Innlent

Bein útsending: Hvernig dreifist veiran?

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
María Óskarsdóttir, lektor við tölvunarfræðideild HR, ætlar að ræða um hvernig gagna- og netavísindi eru notuð til að greina útbreiðslu kórónuveirunnar.
María Óskarsdóttir, lektor við tölvunarfræðideild HR, ætlar að ræða um hvernig gagna- og netavísindi eru notuð til að greina útbreiðslu kórónuveirunnar.

Háskólinn í Reykjavík og Vísir bjóða upp á hádegisfyrirlestra vísindamanna HR á netinu einu sinni í viku og sá fyrsti er á dagskrá í dag klukkan 12.

María Óskarsdóttir, lektor við tölvunarfræðideild, ríður á vaðið og talar um hvernig gagna- og netavísindi eru notuð til að greina útbreiðslu kórónuveirunnar SARS-CoV-2.

Streymið verður aðgengilegt hér að neðan.

Í fyrirlestrinum verður fjallað um þær aðferðir sem vísindamenn eru að beita til að öðlast skilning á útbreiðslu kórónuveirunnar sem veldur COVID-19 sjúkdómnum. Margt er óþekkt um það hvernig veiran berst á milli fólks og hversu smitandi sýktir einstaklingar eru, bæði fyrir og eftir að þeir verða sjálfir veikir. Þar að auki er fjöldi þeirra sem greinist með veiruna aðeins hluti af þeim sem eru í raun sýktir.

Til þess að meta þessa þætti er hægt að nota ýmis konar gögn. Til dæmis notuðu vísindamenn símagögn til að meta hversu margir ferðuðust frá Wuhan í Kína áður en ferðabann var sett á. Þessi fjöldi var svo borinn saman við staðfest smit í þeim borgum þar sem víðtæk skimun fór fram. Þannig áætluðu vísindamenn raunverulegan fjölda smita í Wuhan og þann fjölda smita sem dreifðist til annara landa. Aðrir fræðimenn bjuggu til smitlíkön til þessa að meta áhrif ferðabanns í Wuhan á útbreiðslu veirunnar bæði innan Kína og á heimsvísu.

Í fyrirlestrinum verður fjallað um þessar rannsóknir og þýðingu þeirra í baráttunni við kórónaveiruna.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×