Óðagot á Indlandi vegna útgöngubannsins Kjartan Kjartansson skrifar 25. mars 2020 12:47 Indverjar standa á merktum stöðum í röð eftir að kaupa nauðsynjar í matvöruverslun í Mumbai. Þriggja vikna útgöngubann tók gildi á miðnætti. AP/Rafiq Maqbool Lögreglumenn á Indlandi hafa barið fólk sem ætlaði að kaupa mat eftir að útgöngubanni var komið á til að hefta útbreiðslu kórónuveirunnar í gærkvöldi. Skelfing greip um sig eftir ræðu Narendra Modi, forsætisráðherra, í gær þegar fólk óttaðist að það yrði matarlaust. Götur og lestarstöðvar sem væru alla jafna stappaðar af fólki voru auðar á Indlandi í dag eftir að Modi tilkynnti um þriggja vikna útgöngubann fyrir 1,3 milljarða Indverja með aðeins fjögurra klukkustunda fyrirvara í ræðu í gær. Bannið tók gildi á miðnætti að staðartíma. Modi lýsti banninu sem „algeru“ en yfirvöld skýrðu síðar að undanþágur yrðu fyrir heilbrigðisþjónustu, löggæslu, fjölmiðla, matvöruverslanir og þá sem selja aðrar nauðsynjar. Yfirlýsingar Modi um algert bann leiddu til þess margir landsmenn reyndu að kaupa nauðsynjar í óðagoti. Netverslanirnar Amazon og Big Basket byrjuðu að fella niður pantanir fólks. Margir fóru þá út til að komast í verslanir þrátt fyrir hættu á þeir gætu verið sektaðir eða beittir öðrum refsingum fyrir að brjóta útgöngubannið. Viðskiptavinir og verslunareigendur beittir ofbeldi Lögreglunni virðist heldur ekki hafa verið ljóst hvernig bannið virkaði. Í Kerala-ríki, Mumbai og Delí bárust fréttir af því að lögreglumenn hefðu barið fólk með kylfum sem ætlaði að reyna að kaupa inn þrátt fyrir að matvöruverslanir hefðu undanþágu frá banninu. Alok Barman sem vinnur sem heimilishjálp á heimilum vel stæðra fjölskyldna í Delí segist hafa verið beittur barsmíðum þegar hann yfirgaf heimili sitt. „Sum heimili sem ég vinn fyrir greiddu mér smá pening þannig að ég hugsaði að það væri best að ná í mat fyrir heimilið. Lögreglan réðist á okkur með kylfum og barði okkur. Nú höfum við ekkert að borða,“ sagði Barman við AP-fréttastofuna. Verslunareigendur hafa svipaða sögu að segja. Þannig braut lögreglumaður innanstokksmuni í kjötbúð í Delí með kylfu sinni. Eigandinn segir lögreglumenn hafa barið sig og sagt honum að hann hefði ekki átt að opna verslunina. „Dótir mín þarf að fá ofnæmislyf reglulega. Apótekin eru opin en hvernig eigum við að komast þangað. Hver villt hætta á að lenda í lögreglunni. Þeir eru að berja fólk,“ segir Yash Goswami í bænum Moradabad við Reuters-fréttastofuna. Talsmaður lögreglunnar í Nýju-Delí neitar því að lögregluþjónar berji fólk. Lögreglumenn kanna skilríki borgara á götum Jammu í dag. Borið hefur verið á því að lögreglan viti ekki hvernig útgöngubannið virkar.AP/Channi Anand Hafa ekki efni á að sitja heima launalaus Efasemdir eru um að landsmenn eigi eftir að virða útgöngubannið. Madhura Swaminathan, yfirmaður hagfræðigreiningar Hagstofu Indlands í Bengaluru, segir nauðsynlegt að biðja fólk um að halda sig heima til að hefta útbreiðslu faraldursins. „En meirihluti íbúanna hefur ekki efni á því að sitja heima án vinnu og launa,“ segir hann. Fram að þessu hafa 519 manns greinst með COVID-19 á Indlandi og níu látið lífið. Talið er að raunveruleg tala smitaðra sé mun hærri enda hafa hlutfallslega fáir verið skimaðir fyrir kórónuveirunni. Indland er talið illa í stakk búið að takast á við skæðan faraldur þar sem þar eru aðeins 0,5 sjúkrarúm fyrir hverja þúsund íbúa. Til samanburðar er þau 4,3 í Kína og 3,2 á Ítalíu. Indland er einn stærsti framleiðandi samheitalyfja í heiminum. Stjórnvöld bönnuðu útflutning á malaríulyfi sem notað hefur verið í tilraunaskyni gegn kórónuveirunni í dag í því skyni að tryggja framboð á því heima fyrir Þriggja vikna útgöngubann sett á rúmlega milljarð manna á Indlandi Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Indland Mest lesið Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Innlent Skipulagðir glæpahópar farnir að útvista ofbeldi Innlent