Innlent

Fjórar um­sóknir um stöðu lög­reglu­stjórans á höfuð­borgar­svæðinu

Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar
Lögreglustöðin Hverfisgötu
Lögreglustöðin Hverfisgötu Foto: Vilhelm Gunnarsson/Vilhelm Gunnarsson

Fjórar umsóknir bárust um stöðu lögreglustjórans á höfuðborgarsvæðinu en umsóknarfrestur rann út í gær, mánudaginn 30. mars. Þetta kemur fram í frétt á vef stjórnarráðsins.

Sigríður Björk Guðjónsdóttir lét af störfum sem lögreglustjóri á höfuðborgarsvæðinu þegar hún var skipuð sem ríkislögreglustjóri fyrr í þessum mánuði og hóf hún störf þann 16. mars síðastliðinn.

Sjá einnig: Sigríður Björk skipuð ríkislögreglustjóri

Þau sem sóttu um stöðu lögreglustjóra á höfuðborgarsvæðinu eru Halla Bergþóra Björnsdóttir, lögreglustjórinn á Norðurlandi eystra, Helgi Valberg Jensson, aðallögfræðingur lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu, Hulda Elsa Björgvinsdóttir, settur lögreglustjóri á höfuðborgarsvæðinu og Jón H. B. Snorrason, saksóknari við embætti ríkissaksóknara.


Tengdar fréttirAthugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.