Aflétta hertum aðgerðum í fjórum þorpum á norðanverðum Vestfjörðum Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 20. apríl 2020 15:43 Þingeyri er eitt af þeim þorpum þar sem slakað verður á hertum aðgerðum vegna kórónuveirunnar. Vísir/Egill Aðgerðastjórn almannavarna á Vestfjörðum hefur ákveðið í samráði við landlækni og sóttvarnalækni að slaka á hertum aðgerðum vegna kórónuveirufaraldursins í fjórum þorpum á norðanverðum Vestfjörðum, það er í Súðavík, á Flateyri, Suðureyri og Þingeyri. Þetta þýðir að frá 26. apríl næstkomandi munu þær almennu reglur sem eru í gildi hér á landi varðandi samkomubann og annað vegna faraldursins gilda í þessum fjórum bæjum. Hertar aðgerðir verða hins vegar enn í gildi á Ísafirði, í Bolungarvík og Hnífsdal. Þetta kom fram í máli Karls Vilbergssonar, lögreglustjóra á Vestfjörðum, á stöðufundi um Covid-19 í Ísafjarðarbæ sem hófst á Facebook klukkan 15 í dag. Hinar hertu aðgerðir tóku gildi á norðanverðum Vestfjörðum þann 5. apríl. Þær fela það í sér að leik- og grunnskólar eru lokaðir, samkomubann miðast við fimm manns og ekki mega meira en þrjátíu viðskiptavinir vera inni í stórum verslunum á sama tíma. Erfið og íþyngjandi ákvörðun Með ákvörðun almannavarna falla þessar hertu aðgerðir niður í áðurnefndum fjórum þorpum og mun þá tuttugu manna samkomubann taka gildi líkt og annars staðar á landinu. Hertar aðgerðir gilda hins vegar áfram á Ísafirði, í Bolungarvík og Hnífsdal til að minnsta kosti 4. maí. „Við gerum okkur grein fyrir því að þetta er gríðarlega erfið og íþyngjandi ákvörðun en við vonumst til þess að við getum farið að slaka enn frekar á þessum aðgerðum þann 4. maí en hvort við förum þá inn á landslínuna er erfitt að segja á þessari stundum. Við megum vera viðbúin því að þetta dragist eitthvað lengur hér hjá okkur á Ísafirði, í Bolungarvík og Hnífsdal,“ sagði Karl á fundinum í dag. Súsanna Björg Ástvaldsdóttir, yfirlæknir Heilbrigðisstofnunar Vestfjarða, sagði rökin fyrir þessari ákvörðun þau að það hafi ekki verið að greinast ný smit í þessum fjórum litlu þorpum. Þá væru fá smit nú þegar til staðar og reynt væri að létta á aðgerðum í samræmi við það. Súsanna sagði ekki mörg smit á Ísafirði en það væri stutt til Bolungarvíkur og mikið af Bolvíkingum sæki sér þjónustu til Ísafjarðar. Það hafi til að mynda komið í ljós þegar ný smit hafi greinst að fólk væri að sækja sér þjónustu til dæmis í búðir og apótek í bænum. Þá minnti Súsanna á að veiran væri mjög lúmsk. Ekki mætti slaka á heldur ætti einmitt nú að spýta í lófana og halda áfram. Þá hvatti hún íbúa til að koma í sýnatöku við minnstu einkenni því það hafi sýnt sig að sumir sem greinst hafi með veiruna hafi lítil sem engin einkenni. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Ísafjarðarbær Bolungarvík Súðavíkurhreppur Mest lesið Lögreglumenn svekktir að sjá hversu margir hundsuðu fyrirmæli í gær Innlent Ódæði eftir fall El Fasher: Blóðið sýnilegt úr geimnum Erlent Lögreglumenn hundfúlir með bruðl ríkislögreglustjóra Innlent Íslensk stúlka í klóm 764 hvött til sjálfsskaða og ofbeldis Innlent Hálka á höfuðborgarsvæðinu og Hellisheiði Innlent Ástæða fyrir því að genaumræðan hafi ekki náð mikilli útbreiðslu Innlent Gera ekki tilkall