Lyfta lóðum, mála veggi og rækta pottaplöntur í samkomubanni Stefán Ó. Jónsson skrifar 27. mars 2020 22:20 Íslendingar sitja ekki auðum höndum þó svo að þeir haldi sig heima í samkomubanninu. Þegar þeir lyfta ekki lóðum í stofunni hjá sér eru landsmenn í óðaönn við að mála íbúðina, parketleggja eða rækta pottaplöntur. Þeir fara þó sjaldnar í búðina en versla meira í hvert skipti. Kórónuveiran og meðfylgjandi samkomubann hafa haft marktæk áhrif á kauphegðun Íslendinga. Markaðsvakt Meniga sýnir þannig að algjör sprenging hafi orðið í sölu á hvers kyns íþróttatólum og tækjum til heimabrúks. Eftir að tilkynnt var um samkomubann þrefaldaðist salan á milli ára og var fimmfalt meiri í fyrstu viku samkomubannsins, samanborið við sömu viku í fyrra. Þá hafa Íslendingar farið að leigja búnað, til að mynda hjá líkamsræktarstöðinni Hress í Hafnarfirði. „Hjólin voru mjög vinsæl, pallar og handlóð - þau voru virkilega vinsæl. Ég er búin að fá mikið af spurningum um ketilbjöllur,“ segir Nótt Jónsdóttir. „Það er í rauninni bara allt. Það er búið að bjóða yfirverð í leigutækin en við vildum tryggja að okkar viðskiptavinir gætu æft heima og við settum þá í forgang,“ Aukin hreyfing kallar á aukna næringu. Þannig hafa kaup Íslendinga í matvöruverslunum verið allt að helmingi meiri eftir samkomubann en þau voru á sama tíma í fyrra samkvæmt tölum frá Meniga. Aftur á móti hefur búðarferðum þeirra ekki fjölgað að ráði, þannig að ljóst er að landsmenn fara nú sjaldnar að kaupa í matinn en versla meira í hvert skipti. Íslendingar nýta heimaveruna þó ekki aðeins til matseldar, heldur jafnframt til framkvæmda. „Fólk er mikið að leggja parket og mála. Svo sjáum við líka blöndunartæki og annað slíkt,“ segir Árni Stefánsson, forstjóri Húsasmiðjunnar Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Samkomubann á Íslandi Mest lesið Þessi sóttu um hjá Höllu Innlent Guðmundur Ingi segir af sér Innlent Ragnar Þór verður ráðherra Innlent Mistök ollu því að sumir fengu ekki boð Innlent „Málið er að ástandið fer versnandi“ Innlent Trump-liðar hóta fauta Maduros sömu örlögum eða dauða Erlent Þingmaður Svíþjóðardemókrata tekin full undir stýri með kókaín í poka Erlent „Trúið ekki þessari áróðursvél“ Erlent Veginum lokað við Skaftafell og fólk leitar í fjöldahjálparstöð Veður Sex á slysadeild og bílarnir óökufærir Innlent Fleiri fréttir Ragnar Þór verður ráðherra Guðmundur Ingi segir af sér Telur ólíklegt að aðrar þjóðir berjist með Dönum Hátt í hundrað á fjöldahjálparstöð Bæjarfulltrúar slást um oddvitasætið í Hafnarfirði Ekki fengið kvartanir um Grok-myndir af íslenskum konum Neyðarástand í uppsiglingu takist ekki að fjölga sjúkraliðum Mistök ollu því að sumir fengu ekki boð Þessi sóttu um hjá Höllu Kynferðisbrot gegn dreng í Hafnarfirði komið til saksóknara Ungt barn með mislinga á Landspítalanum Halda í opinbera heimsókn til Eyja Ekki komið til héraðssaksóknara Gjaldskylduskógurinn verði grisjaður Stormur í aðsigi: Ræða sviptingar í alþjóðastjórnmálum í pallborði Sex á slysadeild og bílarnir óökufærir Leigubílstjóri sem keypti vændi fær ekki að starfa áfram Meðalaldur hjúkrunarfræðinga, sjúkraliða og ljósmæðra heldur áfram að hækka „Málið er að ástandið fer versnandi“ Ekið inn í verslun og á ljósastaur Þvag, saur og uppköst í klefum Leitar afkomenda Ungverjanna sem komu til Íslands fyrir sjötíu árum Símabann skilað góðum árangri þó sumir stelist í símann „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Hildur hlýtur Íslensku bjartsýnisverðlaunin Rússneskt skip í íslenskri lögsögu og nemendur eiga erfitt með símabann Kleip og sparkaði í fjölda lögreglumanna og látin dúsa í einangrun mánuðum saman Árekstur á Álftanesvegi Tvennu vísað úr landi Munu skoða hvort tilefni sé til að hægja á inntöku nýrra barna Sjá meira
