Sigur Eiríks Inga yfir TM staðfestur Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 2. mars 2017 16:06 Eiríkur Ingi Jóhannsson. Vísir/GVA Eiríkur Ingi Jóhannsson, sjómaður sem öðlaðist landsfrægð þegar hann lifði af sjóslys undan ströndum Noregs í janúar 2012, hafði betur í skaðabótamáli við tryggingafélagið TM fyrir Hæstarétti. Héraðsdómur hafði áður gert TM að greiða Eiríki Inga tæplega þrettán milljón króna en fyrir héraðsdómi hafði verið deilt um við hvað ætti að miða þegar kæmi að bótum vegna þeirrar 35 prósent örorku sem Eiríkur Ingi hlaut í slysinu. Áfrýjaði TM málinu til Hæstaréttar. Eiríkur Ingi var vélstjóri á fiskiskipinu Hallgrími SI-177 sem selt hafði verið til Noregs. Þegar skipið var statt undan ströndum ströndum Noregs þann 25. janúar gerði mikið óveður, skipið lagðist á hliðina og sökk að lokum. Hann var sá eini af þeim fjórum skipverjum sem komst lífs af en hann var í sjónum í um áður en honum var bjargað. Eiríkur Ingi sagði sögu sína bæði í Kastljósi og ítarlegu viðtali í Fréttablaðinu. Eiríkur Ingi hafði samhliða námi mestmegnis starfað á hvalaskoðunarbátum en hafði ráðið sig á Hallgrími SI-177 skömmu fyrir ferðina örlagaríku. Í dómi héraðsdóms, sem Hæstiréttur staðfesti, segir að Eiríkur Ingi hafi í gegnum tíðina ötullega aflað sér faglegrar hæfni og starfsréttinda. Hann hafi unnið mikið með námi árin 2010 og 2011 og því mætti ganga út frá því að hann hefði lokið áföngunum tveimur meðfram starfi á sjó. Hann hafi því lokið nægu námi til að leggja mæti hvort sem er meðallaun vélstjóra eða skipstjóra til grundvallar árslaunum hans. Þegar litið sé til þess náms og réttinda sem Eiríkur hafði aflað sér og var í þann mund að afla sér telur dómarinn mjög miklar líkur á að Eiríkur hefði boðist starf sem skipstjóri eða yfirvélstjóri í mjög náinni framtíð. Var því fallist á kröfu Eiríks Inga.Sjá má dóm Hæstaréttar hér. Tengdar fréttir „Ég vil ekki vera bara sá sem datt í sjóinn“ Eiríkur Ingi Jóhannsson afrekaði í liðinni viku að hjóla hringinn einn á rúmum þremur sólarhringum. Hann fann ekki fyrir stressi í ferðinni enda vanur álagi. Lenti í háska og heljarþrekraun þegar togarinn Hallgrímur fórst við strendur Noregs árið 2012. Þa 6. júlí 2014 00:18 Eiríkur Ingi deilir við TM um örorkubætur Eiríkur Ingi Jóhannsson, sjómaður sem öðlaðist landsfrægð þegar hann komst lífs af frá sjóslysi undan ströndum Noregs í janúar fyrir fjórum árum, stendur í stappi við TM vegna bótauppgjörs. 27. janúar 2016 09:00 Eiríkur Ingi lagði TM og fær bætur Tryggingafélagið þarf að greiða sjómanninum fyrrverandi tæpar 13 milljónir króna í bætur. 3. maí 2016 12:15 Mest lesið Þessi sóttu um hjá Höllu Innlent Guðmundur Ingi segir af sér Innlent Ragnar Þór verður ráðherra Innlent Mistök ollu því að sumir fengu ekki boð Innlent „Málið er að ástandið fer versnandi“ Innlent Trump-liðar hóta fauta Maduros sömu örlögum eða dauða Erlent Þingmaður Svíþjóðardemókrata tekin full undir stýri með kókaín í poka Erlent Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Innlent Hátt í hundrað á fjöldahjálparstöð Innlent „Trúið ekki þessari áróðursvél“ Erlent Fleiri