Áhersla lögð á mannaflsfrekar framkvæmdir í aðgerðum stjórnvalda Heimir Már Pétursson skrifar 26. mars 2020 19:20 Fámennt er í þingsal þessa dagana vegna sóttvarna og flokkarnir velja sér fulltrúa til að tala í hverju máli. Þingmenn fylgjast með umræðum á skrifstofum sínum eða heima hjá sér. Vísir/Frikki Fámennt er í þingsal vegna sóttvarna en þingmenn fylgjast með umræðum annars staðar í húsakynnum Alþingis eða heima hjá sér. Í þingsályktun Bjarna Benediktssonar fjármálaráðherra sem nær til verkefna undir mörgum ráðuneytum er gert ráð fyrir 15 milljörðum til alls kyns framkvæmda sem auðvelt sé að fara í á þessu ári. Tillagan nýtur almenns stuðnings flokka en stjórnarandstaðan vill bæði gera meira og forgangsraða öðruvísi. Þorsteinn Víglundsson varaformaður Viðreisnar sagði næsta öruggt að samdrátturinn framundan verði meiri en gert hafi verið ráð fyrir. „Kæmi til greina að hálfu hæst virts ráðherra; af því að innan fjárlaganefndar er töluvert rætt um að bæta hér verulega í, að gera nákvæmlega það. Að auka verulega í þessa fjárhæð og í stað fimmtán milljarða værum við hér kannski að horfa á tuttugu og fimm til þrjátíu milljarða viðbótar fjárfestingu á þessu ári,“ sagði Þorsteinn. Fjármálaráðherra minnti á að þetta væri viðbót við rúma sjötíu milljarða til framkvæmda í fjárlögum þessa árs. Þá væri unniðað fjármálaáætlun til næstu ára þar sem gert væri ráð fyrir 60 milljörðum til viðbótar. „Það sem ég myndi hafa áhyggjur af varðandi það að fara í 30-40 milljarða viðbætur á níu mánuðum er einfaldlega að koma þessum fjármunum í vinnu. Að ráða nógu margar vinnuvélar, fá hagstætt verð ef menn ætlað að troða peningum ofan í verktakageirann. Að við missum stjórn á framboði og eftirspurn,“ sagði Bjarni. Vandlega hafi verið farið yfir hvaða verkefni það væru sem auðvelt væri að fara í strax það sem eftir lifði árs. Þingmenn Viðreisnar, Samfylkingar og Pírata töldu að auka mætti framlög til nýsköpunar, alls kyns rannsóknar- og þróunarsjóða og þingflokksformaður Miðflokksins vildi betri greiningu á mannaflaþörfinni. En af 15 milljörðum fara rúmir sex í samgönguverkefni og restin fer að mestu í nýbyggingar og viðhald. Þá sagðist Björn Leví Gunnarsson þingmaður Pírata hafa áhyggjur af kynjajöfnun eins og lög kvæðu á um að væri gætt. Honum sýndist þessi verkefni vera af um tveimur þriðja „karlaverkefni.“ Þá mætti ekki endurtaka grandvaraleysið frá því á hrunárunum. „Ekki gleyma neinum hópum núna eins og gleymdust síðast. Hugum að viðkvæmum hópum á þessum tímapunkti. Eins og öldruðum, öryrkjum, fátækum, námsmönnum, leigjendum. Öllum sem við gleymdum í síðasta hruni,“ sagði Björn Leví. Þá lauk Alþingi fyrstu umræðu um frumvarp Ásmundar Einars Daðasonar félagsmálaráðherra sem á að tryggja að ekki verði skortur á nauðsynlegum persónuhlífum fyrir heilbrigðisstarfsfólk með undanþágu frá evrópureglum um slíkan