til höfuðborgartitils þótt Akureyri verði borg Innlent Rak nefndina sem átti að taka fyrir viðhafnarsalinn og sigurbogann Erlent Karlmaður lést í Bláa lóninu Innlent Fundinum lokið án niðurstöðu Innlent Fleiri fréttir Snjóhengjur geti skapað hættu Tugir ökumanna í vandræðum á Suðurnesjum Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Góður grunnur en ekki nóg til að opna Þurftu að halda peppfund á lygilegum óhappadegi Lokuðu veginum um Kjalarnes vegna veðurs Fundinum lokið án niðurstöðu Kynna fyrsta húsnæðispakka ríkisstjórnarinnar Leita konu sem ók á konu og stakk af Metfjöldi árekstra í ófærðinni í gær og Vélfagsmenn tóku yfir fund Viðreisnar „Græna gímaldið“ fer ekki fet Gera ekki tilkall til höfuðborgartitils þótt Akureyri verði borg Hóflega bjartsýnn á viðræður dagsins Lögreglumenn hundfúlir með bruðl ríkislögreglustjóra Lögreglumenn svekktir að sjá hversu margir hundsuðu fyrirmæli í gær Skjálfti 3,2 að stærð í Mýrdalsjökli Snjómokstur í fullum gangi en verkið er viðamikið Íslensk stúlka í klóm 764 hvött til sjálfsskaða og ofbeldis Hálka á höfuðborgarsvæðinu og Hellisheiði Ástæða fyrir því að genaumræðan hafi ekki náð mikilli útbreiðslu Ráðgjafinn ráðinn tveimur dögum eftir að grennslast var fyrir um málið Vesturbæjarlaug opnuð enn eina ferðina eftir viðgerðir Verklagi ábótavant og krefur ríkislögreglustjóra skýringa Mæla með því að farþegar reiði sig ekki á tímaáætlanir Snjókoman mikla, ábótavant verklag ríkislögreglustjóra og jólasveinamót Karlmaður lést í Bláa lóninu Biðu í fjóra tíma úti á braut og aðra fjóra við farangursbeltin Kærðu umdeildar framkvæmdir allt of seint Skellt í lás í sundlaugum borgarinnar vegna veðurs Reglur brotnar og þjónusta sem bjóða ætti út Sjá meira
Aðgerðastjórn almannavarna á Vestfjörðum hefur ákveðið í samráði við landlækni og sóttvarnalækni að slaka á hertum aðgerðum vegna kórónuveirufaraldursins í fjórum þorpum á norðanverðum Vestfjörðum, það er í Súðavík, á Flateyri, Suðureyri og Þingeyri. Þetta þýðir að frá 26. apríl næstkomandi munu þær almennu reglur sem eru í gildi hér á landi varðandi samkomubann og annað vegna faraldursins gilda í þessum fjórum bæjum. Hertar aðgerðir verða hins vegar enn í gildi á Ísafirði, í Bolungarvík og Hnífsdal. Þetta kom fram í máli Karls Vilbergssonar, lögreglustjóra á Vestfjörðum, á stöðufundi um Covid-19 í Ísafjarðarbæ sem hófst á Facebook klukkan 15 í dag. Hinar hertu aðgerðir tóku gildi á norðanverðum Vestfjörðum þann 5. apríl. Þær fela það í sér að leik- og grunnskólar eru lokaðir, samkomubann miðast við fimm manns og ekki mega meira en þrjátíu viðskiptavinir vera inni í stórum verslunum á sama tíma. Erfið og íþyngjandi ákvörðun Með ákvörðun almannavarna falla þessar hertu aðgerðir niður í áðurnefndum fjórum þorpum og mun þá tuttugu manna samkomubann taka gildi líkt og annars staðar á landinu. Hertar aðgerðir gilda hins vegar áfram á Ísafirði, í Bolungarvík og Hnífsdal til að minnsta kosti 4. maí. „Við gerum okkur grein fyrir því að þetta er gríðarlega erfið og íþyngjandi ákvörðun en við vonumst til þess að við getum farið að slaka enn frekar á þessum aðgerðum þann 4. maí en hvort við förum þá inn á landslínuna er erfitt að segja á þessari stundum. Við