,“ segir Eva Ágústa Aradóttir sem verður fjallkona Hafnarfjarðar í dag. Eva mun lesa ljóð eftir Bryndísi Björgvinsdóttur. Eva er transkona og er, eftir því sem Fréttablaðið kemst næst, fyrsta transkonan sem fer í búning fjallkonunnar. Eva er Hafnfirðingur í húð og hár og segir hún að það sé mikil upphefð að fá að vera fjallkona í bænum. „Bærinn vildi fá transkonu í þetta hlutverk í ár og haft var samband við mig. Fjallkonan er ímynd íslensku konunnar og það er því frábært að fá að vera þessi ímynd.“Eva Ágústa AradóttirDagskrá 17. júní í Hafnarfirði hefst klukkan átta að morgni er fánar verða dregnir að húni. Eva stígur á svið á Thorsplani þar sem Guðlaug Kristjánsdóttir, forseti bæjarstjórnar, setur hátíðina, Karlakórinn Þrestir mun syngja og nýstúdentinn Kristinn Snær Guðmundsson flytja ávarp. Síðan skemmta Skoppa og Skrítla, Alan Jones, Fitness æðið, Arabesque dans, sýndur verður víkingabardagi sem víkingafélagið Rimmugýgur stendur fyrir og Emmsjé Gauti kemur fram. Kynnar verða þeir Gunnar Helgason og Felix Bergsson. Eva Ágústa segir að hún hafi hikað örlítið þegar Hafnarfjarðarbær hafði samband enda ekki vön því að koma fram opinberlega. En skrekkurinn hvarf fljótt og það er alltaf betra að stökkva en hrökkva. „Ég vissi af því að bærinn hafði áhuga á að gera þetta og ég hugsaði mig alveg um. Þegar svo var hringt í mig ákvað ég að segja já enda einstakt tækifæri og ekki á hverjum degi sem ég fæ að vera fjallkona. Það er upphefð að fá að vera í þessum búningi,“ segir Eva Ágústa Aradóttir, fjallkona Hafnfirðinga í ár.
17.jún Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Auglýsingaskilti framar umferðaröryggi barna í forgangsröðinni Innlent Fjögur börn á Íslandi getin með sæði mannsins Innlent Varar Íslendinga við værukærð eftir að „Pólverjar lögleiddu pyntingar“ Innlent Landsmenn sáttir: „Þetta eru bara glæpahundar“ Innlent Krafðist sérlega þungrar refsingar yfir Margréti Höllu Innlent Gummi Emil tekinn í skýrslutöku lögreglu Innlent „Þá sýndu stjórnvöld kjark“ Innlent Ósáttur með ákvörðunina: „Mér finnst Rúv verða aðeins leiðinlegra fyrir vikið“ Innlent Ísland verður ekki með í Eurovision Innlent Krúttlegi jólamarkaðurinn í félagsheimilinu endaði á borði lögreglu Innlent Fleiri fréttir Auglýsingaskilti framar umferðaröryggi barna í forgangsröðinni „Þá sýndu stjórnvöld kjark“ Fjögur börn á Íslandi getin með sæði mannsins Útvarp Sólheimar er vinsæl útvarpsstöð Landsmenn sáttir: „Þetta eru bara glæpahundar“ Varar Íslendinga við værukærð eftir að „Pólverjar lögleiddu pyntingar“ Breiðholtsbrautin opin á ný Áfram gert ráð fyrir gosi þrátt fyrir litla skjálftavirkni Reyndu að kveikja eld í bílastæðahúsi Ekkert Eurovision og hreindýr sem heldur að það sé hundur Til skoðunar hvort ljósin hafi verið græn Ósáttur með ákvörðunina: „Mér finnst Rúv verða aðeins leiðinlegra fyrir vikið“ Maðurinn handtekinn aftur í tengslum við mannslátið Milduðu dóm konu sem braut á drengjum og einn vildi ekki refsa Ísland meðal ríkja sem vilja endurskoða túlkun Mannréttindasáttmálans Ísland verður ekki með í Eurovision Selfoss dreginn til hafnar á Hjaltlandseyjum Reiknar með fljótri og góðri ákvörðun fyrir Ísland Óska eftir vitnum að banaslysinu á Vesturlandsvegi Kalla eftir sérstakri umræðu um málefni skólameistara og framhaldsskóla Tölvuárás á kerfi Grundarheimilanna Úlfar þögull sem gröfin Vörubifreið ekið á undirstöður Breiðholtsbrúar Starfsmenn stefna Hval í samvinnu við fyrirtækið Viðgerð á Seyðisfjarðarlínunni muni taka tíma Hvalveiðimenn ætla í hart og örlög Íslands í Eurovision ráðast í dag Róbert vill leiða lista Viðreisnar í borginni Miðflokkurinn ekki undirritað siðareglur og mæting þingmanna sögð frjálsleg Handtekinn á Akranesi grunaður um nauðgun Slökkviliðsstjóri fer í fullt starf hjá almannavarnanefnd Sjá meira