búnað. Enda sé erfitt að finna fullkomlega viðurkenndan búnað um þessar mundir vegna ástandsins í heiminum almennt. Efnahagsmál Alþingi Samgöngur Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Vinnumarkaður Tengdar fréttir Mælt fyrir fimmtán milljarða framkvæmdum í dag Í þingsályktunartillögu fjármálaráðherra sem rædd verður á Alþingi í dag er gert ráð fyrir fimmtán milljörðum til framkvæmda á þessu ári til vinna gegn auknu atvinnuleysi. Rúmlega sex milljarðar fara til samgönguverkefna auk milljarða sem fara í nýbyggingar og uppbyggingu innviða víða um land. 26. mars 2020 12:03 Reykjanesbraut og Biskupsbeygja meðal þess sem flýta á í vegagerð Breikkun Reykjanesbrautar á ólokna kaflanum framhjá Straumsvík milli Krýsuvíkurvegar og Hvassahrauns er meðal þeirra verkefna í vegagerð sem fá flýtifé, samkvæmt tillögu ríkisstjórnarinnar. 26. mars 2020 15:16 Mest lesið Skilti Vegagerðarinnar morandi í villum: „Er ekkert gæðaeftirlit hjá ykkur?“ Innlent Grunaður árásarmaður í Úlfarsárdal handtekinn Innlent Íbúar Austur-Grænlands mótmæltu einangrun og pólitísku afskiptaleysi Erlent Skutu mann í röngu húsi en brutu ekki af sér Erlent Nota lygapróf til að leita lekamanna og refsa þeim Erlent Leigubílstjóri fór í svaðilför á Teslunni upp í Þórsmörk og sneri heill heim Innlent Sat fyrir forseta Suður-Afríku með ásökunum um þjóðarmorð á hvítum Erlent Hjalti Snær sá sem fannst látinn Innlent Haraldur Jóhannsson er látinn Innlent Öskrandi og ber að ofan við grunnskóla Innlent Fleiri fréttir Skilti Vegagerðarinnar morandi í villum: „Er ekkert gæðaeftirlit hjá ykkur?“ EES-ríkin þrjú efla samstarf við ESB á sviði öryggismála Öskrandi og ber að ofan við grunnskóla Opni Ísraelar ekki fyrir mannúðaraðstoð „þá verða að vera þvinganir“ Neyðaraðstoð í gíslingu, óvænt ákvörðun og ærandi spenna Leigubílstjóri fór í svaðilför á Teslunni upp í Þórsmörk og sneri heill heim Grunaður árásarmaður í Úlfarsárdal handtekinn Slæmur frágangur akkerisins olli slysinu Níðingarnir treysta á skömmina í kynlífskúgunarmálum Ber fyrir sig minnisleysi á verknaðarstundu Gæsluvarðhaldsfangar dúsa í einangrun vegna plássleysis Þau sóttu um þrjú embætti skólameistara á Norðurlandi Haraldur Jóhannsson er látinn Ráðin í starf verkefnastjóra í atvinnuvegaráðuneytinu Fyrsta mastrið í Suðurnesjalínu 2 risið Hæstiréttur gefur grænt ljós á búvörulögin Dvöl á Hrauninu fram undan eftir kókaínsmygl Hefja átak í HPV-bólusetningu í vetur Seðlabankinn heldur áfram að lækka vexti og mótmæli við utanríkisráðuneytið Hjalti Snær sá sem fannst látinn Samhjálp í kapphlaupi við tímann Gefa sér þrjá mánuði til að leggja drög að Coda-stöð á Bakka Þrettán skemmtiferðaskip og Ísland uppselt Mótmæla við utanríkisráðuneytið Strandveiðibátur strandaði á hólma á Reykjanesi SÍS tekur undir kröfu Borgarbyggðar um kostnað vegna flóttamanna Bað lögreglustjóra að „veita framvegis réttar upplýsingar“ Langjökull eigi ekki ýkja mörg ár eftir Fæstir bera nægilega mikið af sólarvörn á sig Neyðarástand hjá Villiköttum sem senda frá sér ákall Sjá meira
