Enska úrvalsdeildin íhugar að klára tímabilið með HM-sniði í miðju landinu fyrir bak við luktar dyr Anton Ingi Leifsson skrifar 30. mars 2020 08:00 Gylfi og félgar gætu þurft að spila í allt sumar verði nýjasta hugmyndin notuð. vísir/getty Ein þeirra hugmynda sem er sögð hafa skotið upp kollinum hjá forráðamönnum ensku úrvalsdeildinnar er að klára deildina með hálfgerðu HM-móti í miðju landinu í júní og júlí fyrir framan luktar dyr svo hægt verði að klára mótið. Kórónuveiran hefur sett strik á enska boltann eins og nær alla hluti heimsins en deildin er nú í hléi er liðin eiga níu eða tíu leiki eftir. Liverpool er með 25 stiga forskot á toppi deildarinnar og þyrstir í sinn fyrsta titil í ansi mörg ár. Miguel Delaney, blaðamaður Independent, greindi frá því á Twitter-síðu sinni í gærkvöldi að nú íhugi enska úrvalsdeildi að klára deildina í með hálfgerðu hraðmóti í júní og júlí. Liðin yrðu í einangrun frá fjölskyldum sínum og allir 92 leikirnir yrðu spilaðir í miðju landinu. Þannig gætu menn minnkað útbreiðslu mögulegs smits en það eru ekki bara leikmennirnir sem þurfa að vera frá fjölskyldum sínum heldur einnig þjálfarateymi, dómarar, starfsfólk sjónvarpsstöðvanna og fleiri. Exclusive - Premier League plans have developed into clubs staying in quarantined World Cup-style bases and playing all games in midlands June/July- all 92 remaining games would be broadcast in "TV mega event"- govt backinghttps://t.co/O9OZCDqKO9— Miguel Delaney (@MiguelDelaney) March 29, 2020 Allir leikirnir yrðu sýndir í sjónvarpinu því félögin vilja alls ekki missa af þeim tekjum sem koma af sjónvarpsútsendingum enska boltans en talið er að ensk stjórnvöld séu hrifinn af hugmyndinni að klára deildina á þennan hátt. Eins og áður segir er talið að leikið verði í miðju landinu og mögulega í London en fari hugmyndin í gegn þá er líkur á því að leikið verði á æfingavöllum félaganna sem liggja nálægt þessu svæði en ekki aðalvöllunum. Delaney greindi svo frá því síðar á Twitter-aðgangi sínum að þýski boltinn íhugi þessa sömu leið og Englendingar þar sem sjónvarpssamningurinn þar í landi sé lifibrauð fyrir ansi mörg lið. Am told Germany are considering a similar plan - especially since broadcasting money essential to their football pyramid and livelihoods within ithttps://t.co/m0BIH0xmWH— Miguel Delaney (@MiguelDelaney) March 29, 2020 Enski boltinn Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Haaland fór sem Jókerinn að versla bleyjur Enski boltinn Fullkomin þrenna kom Lampard úr sjöunda himni Enski boltinn Kóngarnir í Færeyjum: Töpuðu ekki leik allt tímabilið Fótbolti Blikar áfram með fullt hús stiga Körfubolti Tindastóll - Stjarnan 96-95 | Ótrúlegur endir á Króknum Körfubolti „Bara feginn að við fundum þó leið“ Körfubolti ÍR - Ármann 96-83 | Nýliðarnir enn í leit að fyrsta sigrinum Körfubolti Jóladagskráin klár: Hefðin brotin og aðeins einn leikur annan í jólum Enski boltinn Sandra hélt áfram að fagna eftir landsleikina Fótbolti Grafalvarleg staða: „Þurfum að fara í sársaukafullar aðgerðir“ Handbolti Fleiri fréttir Kóngarnir í Færeyjum: Töpuðu ekki leik allt tímabilið Haaland fór sem Jókerinn að versla bleyjur Fullkomin þrenna kom Lampard úr sjöunda himni Jóladagskráin klár: Hefðin brotin og aðeins einn leikur annan í jólum Sandra hélt áfram að fagna eftir landsleikina Ísland fær eitt lakara lið í sinn riðil Sjáðu besta liðið í föstum leikatriðum leika listir sínar Barcelona skuldar mest en Tottenham er númer tvö Tölur úr Bestu: Bjartur Bjarmi fór í flestar tæklingar af öllum Gísli semur við Skagamenn Óskar Smári tekur við Stjörnunni Mikilvægt fyrir United að hamra járnið meðan það er heitt Félagið í greiðslustöðvun en borgaði öll laun degi fyrr Bretinn ráðinn tæknilegur ráðgjafi hjá Val Fram þvertekur fyrir metnaðarleysi og leitar að nýjum þjálfurum Nýr þjálfari Juventus er með Napoli-húðflúr „Nú er nóg komið“ Skortir Liverpool breidd þrátt fyrir gríðarleg fjárútlát síðasta sumar? Sádar eru ekki að fara að byggja HM-leikvang ofan á skýjakljúfi Hetja Englands á EM sleit krossband Lofar frekari fjárfestingum Juventus ræður Spalletti út tímabilið Meistaradeildin skiptir um bjór og Heineken snýr sér að padel Aron Einar kominn á toppinn Tölur úr Bestu: Hallgrímur Mar bjó til langflest færi Fantasýn: „Þessi vörn er eitthvað skrímsli“ Scholes hættir og setur einhverfan son sinn í fyrsta sætið Rúmar tvær milljónir í boði ef þú finnur hundinn hans Aarons Ramsey Carrick í einkaviðtali: Sigurinn á Anfield stór stund fyrir Man. Utd Hefur spilað 16 mínútur og fengið tvö rauð spjöld Sjá meira
