Innlent

Aðgerðapakki ríkisstjórnarinnar vegna kórónuveirunnar samþykktur

Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar
Atkvæðagreiðsla tók óvenju langan tíma þar sem þingmenn þurftu að halda tveggja metra fjarlægð frá hvor öðrum.
Atkvæðagreiðsla tók óvenju langan tíma þar sem þingmenn þurftu að halda tveggja metra fjarlægð frá hvor öðrum. Vísir

Alþingi samþykkti í kvöld aðgerðapakka ríkisstjórnarinnar vegna kórónuveirufaraldsins. Aðgerðirnar sem samþykktar voru hljóða upp á tæplega 26 milljarða króna og fela meðal annars í sér frestun á greiðslu opinberra gjalda, brúarlán til fyrirtækja og fjármagn til að greiða öryrkjum tuttugu þúsund króna skattfrjálsa eingreiðslu í sumar.

Frumvarpið var samþykkt með 41 samhljóma atkvæði en breytingatillögur stjórnarandstöðunnar voru felldar en hún lagði til 4,6 milljarða króna aukningu í málaflokkinn.

Sjá einnig: Aðgerðapakki upp á tæpa 26 milljarða afgreiddur í kvöld

Atkvæðagreiðslan í kvöld tók lengri tíma en venjulega vegna þess að þingmenn þurftu að halda tveggja metra fjarlægð frá hvor öðrum og ganga inn í þingsalinn í einfaldri röð til að greiða atkvæði áður en þeir gengu út úr salnum. Ekki er vitað hvenær þing kemur næst saman en samþykkt var af forsætisnefnd Alþingis fyrr í þessum mánuði að þing yrði aðeins kallað saman vegna mála tengdum kórónuveirunni.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.