HR talinn betri en HÍ Stefán Ó. Jónsson skrifar 12. september 2019 10:13 Háskólinn í Reykjavík er talinn meðal 350 bestu háskóla í heiminum á nýjum lista Times Higher Education (THE), sem birtur var í gær. Á listanum er HR í sæti 301-350 en skólinn var á bilinu 401-500 sæti í úttekt THE fyrir árið 2018. Háskóli Íslands, sem hefur undanfarin ár verið talinn meðal 201-300 bestu háskóla í heiminum, fellur hins vegar á nýja listanum niður í sæti 351-400. Er þetta því í fyrsta sinn sem Háskólinn í Reykjavík telst hærra skrifaður en Háskóli Íslands á lista Times Higher Education. Listinn byggir á mati á fimm þáttum; kennslu, rannsóknum, tilvitnunum, alþjóðasamstarfi og atvinnulífstengslum. Stökk Háskólans í Reykjavík á milli ára skýrist einna helst af fjölgun tilvitnanna, en nú er svo komið að HR skorar hæst á þeim kvarða ásamt sex öðrum háskólum. Fær 100 stig af 100 mögulegum.Samanburður á einkunnum Háskólans í Reykjavík og Háskóla Íslands á nýjum lista Times Higher Education. Einkunnir HR eru vinstra megin og HÍ hægra megin.THE„Áhrifin eru metin út frá hlutfallslegum fjölda tilvitnana í vísindagreinar, það er, hversu oft aðrir vísindamenn vitna í niðurstöður fræðimanna háskólans í ritrýndum vísindagreinum,“ segir í útskýringu Háskólans í Reykjavík. Háskóli Íslands hefur einnig skorað hátt á tilvitnunarlistanum á undanförnum árum. Þannig skoraði HÍ 93,4 tilvitnunarstig á lista THE árið 2018, en fær hins vegar 75 á nýja listanum. Haft er eftir Ara Kristni Jónssyni, rektor HR, í tilkynningunni að hann sé að vonum ánægður með nýja lista THE. „Að HR sé meðal áhrifamestu rannsóknaháskóla heims miðað við stærð samkvæmt hinum þekkta lista Times Higher Education, er stórkostlegt. Það sýnir skýrt hversu frábærlega hefur tekist að byggja upp öflugar alþjóðlegar rannsóknir við háskólann á tiltölulega skömmum tíma,“ segir Ari. „Það sýnir líka að sú rannsóknavinna sem fer fram við HR er nýtt um allan heim sem undirstaða frekari rannsókna og þróunar. Starfsfólk HR á allan heiður af þessum stórkostlega árangri og full ástæða til að óska þeim hjartanlega til hamingju.“ Nánar má fræðast um nýjan lista Times Higher Education með því að smella hér. Hér má einnig nálgast einkunnir HR og HÍ. Skóla - og menntamál Mest lesið Rétt náði að stilla hjálminn sem bjargaði lífi dótturinnar Innlent Stærsti óttinn varð að veruleika á þriðja degi af 90 Innlent Ökumaður dráttarvélarinnar fluttur með þyrlu Innlent „Af hverju sit ég einn af öllum þessum mönnum fyrir framan dómara?“ Innlent Segir Ísraelsher hafa myrt leiðtoga Hamas Erlent Fjögurra ára martröð Karlottu lauk með sýknudómi Innlent Oscar fluttur úr landi á þriðjudag Innlent Tuttugu ára fangelsisvist fyrir kynferðisbrot gegn 299 börnum Erlent Átta nemendur með ágætiseinkunn Innlent Dúxinn í Kvennó úr óvæntri átt Innlent Fleiri fréttir Rétt náði að stilla hjálminn sem bjargaði lífi dótturinnar Átta nemendur með ágætiseinkunn Margt til fyrirmyndar á Íslandi en gerir athugasemd við einangrunarvistun ódæmdra fanga Oscar fluttur úr landi á þriðjudag Sveitastjóraskipti í Reykhólahreppi Stærsti óttinn varð að veruleika á þriðja degi af 90 Fasteignamat fyrir 2026: Seltjarnarnes hástökkvarinn á höfuðborgarsvæðinu Tjaldaði á túni í miðborg Reykjavíkur Samrunatillögur bankanna og sjóveikur sundkappi Ökumaður dráttarvélarinnar fluttur með þyrlu Viðja bar sex lömbum takk fyrir „Af hverju sit ég einn af öllum þessum mönnum fyrir framan dómara?“ Dúxinn greip í saxófóninn Fjögurra ára martröð Karlottu lauk með sýknudómi Bein útsending: Uggandi yfir breytingum á Heiðmörk Úrslit hjá sósíalistum nær nákvæmlega eftir leiðbeiningum Dró vélarvana fiskibát að landi nærri Grindavík Bein útsending: Norðurslóðir í breyttum heimi Verzlingar settu upp húfur og skelltu sér til Krítar Óttast að stefna Trump-stjórnarinnar fæli námsmenn frá Bandaríkjunum Ísland verði að hafa skoðun á vörnum NATO við landið Fasteignamatið hækkar og áhyggjufullir námsmenn Staðfesta byggingaráform á Fannborgar- og Traðarreit Fólk flytur á landsbyggðina fyrir ódýrara húsnæði og rólegra umhverfi Kanna hvort ástæða sé til að endurvekja kjörstað í Fljótum Vill fá úr skorið hvort „annarlegar hvatir“ liggi að baki sniðgöngunni „Vestfirska efnahagsævintýrið“ í hættu verði veiðigjöldin hækkuð „Allsvakalega vímaður og ölvaður“ kallaði lögreglumenn „fagga og tíkur“ Sparnaðurinn bitni á fjölskyldum Málið alvarlegra en stjórnmálamenn gera sér grein fyrir Sjá meira
