Landtökubyggðir Ísraela stækkuðu eftir að Trump varð forseti Kjartan Kjartansson skrifar 12. september 2019 12:14 SIlwan-hverfið í Austur-Jerúsalem þar sem möguleikar Palestínumanna til að byggja eru takmarkaðir. AP/Mahmoud Illean Merkjanleg aukning varð í framkvæmdum við landtökubyggðir gyðinga í Austur-Jerúsalem eftir að Donald Trump varð Bandaríkjaforseti árið 2017. Samkvæmt úttekt AP-fréttastofunnar sýnir einnig áratugalanga mismunun á milli gyðinga og Palestínumanna þegar byggingarleyfi eru gefin út á svæðinu sem Ísraelar hafa hersetið frá 1967. Opinber gögn sýna að þrátt fyrir að Palestínumenn séu um 60% íbúa í Austur-Jerúsalem hafi þeir aðeins fengið um 30% byggingarleyfa sem hafa verið gefin út frá árinu 1991. Þetta þýði að Palestínumenn hafist frekar við í yfirfullum hverfum með litla þjónustu. Um helmingur búi jafnframt við þá hættu að hús þeirra verði rifin. Trump Bandaríkjaforseti viðurkenndi Jerúsalem sem höfuðborg Ísraels árið 2017 þrátt fyrir að Palestínumenn geri tilkall til austurhluta hennar sem höfuðborg sjálfstæðs ríkis sem þeir vilja stofna. Palestínumenn segja að sú ákvörðun Trump hafi gefið Ísraelum fríspil til að herða tök sín á hersetnu landi þeirra. Þannig sýna gögnin að fyrstu tvö ár forsetatíðar Trump gáfu ísraelsk yfirvöld út leyfi fyrir 1.861 íbúðareiningu í landtökubyggðum í Austur-Jerúsalem og var það um 60% aukning frá árunum tveimur á undan. Leyfin sem voru gefin út árið 2017 voru nánast jafnmörg og árin tvö á undan samanlagt og höfðu fleiri leyfi ekki verið gefin út frá árinu 2000. Um 215.000 gyðingar búa nú í hverfum í Austur-Jerúsalem sem hafa verið reist á undanförnum árum á meðan meirihluti þeirra 340.000 Palestínumanna sem þar búa í yfirfullum hverfum þar sem lítil byggingarpláss er til staðar. Frá 1991 hafa borgaryfirvöld gefið út 21.834 leyfi til að reyna landtökubyggðir í Austur-Jerúsalem en aðeins 9.536 fyrir Palestínumenn. Ísrael Palestína Mest lesið Ísland verður ekki með í Eurovision Innlent Gummi Emil tekinn í skýrslutöku lögreglu Innlent Krafðist sérlega þungrar refsingar yfir Margréti Höllu Innlent Sæði með krabbameinsvaldandi genagalla selt til Íslands Innlent Ósáttur með ákvörðunina: „Mér finnst Rúv verða aðeins leiðinlegra fyrir vikið“ Innlent Varar Íslendinga við værukærð eftir að „Pólverjar lögleiddu pyntingar“ Innlent Vörubifreið ekið á undirstöður Breiðholtsbrúar Innlent Úlfar þögull sem gröfin Innlent Fjögur börn á Íslandi getin með sæði mannsins Innlent Vilja skoða samfélagsmiðla íslenskra ferðamanna Erlent Fleiri fréttir Bandaríkjamenn leggja hald á olíuflutningaskip undan ströndum Venesúela Heimila nú birtingu gagna úr rannsókn á Epstein Telur það landráð að skrifa um heilsu sína Sætir líflátshótunum og nær ekki að veita friðarverðlaununum viðtöku Vilja skoða samfélagsmiðla íslenskra ferðamanna Fyrirskipa notkun Times New Roman í stað Calibri Selenskí segist reiðubúinn til að boða til kosninga Samfélagsmiðlabannið hefur tekið gildi í Ástralíu Forsetafrúin kallaði mótmælendur heimskar tíkur Blaðamannafundi aflýst og óvíst hvort Nóbelsverðlaunahafinn mæti Heimilar birtingu gagna úr rannsókn á Maxwell Hylmdu yfir með „Steikarhnífnum“ í Írska lýðveldishernum Sökuð um að drepa barnið sitt með basísku mataræði Hraunar yfir „hnignandi“ heimsálfu Efnahagsráðherra Kúbu í lífstíðarfangelsi fyrir óljósar sakir Litháar lýsa yfir neyðarástandi vegna belgja frá Belarús Þingmenn hyggjast þvinga Hegseth til upplýsingagjafar Átökin magnast á landamærum Kambódíu og Taílands Bílstjórinn meðvitundarlaus þegar rútan lenti á biðskýlinu Fjórir látnir á Tenerife eftir að alda sópaði þeim úr saltvatnslaug Afdráttarlaus stuðningur við Úkraínu og aukinn þrýstingur á Rússa Vöruðu við flóðbylgjum eftir stærðarinnar jarðskjálfta Kallar Greene heimskan svikara Segir að taka þurfi mikilvægar ákvarðanir Ætla að gera út af við hernaðargetu Kambódíu Með byssu í stærstu verslunarmiðstöð Oslóar Trump hundfúll að fá ekki greiða gegn greiða Átök blossa aftur upp á landamærum Taílands og Kambódíu Japanir saka Kínverja um óvarlega framgöngu í háloftunum Segir Rússa viljuga en Selenskí ekki Sjá meira
