Segir Bretum að búa sig undir að aðgerðir vari í sex mánuði Sylvía Hall skrifar 29. mars 2020 17:37 Dr. Jenny Harries. Vísir/Getty Dr. Jenny Harries, yfirmaður heilsuverndarstofnunar Bretlands, segir Breta mega búast við því að einhverjar aðgerðir vegna kórónuveirufaraldursins verði í gildi næstu sex mánuði. Það þýði þó ekki að útgöngubann muni vara svo lengi. Þetta kom fram í máli Harries á daglegum upplýsingafundi ríkisstjórnarinnar í Bretlandi vegna kórónuveirufaraldursins sem veldur COVID-19 sjúkdómnum. Þar minnti hún almenning á að það væri mikilvægt að sýna ábyrgð og fylgja fyrirmælum yfirvalda til þess að hefta útbreiðslu veirunnar. Fjöldi tilfella í Bretlandi er kominn í 19.763 og eru staðfest dauðsföll orðin 1.228 Harries sagði ríkisstjórnina endurskoða útgöngubannið eftir þrjár vikur. Það væri þó ekki hægt að búast við því að almenningur gæti skyndilega farið að haga lífi sínu líkt og áður heldur þyrfti slíkt að vera gert í skrefum. „Við munum ekki þá snúa aftur í okkar hefðbundna lífstíl. Það væri frekar hættulegt,“ sagði Harries og bætti við að með því myndi árangur aðgerðanna mögulega þurrkast út og landið gæti séð fram á annan hápunkt í faraldrinum. Ekki séð svona ástand á friðartímum Robert Jenrick húsnæðismálaráðherra sagði landið vera á neyðaráætlun sem væri óþekkt á friðartímum. Hann segir þær aðgerðir sem ráðist hafi verið í til þess að útvega starfsfólki heilbrigðisþjónustunnar búnaði til þess að takast á við veiruna vera gífurlega umfangsmiklar. „Við höfum ekki gert neitt þessu líkt síðan í seinni heimstyrjiöld.“ Boris Johnson, forsætisráðherra Bretlands, sagði í bréfi sem sent var á öll heimili landsins að kórónuveirufaraldurinn í landinu ætti eftir að versna áður en hann færi að ganga niður. Johnson, sem nú er í einangrun eftir að hafa greinst með kórónuveiruna sem valdið getur sjúkdómnum COVID-19, sagði einnig í bréfinu að strangari aðgerðir en þær sem þegar hefur verið gripið til vegna faraldursins gætu verið á næsta leiti. „Frá byrjun höfum við reynt að grípa til réttra aðgerða á réttum tíma. Við munum ekki hika við að ganga lengra, ef það er það sem vísindaleg gögn og læknisfræðileg ráðgjöf bendir til að við þurfum að gera,“ sagði Johnson meðal annars. Þá munu Bretar á næstunni fá leiðbeiningar um þær reglur sem gilda vegna faraldursins inn um lúguna hjá sér á næstu dögum. Bréfið var sent í kjölfar mikillar gagnrýni á stjórnvöld í landinu vegna skorts á leiðbeiningum og skýrleika varðandi reglur tengdar kórónuveirunni. Bretland Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir „Hlutirnir verða verri áður en þeir verða betri“ Boris Johnson hefur sent bréf á öll heimili Bretlands, þar sem hann fjallar um kórónuveirufaraldurinn og þá tíma sem fram undan eru í landinu. 29. mars 2020 07:56 Boris veikur af Covid-19 og fer í einangrun Boris Johnson forsætisráðherra Bretlands tilkynnti rétt í þessu að hann hefði fengið jákvæða niðurstöðu úr kórónuveiruprófi. Hann sagði í myndskeiði á Twitter að hann hefði fengið mild einkenni Covid-19 sjúkdómsins á síðasta sólarhring. 27. mars 2020 11:31 Mest lesið Óttast að áætlanir ráðherra muni fækka leigubílstjórum Innlent Fundu Guð í App store Erlent Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem eingangra sig félagslega Innlent Eiga eftir að ráða tólf starfsmenn svo hægt sé að opna allar deildir Innlent Segja áform ráðherra grafa undan þjónustu Innlent Skorast ekki undan ábyrgð vilji flokksmenn nýjan oddvita Innlent Nýr kókaínkóngur í Mexíkó Erlent Nýburar fæðast í nikótínfráhvörfum Innlent Aðalsteinn volgur og Björg orðuð við oddvitann Innlent SUS gefur fundarmönnum bol í anda Charlies Kirk Innlent Fleiri fréttir Fundu Guð í App store Nýr kókaínkóngur í Mexíkó Segir Kennedy hafa rekið sig fyrir að standa