Talið líklegt að Wuhan-veiran berist til Evrópu Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 23. janúar 2020 14:03 Útgöngubann er í borginni Wuhan þar sem talið er að uppruni veirunnar sé. vísir/getty Sóttvarnastofnun Evrópu (ECDC) telur líklegt að Wuhan-veiran geti borist til Evrópu og þá sérstaklega til landa og/eða svæða sem eru með beinar flugsamgöngur til Wuhan-borgar í Kína. Frekari dreifing innan landa Evrópu er ólíkleg, sérstaklega ef einstaklingar greinast fljótt og viðeigandi einangrun er beitt. Frá þessu er greint á vef landlæknis en samkvæmt vefsíðunni Flight Connections eru bein flug til Wuhan frá London, París, Moskvu og Róm. Á vef landlæknis segir að sóttvarnalæknir fylgist náið með upplýsingum um sjúkdóminn sem tilkominn er vegna Wuhan-veirunnar frá Alþjóðaheilbrigðismálastofnunni (WHO) og ECDC. Wuhan-veiran er ný tegund af nýrri kórónaveiru en margt er enn óljóst um sjúkdóminn af völdum veirunnar. Smit milli einstaklinga virðist ekki vera algengt Eftirfarandi er þó vitað með þessu: • Uppruni veirunnar virðist einkum vera í Wuhan borg í Kína og þá aðallega á ákveðnum matarmarkaði í borginni. Rannsóknir standa nú yfir í Kína hvort veiruna megi einnig finna á öðrum stöðum. • Þeir einstaklingar sem greinst hafa með þessa nýju veiru hafa nánast allir komið frá Wuhan borg. Þeir hafa ýmist ferðast til annarra staða í Kína, til annarra landa í Asíu eða til annarra landa utan Asíu. • Smit á milli einstaklinga hefur verið staðfest en virðist enn sem komið er ekki vera algengt. • Enginn einstaklingur hefur enn sem komið er greinst í Evrópu en veiran hefur greinst í Bandaríkjunum hjá einstaklingi sem kom frá Wuhan borg. • Sýkingin hefur nú verið staðfest hjá um 600 einstaklingum en að öllum líkindum er fjöldi sýktra verulega meiri. • Í dag, 23. janúar 2020, hafa 17 einstaklingar látist af völdum veirunnar en allir voru með undirliggjandi sjúkdóma. • Kínverjar hafa gripið til róttækra aðgerða í því skyni að stöðva útbreiðslu faraldursins eins og samgöngu- og samkomubanns sem vonandi mun hefta útbreiðsluna.Áhættumat ECDC á veirunni í dag er eftirfarandi: • Líklegt er að veiran geti borist til Evrópu, sérstaklega til landa/svæða sem eru með beinar flugsamgöngur til Wuhan borgar í Kína. • Frekari dreifing innan landa Evrópu er ólíkleg, sérstaklega ef einstaklingar greinast fljótt og viðeigandi einangrun er beitt. • Veiran virðist ekki valda jafn skæðum sjúkdómi og SARS veiran gerði 2002 en þá létust um 10% af þeim sem sýktust. Ekki ástæða til að skima farþega hér á landi Varðandi viðbúnað hér á landi segir á vef landlæknis að opinber viðbrögð muni miðast við alvarleika hinnar nýju veiru í ljósi nýrra áreiðanlegra upplýsinga: • Undirbúningur á Íslandi er samkvæmt viðbragðsáætlunum sóttvarnalæknis og almannavarnadeildar ríkislögreglustjóra. Í því felst að leiðbeiningar og áætlanir frá SARS-faraldrinum 2002 verða uppfærðar og viðbragðsaðilar upplýstir. • Leiðbeiningar til heilbrigðisstarfsmanna verða uppfærðar og gefnar út. • Gefnar verða út leiðbeiningar til almennings um hvernig eigi að nálgast heilbrigðiskerfið ef grunur vaknar um sýkingu af völdum hinnar nýju veiru. • Leiðbeiningar verða gefnar til ferðamanna um viðbrögð heilbrigðisyfirvalda á Íslandi og hvernig ferðamenn geti nálgast heilbrigðiskerfið hér