Ein þeirra hugmynda sem er sögð hafa skotið upp kollinum hjá forráðamönnum ensku úrvalsdeildinnar er að klára deildina með hálfgerðu HM-móti í miðju landinu í júní og júlí fyrir framan luktar dyr svo hægt verði að klára mótið. Kórónuveiran hefur sett strik á enska boltann eins og nær alla hluti heimsins en deildin er nú í hléi er liðin eiga níu eða tíu leiki eftir. Liverpool er með 25 stiga forskot á toppi deildarinnar og þyrstir í sinn fyrsta titil í ansi mörg ár. Miguel Delaney, blaðamaður Independent, greindi frá því á Twitter-síðu sinni í gærkvöldi að nú íhugi enska úrvalsdeildi að klára deildina í með hálfgerðu hraðmóti í júní og júlí. Liðin yrðu í einangrun frá fjölskyldum sínum og allir 92 leikirnir yrðu spilaðir í miðju landinu. Þannig gætu menn minnkað útbreiðslu mögulegs smits en það eru ekki bara leikmennirnir sem þurfa að vera frá fjölskyldum sínum heldur einnig þjálfarateymi, dómarar, starfsfólk sjónvarpsstöðvanna og fleiri. Exclusive - Premier League plans have developed into clubs staying in quarantined World Cup-style bases and playing all games in midlands June/July- all 92 remaining games would be broadcast in "TV mega event"- govt backinghttps://t.co/O9OZCDqKO9— Miguel Delaney (@MiguelDelaney) March 29, 2020 Allir leikirnir yrðu sýndir í sjónvarpinu því félögin vilja alls ekki missa af þeim tekjum sem koma af sjónvarpsútsendingum enska boltans en talið er að ensk stjórnvöld séu hrifinn af hugmyndinni að klára deildina á þennan hátt. Eins og áður segir er talið að leikið verði í miðju landinu og mögulega í London en fari hugmyndin í gegn þá er líkur á því að leikið verði á æfingavöllum félaganna sem liggja nálægt þessu svæði en ekki aðalvöllunum. Delaney greindi svo frá því síðar á Twitter-aðgangi sínum að þýski boltinn íhugi þessa sömu leið og Englendingar þar sem sjónvarpssamningurinn þar í landi sé lifibrauð fyrir ansi mörg lið. Am told Germany are considering a similar plan - especially since broadcasting money essential to their football pyramid and livelihoods within ithttps://t.co/m0BIH0xmWH— Miguel Delaney (@MiguelDelaney) March 29, 2020
Enski boltinn Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Haaland fór sem Jókerinn að versla bleyjur Enski boltinn Fullkomin þrenna kom Lampard úr sjöunda himni Enski boltinn Kóngarnir í Færeyjum: Töpuðu ekki leik allt tímabilið Fótbolti Blikar áfram með fullt hús stiga Körfubolti Tindastóll - Stjarnan 96-95 | Ótrúlegur endir á Króknum Körfubolti „Bara feginn að við fundum þó leið“ Körfubolti ÍR - Ármann 96-83 | Nýliðarnir enn í leit að fyrsta sigrinum Körfubolti Jóladagskráin klár: Hefðin brotin og aðeins einn leikur annan í jólum Enski boltinn Sandra hélt áfram að fagna eftir landsleikina Fótbolti Grafalvarleg staða: „Þurfum að fara í sársaukafullar aðgerðir“ Handbolti Fleiri fréttir Kóngarnir í Færeyjum: Töpuðu ekki leik allt tímabilið Haaland fór sem Jókerinn að versla bleyjur Fullkomin þrenna kom Lampard úr sjöunda himni Jóladagskráin klár: Hefðin brotin og aðeins einn leikur annan í jólum Sandra hélt áfram að fagna eftir landsleikina Ísland fær eitt lakara lið í sinn riðil Sjáðu besta liðið í föstum leikatriðum leika listir sínar Barcelona skuldar mest en Tottenham er númer tvö Tölur úr Bestu: Bjartur Bjarmi fór í flestar tæklingar af öllum Gísli semur við Skagamenn Óskar Smári tekur við Stjörnunni Mikilvægt fyrir United að hamra járnið meðan það er heitt Félagið í greiðslustöðvun en borgaði öll laun degi fyrr Bretinn ráðinn tæknilegur ráðgjafi hjá Val Fram þvertekur fyrir metnaðarleysi og leitar að nýjum þjálfurum Nýr þjálfari Juventus er með Napoli-húðflúr „Nú er nóg komið“ Skortir Liverpool breidd þrátt fyrir gríðarleg fjárútlát síðasta sumar? Sádar eru ekki að fara að byggja HM-leikvang ofan á skýjakljúfi Hetja Englands á EM sleit krossband Lofar frekari fjárfestingum Juventus ræður Spalletti út tímabilið Meistaradeildin skiptir um bjór og Heineken snýr sér að padel Aron Einar kominn á toppinn Tölur úr Bestu: Hallgrímur Mar bjó til langflest færi Fantasýn: „Þessi vörn er eitthvað skrímsli“ Scholes hættir og setur einhverfan son sinn í fyrsta sætið Rúmar tvær milljónir í boði ef þú finnur hundinn hans Aarons Ramsey Carrick í einkaviðtali: Sigurinn á Anfield stór stund fyrir Man. Utd Hefur spilað 16 mínútur og fengið tvö rauð spjöld Sjá meira