Pele segir að Cristiano Ronaldo sé betri en Lionel Messi Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 25. mars 2020 12:00 Pele hefur afhent Cristiano Ronaldo nokkur verðlaun í gegnum tíðina. Getty/ John Gichigi Brasilíska goðsögnin Pele hefur nú blandað sér inn í umræðuna hvor sé betri Cristiano Ronaldo eða Lionel Messi. Pele velur Evrópumanninn frekar en Suður-Ameríkumanninn. Cristiano Ronaldo og Lionel Messi hafa verið í nokkrum sérflokki í meira en áratug og hafa saman unnið ellefu af síðustu tólf Gullhnöttum sem besti knattspyrnumaður heims. Messi vann Ballon d'Or í sjötta sinn á síðasta ári og bætti þar með met sitt og Cristiano Ronaldo. Allan síðasta áratug hafa menn síðan rökrætt það hvor þeirra sé betri og hvor þeirra sé mögulega besti fótboltamaður allra tíma. Pele hefur sína skoðun eins og flestir áhugamenn um fótbolta og hann tjáði hana í viðtali á YouTube rásinni Pilhado. Cristiano Ronaldo is better than Lionel Messi, says Brazil legend Pele https://t.co/u82oudXT0r— MailOnline Sport (@MailSport) March 25, 2020 Pele er á því að Cristiano Ronaldo sé besti fótboltamaður heims og þar með betri leikmaður en Lionel Messi. Ástæðan er að mati Pele að Cristiano Ronaldo sé stöðugri leikmaður. „Í dag er besti leikmaður heims Cristiano Ronaldo. Ég tel að hann sé bestur af því að hann er stöðugri leikmaður. Það má vissulega ekki gleyma [Lionel] Messi auðvitað en hann er ekki framherji,“ sagði Pele við Pilhado. Umræðan fór líka í það að tala um hver sér besti fótboltamaður sögunnar. „Það er spurning sem er erfitt að svara. Við megum ekki gleyma mönnum eins og Zico, Ronaldinho og Ronaldo. Í Evrópu voru það síðan Franz Beckenbauer og Johan Cruyff,“ sagði Pele en hann er enn kokhraustur þótt að hann sé orðinn 79 ára gamall. „Það er ekki við mig að sakast en ég held að Pele hafi verið betri en þeir allir,“ sagði Pele sem varð þrisvar sinnum heimsmeistari með brasilíska landsliðinu. Það vekur líka athygli að hann nefnir ekki Diego Maradona á nafn en það þarf reyndar ekki að koma mikið á óvart enda ekki miklir vinir þar á ferðinni. Ítalski boltinn Fótbolti HM 2022 í Katar Mest lesið „Rokk og ról“ hjá Frey í villta vestrinu Fótbolti Sjáðu atvikið: Hágrátandi Hakimi frá í nokkrar vikur Fótbolti Óstöðvandi Osimhen, magurt hjá Mourinho og Bilbao brenndir Fótbolti Böl Börsunga í Belgíu Fótbolti Uppgjörið: KR - Grindavík 68-85 | Gestirnir á toppinn Körfubolti „Leyfðum þremur leikmönnum að ganga frá okkur“ Sport Spilaði meira en síðustu tvo mánuði til samans Enski boltinn Magdeburg skoraði 45 en lærisveinar Guðjóns Vals úr leik Handbolti Nik fær Lindu Líf til Kristianstad Fótbolti Valskonur niðurlægðu Íslandsmeistarana Körfubolti Fleiri fréttir „Rokk og ról“ hjá Frey í villta vestrinu Sjáðu atvikið: Hágrátandi Hakimi frá í nokkrar vikur Óstöðvandi Osimhen, magurt hjá Mourinho og Bilbao brenndir Böl Börsunga í Belgíu Foden í stuði gegn Dortmund Spilaði meira en síðustu tvo mánuði til samans Nik fær Lindu Líf til Kristianstad Sandra María skoraði í svekkjandi leik Emelía með þrennu gegn FCK Óvænt úrslit í Meistaradeildinni „Mér finnst þetta ekki leiðinlegur fótbolti“ Davíð Smári tekur við Njarðvík Jeffs tekur við Breiðabliki Dældi fyrri afrekum inn á Instagram eftir vonbrigðin Valdi Isak en ekki Gyökeres í fyrsta landsliðshópinn sinn Leiðir Breiðabliks og Damir skilja Mál Alberts truflar landsliðið ekki Stuðningsmenn Bröndby enn á ný í vandræðum Vonar að Jóhann og Hörður gefi jafn mikið af sér og Aron Orri Steinn lengra frá því að ná þessum leikjum en þeim í síðasta glugga Hópurinn fyrir lokaleikina: Hörður og Jóhann snúa aftur Svona var blaðamannafundur Arnars Rooney að kenna að Liverpool er komið á sigurbrautina á ný? Ánægð með að mæta Íslandi „Ég myndi ekki óska neinum þess að lenda í þessu“ Fékk faðmlag frá konu Diogo Jota í miðju maraþoni Arnar Gunnlaugsson las yfir vælandi fýlupúkum hjá Real Madrid Sjáðu sigurmark Liverpool á móti Real Madrid og mörkin hjá Arsenal í Prag „Við viljum koma Haukum á fótboltakortið“ Ógnaði leikmanni Tottenham með byssu út á götu Sjá meira