við vísindaleg heilindi Fjarlægðu skýrslu um pólitískt ofbeldi hægri öfgamanna Vatnaskil í dönskum varnarmálum: Ætla að kaupa langdræg vopn í fyrsta sinn Rýnt í ákærurnar: „Ég fékk nóg af hatri hans“ Segir að Navalní hafi verið myrtur í fangelsinu Bein útsending: Rauða dreglinum rúllað út fyrir Trump Evrópa sein með nýtt loftslagsmarkmið vegna óeiningar Opna tímabundna flóttaleið Ráðast í frekari rannsókn á andláti kvennanna sem létust í Laos Trump fær konunglegar móttökur í Bretlandi „Markmið ríkisstjórnar Ísraels er augljóst þegar við höldum áfram að verða vitni að tortímingu Palestínumanna“ Fara fram á dauðarefsingu yfir Robinson Nálægt því að draga úr flæðinu vegna drónaárása Hafa engar skýringar á margföldum gammablossa Enn ein ásiglingin við rifið umdeilda Hryðjuverkaákærum vísað frá Samþykkja að framselja Úkraínumann vegna Nord Stream-skemmdarverkanna Trump-liðar heita hefndum Nefnd SÞ segir Ísraelsmenn hafa framið þjóðarmorð á Gasa Látlausar sprengjuárásir á Gasa í nótt Trump höfðar 15 milljarða dala mál gegn New York Times Sagði frá fyrirætlunum sínum í SMS-i fyrir morðið Bandaríkin lýstu yfir fullum stuðningi við fyrirætlanir Ísraelsstjórnar Drápu þrjá í annarri árás á meinta smyglara Conor McGregor dregur forsetaframboðið til baka NATO og Rússland „augljóslega“ í stríði Stórauka útgjöld til varnarmála Tinder-svindlarinn handtekinn í Georgíu Sjá meira
Dr. Jenny Harries, yfirmaður heilsuverndarstofnunar Bretlands, segir Breta mega búast við því að einhverjar aðgerðir vegna kórónuveirufaraldursins verði í gildi næstu sex mánuði. Það þýði þó ekki að útgöngubann muni vara svo lengi. Þetta kom fram í máli Harries á daglegum upplýsingafundi ríkisstjórnarinnar í Bretlandi vegna kórónuveirufaraldursins sem veldur COVID-19 sjúkdómnum. Þar minnti hún almenning á að það væri mikilvægt að sýna ábyrgð og fylgja fyrirmælum yfirvalda til þess að hefta útbreiðslu veirunnar. Fjöldi tilfella í Bretlandi er kominn í 19.763 og eru staðfest dauðsföll orðin 1.228 Harries sagði ríkisstjórnina endurskoða útgöngubannið eftir þrjár vikur. Það væri þó ekki hægt að búast við því að almenningur gæti skyndilega farið að haga lífi sínu líkt og áður heldur þyrfti slíkt að vera gert í skrefum. „Við munum ekki þá snúa aftur í okkar hefðbundna lífstíl. Það væri frekar hættulegt,“ sagði Harries og bætti við að með því myndi árangur aðgerðanna mögulega þurrkast út og landið gæti séð fram á annan hápunkt í faraldrinum. Ekki séð svona ástand á friðartímum Robert Jenrick húsnæðismálaráðherra sagði landið vera á neyðaráætlun sem væri óþekkt á friðartímum. Hann segir þær aðgerðir sem ráðist hafi verið í til þess að útvega starfsfólki heilbrigðisþjónustunnar búnaði til þess að takast á við veiruna vera gífurlega umfangsmiklar. „Við höfum ekki gert neitt þessu líkt síðan í seinni heimstyrjiöld.“ Boris Johnson, forsætisráðherra Bretlands, sagði í bréfi sem sent var á öll heimili landsins að kórónuveirufaraldurinn í landinu ætti eftir að versna áður en hann færi að ganga niður. Johnson, sem nú er í einangrun eftir að hafa greinst með kórónuveiruna sem valdið getur sjúkdómnum COVID-19, sagði einnig í bréfinu að strangari aðgerðir en þær sem þegar hefur verið gripið til vegna faraldursins gætu verið á næsta leiti. „Frá byrjun höfum við reynt að grípa til réttra aðgerða á réttum tíma. Við munum ekki hika við að ganga lengra, ef það er það sem vísindaleg gögn og læknisfræðileg ráðgjöf bendir til að við þurfum að gera,“ sagði Johnson meðal annars. Þá munu Bretar á næstunni fá leiðbeiningar um þær reglur sem gilda vegna faraldursins inn um lúguna hjá sér á næstu dögum. Bréfið var sent í kjölfar mikillar gagnrýni á stjórnvöld í landinu vegna skorts á leiðbeiningum og skýrleika varðandi reglur tengdar kórónuveirunni.