megum vera viðbúin því að þetta dragist eitthvað lengur hér hjá okkur á Ísafirði, í Bolungarvík og Hnífsdal,“ sagði Karl á fundinum í dag. Súsanna Björg Ástvaldsdóttir, yfirlæknir Heilbrigðisstofnunar Vestfjarða, sagði rökin fyrir þessari ákvörðun þau að það hafi ekki verið að greinast ný smit í þessum fjórum litlu þorpum. Þá væru fá smit nú þegar til staðar og reynt væri að létta á aðgerðum í samræmi við það. Súsanna sagði ekki mörg smit á Ísafirði en það væri stutt til Bolungarvíkur og mikið af Bolvíkingum sæki sér þjónustu til Ísafjarðar. Það hafi til að mynda komið í ljós þegar ný smit hafi greinst að fólk væri að sækja sér þjónustu til dæmis í búðir og apótek í bænum. Þá minnti Súsanna á að veiran væri mjög lúmsk. Ekki mætti slaka á heldur ætti einmitt nú að spýta í lófana og halda áfram. Þá hvatti hún íbúa til að koma í sýnatöku við minnstu einkenni því það hafi sýnt sig að sumir sem greinst hafi með veiruna hafi lítil sem engin einkenni.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Ísafjarðarbær Bolungarvík Súðavíkurhreppur Mest lesið Lögreglumenn svekktir að sjá hversu margir hundsuðu fyrirmæli í gær Innlent Ódæði eftir fall El Fasher: Blóðið sýnilegt úr geimnum Erlent Lögreglumenn hundfúlir með bruðl ríkislögreglustjóra Innlent Íslensk stúlka í klóm 764 hvött til sjálfsskaða og ofbeldis Innlent Hálka á höfuðborgarsvæðinu og Hellisheiði Innlent Ástæða fyrir því að genaumræðan hafi ekki náð mikilli útbreiðslu Innlent Gera ekki tilkall til höfuðborgartitils þótt Akureyri verði borg Innlent Rak nefndina sem átti að taka fyrir viðhafnarsalinn og sigurbogann Erlent Karlmaður lést í Bláa lóninu Innlent Fundinum lokið án niðurstöðu Innlent Fleiri fréttir Snjóhengjur geti skapað hættu Tugir ökumanna í vandræðum á Suðurnesjum Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Góður grunnur en ekki nóg til að opna Þurftu að halda peppfund á lygilegum óhappadegi Lokuðu veginum um Kjalarnes vegna veðurs Fundinum lokið án niðurstöðu Kynna fyrsta húsnæðispakka ríkisstjórnarinnar Leita konu sem ók á konu og stakk af Metfjöldi árekstra í ófærðinni í gær og Vélfagsmenn tóku yfir fund Viðreisnar „Græna gímaldið“ fer ekki fet Gera ekki tilkall til höfuðborgartitils þótt Akureyri verði borg Hóflega bjartsýnn á viðræður dagsins Lögreglumenn hundfúlir með bruðl ríkislögreglustjóra Lögreglumenn svekktir að sjá hversu margir hundsuðu fyrirmæli í gær Skjálfti 3,2 að stærð í Mýrdalsjökli Snjómokstur í fullum gangi en verkið er viðamikið Íslensk stúlka í klóm 764 hvött til sjálfsskaða og ofbeldis Hálka á höfuðborgarsvæðinu og Hellisheiði Ástæða fyrir því að genaumræðan hafi ekki náð mikilli útbreiðslu Ráðgjafinn ráðinn tveimur dögum eftir að grennslast var fyrir um málið Vesturbæjarlaug opnuð enn eina ferðina eftir viðgerðir Verklagi ábótavant og krefur ríkislögreglustjóra skýringa Mæla með því að farþegar reiði sig ekki á tímaáætlanir Snjókoman mikla, ábótavant verklag ríkislögreglustjóra og jólasveinamót Karlmaður lést í Bláa lóninu Biðu í fjóra tíma úti á braut og aðra fjóra við farangursbeltin Kærðu umdeildar framkvæmdir allt of seint Skellt í lás í sundlaugum borgarinnar vegna veðurs Reglur brotnar og þjónusta sem bjóða ætti út Sjá meira