Lovren líkir árangri Liverpool við góða máltíð Anton Ingi Leifsson skrifar 20. apríl 2020 07:30 Dejan Lovren í leik með Liverpool á leiktíðinni. VÍSIR/GETTY Dejan Lovren, varnarmaður Liverpool, segir að leikmenn liðsins séu hungraðir í enn meiri árangur og vonast til þess að hryggjasúlan verði áfram hjá félaginu um ókomin ár. Hann hrósar Jurgen Klopp, stjóra liðsins, í hástert. Liverpool er með 25 stiga forskot á toppi enska boltans en allt er nú stopp eins og kunnugt er vegna kórónuveirunnar. Heimasíða Liverpool ákvað þar af leiðandi að heyra í króatíska varnarmanninum og hann er eðlilega ánægður með árangurinn undanfarin ár. „Þetta er ákveðið námsferli. Hryggurinn í liðinu hefur verið lengi og þetta byrjaði allt með þjálfaranum - hann hefur gert frábæra hulti frá því að hann kom til félagsins. Hann hefur sýnt öllum að hann hefur færnina og hæfileikana til þess að stýra liðinu, bæði á erfiðum og góðum augnablikum,“ sagði Lovren. „Við höfum ekki hætt að leggja á okkur. Við erum áfram hungraðir og það er það sem hann kom með inn í félagið. Við erum alltaf hungraði og munum verða það áfram. Þegar þú býrð til góða máltíð, viltu gera hana aftur og þú vilt ekki hætta. Það er það sem heldur okkur á tánum. Við viljum sýna öllum hvað við getum.“ "Once you try a good meal, you want to try it again - you don't stop." — Sky Sports Premier League (@SkySportsPL) April 19, 2020 „Það er mikilvægt að hafa góða blöndu af leikmönnum sem eru á yngri árum, á miðárunum og svo reynslumikla leikmenn. Ég held að við höfum þetta frábæra jafnvægi. Við erum vanir því að spila í úrslitaleikjum og í stórum leikjum og við vitum hvernig á að höndla það.“ „Jafnvel þó að við séum að tapa 1-0 þá vitum við hvað við eigum að gera og því er mikilvægt að hafa þetta jafnvægi. Ef við höldum mikilvægum leikmönnum og hryggnum í liðinu þá mun liðið bara vaxa.“ Leikmenn Liverpool reyna að halda sér í formi heima fyrir en Króatinn segir að þetta sé erfitt. Hann þakkar þá framlínunni. „Þetta eru erfiðir tímar fyrir alla. Eina sem við getum gert er að vera heima og hlusta á ráð stjórnvalda. Allir vita að fólkið í heilbrigðiskerfinu er að leggja hart á sig og við ættum að þakka þeim sem standa í framlínunni,“ sagði Króatinn. Enski boltinn Mest lesið Uppgjörið: Ísland - Slóvenía 79-87 | Sárt tap í Spodek Körfubolti Maðurinn sem stal derhúfu af barni biðst afsökunar Sport Sætur sigur hjá Sveindísi sem reiddist og sparkaði í skilti Fótbolti Þegar átján ára Doncic lék á Hlyn Körfubolti Forseti UEFA hrósar Íslandi en segir brýna nauðsyn að fá betri klefa Fótbolti Furðu lostinn eftir fordæmalausan brottrekstur Fótbolti Grimsby notaði ólöglegan leikmann gegn United en slapp með sekt Enski boltinn EM í dag var í beinni: Líf og fjör á Fan Zone og gestur kíkti við Körfubolti Pressan gríðarleg eftir eyðslu sumarsins Enski boltinn Alþjóðadómari hraunar yfir tríóið: „Þrjár kolrangar ákvarðanir“ Körfubolti Fleiri fréttir Valsmenn án þriggja lykilmanna í leiknum mikilvæga gegn Stjörnunni Gæti spilað fyrsta landsleikinn í sjö ár Vardy til Ítalíu og spilar með barnabarnabarni Mussolini Furðu lostinn eftir fordæmalausan brottrekstur Grimsby notaði ólöglegan leikmann gegn United en slapp með sekt Forseti UEFA hrósar Íslandi en segir brýna nauðsyn að fá betri klefa Biturðin lak af tilkynningu um Isak Man. City seldi markvörð og lánaði varnarmann Sætur sigur hjá Sveindísi sem reiddist og sparkaði í skilti Pressan gríðarleg eftir eyðslu sumarsins „Sjáum af hverju hann er að reyna koma honum í liðið“ „Þær eru hræddar við hana“ Segja Römer klára tímabilið með KA Isak dýrastur í sögu ensku úrvalsdeildarinnar Guéhi ekki til Liverpool Rúnar Þór til Íslendingaliðsins Sönderjyske Enn einn Íslendingurinn til Kristianstad Birkir Bjarnason leggur skóna á hilluna Suárez hrækti á þjálfara Sjáðu stórfurðulegt viðtal við Emery: Svaraði öllum spurningum Marco Bizot Ten Hag rekinn frá Leverkusen Öll mörkin í Bestu: Allt brjálað í stórleiknum og umdeilt sigurmark FH Glugganum lokað: Upptalning á öllu sem átti sér stað Sjáðu sturlað sigurmark Liverpool og öll hin Úr B-deild í Meistaradeildina á aðeins átta árum Liverpool og Newcastle hafi náð samkomulagi um Isak „Höfum þurft að grafa djúpt til að finna leiðina að sigri“ Milner næstelstur og næstyngstur til að skora í úrvalsdeildinni „Ákvarðanir dómarana höfðu mikil áhrif á úrslitin“ Lazio í stuði og óvænt tap Inter Sjá meira