Stöðvar framkvæmdir við nýja Kaffistofu Samhjálpar Innlent Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Innlent „Annaðhvort þessir 28 liðir eða gífurlega erfiður vetur“ Erlent Svona lítur friðaráætlun Bandaríkjamanna og Rússa út Erlent Skaut fimmtán skotum 25 sekúndum eftir að hann mætti Erlent Flestir vilja að störf sérstaks saksóknara verði rannsökuð Innlent Stöðvuðu stækkun Sigöldustöðvar Innlent Sjálfa kom í bakið á þrautreyndum dópsala Innlent Fleiri fréttir „Annaðhvort þessir 28 liðir eða gífurlega erfiður vetur“ Skaut fimmtán skotum 25 sekúndum eftir að hann mætti Hóta að skera á flæði vopna og upplýsinga skrifi Selenskí ekki fljótt undir Drógu í land með að afnema bann við hakakrossum eftir fjölmiðlafár Svona lítur friðaráætlun Bandaríkjamanna og Rússa út Segja friðarverðlaunahafann á flótta undan „réttvísinni“ sæki hann verðlaunin Ísland sagt meðal ríkja sem mótmæla útvatnaðri ályktun COP30 Tugir látnir í flóðum í Víetnam Pras úr Fugees dæmdur í fjórtán ára fangelsi Aðgerðir í þágu jafnréttis munu jafngilda mannréttindabrotum Mynd eftir Fridu Kahlo sló met í New York Selenskí heldur ró sinni og hyggst ræða við Trump Kallar Demókrata landráðamenn og ýjar að hengingu Vilja fá Selenskí til að samþykkja „óskalista“ Pútíns Birta nærmyndir af halastjörnu úr öðru sólkerfi Breski raðnauðgarinn fær enn einn lífstíðardóminn Viðurkenndu að kviðdómendur sáu ekki ákæruskjalið Trump staðfestir Epstein-lögin Tugir látnir eftir árás á íbúðarhúsnæði Tilkynna yngri en 16 ára að reikningum að Facebook og Instagram verði lokað Reiði í Hvíta húsinu: „Demókratar munu sjá eftir þessu“ Sagðir vinna að nýju friðarsamkomulagi án Úkraínu og Evrópu Grunaður um að myrða stúlku sem fannst látin í skotti Teslu hans Loka síðustu ræðismannsskrifstofu Rússa Stærsti bæjarbruni í landinu frá 1976 Merz í vandræðum með ungliðana 100 ára yfirráðum Jafnaðarmanna í Kaupmannahöfn lokið Gerði lítið úr morðinu á Khashoggi á blaðamannafundi með bin Salman Öldungadeild samþykkir líka birtingu Epstein-skjalanna Fulltrúadeild samþykkir að birta Epstein-skjölin Sjá meira
Lögreglumenn á Indlandi hafa barið fólk sem ætlaði að kaupa mat eftir að útgöngubanni var komið á til að hefta útbreiðslu kórónuveirunnar í gærkvöldi. Skelfing greip um sig eftir ræðu Narendra Modi, forsætisráðherra, í gær þegar fólk óttaðist að það yrði matarlaust. Götur og lestarstöðvar sem væru alla jafna stappaðar af fólki voru auðar á Indlandi í dag eftir að Modi tilkynnti um þriggja vikna útgöngubann fyrir 1,3 milljarða Indverja með aðeins fjögurra klukkustunda fyrirvara í ræðu í gær. Bannið tók gildi á miðnætti að staðartíma. Modi lýsti banninu sem „algeru“ en yfirvöld skýrðu síðar að undanþágur yrðu fyrir heilbrigðisþjónustu, löggæslu, fjölmiðla, matvöruverslanir og þá sem selja aðrar nauðsynjar. Yfirlýsingar Modi um algert bann leiddu til þess margir landsmenn reyndu að kaupa nauðsynjar í óðagoti. Netverslanirnar Amazon og Big Basket byrjuðu að fella niður pantanir fólks. Margir fóru þá út til að komast í verslanir þrátt fyrir hættu á þeir gætu verið sektaðir eða beittir öðrum refsingum fyrir að brjóta útgöngubannið. Viðskiptavinir og verslunareigendur beittir ofbeldi Lögreglunni virðist heldur ekki hafa verið ljóst hvernig bannið virkaði. Í Kerala-ríki, Mumbai og Delí bárust fréttir af því að lögreglumenn hefðu barið fólk með kylfum sem ætlaði að reyna að kaupa inn þrátt fyrir að matvöruverslanir hefðu undanþágu frá banninu. Alok Barman sem vinnur sem heimilishjálp á heimilum vel stæðra fjölskyldna í Delí segist hafa verið beittur barsmíðum þegar hann yfirgaf heimili sitt. „Sum heimili sem ég vinn fyrir greiddu mér smá pening þannig að ég hugsaði að það væri best að ná í mat fyrir heimilið. Lögreglan réðist á okkur með kylfum og barði okkur. Nú höfum við ekkert að borða,“ sagði Barman við AP-fréttastofuna. Verslunareigendur hafa svipaða sögu að segja. Þannig braut lögreglumaður innanstokksmuni