fréttir Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Leita að manneskju við Sjáland Ragnar Þór verður ráðherra Guðmundur Ingi segir af sér Telur ólíklegt að aðrar þjóðir berjist með Dönum Hátt í hundrað á fjöldahjálparstöð Bæjarfulltrúar slást um oddvitasætið í Hafnarfirði Ekki fengið kvartanir um Grok-myndir af íslenskum konum Neyðarástand í uppsiglingu takist ekki að fjölga sjúkraliðum Mistök ollu því að sumir fengu ekki boð Þessi sóttu um hjá Höllu Kynferðisbrot gegn dreng í Hafnarfirði komið til saksóknara Ungt barn með mislinga á Landspítalanum Halda í opinbera heimsókn til Eyja Ekki komið til héraðssaksóknara Gjaldskylduskógurinn verði grisjaður Stormur í aðsigi: Ræða sviptingar í alþjóðastjórnmálum í pallborði Sex á slysadeild og bílarnir óökufærir Leigubílstjóri sem keypti vændi fær ekki að starfa áfram Meðalaldur hjúkrunarfræðinga, sjúkraliða og ljósmæðra heldur áfram að hækka „Málið er að ástandið fer versnandi“ Ekið inn í verslun og á ljósastaur Þvag, saur og uppköst í klefum Leitar afkomenda Ungverjanna sem komu til Íslands fyrir sjötíu árum Símabann skilað góðum árangri þó sumir stelist í símann „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Hildur hlýtur Íslensku bjartsýnisverðlaunin Rússneskt skip í íslenskri lögsögu og nemendur eiga erfitt með símabann Kleip og sparkaði í fjölda lögreglumanna og látin dúsa í einangrun mánuðum saman Árekstur á Álftanesvegi Sjá meira
Eiríkur Ingi Jóhannsson, sjómaður sem öðlaðist landsfrægð þegar hann lifði af sjóslys undan ströndum Noregs í janúar 2012, hafði betur í skaðabótamáli við tryggingafélagið TM fyrir Hæstarétti. Héraðsdómur hafði áður gert TM að greiða Eiríki Inga tæplega þrettán milljón króna en fyrir héraðsdómi hafði verið deilt um við hvað ætti að miða þegar kæmi að bótum vegna þeirrar 35 prósent örorku sem Eiríkur Ingi hlaut í slysinu. Áfrýjaði TM málinu til Hæstaréttar. Eiríkur Ingi var vélstjóri á fiskiskipinu Hallgrími SI-177 sem selt hafði verið til Noregs. Þegar skipið var statt undan ströndum ströndum Noregs þann 25. janúar gerði mikið óveður, skipið lagðist á hliðina og sökk að lokum. Hann var sá eini af þeim fjórum skipverjum sem komst lífs af en hann var í sjónum í um áður en honum var bjargað. Eiríkur Ingi sagði sögu sína bæði í Kastljósi og ítarlegu viðtali í Fréttablaðinu. Eiríkur Ingi hafði samhliða námi mestmegnis starfað á hvalaskoðunarbátum en hafði ráðið sig á Hallgrími SI-177 skömmu fyrir ferðina örlagaríku. Í dómi héraðsdóms, sem Hæstiréttur staðfesti, segir að Eiríkur Ingi hafi í gegnum tíðina ötullega aflað sér faglegrar hæfni og starfsréttinda. Hann hafi unnið mikið með námi árin 2010 og 2011 og því mætti ganga út frá því að hann hefði lokið áföngunum tveimur meðfram starfi á sjó. Hann hafi því lokið nægu námi til að leggja mæti hvort sem er meðallaun vélstjóra eða skipstjóra til grundvallar árslaunum hans. Þegar litið sé til þess náms og réttinda sem Eiríkur hafði aflað sér og var í þann mund að afla sér telur dómarinn mjög miklar líkur á að Eiríkur hefði boðist starf sem skipstjóri eða yfirvélstjóri í mjög náinni framtíð. Var því fallist á kröfu Eiríks Inga.Sjá má dóm Hæstaréttar hér.