Fámennt er í þingsal vegna sóttvarna en þingmenn fylgjast með umræðum annars staðar í húsakynnum Alþingis eða heima hjá sér. Í þingsályktun Bjarna Benediktssonar fjármálaráðherra sem nær til verkefna undir mörgum ráðuneytum er gert ráð fyrir 15 milljörðum til alls kyns framkvæmda sem auðvelt sé að fara í á þessu ári. Tillagan nýtur almenns stuðnings flokka en stjórnarandstaðan vill bæði gera meira og forgangsraða öðruvísi. Þorsteinn Víglundsson varaformaður Viðreisnar sagði næsta öruggt að samdrátturinn framundan verði meiri en gert hafi verið ráð fyrir. „Kæmi til greina að hálfu hæst virts ráðherra; af því að innan fjárlaganefndar er töluvert rætt um að bæta hér verulega í, að gera nákvæmlega það. Að auka verulega í þessa fjárhæð og í stað fimmtán milljarða værum við hér kannski að horfa á tuttugu og fimm til þrjátíu milljarða viðbótar fjárfestingu á þessu ári,“ sagði Þorsteinn. Fjármálaráðherra minnti á að þetta væri viðbót við rúma sjötíu milljarða til framkvæmda í fjárlögum þessa árs. Þá væri unniðað fjármálaáætlun til næstu ára þar sem gert væri ráð fyrir 60 milljörðum til viðbótar. „Það sem ég myndi hafa áhyggjur af varðandi það að fara í 30-40 milljarða viðbætur á níu mánuðum er einfaldlega að koma þessum fjármunum í vinnu. Að ráða nógu margar vinnuvélar, fá hagstætt verð ef menn ætlað að troða peningum ofan í verktakageirann. Að við missum stjórn á framboði og eftirspurn,“ sagði Bjarni. Vandlega hafi verið farið yfir hvaða verkefni það væru sem auðvelt væri að fara í strax það sem eftir lifði árs. Þingmenn Viðreisnar, Samfylkingar og Pírata töldu að auka mætti framlög til nýsköpunar, alls kyns rannsóknar- og þróunarsjóða og þingflokksformaður Miðflokksins vildi betri greiningu á mannaflaþörfinni. En af 15 milljörðum fara rúmir sex í samgönguverkefni og restin fer að mestu í nýbyggingar og viðhald. Þá sagðist Björn Leví Gunnarsson þingmaður Pírata hafa áhyggjur af kynjajöfnun eins og lög kvæðu á um að væri gætt. Honum sýndist þessi verkefni vera af um tveimur þriðja „karlaverkefni.“ Þá mætti ekki endurtaka grandvaraleysið frá því á hrunárunum. „Ekki gleyma neinum hópum núna eins og gleymdust síðast. Hugum að viðkvæmum hópum á þessum tímapunkti. Eins og öldruðum, öryrkjum, fátækum, námsmönnum, leigjendum. Öllum sem við gleymdum í síðasta hruni,“ sagði Björn Leví. Þá lauk Alþingi fyrstu umræðu um frumvarp Ásmundar Einars Daðasonar félagsmálaráðherra sem á að tryggja að ekki verði skortur á nauðsynlegum persónuhlífum fyrir heilbrigðisstarfsfólk með undanþágu frá evrópureglum um slíkan búnað. Enda sé erfitt að finna fullkomlega viðurkenndan búnað um þessar mundir vegna ástandsins í heiminum almennt.