Bretland Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir „Hlutirnir verða verri áður en þeir verða betri“ Boris Johnson hefur sent bréf á öll heimili Bretlands, þar sem hann fjallar um kórónuveirufaraldurinn og þá tíma sem fram undan eru í landinu. 29. mars 2020 07:56 Boris veikur af Covid-19 og fer í einangrun Boris Johnson forsætisráðherra Bretlands tilkynnti rétt í þessu að hann hefði fengið jákvæða niðurstöðu úr kórónuveiruprófi. Hann sagði í myndskeiði á Twitter að hann hefði fengið mild einkenni Covid-19 sjúkdómsins á síðasta sólarhring. 27. mars 2020 11:31 Mest lesið Óttast að áætlanir ráðherra muni fækka leigubílstjórum Innlent Fundu Guð í App store Erlent Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem eingangra sig félagslega Innlent Eiga eftir að ráða tólf starfsmenn svo hægt sé að opna allar deildir Innlent Segja áform ráðherra grafa undan þjónustu Innlent Skorast ekki undan ábyrgð vilji flokksmenn nýjan oddvita Innlent Nýr kókaínkóngur í Mexíkó Erlent Nýburar fæðast í nikótínfráhvörfum Innlent Aðalsteinn volgur og Björg orðuð við oddvitann Innlent SUS gefur fundarmönnum bol í anda Charlies Kirk Innlent Fleiri fréttir Fundu Guð í App store Nýr kókaínkóngur í Mexíkó Segir Kennedy hafa rekið sig fyrir að standa við vísindaleg heilindi Fjarlægðu skýrslu um pólitískt ofbeldi hægri öfgamanna Vatnaskil í dönskum varnarmálum: Ætla að kaupa langdræg vopn í fyrsta sinn Rýnt í ákærurnar: „Ég fékk nóg af hatri hans“ Segir að Navalní hafi verið myrtur í fangelsinu Bein útsending: Rauða dreglinum rúllað út fyrir Trump Evrópa sein með nýtt loftslagsmarkmið vegna óeiningar Opna tímabundna flóttaleið Ráðast í frekari rannsókn á andláti kvennanna sem létust í Laos Trump fær konunglegar móttökur í Bretlandi „Markmið ríkisstjórnar Ísraels er augljóst þegar við höldum áfram að verða vitni að tortímingu Palestínumanna“ Fara fram á dauðarefsingu yfir Robinson Nálægt því að draga úr flæðinu vegna drónaárása Hafa engar skýringar á margföldum gammablossa Enn ein ásiglingin við rifið umdeilda Hryðjuverkaákærum vísað frá Samþykkja að framselja Úkraínumann vegna Nord Stream-skemmdarverkanna Trump-liðar heita hefndum Nefnd SÞ segir Ísraelsmenn hafa framið þjóðarmorð á Gasa Látlausar sprengjuárásir á Gasa í nótt Trump höfðar 15 milljarða dala mál gegn New York Times Sagði frá fyrirætlunum sínum í SMS-i fyrir morðið Bandaríkin lýstu yfir fullum stuðningi við fyrirætlanir Ísraelsstjórnar Drápu þrjá í annarri árás á meinta smyglara Conor McGregor dregur forsetaframboðið til baka NATO og Rússland „augljóslega“ í stríði Stórauka útgjöld til varnarmála Tinder-svindlarinn handtekinn í Georgíu Sjá meira
„Hlutirnir verða verri áður en þeir verða betri“ Boris Johnson hefur sent bréf á öll heimili Bretlands, þar sem hann fjallar um kórónuveirufaraldurinn og þá tíma sem fram undan eru í landinu. 29. mars 2020 07:56
Boris veikur af Covid-19 og fer í einangrun Boris Johnson forsætisráðherra Bretlands tilkynnti rétt í þessu að hann hefði fengið jákvæða niðurstöðu úr kórónuveiruprófi. Hann sagði í myndskeiði á Twitter að hann hefði fengið mild einkenni Covid-19 sjúkdómsins á síðasta sólarhring. 27. mars 2020 11:31
„Markmið ríkisstjórnar Ísraels er augljóst þegar við höldum áfram að verða vitni að tortímingu Palestínumanna“