Erlent

Ungbarn með COVID-19 lést í Bandaríkjunum

Sylvía Hall skrifar
J.B. Pritzker ríkisstjóri Illinois.
J.B. Pritzker ríkisstjóri Illinois. Vísir/Getty

J.B. Pritzker ríkisstjóri Illinois staðfesti í dag að ungbarn með kórónuveiruna sem veldur COVID-19 sjúkdómnum hefði látist. Ekki væri búið að ganga úr skugga um hver dánarorsök væri og því ekki vitað hvort barnið hefði látist af völdum kórónuveirunnar.

Engar frekari upplýsingar voru gefnar upp um barnið aðrar en þær að það hefði verið frá Cook-sýslu, þar sem stórborgin Chicago er meðal annars. Þá var ekki gefið út hvort barnið hefði verið með undirliggjandi sjúkdóma eða önnur heilsufarsvandamál.

Börn og ungmenni hafa ekki verið talin í mikilli áhættu vegna kórónuveirufaraldursins sem nú geisar um heiminn og bendir tölfræðin til þess að þau veikist síður alvarlega og fái vægari einkenni. 

Eldra fólk og fólk með undirliggjandi sjúkdóma er í meiri hættu á að veikjast alvarlega.


Tengdar fréttir

112.000 smitaðir í Bandaríkjunum

Faraldurinn í Bandaríkjunum er að taka á sig sína verstu mynd en fleiri en hundrað þúsund hafa smitast af kórónuveirunni og um átján hundruð eru látnir.

Elon Musk útvegar öndunarvélar

Elon Musk hyggst gefa New York hundruð öndunarvélar til þess að bregðast við þeim skorti sem er í ríkinu.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.