Merkjanleg aukning varð í framkvæmdum við landtökubyggðir gyðinga í Austur-Jerúsalem eftir að Donald Trump varð Bandaríkjaforseti árið 2017. Samkvæmt úttekt AP-fréttastofunnar sýnir einnig áratugalanga mismunun á milli gyðinga og Palestínumanna þegar byggingarleyfi eru gefin út á svæðinu sem Ísraelar hafa hersetið frá 1967. Opinber gögn sýna að þrátt fyrir að Palestínumenn séu um 60% íbúa í Austur-Jerúsalem hafi þeir aðeins fengið um 30% byggingarleyfa sem hafa verið gefin út frá árinu 1991. Þetta þýði að Palestínumenn hafist frekar við í yfirfullum hverfum með litla þjónustu. Um helmingur búi jafnframt við þá hættu að hús þeirra verði rifin. Trump Bandaríkjaforseti viðurkenndi Jerúsalem sem höfuðborg Ísraels árið 2017 þrátt fyrir að Palestínumenn geri tilkall til austurhluta hennar sem höfuðborg sjálfstæðs ríkis sem þeir vilja stofna. Palestínumenn segja að sú ákvörðun Trump hafi gefið Ísraelum fríspil til að herða tök sín á hersetnu landi þeirra. Þannig sýna gögnin að fyrstu tvö ár forsetatíðar Trump gáfu ísraelsk yfirvöld út leyfi fyrir 1.861 íbúðareiningu í landtökubyggðum í Austur-Jerúsalem og var það um 60% aukning frá árunum tveimur á undan. Leyfin sem voru gefin út árið 2017 voru nánast jafnmörg og árin tvö á undan samanlagt og höfðu fleiri leyfi ekki verið gefin út frá árinu 2000. Um 215.000 gyðingar búa nú í hverfum í Austur-Jerúsalem sem hafa verið reist á undanförnum árum á meðan meirihluti þeirra 340.000 Palestínumanna sem þar búa í yfirfullum hverfum þar sem lítil byggingarpláss er til staðar. Frá 1991 hafa borgaryfirvöld gefið út 21.834 leyfi til að reyna landtökubyggðir í Austur-Jerúsalem en aðeins 9.536 fyrir Palestínumenn.
Ísrael Palestína Mest lesið Ísland verður ekki með í Eurovision Innlent Gummi Emil tekinn í skýrslutöku lögreglu Innlent Krafðist sérlega þungrar refsingar yfir Margréti Höllu Innlent Sæði með krabbameinsvaldandi genagalla selt til Íslands Innlent Ósáttur með ákvörðunina: „Mér finnst Rúv verða aðeins leiðinlegra fyrir vikið“ Innlent Varar Íslendinga við værukærð eftir að „Pólverjar lögleiddu pyntingar“ Innlent Vörubifreið ekið á undirstöður Breiðholtsbrúar Innlent Úlfar þögull sem gröfin Innlent Fjögur börn á Íslandi getin með sæði mannsins Innlent Vilja skoða samfélagsmiðla íslenskra ferðamanna Erlent Fleiri fréttir Bandaríkjamenn leggja hald á olíuflutningaskip undan ströndum Venesúela Heimila nú birtingu gagna úr rannsókn á Epstein Telur það landráð að skrifa um heilsu sína Sætir líflátshótunum og nær ekki að veita friðarverðlaununum viðtöku Vilja skoða samfélagsmiðla íslenskra ferðamanna Fyrirskipa notkun Times New Roman í stað Calibri Selenskí segist reiðubúinn til að boða til kosninga Samfélagsmiðlabannið hefur tekið gildi í Ástralíu Forsetafrúin kallaði mótmælendur heimskar tíkur Blaðamannafundi aflýst og óvíst hvort Nóbelsverðlaunahafinn mæti Heimilar birtingu gagna úr rannsókn á Maxwell Hylmdu yfir með „Steikarhnífnum“ í Írska lýðveldishernum Sökuð um að drepa barnið sitt með basísku mataræði Hraunar yfir „hnignandi“ heimsálfu Efnahagsráðherra Kúbu í lífstíðarfangelsi fyrir óljósar sakir Litháar lýsa yfir neyðarástandi vegna belgja frá Belarús Þingmenn hyggjast þvinga Hegseth til upplýsingagjafar Átökin magnast á landamærum Kambódíu og Taílands Bílstjórinn meðvitundarlaus þegar rútan lenti á biðskýlinu Fjórir látnir á Tenerife eftir að alda sópaði þeim úr saltvatnslaug Afdráttarlaus stuðningur við Úkraínu og aukinn þrýstingur á Rússa Vöruðu við flóðbylgjum eftir stærðarinnar jarðskjálfta Kallar Greene heimskan svikara Segir að taka þurfi mikilvægar ákvarðanir Ætla að gera út af við hernaðargetu Kambódíu Með byssu í stærstu verslunarmiðstöð Oslóar Trump hundfúll að fá ekki greiða gegn greiða Átök blossa aftur upp á landamærum Taílands og Kambódíu Japanir saka Kínverja um óvarlega framgöngu í háloftunum Segir Rússa viljuga en Selenskí ekki Sjá meira