Íslendingar sitja ekki auðum höndum þó svo að þeir haldi sig heima í samkomubanninu. Þegar þeir lyfta ekki lóðum í stofunni hjá sér eru landsmenn í óðaönn við að mála íbúðina, parketleggja eða rækta pottaplöntur. Þeir fara þó sjaldnar í búðina en versla meira í hvert skipti. Kórónuveiran og meðfylgjandi samkomubann hafa haft marktæk áhrif á kauphegðun Íslendinga. Markaðsvakt Meniga sýnir þannig að algjör sprenging hafi orðið í sölu á hvers kyns íþróttatólum og tækjum til heimabrúks. Eftir að tilkynnt var um samkomubann þrefaldaðist salan á milli ára og var fimmfalt meiri í fyrstu viku samkomubannsins, samanborið við sömu viku í fyrra. Þá hafa Íslendingar farið að leigja búnað, til að mynda hjá líkamsræktarstöðinni Hress í Hafnarfirði. „Hjólin voru mjög vinsæl, pallar og handlóð - þau voru virkilega vinsæl. Ég er búin að fá mikið af spurningum um ketilbjöllur,“ segir Nótt Jónsdóttir. „Það er í rauninni bara allt. Það er búið að bjóða yfirverð í leigutækin en við vildum tryggja að okkar viðskiptavinir gætu æft heima og við settum þá í forgang,“ Aukin hreyfing kallar á aukna næringu. Þannig hafa kaup Íslendinga í matvöruverslunum verið allt að helmingi meiri eftir samkomubann en þau voru á sama tíma í fyrra samkvæmt tölum frá Meniga. Aftur á móti hefur búðarferðum þeirra ekki fjölgað að ráði, þannig að ljóst er að landsmenn fara nú sjaldnar að kaupa í matinn en versla meira í hvert skipti. Íslendingar nýta heimaveruna þó ekki aðeins til matseldar, heldur jafnframt til framkvæmda. „Fólk er mikið að leggja parket og mála. Svo sjáum við líka blöndunartæki og annað slíkt,“ segir Árni Stefánsson, forstjóri Húsasmiðjunnar
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Samkomubann á Íslandi Mest lesið Þessi sóttu um hjá Höllu Innlent Guðmundur Ingi segir af sér Innlent Ragnar Þór verður ráðherra Innlent Mistök ollu því að sumir fengu ekki boð Innlent „Málið er að ástandið fer versnandi“ Innlent Trump-liðar hóta fauta Maduros sömu örlögum eða dauða Erlent Þingmaður Svíþjóðardemókrata tekin full undir stýri með kókaín í poka Erlent „Trúið ekki þessari áróðursvél“ Erlent Veginum lokað við Skaftafell og fólk leitar í fjöldahjálparstöð Veður Sex á slysadeild og bílarnir óökufærir Innlent Fleiri fréttir Ragnar Þór verður ráðherra Guðmundur Ingi segir af sér Telur ólíklegt að aðrar þjóðir berjist með Dönum Hátt í hundrað á fjöldahjálparstöð Bæjarfulltrúar slást um oddvitasætið í Hafnarfirði Ekki fengið kvartanir um Grok-myndir af íslenskum konum Neyðarástand í uppsiglingu takist ekki að fjölga sjúkraliðum Mistök ollu því að sumir fengu ekki boð Þessi sóttu um hjá Höllu Kynferðisbrot gegn dreng í Hafnarfirði komið til saksóknara Ungt barn með mislinga á Landspítalanum Halda í opinbera heimsókn til Eyja Ekki komið til héraðssaksóknara Gjaldskylduskógurinn verði grisjaður Stormur í aðsigi: Ræða sviptingar í alþjóðastjórnmálum í pallborði Sex á slysadeild og bílarnir óökufærir Leigubílstjóri sem keypti vændi fær ekki að starfa áfram Meðalaldur hjúkrunarfræðinga, sjúkraliða og ljósmæðra heldur áfram að hækka „Málið er að ástandið fer versnandi“ Ekið inn í verslun og á ljósastaur Þvag, saur og uppköst í klefum Leitar afkomenda Ungverjanna sem komu til Íslands fyrir sjötíu árum Símabann skilað góðum árangri þó sumir stelist í símann „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Hildur hlýtur Íslensku bjartsýnisverðlaunin Rússneskt skip í íslenskri lögsögu og nemendur eiga erfitt með símabann Kleip og sparkaði í fjölda lögreglumanna og látin dúsa í einangrun mánuðum saman Árekstur á Álftanesvegi Tvennu vísað úr landi Munu skoða hvort tilefni sé til að hægja á inntöku nýrra barna Sjá meira