Háskólinn í Reykjavík er talinn meðal 350 bestu háskóla í heiminum á nýjum lista Times Higher Education (THE), sem birtur var í gær. Á listanum er HR í sæti 301-350 en skólinn var á bilinu 401-500 sæti í úttekt THE fyrir árið 2018. Háskóli Íslands, sem hefur undanfarin ár verið talinn meðal 201-300 bestu háskóla í heiminum, fellur hins vegar á nýja listanum niður í sæti 351-400. Er þetta því í fyrsta sinn sem Háskólinn í Reykjavík telst hærra skrifaður en Háskóli Íslands á lista Times Higher Education. Listinn byggir á mati á fimm þáttum; kennslu, rannsóknum, tilvitnunum, alþjóðasamstarfi og atvinnulífstengslum. Stökk Háskólans í Reykjavík á milli ára skýrist einna helst af fjölgun tilvitnanna, en nú er svo komið að HR skorar hæst á þeim kvarða ásamt sex öðrum háskólum. Fær 100 stig af 100 mögulegum.Samanburður á einkunnum Háskólans í Reykjavík og Háskóla Íslands á nýjum lista Times Higher Education. Einkunnir HR eru vinstra megin og HÍ hægra megin.THE„Áhrifin eru metin út frá hlutfallslegum fjölda tilvitnana í vísindagreinar, það er, hversu oft aðrir vísindamenn vitna í niðurstöður fræðimanna háskólans í ritrýndum vísindagreinum,“ segir í útskýringu Háskólans í Reykjavík. Háskóli Íslands hefur einnig skorað hátt á tilvitnunarlistanum á undanförnum árum. Þannig skoraði HÍ 93,4 tilvitnunarstig á lista THE árið 2018, en fær hins vegar 75 á nýja listanum. Haft er eftir Ara Kristni Jónssyni, rektor HR, í tilkynningunni að hann sé að vonum ánægður með nýja lista THE. „Að HR sé meðal áhrifamestu rannsóknaháskóla heims miðað við stærð samkvæmt hinum þekkta lista Times Higher Education, er stórkostlegt. Það sýnir skýrt hversu frábærlega hefur tekist að byggja upp öflugar alþjóðlegar rannsóknir við háskólann á tiltölulega skömmum tíma,“ segir Ari. „Það sýnir líka að sú rannsóknavinna sem fer fram við HR er nýtt um allan heim sem undirstaða frekari rannsókna og þróunar. Starfsfólk HR á allan heiður af þessum stórkostlega árangri og full ástæða til að óska þeim hjartanlega til hamingju.“ Nánar má fræðast um nýjan lista Times Higher Education með því að smella hér. Hér má einnig nálgast einkunnir HR og HÍ.
Skóla - og menntamál Mest lesið Rétt náði að stilla hjálminn sem bjargaði lífi dótturinnar Innlent Stærsti óttinn varð að veruleika á þriðja degi af 90 Innlent Ökumaður dráttarvélarinnar fluttur með þyrlu Innlent „Af hverju sit ég einn af öllum þessum mönnum fyrir framan dómara?“ Innlent Segir Ísraelsher hafa myrt leiðtoga Hamas Erlent Fjögurra ára martröð Karlottu lauk með sýknudómi Innlent Oscar fluttur úr landi á þriðjudag Innlent Tuttugu ára fangelsisvist fyrir kynferðisbrot gegn 299 börnum Erlent Átta nemendur með ágætiseinkunn Innlent Dúxinn í Kvennó úr óvæntri átt Innlent Fleiri fréttir Rétt náði að stilla hjálminn sem bjargaði lífi dótturinnar Átta nemendur með ágætiseinkunn Margt til fyrirmyndar á Íslandi en gerir athugasemd við einangrunarvistun ódæmdra fanga Oscar fluttur úr landi á þriðjudag Sveitastjóraskipti í Reykhólahreppi Stærsti óttinn varð að veruleika á þriðja degi af 90 Fasteignamat fyrir 2026: Seltjarnarnes hástökkvarinn á höfuðborgarsvæðinu Tjaldaði á túni í miðborg Reykjavíkur Samrunatillögur bankanna og sjóveikur sundkappi Ökumaður dráttarvélarinnar fluttur með þyrlu Viðja bar sex lömbum takk fyrir „Af hverju sit ég einn af öllum þessum mönnum fyrir framan dómara?“ Dúxinn greip í saxófóninn Fjögurra ára martröð Karlottu lauk með sýknudómi Bein útsending: Uggandi yfir breytingum á Heiðmörk Úrslit hjá sósíalistum nær nákvæmlega eftir leiðbeiningum Dró vélarvana fiskibát að landi nærri Grindavík Bein útsending: Norðurslóðir í breyttum heimi Verzlingar settu upp húfur og skelltu sér til Krítar Óttast að stefna Trump-stjórnarinnar fæli námsmenn frá Bandaríkjunum Ísland verði að hafa skoðun á vörnum NATO við landið Fasteignamatið hækkar og áhyggjufullir námsmenn Staðfesta byggingaráform á Fannborgar- og Traðarreit Fólk flytur á landsbyggðina fyrir ódýrara húsnæði og rólegra umhverfi Kanna hvort ástæða sé til að endurvekja kjörstað í Fljótum Vill fá úr skorið hvort „annarlegar hvatir“ liggi að baki sniðgöngunni „Vestfirska efnahagsævintýrið“ í hættu verði veiðigjöldin hækkuð „Allsvakalega vímaður og ölvaður“ kallaði lögreglumenn „fagga og tíkur“ Sparnaðurinn bitni á fjölskyldum Málið alvarlegra en stjórnmálamenn gera sér grein fyrir Sjá meira