Innlent

Árangursríkar aðgerðir geti minnkað hjarðó­næmi þjóðarinnar

Kristín Ólafsdóttir skrifar
Starfsmaður á Heilsugæslunni Höfða sést hér með einn veirupinna í annarri höndinni þegar hann tekur sýni fyrir kórónuveirunni hjá manneskju sem situr inni í bílnum.
Starfsmaður á Heilsugæslunni Höfða sést hér með einn veirupinna í annarri höndinni þegar hann tekur sýni fyrir kórónuveirunni hjá manneskju sem situr inni í bílnum. Vísir/Vilhelm

Útbreiðsla kórónuveirunnar er talin lúta svokallaðri útbreiðslutölu Ro=2,5. Takist að lækka þessa tölu, sem miðað er að því að gera með aðgerðum stjórnvalda, má lækka hlutfall hjarðónæmis í samfélaginu sem þarf til að faraldurinn stöðvist. 

Þetta kemur fram í grein sem Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir, Alma Möller landlæknir, Víðir Reynisson yfirlögregluþjónn hjá almannavarnadeild ríkislögreglustjóra og Haraldur Briem fyrrverandi sóttvarnalæknir skrifa í Morgunblaðið í dag.

Í greininni leggja Þórólfur, Alma, Víðir og Haraldur áherslu á að aðgerðir hingað til hafi miðast við að draga sem mest úr úrbreiðslu farsóttarinnar hér á landi og „hægja á faraldrinum með það fyrir augum að heilbrigðiskerfið geti sinnt sjúkum á hverjum tíma.“

Víðir Reynisson, yfirlögregluþjónn hjá almannavarnadeild ríkislögreglustjóra, Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir, og Alma Möller, landlæknir, á upplýsingafundi.Vísir/Vilhelm

Þá segir að útbreiðsla COVID-19 sé talin lúta útbreiðslutölunni Ro = 2,5, „sem merkir að hver smitandi einstaklingur smiti að meðaltali 2,5 aðra í næmri hjörð. Ef Ro er 1 verður engin útbreiðsla á faraldrinum. Ef Ro er Ef Ro er <1 fjarar faraldurinn út.“

Aðgerðir heilbrigðisyfirvalda hingað til, þ.e. að finna smitaða einstaklinga og einangra þá, að setja einkennalausa einstaklinga sem hafa verið í nánum tengslum við smitaða í sóttkví og stuðla að svokallaðri „félagsforðun“ (e. social distancing), miða að því að lækka þessa Ro-tölu.

„Sambandið á milli útbreiðslutölunnar Ro og hjarðónæmis (H) er athyglisvert (H = 1-1/Ro). Ef útbreiðslutalan er 2,5 þarf 60% þjóðarinnar að verða með ónæmi (mótefni) til að faraldurinn stöðvist. Takist að lækka Ro dregur umtalsvert úr hlutfalli þeirra sem þurfa að hafa ónæmi í samfélaginu til að faraldurinn stöðvist,“ segir í greininni.


Tengdar fréttirAthugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.