Erlent

Loftbrú frá Kína til Evrópu með milljónir andlitsgríma

Kristján Már Unnarsson skrifar
Hjálpargögnunum frá Kína var hlaðið um borð í herbíla á flugvellinum í Getafe sem flytja þau áfram til hinna ýmsu Evrópuríkja.
Hjálpargögnunum frá Kína var hlaðið um borð í herbíla á flugvellinum í Getafe sem flytja þau áfram til hinna ýmsu Evrópuríkja. Mynd/Airbus

Breiðþota með yfir fjórar milljónir andlitsgríma frá Kína lenti á Spáni snemma í morgun. Þetta er hluti af loftbrú sem evrópski Airbus-flugvélaframleiðandinn hefur skipulagt til að koma hjálpargögnum sem Kínverjar hafa aflögu sem hraðast til ríkja Evrópu í baráttunni gegn kórónu-faraldrinum.

Bæði farangursrými og farþegarými þotunnar voru hlaðin kössum með andlitsgrímum. Á flugvellinum komu hermenn og flugvallarstarfsmenn hjálpargögnunum um borð í herbíla sem flytja þau áfram til sjúkrastofnana og stjórnsýslumiðstöðva þar sem þörfin er talin mest; á Spáni, í Frakklandi, Þýskalandi og Bretlandi.

Farþegasætin og töskugeymslunar fyrir ofan voru hlaðin hjálpargögnum en einnig vörulestirnar undir farþegarýminu.Mynd/Airbus

Flugvélin, af gerðinni Airbus A330, lagði upp frá borginni Getafe í útjaðri Madríd-borgar á fimmtudagskvöld og lenti í borginni Tianjin í Kína í gær. 

Hún lenti svo með farminn á Spáni um fjögurleytið í morgun að staðartíma.

Þotan lagði upp frá Getafe sunnan Madríd-borgar á fimmtudagskvöld.Mynd/Airbus.

Undanfarna daga hefur Airbus farið nokkur slík flug milli Evrópu og Kína og gefið andlitsgrímur til sjúkrastofnana og opinberra aðila víðsvegar um Evrópu, en flugmenn Airbus fljúga vélunum.

Í upphaflegu útgáfu fréttarinnar mátti skilja að Kína væri að gefa grímurnar en það er Airbus sem er að gefa þær frá Kína.

Hér má sjá myndband frá komu þotunnar til Getafe í morgun:


Tengdar fréttir

Wuhan opnuð að nýju

Lestaferðir til kínversku borgarinnar Wuhan hafa verið leyfðar á ný.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×