Árangursríkar aðgerðir geti minnkað hjarðónæmi þjóðarinnar Kristín Ólafsdóttir skrifar 26. mars 2020 08:08 Starfsmaður á Heilsugæslunni Höfða sést hér með einn veirupinna í annarri höndinni þegar hann tekur sýni fyrir kórónuveirunni hjá manneskju sem situr inni í bílnum. Vísir/Vilhelm Útbreiðsla kórónuveirunnar er talin lúta svokallaðri útbreiðslutölu Ro=2,5. Takist að lækka þessa tölu, sem miðað er að því að gera með aðgerðum stjórnvalda, má lækka hlutfall hjarðónæmis í samfélaginu sem þarf til að faraldurinn stöðvist. Þetta kemur fram í grein sem Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir, Alma Möller landlæknir, Víðir Reynisson yfirlögregluþjónn hjá almannavarnadeild ríkislögreglustjóra og Haraldur Briem fyrrverandi sóttvarnalæknir skrifa í Morgunblaðið í dag. Í greininni leggja Þórólfur, Alma, Víðir og Haraldur áherslu á að aðgerðir hingað til hafi miðast við að draga sem mest úr úrbreiðslu farsóttarinnar hér á landi og „hægja á faraldrinum með það fyrir augum að heilbrigðiskerfið geti sinnt sjúkum á hverjum tíma.“ Víðir Reynisson, yfirlögregluþjónn hjá almannavarnadeild ríkislögreglustjóra, Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir, og Alma Möller, landlæknir, á upplýsingafundi.Vísir/Vilhelm Þá segir að útbreiðsla COVID-19 sé talin lúta útbreiðslutölunni Ro = 2,5, „sem merkir að hver smitandi einstaklingur smiti að meðaltali 2,5 aðra í næmri hjörð. Ef Ro er 1 verður engin útbreiðsla á faraldrinum. Ef Ro er Ef Ro er <1 fjarar faraldurinn út.“ Aðgerðir heilbrigðisyfirvalda hingað til, þ.e. að finna smitaða einstaklinga og einangra þá, að setja einkennalausa einstaklinga sem hafa verið í nánum tengslum við smitaða í sóttkví og stuðla að svokallaðri „félagsforðun“ (e. social distancing), miða að því að lækka þessa Ro-tölu. „Sambandið á milli útbreiðslutölunnar Ro og hjarðónæmis (H) er athyglisvert (H = 1-1/Ro). Ef útbreiðslutalan er 2,5 þarf 60% þjóðarinnar að verða með ónæmi (mótefni) til að faraldurinn stöðvist. Takist að lækka Ro dregur umtalsvert úr hlutfalli þeirra sem þurfa að hafa ónæmi í samfélaginu til að faraldurinn stöðvist,“ segir í greininni. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Heilbrigðismál Tengdar fréttir Á annað þúsund nú látnir af völdum veirunnar í Bandaríkjunum Alls hafa nú verið staðfest nærri 70 þúsund tilfelli kórónuveirusmits í Bandaríkjunum og fjölgaði þeim um tíu þúsund á einum degi. 26. mars 2020 06:54 Átján látnir af völdum COVID-19 í Stokkhómi á einum sólarhring Átján manns hafa látist af völdum kórónuveirunnar sem veldur sjúkdómnum COVID-19 í sænsku höfuðborginni Stokkhólmi á einum sólarhring. 26. mars 2020 06:45 Dýralæknir segir upp þjónustusamningi við MAST í fússi Ingunn Reynisdóttir, dýralæknir á Syðri-völlum á Hvammstanga, segist hafa samgt upp þjónustusamningi við Húnavatnssýslur í dag. 25. mars 2020 23:38 Mest lesið Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Banaslys í Rangárþingi Innlent Inga vill skóla með aðgreiningu Innlent „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Innlent Gular veðurviðvaranir framundan Veður Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Erlent Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Innlent Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Innlent Fleiri fréttir Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ Segir ESB stærstu ógnina við viðskiptahagsmuni landsins Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Hefja átak í bólusetningu drengja gegn HPV veirunni Fimmtungur leikskólabarna borðar innan við tíu fæðutegundir Kom til átaka eftir þjófnað í verslun í annað sinn sama dag Sjá meira