Brasilíska goðsögnin Pele hefur nú blandað sér inn í umræðuna hvor sé betri Cristiano Ronaldo eða Lionel Messi. Pele velur Evrópumanninn frekar en Suður-Ameríkumanninn. Cristiano Ronaldo og Lionel Messi hafa verið í nokkrum sérflokki í meira en áratug og hafa saman unnið ellefu af síðustu tólf Gullhnöttum sem besti knattspyrnumaður heims. Messi vann Ballon d'Or í sjötta sinn á síðasta ári og bætti þar með met sitt og Cristiano Ronaldo. Allan síðasta áratug hafa menn síðan rökrætt það hvor þeirra sé betri og hvor þeirra sé mögulega besti fótboltamaður allra tíma. Pele hefur sína skoðun eins og flestir áhugamenn um fótbolta og hann tjáði hana í viðtali á YouTube rásinni Pilhado. Cristiano Ronaldo is better than Lionel Messi, says Brazil legend Pele https://t.co/u82oudXT0r— MailOnline Sport (@MailSport) March 25, 2020 Pele er á því að Cristiano Ronaldo sé besti fótboltamaður heims og þar með betri leikmaður en Lionel Messi. Ástæðan er að mati Pele að Cristiano Ronaldo sé stöðugri leikmaður. „Í dag er besti leikmaður heims Cristiano Ronaldo. Ég tel að hann sé bestur af því að hann er stöðugri leikmaður. Það má vissulega ekki gleyma [Lionel] Messi auðvitað en hann er ekki framherji,“ sagði Pele við Pilhado. Umræðan fór líka í það að tala um hver sér besti fótboltamaður sögunnar. „Það er spurning sem er erfitt að svara. Við megum ekki gleyma mönnum eins og Zico, Ronaldinho og Ronaldo. Í Evrópu voru það síðan Franz Beckenbauer og Johan Cruyff,“ sagði Pele en hann er enn kokhraustur þótt að hann sé orðinn 79 ára gamall. „Það er ekki við mig að sakast en ég held að Pele hafi verið betri en þeir allir,“ sagði Pele sem varð þrisvar sinnum heimsmeistari með brasilíska landsliðinu. Það vekur líka athygli að hann nefnir ekki Diego Maradona á nafn en það þarf reyndar ekki að koma mikið á óvart enda ekki miklir vinir þar á ferðinni.
Ítalski boltinn Fótbolti HM 2022 í Katar Mest lesið „Rokk og ról“ hjá Frey í villta vestrinu Fótbolti Sjáðu atvikið: Hágrátandi Hakimi frá í nokkrar vikur Fótbolti Óstöðvandi Osimhen, magurt hjá Mourinho og Bilbao brenndir Fótbolti Böl Börsunga í Belgíu Fótbolti Uppgjörið: KR - Grindavík 68-85 | Gestirnir á toppinn Körfubolti „Leyfðum þremur leikmönnum að ganga frá okkur“ Sport Spilaði meira en síðustu tvo mánuði til samans Enski boltinn Magdeburg skoraði 45 en lærisveinar Guðjóns Vals úr leik Handbolti Nik fær Lindu Líf til Kristianstad Fótbolti Valskonur niðurlægðu Íslandsmeistarana Körfubolti Fleiri fréttir „Rokk og ról“ hjá Frey í villta vestrinu Sjáðu atvikið: Hágrátandi Hakimi frá í nokkrar vikur Óstöðvandi Osimhen, magurt hjá Mourinho og Bilbao brenndir Böl Börsunga í Belgíu Foden í stuði gegn Dortmund Spilaði meira en síðustu tvo mánuði til samans Nik fær Lindu Líf til Kristianstad Sandra María skoraði í svekkjandi leik Emelía með þrennu gegn FCK Óvænt úrslit í Meistaradeildinni „Mér finnst þetta ekki leiðinlegur fótbolti“ Davíð Smári tekur við Njarðvík Jeffs tekur við Breiðabliki Dældi fyrri afrekum inn á Instagram eftir vonbrigðin Valdi Isak en ekki Gyökeres í fyrsta landsliðshópinn sinn Leiðir Breiðabliks og Damir skilja Mál Alberts truflar landsliðið ekki Stuðningsmenn Bröndby enn á ný í vandræðum Vonar að Jóhann og Hörður gefi jafn mikið af sér og Aron Orri Steinn lengra frá því að ná þessum leikjum en þeim í síðasta glugga Hópurinn fyrir lokaleikina: Hörður og Jóhann snúa aftur Svona var blaðamannafundur Arnars Rooney að kenna að Liverpool er komið á sigurbrautina á ný? Ánægð með að mæta Íslandi „Ég myndi ekki óska neinum þess að lenda í þessu“ Fékk faðmlag frá konu Diogo Jota í miðju maraþoni Arnar Gunnlaugsson las yfir vælandi fýlupúkum hjá Real Madrid Sjáðu sigurmark Liverpool á móti Real Madrid og mörkin hjá Arsenal í Prag „Við viljum koma Haukum á fótboltakortið“ Ógnaði leikmanni Tottenham með byssu út á götu Sjá meira