í kjötbúð í Delí með kylfu sinni. Eigandinn segir lögreglumenn hafa barið sig og sagt honum að hann hefði ekki átt að opna verslunina. „Dótir mín þarf að fá ofnæmislyf reglulega. Apótekin eru opin en hvernig eigum við að komast þangað. Hver villt hætta á að lenda í lögreglunni. Þeir eru að berja fólk,“ segir Yash Goswami í bænum Moradabad við Reuters-fréttastofuna. Talsmaður lögreglunnar í Nýju-Delí neitar því að lögregluþjónar berji fólk. Lögreglumenn kanna skilríki borgara á götum Jammu í dag. Borið hefur verið á því að lögreglan viti ekki hvernig útgöngubannið virkar.AP/Channi Anand Hafa ekki efni á að sitja heima launalaus Efasemdir eru um að landsmenn eigi eftir að virða útgöngubannið. Madhura Swaminathan, yfirmaður hagfræðigreiningar Hagstofu Indlands í Bengaluru, segir nauðsynlegt að biðja fólk um að halda sig heima til að hefta útbreiðslu faraldursins. „En meirihluti íbúanna hefur ekki efni á því að sitja heima án vinnu og launa,“ segir hann. Fram að þessu hafa 519 manns greinst með COVID-19 á Indlandi og níu látið lífið. Talið er að raunveruleg tala smitaðra sé mun hærri enda hafa hlutfallslega fáir verið skimaðir fyrir kórónuveirunni. Indland er talið illa í stakk búið að takast á við skæðan faraldur þar sem þar eru aðeins 0,5 sjúkrarúm fyrir hverja þúsund íbúa. Til samanburðar er þau 4,3 í Kína og 3,2 á Ítalíu. Indland er einn stærsti framleiðandi samheitalyfja í heiminum. Stjórnvöld bönnuðu útflutning á malaríulyfi sem notað hefur verið í tilraunaskyni gegn kórónuveirunni í dag í því skyni að tryggja framboð á því heima fyrir Þriggja vikna útgöngubann sett á rúmlega milljarð manna á Indlandi
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Indland Mest lesið Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Innlent Skipulagðir glæpahópar farnir að útvista ofbeldi Innlent Stöðvar framkvæmdir við nýja Kaffistofu Samhjálpar Innlent Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Innlent „Annaðhvort þessir 28 liðir eða gífurlega erfiður vetur“ Erlent Svona lítur friðaráætlun Bandaríkjamanna og Rússa út Erlent Skaut fimmtán skotum 25 sekúndum eftir að hann mætti Erlent Flestir vilja að störf sérstaks saksóknara verði rannsökuð Innlent Stöðvuðu stækkun Sigöldustöðvar Innlent Sjálfa kom í bakið á þrautreyndum dópsala Innlent Fleiri fréttir „Annaðhvort þessir 28 liðir eða gífurlega erfiður vetur“ Skaut fimmtán skotum 25 sekúndum eftir að hann mætti Hóta að skera á flæði vopna og upplýsinga skrifi Selenskí ekki fljótt undir Drógu í land með að afnema bann við hakakrossum eftir fjölmiðlafár Svona lítur friðaráætlun Bandaríkjamanna og Rússa út Segja friðarverðlaunahafann á flótta undan „réttvísinni“ sæki hann verðlaunin Ísland sagt meðal ríkja sem mótmæla útvatnaðri ályktun COP30 Tugir látnir í flóðum í Víetnam Pras úr Fugees dæmdur í fjórtán ára fangelsi Aðgerðir í þágu jafnréttis munu jafngilda mannréttindabrotum Mynd eftir Fridu Kahlo sló met í New York Selenskí heldur ró sinni og hyggst ræða við Trump Kallar Demókrata landráðamenn og ýjar að hengingu Vilja fá Selenskí til að samþykkja „óskalista“ Pútíns Birta nærmyndir af halastjörnu úr öðru sólkerfi Breski raðnauðgarinn fær enn einn lífstíðardóminn Viðurkenndu að kviðdómendur sáu ekki ákæruskjalið Trump staðfestir Epstein-lögin Tugir látnir eftir árás á íbúðarhúsnæði Tilkynna yngri en 16 ára að reikningum að Facebook og Instagram verði lokað Reiði í Hvíta húsinu: „Demókratar munu sjá eftir þessu“ Sagðir vinna að nýju friðarsamkomulagi án Úkraínu og Evrópu Grunaður um að myrða stúlku sem fannst látin í skotti Teslu hans Loka síðustu ræðismannsskrifstofu Rússa Stærsti bæjarbruni í landinu frá 1976 Merz í vandræðum með ungliðana 100 ára yfirráðum Jafnaðarmanna í Kaupmannahöfn lokið Gerði lítið úr morðinu á Khashoggi á blaðamannafundi með bin Salman Öldungadeild samþykkir líka birtingu Epstein-skjalanna Fulltrúadeild samþykkir að birta Epstein-skjölin Sjá meira