Útbreiðsla kórónuveirunnar er talin lúta svokallaðri útbreiðslutölu Ro=2,5. Takist að lækka þessa tölu, sem miðað er að því að gera með aðgerðum stjórnvalda, má lækka hlutfall hjarðónæmis í samfélaginu sem þarf til að faraldurinn stöðvist. Þetta kemur fram í grein sem Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir, Alma Möller landlæknir, Víðir Reynisson yfirlögregluþjónn hjá almannavarnadeild ríkislögreglustjóra og Haraldur Briem fyrrverandi sóttvarnalæknir skrifa í Morgunblaðið í dag. Í greininni leggja Þórólfur, Alma, Víðir og Haraldur áherslu á að aðgerðir hingað til hafi miðast við að draga sem mest úr úrbreiðslu farsóttarinnar hér á landi og „hægja á faraldrinum með það fyrir augum að heilbrigðiskerfið geti sinnt sjúkum á hverjum tíma.“ Víðir Reynisson, yfirlögregluþjónn hjá almannavarnadeild ríkislögreglustjóra, Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir, og Alma Möller, landlæknir, á upplýsingafundi.Vísir/Vilhelm Þá segir að útbreiðsla COVID-19 sé talin lúta útbreiðslutölunni Ro = 2,5, „sem merkir að hver smitandi einstaklingur smiti að meðaltali 2,5 aðra í næmri hjörð. Ef Ro er 1 verður engin útbreiðsla á faraldrinum. Ef Ro er Ef Ro er <1 fjarar faraldurinn út.“ Aðgerðir heilbrigðisyfirvalda hingað til, þ.e. að finna smitaða einstaklinga og einangra þá, að setja einkennalausa einstaklinga sem hafa verið í nánum tengslum við smitaða í sóttkví og stuðla að svokallaðri „félagsforðun“ (e. social distancing), miða að því að lækka þessa Ro-tölu. „Sambandið á milli útbreiðslutölunnar Ro og hjarðónæmis (H) er athyglisvert (H = 1-1/Ro). Ef útbreiðslutalan er 2,5 þarf 60% þjóðarinnar að verða með ónæmi (mótefni) til að faraldurinn stöðvist. Takist að lækka Ro dregur umtalsvert úr hlutfalli þeirra sem þurfa að hafa ónæmi í samfélaginu til að faraldurinn stöðvist,“ segir í greininni.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Heilbrigðismál Tengdar fréttir Á annað þúsund nú látnir af völdum veirunnar í Bandaríkjunum Alls hafa nú verið staðfest nærri 70 þúsund tilfelli kórónuveirusmits í Bandaríkjunum og fjölgaði þeim um tíu þúsund á einum degi. 26. mars 2020 06:54 Átján látnir af völdum COVID-19 í Stokkhómi á einum sólarhring Átján manns hafa látist af völdum kórónuveirunnar sem veldur sjúkdómnum COVID-19 í sænsku höfuðborginni Stokkhólmi á einum sólarhring. 26. mars 2020 06:45 Dýralæknir segir upp þjónustusamningi við MAST í fússi Ingunn Reynisdóttir, dýralæknir á Syðri-völlum á Hvammstanga, segist hafa samgt upp þjónustusamningi við Húnavatnssýslur í dag. 25. mars 2020 23:38 Mest lesið Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Banaslys í Rangárþingi Innlent Inga vill skóla með aðgreiningu Innlent „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Innlent Gular veðurviðvaranir framundan Veður Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Erlent Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Innlent Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Innlent Fleiri fréttir Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ Segir ESB stærstu ógnina við viðskiptahagsmuni landsins Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Hefja átak í bólusetningu drengja gegn HPV veirunni Fimmtungur leikskólabarna borðar innan við tíu fæðutegundir Kom til átaka eftir þjófnað í verslun í annað sinn sama dag Sjá meira
Á annað þúsund nú látnir af völdum veirunnar í Bandaríkjunum Alls hafa nú verið staðfest nærri 70 þúsund tilfelli kórónuveirusmits í Bandaríkjunum og fjölgaði þeim um tíu þúsund á einum degi. 26. mars 2020 06:54
Átján látnir af völdum COVID-19 í Stokkhómi á einum sólarhring Átján manns hafa látist af völdum kórónuveirunnar sem veldur sjúkdómnum COVID-19 í sænsku höfuðborginni Stokkhólmi á einum sólarhring. 26. mars 2020 06:45
Dýralæknir segir upp þjónustusamningi við MAST í fússi Ingunn Reynisdóttir, dýralæknir á Syðri-völlum á Hvammstanga, segist hafa samgt upp þjónustusamningi við Húnavatnssýslur í dag. 25. mars 2020 23:38