á landi. • Á alþjóðlegum flugvöllum landsins verður unnið samkvæmt landsáætlun um sóttvarnir flugvalla. • Heilbrigðisstofnanir verða hvattar til að uppfæra sínar viðbragðsáætlanir. • Ekki er ástæða til að hvetja til ferðabanns til Kína en ferðamenn eru hvattir til að huga vel að sýkingavörnum. • Ekki er ástæða til að skima farþega á flugvöllum hér á landi. Heilbrigðismál Kína Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Áhyggjur Wuhan-búa fara vaxandi Kínversk yfirvöld hafa svo gott sem lokað borginni þar sem ný tegund af kórónaveiru virðist hafa átt upptök sín. 23. janúar 2020 07:54 Stöðva samgöngur vegna Wuhan-veirunnar Veiran hefur dregið minnst 17 til dauða, en staðfest tilfelli um smit eru 440. 22. janúar 2020 19:28 Loka annarri borg í Kína Yfirvöld Kína hafa tilkynnt að annarri borg, Huanggang, sem liggur nærri Wuhan. 23. janúar 2020 11:01 Mest lesið Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Innlent Erfitt að segja til um viðbrögð við nýjum faraldri miðað við Covid-viðbrögð Innlent Ófremdarástandi lýst: Þrír stjórar í leyfi, einelti og hrun í starfsánægju Innlent Um 140 umsækjendur um alþjóðlega vernd týndir og eftirlýstir Innlent Hafa fundið Cessna-vélina Erlent Matarbankar segjast ekki munu anna eftirspurninni Erlent Allt að þriggja tíma bið í dekkjaskipti Innlent Bíða í allt að þrjá tíma: „Ætli það sé ekki bara helvítis veðurspáin“ Innlent Hófu ekki rannsókn á heimilisofbeldi fyrir misskilning Innlent Komu innlyksa mæðginum til bjargar í Landmannalaugum Innlent Fleiri fréttir Kristmundur verður lögreglustjóri á Austurlandi „Vonandi klárast þetta á morgun“ Sá látni var á rjúpnaveiðum þegar hann varð fyrir voðaskotinu Kvartanir mannsins um ómannúðlega meðferð áður til skoðunar hjá NEL Ungi ökumaðurinn á Ísafirði úr lífshættu Nefnd SÞ gegn pyndingum skráir erindi hælisleitenda sem vísað var frá Íslandi Ófremdarástandi lýst: Þrír stjórar í leyfi, einelti og hrun í starfsánægju Bíða í allt að þrjá tíma: „Ætli það sé ekki bara helvítis veðurspáin“ Alger óvissa í lánamálum og margra tíma bið eftir dekkjaskiptum Kláfur á Ísafirði fari í opinbera kynningu Hófu ekki rannsókn á heimilisofbeldi fyrir misskilning Erfitt að segja til um viðbrögð við nýjum faraldri miðað við Covid-viðbrögð Allt að þriggja tíma bið í dekkjaskipti Komu innlyksa mæðginum til bjargar í Landmannalaugum Um 140 umsækjendur um alþjóðlega vernd týndir og eftirlýstir Garðheimar ljósið í myrkrinu við meinta gímaldsgötu Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Brennu–Njáls saga vekur alltaf lukku í Hvolsskóla Bresk freigáta í Akureyrarhöfn Beittur piparúða í fangaklefa, hótað með rafbyssu og sveltur Beittur piparúða, hótað með rafbyssu og sveltur í fangaklefa Sendiferðabíll í ljósum logum á Reykjanesbraut Íris segist ekki sækjast eftir sæti í Hafnarfirði Ástarbréf eru velkomin á héraðsskjalasöfn landsins Nafn mannsins sem lést vegna voðaskots Hinna látnu minnst í Flateyrarkirkju Sorg á Flateyri og rússnesk kjarnorkueldflaug Er enn að vinna úr því að hafa lifað Pirraðir læknar, efnahagurinn eftir áföll og húsnæði og lánakjör Reyndi að stinga af en endaði utan í vegriði Sjá meira