Dejan Lovren, varnarmaður Liverpool, segir að leikmenn liðsins séu hungraðir í enn meiri árangur og vonast til þess að hryggjasúlan verði áfram hjá félaginu um ókomin ár. Hann hrósar Jurgen Klopp, stjóra liðsins, í hástert. Liverpool er með 25 stiga forskot á toppi enska boltans en allt er nú stopp eins og kunnugt er vegna kórónuveirunnar. Heimasíða Liverpool ákvað þar af leiðandi að heyra í króatíska varnarmanninum og hann er eðlilega ánægður með árangurinn undanfarin ár. „Þetta er ákveðið námsferli. Hryggurinn í liðinu hefur verið lengi og þetta byrjaði allt með þjálfaranum - hann hefur gert frábæra hulti frá því að hann kom til félagsins. Hann hefur sýnt öllum að hann hefur færnina og hæfileikana til þess að stýra liðinu, bæði á erfiðum og góðum augnablikum,“ sagði Lovren. „Við höfum ekki hætt að leggja á okkur. Við erum áfram hungraðir og það er það sem hann kom með inn í félagið. Við erum alltaf hungraði og munum verða það áfram. Þegar þú býrð til góða máltíð, viltu gera hana aftur og þú vilt ekki hætta. Það er það sem heldur okkur á tánum. Við viljum sýna öllum hvað við getum.“ "Once you try a good meal, you want to try it again - you don't stop." — Sky Sports Premier League (@SkySportsPL) April 19, 2020 „Það er mikilvægt að hafa góða blöndu af leikmönnum sem eru á yngri árum, á miðárunum og svo reynslumikla leikmenn. Ég held að við höfum þetta frábæra jafnvægi. Við erum vanir því að spila í úrslitaleikjum og í stórum leikjum og við vitum hvernig á að höndla það.“ „Jafnvel þó að við séum að tapa 1-0 þá vitum við hvað við eigum að gera og því er mikilvægt að hafa þetta jafnvægi. Ef við höldum mikilvægum leikmönnum og hryggnum í liðinu þá mun liðið bara vaxa.“ Leikmenn Liverpool reyna að halda sér í formi heima fyrir en Króatinn segir að þetta sé erfitt. Hann þakkar þá framlínunni. „Þetta eru erfiðir tímar fyrir alla. Eina sem við getum gert er að vera heima og hlusta á ráð stjórnvalda. Allir vita að fólkið í heilbrigðiskerfinu er að leggja hart á sig og við ættum að þakka þeim sem standa í framlínunni,“ sagði Króatinn.
Enski boltinn Mest lesið Uppgjörið: Ísland - Slóvenía 79-87 | Sárt tap í Spodek Körfubolti Maðurinn sem stal derhúfu af barni biðst afsökunar Sport Sætur sigur hjá Sveindísi sem reiddist og sparkaði í skilti Fótbolti Þegar átján ára Doncic lék á Hlyn Körfubolti Forseti UEFA hrósar Íslandi en segir brýna nauðsyn að fá betri klefa Fótbolti Furðu lostinn eftir fordæmalausan brottrekstur Fótbolti Grimsby notaði ólöglegan leikmann gegn United en slapp með sekt Enski boltinn EM í dag var í beinni: Líf og fjör á Fan Zone og gestur kíkti við Körfubolti Pressan gríðarleg eftir eyðslu sumarsins Enski boltinn Alþjóðadómari hraunar yfir tríóið: „Þrjár kolrangar ákvarðanir“ Körfubolti Fleiri fréttir Valsmenn án þriggja lykilmanna í leiknum mikilvæga gegn Stjörnunni Gæti spilað fyrsta landsleikinn í sjö ár Vardy til Ítalíu og spilar með barnabarnabarni Mussolini Furðu lostinn eftir fordæmalausan brottrekstur Grimsby notaði ólöglegan leikmann gegn United en slapp með sekt Forseti UEFA hrósar Íslandi en segir brýna nauðsyn að fá betri klefa Biturðin lak af tilkynningu um Isak Man. City seldi markvörð og lánaði varnarmann Sætur sigur hjá Sveindísi sem reiddist og sparkaði í skilti Pressan gríðarleg eftir eyðslu sumarsins „Sjáum af hverju hann er að reyna koma honum í liðið“ „Þær eru hræddar við hana“ Segja Römer klára tímabilið með KA Isak dýrastur í sögu ensku úrvalsdeildarinnar Guéhi ekki til Liverpool Rúnar Þór til Íslendingaliðsins Sönderjyske Enn einn Íslendingurinn til Kristianstad Birkir Bjarnason leggur skóna á hilluna Suárez hrækti á þjálfara Sjáðu stórfurðulegt viðtal við Emery: Svaraði öllum spurningum Marco Bizot Ten Hag rekinn frá Leverkusen Öll mörkin í Bestu: Allt brjálað í stórleiknum og umdeilt sigurmark FH Glugganum lokað: Upptalning á öllu sem átti sér stað Sjáðu sturlað sigurmark Liverpool og öll hin Úr B-deild í Meistaradeildina á aðeins átta árum Liverpool og Newcastle hafi náð samkomulagi um Isak „Höfum þurft að grafa djúpt til að finna leiðina að sigri“ Milner næstelstur og næstyngstur til að skora í úrvalsdeildinni „Ákvarðanir dómarana höfðu mikil áhrif á úrslitin“ Lazio í stuði og óvænt tap Inter Sjá meira