Telur mögulegt að dómsmálaráðuneytið sé að refsa Andrési Inga Sylvía Hall skrifar 24. mars 2018 14:45 Jón Steindór Valdimarsson, þingmaður Viðreisnar, veltir fyrir sér hvort dómsmálaráðuneytið hafi lagst gegn frumvarpi um lækkun kosningaaldurs vegna afstöðu Andrésar Inga Jónssonar, fyrsta flutningsmanns frumvarpsins, til vantrauststillögu á dómsmálaráðherra. Þetta kom fram í þættinum Víglínunni í dag. Frumvarpið um að lækka kosningaaldur niður í sextán ár, sem hefur notið meirihlutastuðnings, var stöðvað í þriðju umræðu í gær eftir að andstæðingar frumvarpsins gagnrýndu að frumvarpið væri lagt fram svo stuttu fyrir sveitarstjórnarkosningar. Dómsmálaráðuneytið skilaði áliti um frumvarpið og lagðist gegn því á þeim forsendum að of skammt væri til kosninga til að gera slíka grundvallarbreytingu á lögum um kosningar nú. Jón Þór Ólafsson, þingmaður Pírata, sagði í Víglínunni að hann teldi þingmenn ákveðinna flokka hafa lagst gegn frumvarpinu vegna þess að þeir óttuðust hvernig yngsti hópur kjósenda myndi haga atkvæðum sínum. Jón Steindór var ósammála því og benti á að Andrés Ingi hefði kosið með vantrauststillögu á Sigríði Á. Andersen, dómsmálaráðherra. „Ég myndi frekar setja þetta í samhengi við það að fyrsti flutningsmaður frumvarpsins er Andrés Ingi Jónsson og þessi síðbúnu varnaðarorð dómsmálaráðuneytisins koma fram með mjög sterkum hætti á síðustu stigum málsins þegar það er búið að vera í meðferð lengi. Ég myndi að minnsta kosti varpa fram þeirri spurningu hvort það geti verið eitthvert samhengi þar á milli,“ sagði hann. Atkvæðagreiðslu um frumvarpið hefur verið frestað fram yfir páska og óvíst er hvort frumvarpið nái að taka gildi fyrir komandi sveitastjórnarkosningar. Helga Vala Helgadóttir, þingmaður Samfylkingarinnar, sakaði nokkra þingmenn Sjálfstæðisflokks, Miðflokks og Flokks fólksins um að hafa hindrað framgang frumvarpsins með málþófi í gær. Tengdar fréttir Ekki greidd atkvæði um lækkun kosningaaldurs: „Ákveðinn hópur sem náði að teygja umræðuna nógu mikið“ Andrés Ingi Jónsson, þingmaður Vinstri grænna og fyrsti flutningsmaður frumvarps um lækkun kosningaaldurs, segir að það hafi komið sér á óvart að nokkrir þingmenn hafi fundið hjá sér ástæðu til að beita sér gegn máli sem samþykkt var í þingsal í gær með meirihluta atkvæða. 23. mars 2018 20:55 Umræðu um lækkun kosningaaldurs frestað Ekki verða greidd atkvæði um frumvarpið fyrir páskahlé. 23. mars 2018 19:15 Meirihluti virðist fyrir því að lækka kosningaaldur í 16 ár Síðasta umræða um lækkun kosningaaldurs til sveitarstjórna fer fram í dag. Verði frumvarpið samþykkt mun hluti elsta árgangs grunnskólanema geta kosið í vor. Ráðuneyti og stofnanir telja örðugt að framkvæma breytinguna. Samkvæmt nýju ákvæði munu 16 ára ólögráða kjósendur ekki njóta kjörgengis. 23. mars 2018 06:00 Mest lesið Einmana feður snúa vörn í sókn Innlent Lögregla í Vestmannaeyjum rannsakar mál tengt 764-glæpahópnum Innlent Sífellt yngra fólk að greinast með heilabilun Innlent Gerði lítið úr morðinu á Khashoggi á blaðamannafundi með bin Salman Erlent „Getum ekki setið undir því að menn séu með ögrandi framgöngu af þessu tagi“ Innlent Íþróttafélög keyra áfengi heim að dyrum Innlent 100 ára yfirráðum Jafnaðarmanna í Kaupmannahöfn lokið Erlent Öldungadeild samþykkir líka birtingu Epstein-skjalanna Erlent Kæra niðurstöðu lögreglu að loka rannsókn á meintu ofbeldi Innlent Sakborningar undir og yfir tvítugt: „Höfum verið að