Sóttvarnastofnun Evrópu (ECDC) telur líklegt að Wuhan-veiran geti borist til Evrópu og þá sérstaklega til landa og/eða svæða sem eru með beinar flugsamgöngur til Wuhan-borgar í Kína. Frekari dreifing innan landa Evrópu er ólíkleg, sérstaklega ef einstaklingar greinast fljótt og viðeigandi einangrun er beitt. Frá þessu er greint á vef landlæknis en samkvæmt vefsíðunni Flight Connections eru bein flug til Wuhan frá London, París, Moskvu og Róm. Á vef landlæknis segir að sóttvarnalæknir fylgist náið með upplýsingum um sjúkdóminn sem tilkominn er vegna Wuhan-veirunnar frá Alþjóðaheilbrigðismálastofnunni (WHO) og ECDC. Wuhan-veiran er ný tegund af nýrri kórónaveiru en margt er enn óljóst um sjúkdóminn af völdum veirunnar. Smit milli einstaklinga virðist ekki vera algengt Eftirfarandi er þó vitað með þessu: • Uppruni veirunnar virðist einkum vera í Wuhan borg í Kína og þá aðallega á ákveðnum matarmarkaði í borginni. Rannsóknir standa nú yfir í Kína hvort veiruna megi einnig finna á öðrum stöðum. • Þeir einstaklingar sem greinst hafa með þessa nýju veiru hafa nánast allir komið frá Wuhan borg. Þeir hafa ýmist ferðast til annarra staða í Kína, til annarra landa í Asíu eða til annarra landa utan Asíu. • Smit á milli einstaklinga hefur verið staðfest en virðist enn sem komið er ekki vera algengt. • Enginn einstaklingur hefur enn sem komið er greinst í Evrópu en veiran hefur greinst í Bandaríkjunum hjá einstaklingi sem kom frá Wuhan borg. • Sýkingin hefur nú verið staðfest hjá um 600 einstaklingum en að öllum líkindum er fjöldi sýktra verulega meiri. • Í dag, 23. janúar 2020, hafa 17 einstaklingar látist af völdum veirunnar en allir voru með undirliggjandi sjúkdóma. • Kínverjar hafa gripið til róttækra aðgerða í því skyni að stöðva útbreiðslu faraldursins eins og samgöngu- og samkomubanns sem vonandi mun hefta útbreiðsluna.Áhættumat ECDC á veirunni í dag er eftirfarandi: • Líklegt er að veiran geti borist til Evrópu, sérstaklega til landa/svæða sem eru með beinar flugsamgöngur til Wuhan borgar í Kína. • Frekari dreifing innan landa Evrópu er ólíkleg, sérstaklega ef einstaklingar greinast fljótt og viðeigandi einangrun er beitt. • Veiran virðist ekki valda jafn skæðum sjúkdómi og SARS veiran gerði 2002 en þá létust um 10% af þeim sem sýktust. Ekki ástæða til að skima farþega hér á landi Varðandi viðbúnað hér á landi segir á vef landlæknis að opinber viðbrögð muni miðast við alvarleika hinnar nýju veiru í ljósi nýrra áreiðanlegra upplýsinga: • Undirbúningur á Íslandi er samkvæmt viðbragðsáætlunum sóttvarnalæknis og almannavarnadeildar ríkislögreglustjóra. Í því felst að leiðbeiningar og áætlanir frá SARS-faraldrinum 2002 verða uppfærðar og viðbragðsaðilar upplýstir. • Leiðbeiningar til heilbrigðisstarfsmanna verða uppfærðar og gefnar út. • Gefnar verða út leiðbeiningar til almennings um hvernig eigi að nálgast heilbrigðiskerfið ef grunur vaknar um sýkingu af völdum hinnar nýju veiru. • Leiðbeiningar verða gefnar til ferðamanna um viðbrögð heilbrigðisyfirvalda á Íslandi og hvernig ferðamenn geti nálgast heilbrigðiskerfið hér á landi. • Á alþjóðlegum flugvöllum landsins verður unnið samkvæmt landsáætlun um sóttvarnir flugvalla. • Heilbrigðisstofnanir verða hvattar til að uppfæra sínar viðbragðsáætlanir. • Ekki er ástæða til að hvetja til ferðabanns til Kína en ferðamenn eru hvattir til að huga vel að sýkingavörnum. • Ekki er ástæða til að skima farþega á flugvöllum hér á landi.
