Fótbolti

Ó­eining innan leik­manna­hóps Barcelona um launa­lækkun vegna kórónu­veirunnar

Anton Ingi Leifsson skrifar
Messi og Pique eru sagðir á meðal þeirra sem hafa lítinn áhuga á að taka á sig launalækkun.
Messi og Pique eru sagðir á meðal þeirra sem hafa lítinn áhuga á að taka á sig launalækkun. vísir/getty

Spænski miðillinn Sport greinir frá því að allir leikmenn Barcelona séu ekki sammála því um að taka á sig launalækkun vegna kórónuveirunnar en félagið hefur beðið leikmennina um að taka á sig launalækkun.

Spænski boltinn er eins og flestar aðrar deildir í heiminum í hléi vegna kórónuveirunnar. Ekkert hefur spilað undanfarnar vikur og óvíst er hvenær boltinn fer aftur að rúlla á Spáni en ástandið þar er ansi slæmt.

Josep Maria Bartomeu forseti Barcelona sem og aðrir stjórnarmenn hafa beðið leikmannahóp liðsins um að taka á sig 70% launalækkun. Nokkrir leikmenn eiga að hafa sagt já við þessari bón forvarsmanna félagsins en aðrir eru ekki á sama máli.

Sumir leikmennirnir eru ekki tilbúnir að taka á sig launalækkunina. Ástæðan er talin vera sú að þeir eru ekki sáttir við leikmannakaup liðsins undanfarin ár og eru þeir ekki tilbúnir að borga brúsann fyrir það.

Annar spænskur miðill, AS, greinir þó frá því á vef sínum að fyrirliðahópur félagsins; þeir Lionel Messi, Sergio Busquets, Gerard Pique og Sergi Roberto eiga að hafa sagt nei við beiðni forsetans.

Þrátt fyrir að leikmennirnir segi nei þá verða þeir lækkaðir í launum. Það er ekkert annað í boði. Óvíst er hvenær eða hvort spænski boltinn fari aftur af stað en spænsku leikmannasamtökin eiga að hafa samþykkt að spilað verði á 48-72 klukkustunda fresti er deildin byrjar aftur.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×