Telur mögulegt að dómsmálaráðuneytið sé að refsa Andrési Inga Sylvía Hall skrifar 24. mars 2018 14:45 Jón Steindór Valdimarsson, þingmaður Viðreisnar, veltir fyrir sér hvort dómsmálaráðuneytið hafi lagst gegn frumvarpi um lækkun kosningaaldurs vegna afstöðu Andrésar Inga Jónssonar, fyrsta flutningsmanns frumvarpsins, til vantrauststillögu á dómsmálaráðherra. Þetta kom fram í þættinum Víglínunni í dag. Frumvarpið um að lækka kosningaaldur niður í sextán ár, sem hefur notið meirihlutastuðnings, var stöðvað í þriðju umræðu í gær eftir að andstæðingar frumvarpsins gagnrýndu að frumvarpið væri lagt fram svo stuttu fyrir sveitarstjórnarkosningar. Dómsmálaráðuneytið skilaði áliti um frumvarpið og lagðist gegn því á þeim forsendum að of skammt væri til kosninga til að gera slíka grundvallarbreytingu á lögum um kosningar nú. Jón Þór Ólafsson, þingmaður Pírata, sagði í Víglínunni að hann teldi þingmenn ákveðinna flokka hafa lagst gegn frumvarpinu vegna þess að þeir óttuðust hvernig yngsti hópur kjósenda myndi haga atkvæðum sínum. Jón Steindór var ósammála því og benti á að Andrés Ingi hefði kosið með vantrauststillögu á Sigríði Á. Andersen, dómsmálaráðherra. „Ég myndi frekar setja þetta í samhengi við það að fyrsti flutningsmaður frumvarpsins er Andrés Ingi Jónsson og þessi síðbúnu varnaðarorð dómsmálaráðuneytisins koma fram með mjög sterkum hætti á síðustu stigum málsins þegar það er búið að vera í meðferð lengi. Ég myndi að minnsta kosti varpa fram þeirri spurningu hvort það geti verið eitthvert samhengi þar á milli,“ sagði hann. Atkvæðagreiðslu um frumvarpið hefur verið frestað fram yfir páska og óvíst er hvort frumvarpið nái að taka gildi fyrir komandi sveitastjórnarkosningar. Helga Vala Helgadóttir, þingmaður Samfylkingarinnar, sakaði nokkra þingmenn Sjálfstæðisflokks, Miðflokks og Flokks fólksins um að hafa hindrað framgang frumvarpsins með málþófi í gær. Tengdar fréttir Ekki greidd atkvæði um lækkun kosningaaldurs: „Ákveðinn hópur sem náði að teygja umræðuna nógu mikið“ Andrés Ingi Jónsson, þingmaður Vinstri grænna og fyrsti flutningsmaður frumvarps um lækkun kosningaaldurs, segir að það hafi komið sér á óvart að nokkrir þingmenn hafi fundið hjá sér ástæðu til að beita sér gegn máli sem samþykkt var í þingsal í gær með meirihluta atkvæða. 23. mars 2018 20:55 Umræðu um lækkun kosningaaldurs frestað Ekki verða greidd atkvæði um frumvarpið fyrir páskahlé. 23. mars 2018 19:15 Meirihluti virðist fyrir því að lækka kosningaaldur í 16 ár Síðasta umræða um lækkun kosningaaldurs til sveitarstjórna fer fram í dag. Verði frumvarpið samþykkt mun hluti elsta árgangs grunnskólanema geta kosið í vor. Ráðuneyti og stofnanir telja örðugt að framkvæma breytinguna. Samkvæmt nýju ákvæði munu 16 ára ólögráða kjósendur ekki njóta kjörgengis. 23. mars 2018 06:00 Mest lesið Loka aftur fyrir umferð á slóðum Vítisengla Innlent Rak frá Bretlandi til Íslands á einum mánuði Innlent „Það verður boðið fram í nafni VG“ Innlent Ellilífeyrisþegar sá hópur sem hafi það einna best Innlent Rándýr og stórbrotin afmæli hitta ekki í mark hjá krökkunum Innlent Bátur sekkur við Hafnarfjarðarhöfn Innlent „Þjóðaröryggisráð er ekki upp á punt“ Innlent Ferðamaður réðst á leiðsögukonu: „Ísland hefur brugðist mér“ Innlent Aftur flagnar Vesturbæjarlaug: „Eins og hún sé með skallablett“ Innlent Afplána líklegast í fjögur til fimm ár á Litla Hrauni Innlent Fleiri fréttir „Það verður boðið fram í nafni VG“ Loka aftur fyrir umferð á slóðum Vítisengla „Þjóðaröryggisráð er ekki upp á punt“ Rak frá Bretlandi til Íslands á einum mánuði Bátur sekkur við Hafnarfjarðarhöfn Ellilífeyrisþegar sá hópur sem hafi það einna best Rándýr og stórbrotin afmæli hitta ekki í mark hjá krökkunum Þór sækist eftir endurkjöri Furðar sig á þjóðaröryggisráði og rándýr barnaafmæli Aftur flagnar Vesturbæjarlaug: „Eins og hún sé með skallablett“ Þyrlan kölluð út vegna vélsleðaslyss á Langjökli „Gervigreind er líka fyrir heimilið“ Hringvegurinn opnaður á ný klukkan 17 Snæfellsnes orðið að vistvangi UNESCO „Stór húsnæðis- og efnahagspakki“ á leiðinni Afplána líklegast í fjögur til fimm ár á Litla Hrauni Þungir dómar ekki óvæntir og fyrsti vistvangur landsins Ferðamaður réðst á leiðsögukonu: „Ísland hefur brugðist mér“ Byrjað að moka í Hringveginn en talsverð vinna framundan Tíu gistu í fangageymslu og þar af tveir „peruölvaðir“ „Við þurfum ekki öll að fara á sjúkrahús“ Vilja RÚV af auglýsingamarkaði Ýmsar aðferðir til að ná niður drónum Jónína vill taka við af Ásmundi Einari „Við viljum bara finna fyrir öryggi“ Gerður sveitarstjóri Þingeyjarsveitar Þungur dagur, myndir frá óveðrinu og ítrekuð innbrot Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Anna ljósa fallin frá Ásmundur Einar segir skilið við stjórnmálin Sjá meira
Jón Steindór Valdimarsson, þingmaður Viðreisnar, veltir fyrir sér hvort dómsmálaráðuneytið hafi lagst gegn frumvarpi um lækkun kosningaaldurs vegna afstöðu Andrésar Inga Jónssonar, fyrsta flutningsmanns frumvarpsins, til vantrauststillögu á dómsmálaráðherra. Þetta kom fram í þættinum Víglínunni í dag. Frumvarpið um að lækka kosningaaldur niður í sextán ár, sem hefur notið meirihlutastuðnings, var stöðvað í þriðju umræðu í gær eftir að andstæðingar frumvarpsins gagnrýndu að frumvarpið væri lagt fram svo stuttu fyrir sveitarstjórnarkosningar. Dómsmálaráðuneytið skilaði áliti um frumvarpið og lagðist gegn því á þeim forsendum að of skammt væri til kosninga til að gera slíka grundvallarbreytingu á lögum um kosningar nú. Jón Þór Ólafsson, þingmaður Pírata, sagði í Víglínunni að hann teldi þingmenn ákveðinna flokka hafa lagst gegn frumvarpinu vegna þess að þeir óttuðust hvernig yngsti hópur kjósenda myndi haga atkvæðum sínum. Jón Steindór var ósammála því og benti á að Andrés Ingi hefði kosið með vantrauststillögu á Sigríði Á. Andersen, dómsmálaráðherra. „Ég myndi frekar setja þetta í samhengi við það að fyrsti flutningsmaður frumvarpsins er Andrés Ingi Jónsson og þessi síðbúnu varnaðarorð dómsmálaráðuneytisins koma fram með mjög sterkum hætti á síðustu stigum málsins þegar það er búið að vera í meðferð lengi. Ég myndi að minnsta kosti varpa fram þeirri spurningu hvort það geti verið eitthvert samhengi þar á milli,“ sagði hann. Atkvæðagreiðslu um frumvarpið hefur verið frestað fram yfir páska og óvíst er hvort frumvarpið nái að taka gildi fyrir komandi sveitastjórnarkosningar. Helga Vala Helgadóttir, þingmaður Samfylkingarinnar, sakaði nokkra þingmenn Sjálfstæðisflokks, Miðflokks og Flokks fólksins um að hafa hindrað framgang frumvarpsins með málþófi í gær.