Tengdar fréttir „Ég vil ekki vera bara sá sem datt í sjóinn“ Eiríkur Ingi Jóhannsson afrekaði í liðinni viku að hjóla hringinn einn á rúmum þremur sólarhringum. Hann fann ekki fyrir stressi í ferðinni enda vanur álagi. Lenti í háska og heljarþrekraun þegar togarinn Hallgrímur fórst við strendur Noregs árið 2012. Þa 6. júlí 2014 00:18 Eiríkur Ingi deilir við TM um örorkubætur Eiríkur Ingi Jóhannsson, sjómaður sem öðlaðist landsfrægð þegar hann komst lífs af frá sjóslysi undan ströndum Noregs í janúar fyrir fjórum árum, stendur í stappi við TM vegna bótauppgjörs. 27. janúar 2016 09:00 Eiríkur Ingi lagði TM og fær bætur Tryggingafélagið þarf að greiða sjómanninum fyrrverandi tæpar 13 milljónir króna í bætur. 3. maí 2016 12:15 Mest lesið Þessi sóttu um hjá Höllu Innlent Guðmundur Ingi segir af sér Innlent Ragnar Þór verður ráðherra Innlent Mistök ollu því að sumir fengu ekki boð Innlent „Málið er að ástandið fer versnandi“ Innlent Trump-liðar hóta fauta Maduros sömu örlögum eða dauða Erlent Þingmaður Svíþjóðardemókrata tekin full undir stýri með kókaín í poka Erlent Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Innlent Hátt í hundrað á fjöldahjálparstöð Innlent „Trúið ekki þessari áróðursvél“ Erlent Fleiri fréttir Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Leita að manneskju við Sjáland Ragnar Þór verður ráðherra Guðmundur Ingi segir af sér Telur ólíklegt að aðrar þjóðir berjist með Dönum Hátt í hundrað á fjöldahjálparstöð Bæjarfulltrúar slást um oddvitasætið í Hafnarfirði Ekki fengið kvartanir um Grok-myndir af íslenskum konum Neyðarástand í uppsiglingu takist ekki að fjölga sjúkraliðum Mistök ollu því að sumir fengu ekki boð Þessi sóttu um hjá Höllu Kynferðisbrot gegn dreng í Hafnarfirði komið til saksóknara Ungt barn með mislinga á Landspítalanum Halda í opinbera heimsókn til Eyja Ekki komið til héraðssaksóknara Gjaldskylduskógurinn verði grisjaður Stormur í aðsigi: Ræða sviptingar í alþjóðastjórnmálum í pallborði Sex á slysadeild og bílarnir óökufærir Leigubílstjóri sem keypti vændi fær ekki að starfa áfram Meðalaldur hjúkrunarfræðinga, sjúkraliða og ljósmæðra heldur áfram að hækka „Málið er að ástandið fer versnandi“ Ekið inn í verslun og á ljósastaur Þvag, saur og uppköst í klefum Leitar afkomenda Ungverjanna sem komu til Íslands fyrir sjötíu árum Símabann skilað góðum árangri þó sumir stelist í símann „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Hildur hlýtur Íslensku bjartsýnisverðlaunin Rússneskt skip í íslenskri lögsögu og nemendur eiga erfitt með símabann Kleip og sparkaði í fjölda lögreglumanna og látin dúsa í einangrun mánuðum saman Árekstur á Álftanesvegi Sjá meira
„Ég vil ekki vera bara sá sem datt í sjóinn“ Eiríkur Ingi Jóhannsson afrekaði í liðinni viku að hjóla hringinn einn á rúmum þremur sólarhringum. Hann fann ekki fyrir stressi í ferðinni enda vanur álagi. Lenti í háska og heljarþrekraun þegar togarinn Hallgrímur fórst við strendur Noregs árið 2012. Þa 6. júlí 2014 00:18
Eiríkur Ingi deilir við TM um örorkubætur Eiríkur Ingi Jóhannsson, sjómaður sem öðlaðist landsfrægð þegar hann komst lífs af frá sjóslysi undan ströndum Noregs í janúar fyrir fjórum árum, stendur í stappi við TM vegna bótauppgjörs. 27. janúar 2016 09:00
Eiríkur Ingi lagði TM og fær bætur Tryggingafélagið þarf að greiða sjómanninum fyrrverandi tæpar 13 milljónir króna í bætur. 3. maí 2016 12:15