Efnahagsmál Alþingi Samgöngur Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Vinnumarkaður Tengdar fréttir Mælt fyrir fimmtán milljarða framkvæmdum í dag Í þingsályktunartillögu fjármálaráðherra sem rædd verður á Alþingi í dag er gert ráð fyrir fimmtán milljörðum til framkvæmda á þessu ári til vinna gegn auknu atvinnuleysi. Rúmlega sex milljarðar fara til samgönguverkefna auk milljarða sem fara í nýbyggingar og uppbyggingu innviða víða um land. 26. mars 2020 12:03 Reykjanesbraut og Biskupsbeygja meðal þess sem flýta á í vegagerð Breikkun Reykjanesbrautar á ólokna kaflanum framhjá Straumsvík milli Krýsuvíkurvegar og Hvassahrauns er meðal þeirra verkefna í vegagerð sem fá flýtifé, samkvæmt tillögu ríkisstjórnarinnar. 26. mars 2020 15:16 Mest lesið Skilti Vegagerðarinnar morandi í villum: „Er ekkert gæðaeftirlit hjá ykkur?“ Innlent Grunaður árásarmaður í Úlfarsárdal handtekinn Innlent Íbúar Austur-Grænlands mótmæltu einangrun og pólitísku afskiptaleysi Erlent Skutu mann í röngu húsi en brutu ekki af sér Erlent Nota lygapróf til að leita lekamanna og refsa þeim Erlent Leigubílstjóri fór í svaðilför á Teslunni upp í Þórsmörk og sneri heill heim Innlent Sat fyrir forseta Suður-Afríku með ásökunum um þjóðarmorð á hvítum Erlent Hjalti Snær sá sem fannst látinn Innlent Haraldur Jóhannsson er látinn Innlent Öskrandi og ber að ofan við grunnskóla Innlent Fleiri fréttir Skilti Vegagerðarinnar morandi í villum: „Er ekkert gæðaeftirlit hjá ykkur?“ EES-ríkin þrjú efla samstarf við ESB á sviði öryggismála Öskrandi og ber að ofan við grunnskóla Opni Ísraelar ekki fyrir mannúðaraðstoð „þá verða að vera þvinganir“ Neyðaraðstoð í gíslingu, óvænt ákvörðun og ærandi spenna Leigubílstjóri fór í svaðilför á Teslunni upp í Þórsmörk og sneri heill heim Grunaður árásarmaður í Úlfarsárdal handtekinn Slæmur frágangur akkerisins olli slysinu Níðingarnir treysta á skömmina í kynlífskúgunarmálum Ber fyrir sig minnisleysi á verknaðarstundu Gæsluvarðhaldsfangar dúsa í einangrun vegna plássleysis Þau sóttu um þrjú embætti skólameistara á Norðurlandi Haraldur Jóhannsson er látinn Ráðin í starf verkefnastjóra í atvinnuvegaráðuneytinu Fyrsta mastrið í Suðurnesjalínu 2 risið Hæstiréttur gefur grænt ljós á búvörulögin Dvöl á Hrauninu fram undan eftir kókaínsmygl Hefja átak í HPV-bólusetningu í vetur Seðlabankinn heldur áfram að lækka vexti og mótmæli við utanríkisráðuneytið Hjalti Snær sá sem fannst látinn Samhjálp í kapphlaupi við tímann Gefa sér þrjá mánuði til að leggja drög að Coda-stöð á Bakka Þrettán skemmtiferðaskip og Ísland uppselt Mótmæla við utanríkisráðuneytið Strandveiðibátur strandaði á hólma á Reykjanesi SÍS tekur undir kröfu Borgarbyggðar um kostnað vegna flóttamanna Bað lögreglustjóra að „veita framvegis réttar upplýsingar“ Langjökull eigi ekki ýkja mörg ár eftir Fæstir bera nægilega mikið af sólarvörn á sig Neyðarástand hjá Villiköttum sem senda frá sér ákall Sjá meira
Mælt fyrir fimmtán milljarða framkvæmdum í dag Í þingsályktunartillögu fjármálaráðherra sem rædd verður á Alþingi í dag er gert ráð fyrir fimmtán milljörðum til framkvæmda á þessu ári til vinna gegn auknu atvinnuleysi. Rúmlega sex milljarðar fara til samgönguverkefna auk milljarða sem fara í nýbyggingar og uppbyggingu innviða víða um land. 26. mars 2020 12:03
Reykjanesbraut og Biskupsbeygja meðal þess sem flýta á í vegagerð Breikkun Reykjanesbrautar á ólokna kaflanum framhjá Straumsvík milli Krýsuvíkurvegar og Hvassahrauns er meðal þeirra verkefna í vegagerð sem fá flýtifé, samkvæmt tillögu ríkisstjórnarinnar. 26. mars 2020 15:16