sjá þetta öðru hvoru á samfélagsmiðlum“ Innlent Fleiri fréttir Rúmlega tvöhundruð skjálftar frá því í gærkvöldi Einmana feður snúa vörn í sókn Lögregla í Vestmannaeyjum rannsakar mál tengt 764-glæpahópnum „Getum ekki setið undir því að menn séu með ögrandi framgöngu af þessu tagi“ Kæra niðurstöðu lögreglu að loka rannsókn á meintu ofbeldi Sífellt yngra fólk að greinast með heilabilun Slökkvilið við hreinsun vegna áreksturs á Hringbraut Íþróttafélög keyra áfengi heim að dyrum Bilunin hjá Cloudflare óvenjulega löng Guðrún líkir Evrópusambandinu við glæpamann Sakborningar undir og yfir tvítugt: „Höfum verið að sjá þetta öðru hvoru á samfélagsmiðlum“ Evrópuólga, handtökur eftir TikTok-myndband og lögregla skoðar bjórsölu Skora á Lilju að bjóða sig fram sem formann Jana vill áfram leiða lista VG á Akureyri Fer ekki í formanninn Óttast að þurfa að loka Berginu fái þau ekki samning Blendin viðbrögð kylfinga við reglum um golfbíla Deila ekkju og stjúpdóttur tekin til skoðunar Ætla ekki að slíta samstarfinu við Anthropic Yfir hringtorg og í undirgöng gangandi vegfarenda Bein útsending: Niðurstöður Íslensku æskulýðsrannsóknarinnar Tekur eina til tvær vikur að ganga yfir Fjöldi vefsíðna lá niðri vegna bilunar Varar foreldra við að deila myndum af börnunum: „Fullt af ógeðslegu fólki sem vill misnota myndirnar“ Íslendingar strauja kortin og hverfandi líkur á vaxtalækkun Allt tiltækt lið sent vegna elds á hjúkrunarheimili Myndskeið af vopnaskaki leiddi til húsleitar og handtöku Grindvískum börnum líður verr en jafnöldrum þeirra Flugumferðarstjórar boða til yfirvinnubanns Búið að opna Hvalfjarðargöng á ný Sjá meira
Jón Steindór Valdimarsson, þingmaður Viðreisnar, veltir fyrir sér hvort dómsmálaráðuneytið hafi lagst gegn frumvarpi um lækkun kosningaaldurs vegna afstöðu Andrésar Inga Jónssonar, fyrsta flutningsmanns frumvarpsins, til vantrauststillögu á dómsmálaráðherra. Þetta kom fram í þættinum Víglínunni í dag. Frumvarpið um að lækka kosningaaldur niður í sextán ár, sem hefur notið meirihlutastuðnings, var stöðvað í þriðju umræðu í gær eftir að andstæðingar frumvarpsins gagnrýndu að frumvarpið væri lagt fram svo stuttu fyrir sveitarstjórnarkosningar. Dómsmálaráðuneytið skilaði áliti um frumvarpið og lagðist gegn því á þeim forsendum að of skammt væri til kosninga til að gera slíka grundvallarbreytingu á lögum um kosningar nú. Jón Þór Ólafsson, þingmaður Pírata, sagði í Víglínunni að hann teldi þingmenn ákveðinna flokka hafa lagst gegn frumvarpinu vegna þess að þeir óttuðust hvernig yngsti hópur kjósenda myndi haga atkvæðum sínum. Jón Steindór var ósammála því og benti á að Andrés Ingi hefði kosið með vantrauststillögu á Sigríði Á. Andersen, dómsmálaráðherra. „Ég myndi frekar setja þetta í samhengi við það að fyrsti flutningsmaður frumvarpsins er Andrés Ingi Jónsson og þessi síðbúnu varnaðarorð dómsmálaráðuneytisins koma fram með mjög sterkum hætti á síðustu stigum málsins þegar það er búið að vera í meðferð lengi. Ég myndi að minnsta kosti varpa fram þeirri spurningu hvort það geti verið eitthvert samhengi þar á milli,“ sagði hann. Atkvæðagreiðslu um frumvarpið hefur verið frestað fram yfir páska og óvíst er hvort frumvarpið nái að taka gildi fyrir komandi sveitastjórnarkosningar. Helga Vala Helgadóttir, þingmaður Samfylkingarinnar, sakaði nokkra þingmenn Sjálfstæðisflokks, Miðflokks og Flokks fólksins um að hafa hindrað framgang frumvarpsins með málþófi í gær.
