Fótbolti

Bruno sér eftir því að hafa „sussað“ á Guardiola

Anton Ingi Leifsson skrifar
Bruno og Guardiola í leiknum umrædda.
Bruno og Guardiola í leiknum umrædda. vísir/getty

Bruno Fernandes hefur komið eins og stormsveipur inn í lið Manchester United frá því að hann kom til félagsins í janúar. Hann lenti meðal annars upp á kant við Pep Guardiola, stjóra Man. City, í grannaslag liðanna fyrr í mánuðinum.

Í síðari hálfleiknum var Bruno í baráttunni út við hliðarlínuna og skiptust Guardiola og Bruno á orðum. Það endaði með því að Bruno „sussaði“ á Guardiola en hann sér eftir því í dag:

„Fólk sagði: Hver er þessi Bruno að „sussa“ á Guardiola? Hvað hefur hann unnið? En þetta snýst ekki bara um hver maður er eða hvað maður hefur unnið,“ sagði Bruno í viðtali við Canal 11.

„Ég sé dálítið eftir þessu því ég átt að vera klókari. Besta svarið hefði verið að segja ekki neitt og þá hefði hann bara verið að tala við sjálfan sig. Ég er bara svo heitur að það er erfitt að segja ekkert.“Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.