Tengdar fréttir Ekki greidd atkvæði um lækkun kosningaaldurs: „Ákveðinn hópur sem náði að teygja umræðuna nógu mikið“ Andrés Ingi Jónsson, þingmaður Vinstri grænna og fyrsti flutningsmaður frumvarps um lækkun kosningaaldurs, segir að það hafi komið sér á óvart að nokkrir þingmenn hafi fundið hjá sér ástæðu til að beita sér gegn máli sem samþykkt var í þingsal í gær með meirihluta atkvæða. 23. mars 2018 20:55 Umræðu um lækkun kosningaaldurs frestað Ekki verða greidd atkvæði um frumvarpið fyrir páskahlé. 23. mars 2018 19:15 Meirihluti virðist fyrir því að lækka kosningaaldur í 16 ár Síðasta umræða um lækkun kosningaaldurs til sveitarstjórna fer fram í dag. Verði frumvarpið samþykkt mun hluti elsta árgangs grunnskólanema geta kosið í vor. Ráðuneyti og stofnanir telja örðugt að framkvæma breytinguna. Samkvæmt nýju ákvæði munu 16 ára ólögráða kjósendur ekki njóta kjörgengis. 23. mars 2018 06:00 Mest lesið Loka aftur fyrir umferð á slóðum Vítisengla Innlent Rak frá Bretlandi til Íslands á einum mánuði Innlent „Það verður boðið fram í nafni VG“ Innlent Ellilífeyrisþegar sá hópur sem hafi það einna best Innlent Rándýr og stórbrotin afmæli hitta ekki í mark hjá krökkunum Innlent Bátur sekkur við Hafnarfjarðarhöfn Innlent „Þjóðaröryggisráð er ekki upp á punt“ Innlent Ferðamaður réðst á leiðsögukonu: „Ísland hefur brugðist mér“ Innlent Aftur flagnar Vesturbæjarlaug: „Eins og hún sé með skallablett“ Innlent Afplána líklegast í fjögur til fimm ár á Litla Hrauni Innlent Fleiri fréttir „Það verður boðið fram í nafni VG“ Loka aftur fyrir umferð á slóðum Vítisengla „Þjóðaröryggisráð er ekki upp á punt“ Rak frá Bretlandi til Íslands á einum mánuði Bátur sekkur við Hafnarfjarðarhöfn Ellilífeyrisþegar sá hópur sem hafi það einna best Rándýr og stórbrotin afmæli hitta ekki í mark hjá krökkunum Þór sækist eftir endurkjöri Furðar sig á þjóðaröryggisráði og rándýr barnaafmæli Aftur flagnar Vesturbæjarlaug: „Eins og hún sé með skallablett“ Þyrlan kölluð út vegna vélsleðaslyss á Langjökli „Gervigreind er líka fyrir heimilið“ Hringvegurinn opnaður á ný klukkan 17 Snæfellsnes orðið að vistvangi UNESCO „Stór húsnæðis- og efnahagspakki“ á leiðinni Afplána líklegast í fjögur til fimm ár á Litla Hrauni Þungir dómar ekki óvæntir og fyrsti vistvangur landsins Ferðamaður réðst á leiðsögukonu: „Ísland hefur brugðist mér“ Byrjað að moka í Hringveginn en talsverð vinna framundan Tíu gistu í fangageymslu og þar af tveir „peruölvaðir“ „Við þurfum ekki öll að fara á sjúkrahús“ Vilja RÚV af auglýsingamarkaði Ýmsar aðferðir til að ná niður drónum Jónína vill taka við af Ásmundi Einari „Við viljum bara finna fyrir öryggi“ Gerður sveitarstjóri Þingeyjarsveitar Þungur dagur, myndir frá óveðrinu og ítrekuð innbrot Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Anna ljósa fallin frá Ásmundur Einar segir skilið við stjórnmálin Sjá meira
Ekki greidd atkvæði um lækkun kosningaaldurs: „Ákveðinn hópur sem náði að teygja umræðuna nógu mikið“ Andrés Ingi Jónsson, þingmaður Vinstri grænna og fyrsti flutningsmaður frumvarps um lækkun kosningaaldurs, segir að það hafi komið sér á óvart að nokkrir þingmenn hafi fundið hjá sér ástæðu til að beita sér gegn máli sem samþykkt var í þingsal í gær með meirihluta atkvæða. 23. mars 2018 20:55
Umræðu um lækkun kosningaaldurs frestað Ekki verða greidd atkvæði um frumvarpið fyrir páskahlé. 23. mars 2018 19:15
Meirihluti virðist fyrir því að lækka kosningaaldur í 16 ár Síðasta umræða um lækkun kosningaaldurs til sveitarstjórna fer fram í dag. Verði frumvarpið samþykkt mun hluti elsta árgangs grunnskólanema geta kosið í vor. Ráðuneyti og stofnanir telja örðugt að framkvæma breytinguna. Samkvæmt nýju ákvæði munu 16 ára ólögráða kjósendur ekki njóta kjörgengis. 23. mars 2018 06:00