Fótbolti

Gylfi og fé­lagar klöppuðu fyrir heil­brigðis­starfs­fólki á Engandi og í öllum heiminum

Anton Ingi Leifsson skrifar
Skjáskot af Gylfa í myndbandinu.
Skjáskot af Gylfa í myndbandinu. mynd/everton

Everton birti í gær skemmtilegt myndband á samskiptamiðlum sínum þar sem bæði leikmenn, stuðningsmenn og starfsmenn félagsins klöppuðu fyrir heilbrigðisstarfsfólki en klukkan átta í gærkvöldi tóku landsmenn sig til og klöppuðu fyrir starfsfólkinu sem vinnur gegn kórónuveirunni.

Enska deildin er eins og flest allar deildir heims í hléi vegna kóronuveirunnar og óvíst er hvenær leikmenn ensku úrvalsdeildarinnar geti snúið aftur út á völlinn. Það verður tíminn einn að leiða í ljós.

Everton hefur undanfarið birt skemmtileg myndbönd á miðlum sínum þar sem leikmenn liðsins hafa hringt í ársmiðahafa á Goodison Park og spurt þá hvernig þeir hafi það á þessum erfiðu tímum.

Í gær birti bláklædda Bítlaborgarliðið svo nýtt myndband þar sem leikmenn, bæði karla- og kvennalandsliðsins, klöppuðu fyrir starfsfólkinu á Englandi sem og í öllum heiminum sem vinnur hörðum höndum í baráttunni gegn kórónuveirunni.

Gylfi Sigurðsson var einn þeirra sem birtist í myndbandinu en að auki má þar nefna Theo Walcott, Michael Keane og yfirmann knattspyrnumála, Marcel Brands.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.