Tengdar fréttir Ekki greidd atkvæði um lækkun kosningaaldurs: „Ákveðinn hópur sem náði að teygja umræðuna nógu mikið“ Andrés Ingi Jónsson, þingmaður Vinstri grænna og fyrsti flutningsmaður frumvarps um lækkun kosningaaldurs, segir að það hafi komið sér á óvart að nokkrir þingmenn hafi fundið hjá sér ástæðu til að beita sér gegn máli sem samþykkt var í þingsal í gær með meirihluta atkvæða. 23. mars 2018 20:55 Umræðu um lækkun kosningaaldurs frestað Ekki verða greidd atkvæði um frumvarpið fyrir páskahlé. 23. mars 2018 19:15 Meirihluti virðist fyrir því að lækka kosningaaldur í 16 ár Síðasta umræða um lækkun kosningaaldurs til sveitarstjórna fer fram í dag. Verði frumvarpið samþykkt mun hluti elsta árgangs grunnskólanema geta kosið í vor. Ráðuneyti og stofnanir telja örðugt að framkvæma breytinguna. Samkvæmt nýju ákvæði munu 16 ára ólögráða kjósendur ekki njóta kjörgengis. 23. mars 2018 06:00 Mest lesið Einmana feður snúa vörn í sókn Innlent Lögregla í Vestmannaeyjum rannsakar mál tengt 764-glæpahópnum Innlent Sífellt yngra fólk að greinast með heilabilun Innlent Gerði lítið úr morðinu á Khashoggi á blaðamannafundi með bin Salman Erlent „Getum ekki setið undir því að menn séu með ögrandi framgöngu af þessu tagi“ Innlent Íþróttafélög keyra áfengi heim að dyrum Innlent 100 ára yfirráðum Jafnaðarmanna í Kaupmannahöfn lokið Erlent Öldungadeild samþykkir líka birtingu Epstein-skjalanna Erlent Kæra niðurstöðu lögreglu að loka rannsókn á meintu ofbeldi Innlent Sakborningar undir og yfir tvítugt: „Höfum verið að sjá þetta öðru hvoru á samfélagsmiðlum“ Innlent Fleiri fréttir Rúmlega tvöhundruð skjálftar frá því í gærkvöldi Einmana feður snúa vörn í sókn Lögregla í Vestmannaeyjum rannsakar mál tengt 764-glæpahópnum „Getum ekki setið undir því að menn séu með ögrandi framgöngu af þessu tagi“ Kæra niðurstöðu lögreglu að loka rannsókn á meintu ofbeldi Sífellt yngra fólk að greinast með heilabilun Slökkvilið við hreinsun vegna áreksturs á Hringbraut Íþróttafélög keyra áfengi heim að dyrum Bilunin hjá Cloudflare óvenjulega löng Guðrún líkir Evrópusambandinu við glæpamann Sakborningar undir og yfir tvítugt: „Höfum verið að sjá þetta öðru hvoru á samfélagsmiðlum“ Evrópuólga, handtökur eftir TikTok-myndband og lögregla skoðar bjórsölu Skora á Lilju að bjóða sig fram sem formann Jana vill áfram leiða lista VG á Akureyri Fer ekki í formanninn Óttast að þurfa að loka Berginu fái þau ekki samning Blendin viðbrögð kylfinga við reglum um golfbíla Deila ekkju og stjúpdóttur tekin til skoðunar Ætla ekki að slíta samstarfinu við Anthropic Yfir hringtorg og í undirgöng gangandi vegfarenda Bein útsending: Niðurstöður Íslensku æskulýðsrannsóknarinnar Tekur eina til tvær vikur að ganga yfir Fjöldi vefsíðna lá niðri vegna bilunar Varar foreldra við að deila myndum af börnunum: „Fullt af ógeðslegu fólki sem vill misnota myndirnar“ Íslendingar strauja kortin og hverfandi líkur á vaxtalækkun Allt tiltækt lið sent vegna elds á hjúkrunarheimili Myndskeið af vopnaskaki leiddi til húsleitar og handtöku Grindvískum börnum líður verr en jafnöldrum þeirra Flugumferðarstjórar boða til yfirvinnubanns Búið að opna Hvalfjarðargöng á ný Sjá meira
Ekki greidd atkvæði um lækkun kosningaaldurs: „Ákveðinn hópur sem náði að teygja umræðuna nógu mikið“ Andrés Ingi Jónsson, þingmaður Vinstri grænna og fyrsti flutningsmaður frumvarps um lækkun kosningaaldurs, segir að það hafi komið sér á óvart að nokkrir þingmenn hafi fundið hjá sér ástæðu til að beita sér gegn máli sem samþykkt var í þingsal í gær með meirihluta atkvæða. 23. mars 2018 20:55
Umræðu um lækkun kosningaaldurs frestað Ekki verða greidd atkvæði um frumvarpið fyrir páskahlé. 23. mars 2018 19:15
Meirihluti virðist fyrir því að lækka kosningaaldur í 16 ár Síðasta umræða um lækkun kosningaaldurs til sveitarstjórna fer fram í dag. Verði frumvarpið samþykkt mun hluti elsta árgangs grunnskólanema geta kosið í vor. Ráðuneyti og stofnanir telja örðugt að framkvæma breytinguna. Samkvæmt nýju ákvæði munu 16 ára ólögráða kjósendur ekki njóta kjörgengis. 23. mars 2018 06:00
Sakborningar undir og yfir tvítugt: „Höfum verið að sjá þetta öðru hvoru á samfélagsmiðlum“ Innlent
Varar foreldra við að deila myndum af börnunum: „Fullt af ógeðslegu fólki sem vill misnota myndirnar“
Sakborningar undir og yfir tvítugt: „Höfum verið að sjá þetta öðru hvoru á samfélagsmiðlum“ Innlent