Heilbrigðismál Kína Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Áhyggjur Wuhan-búa fara vaxandi Kínversk yfirvöld hafa svo gott sem lokað borginni þar sem ný tegund af kórónaveiru virðist hafa átt upptök sín. 23. janúar 2020 07:54 Stöðva samgöngur vegna Wuhan-veirunnar Veiran hefur dregið minnst 17 til dauða, en staðfest tilfelli um smit eru 440. 22. janúar 2020 19:28 Loka annarri borg í Kína Yfirvöld Kína hafa tilkynnt að annarri borg, Huanggang, sem liggur nærri Wuhan. 23. janúar 2020 11:01 Mest lesið Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Innlent Erfitt að segja til um viðbrögð við nýjum faraldri miðað við Covid-viðbrögð Innlent Ófremdarástandi lýst: Þrír stjórar í leyfi, einelti og hrun í starfsánægju Innlent Um 140 umsækjendur um alþjóðlega vernd týndir og eftirlýstir Innlent Hafa fundið Cessna-vélina Erlent Matarbankar segjast ekki munu anna eftirspurninni Erlent Allt að þriggja tíma bið í dekkjaskipti Innlent Bíða í allt að þrjá tíma: „Ætli það sé ekki bara helvítis veðurspáin“ Innlent Hófu ekki rannsókn á heimilisofbeldi fyrir misskilning Innlent Komu innlyksa mæðginum til bjargar í Landmannalaugum Innlent Fleiri fréttir Kristmundur verður lögreglustjóri á Austurlandi „Vonandi klárast þetta á morgun“ Sá látni var á rjúpnaveiðum þegar hann varð fyrir voðaskotinu Kvartanir mannsins um ómannúðlega meðferð áður til skoðunar hjá NEL Ungi ökumaðurinn á Ísafirði úr lífshættu Nefnd SÞ gegn pyndingum skráir erindi hælisleitenda sem vísað var frá Íslandi Ófremdarástandi lýst: Þrír stjórar í leyfi, einelti og hrun í starfsánægju Bíða í allt að þrjá tíma: „Ætli það sé ekki bara helvítis veðurspáin“ Alger óvissa í lánamálum og margra tíma bið eftir dekkjaskiptum Kláfur á Ísafirði fari í opinbera kynningu Hófu ekki rannsókn á heimilisofbeldi fyrir misskilning Erfitt að segja til um viðbrögð við nýjum faraldri miðað við Covid-viðbrögð Allt að þriggja tíma bið í dekkjaskipti Komu innlyksa mæðginum til bjargar í Landmannalaugum Um 140 umsækjendur um alþjóðlega vernd týndir og eftirlýstir Garðheimar ljósið í myrkrinu við meinta gímaldsgötu Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Brennu–Njáls saga vekur alltaf lukku í Hvolsskóla Bresk freigáta í Akureyrarhöfn Beittur piparúða í fangaklefa, hótað með rafbyssu og sveltur Beittur piparúða, hótað með rafbyssu og sveltur í fangaklefa Sendiferðabíll í ljósum logum á Reykjanesbraut Íris segist ekki sækjast eftir sæti í Hafnarfirði Ástarbréf eru velkomin á héraðsskjalasöfn landsins Nafn mannsins sem lést vegna voðaskots Hinna látnu minnst í Flateyrarkirkju Sorg á Flateyri og rússnesk kjarnorkueldflaug Er enn að vinna úr því að hafa lifað Pirraðir læknar, efnahagurinn eftir áföll og húsnæði og lánakjör Reyndi að stinga af en endaði utan í vegriði Sjá meira
Áhyggjur Wuhan-búa fara vaxandi Kínversk yfirvöld hafa svo gott sem lokað borginni þar sem ný tegund af kórónaveiru virðist hafa átt upptök sín. 23. janúar 2020 07:54
Stöðva samgöngur vegna Wuhan-veirunnar Veiran hefur dregið minnst 17 til dauða, en staðfest tilfelli um smit eru 440. 22. janúar 2020 19:28
Loka annarri borg í Kína Yfirvöld Kína hafa tilkynnt að annarri borg, Huanggang, sem liggur nærri Wuhan. 23. janúar 2020 11:01