Fá margar kvartanir vegna dónalegra viðskiptavina Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 23. mars 2020 12:32 Ragnar Þór Ingólfsson formaður VR minnir almenning á að vanda sig í samskiptum. Það kemur honum á óvart hversu margar kvartanir hafa borist félaginu vegna þess að viðskiptavinir sýna verslunarfólki dónaskap. Vísir Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, segir að félaginu hafi borist töluvert af kvörtunum frá verslunum vegna þess dónaskapar sem viðskiptavinir sýna starfsfólki búðanna. Hann segir mun meira hafa borist af kvörtunum vegna þessa en reiknað var með í því ástandi sem nú ríkir í þjóðfélaginu vegna kórónuveirunnar. „Þannig að þetta hefur komið mér svolítið á óvart. En aftur á móti hefur maður skilning á því að fólk sé hrætt. Það er náttúrulega mikil óvissa sem er í samfélaginu, við vitum í sjálfu sér ekkert hvar þetta endar allt saman, varðandi dreifingu vírussins og fleira,“ segir Ragnar í samtali við Vísi en hann vakti fyrst athygli á þessu í færslu á Facebook-síðu sinni í morgun. Hann segir að nú sé mikið álag á mörgum og mikil óvissa, til dæmis vegna mögulegs atvinnumissis og óvissu um framfærslu vegna þess. „Því fylgir streita og þreyta og það styttist þráðurinn eitthvað við það. Það sem við erum að gera er að vekja athygli á þessu þannig að við gleymum ekki að það eru allir að leggja sig 100 prósent fram við að halda öllu gangandi sem hægt er að halda gangandi, sérstaklega verslun og þjónustu sem við teljum að sé sjálfsögð að sé til staðar fyrir okkur þótt tímarnir séu erfiðir. Við þurfum bara að standa okkur í samskiptum og passa vel upp á þetta,“ segir Ragnar. Allir hafa áhyggjur, líka manneskjan sem vinnur á kassanum Hann tekur þó fram að það sé mikill minnihluti fólks sem sýni starfsfólki verslana dónaskap. „Það eru þessir fáu sem setja svartan blett á heildina, það er það sem við erum að vekja athygli á. Að við verðum allavega að reyna okkar besta í að sýna bæði tillitssemi og vera dugleg að hrósa,“ segir Ragnar. Nóg hefur verið að gera í verslunum undanfarna daga. Ítrekað er þó bent á að nóg sé til af mat í landinu og mikilvægt að fólk hamstri ekki svo ekki komi upp nein vandamál.Vísir Hann bendir á að allir hafi áhyggjur, líka fólkið sem er að afgreiða á kössunum í búðinni. Það fólk sé að setja sig í mjög mikla hættu, eðli málsins samkvæmt, þar sem kórónuveiran sé bráðsmitandi. „Þá sérstaklega er þetta ekki á bætandi. Það er svo sárt að vera að leggja sig 100 prósent fram og jafnvel heilsu sína að veði að fá síðan í sig einhvern hreyting yfir einhverju sem þú getur voðalega lítið gert í.“ VR vilji því benda á þetta og hvetja almenning til þess að vanda sig í samskiptum og koma vel fram. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Verslun Neytendur Samkomubann á Íslandi Mest lesið Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Innlent „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Innlent Segir Reiner hafa verið myrtan vegna andúðar í sinn garð Erlent Spjótin beinast að syni Reiners Erlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Erlent Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Erlent Árásarfeðgarnir nafngreindir Erlent Aðalsteinn gefur kost á sér í oddvitasæti og fer í leyfi Innlent Grönduðu kafbát í fyrsta sinn með neðansjávardróna Erlent Fleiri fréttir Umferðarslys á Breiðholtsbraut Orð gegn orði um varðandi samskipti innan almannavarnarnefndar Skýrslan ekki til neins ef ekki verði brugðist við Faðir sem missti þrjú börn í Súðavík tjáir sig um uppgjör rannsóknarnefndar Bíll bilaði og Hvalfjarðargöngum lokað um stund Kanna áhuga á mögulegu framboði Guðlaugs í borginni Vistunin sé kerfisbundið brot á mannréttindum Hvorki álit né vangaveltur um ábyrgð einstaklinga í skýrslunni Þau eru tilnefnd sem maður ársins Lögðu hald á sautján skotvopn og skotfæri um helgina Stór mál standa enn út af Í takt við það sem verið hefur Aðalsteinn gefur kost á sér í oddvitasæti og fer í leyfi Bein útsending: Kynna skýrslu um snjóflóðið í Súðavík Þurftu að lenda í Liverpool á leið til Manchester Súðavíkurskýrslan afhent forseta Alþingis Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Heyrði skothvellina á Bondi strönd Vinstri beygjan bönnuð Sinntu fimmtán málum í tengslum við Iceguys tónleikana „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Magnea sækist eftir 2.-4. sæti á lista Samfylkingar Komu sér fyrir í ruslageymslu og kveiktu þar eld Vinna að því að koma upp efnagreiningu í neyslurýmum Ekki mótfallin Fljótagöngum en ekki með nýrri forgangsröðun Fleiri lífeyrisþegar og leikskólaforeldrar sem þurfa jólaaðstoð „Mjög erfitt starf tilfinningalega“ Handtekinn með stóran hníf Leggja til að bókasafnsgreiðslur verði hækkaðar Íslendingur í Brown-háskóla: Oftast í tímum í sömu stofu og árásin var gerð Sjá meira
Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, segir að félaginu hafi borist töluvert af kvörtunum frá verslunum vegna þess dónaskapar sem viðskiptavinir sýna starfsfólki búðanna. Hann segir mun meira hafa borist af kvörtunum vegna þessa en reiknað var með í því ástandi sem nú ríkir í þjóðfélaginu vegna kórónuveirunnar. „Þannig að þetta hefur komið mér svolítið á óvart. En aftur á móti hefur maður skilning á því að fólk sé hrætt. Það er náttúrulega mikil óvissa sem er í samfélaginu, við vitum í sjálfu sér ekkert hvar þetta endar allt saman, varðandi dreifingu vírussins og fleira,“ segir Ragnar í samtali við Vísi en hann vakti fyrst athygli á þessu í færslu á Facebook-síðu sinni í morgun. Hann segir að nú sé mikið álag á mörgum og mikil óvissa, til dæmis vegna mögulegs atvinnumissis og óvissu um framfærslu vegna þess. „Því fylgir streita og þreyta og það styttist þráðurinn eitthvað við það. Það sem við erum að gera er að vekja athygli á þessu þannig að við gleymum ekki að það eru allir að leggja sig 100 prósent fram við að halda öllu gangandi sem hægt er að halda gangandi, sérstaklega verslun og þjónustu sem við teljum að sé sjálfsögð að sé til staðar fyrir okkur þótt tímarnir séu erfiðir. Við þurfum bara að standa okkur í samskiptum og passa vel upp á þetta,“ segir Ragnar. Allir hafa áhyggjur, líka manneskjan sem vinnur á kassanum Hann tekur þó fram að það sé mikill minnihluti fólks sem sýni starfsfólki verslana dónaskap. „Það eru þessir fáu sem setja svartan blett á heildina, það er það sem við erum að vekja athygli á. Að við verðum allavega að reyna okkar besta í að sýna bæði tillitssemi og vera dugleg að hrósa,“ segir Ragnar. Nóg hefur verið að gera í verslunum undanfarna daga. Ítrekað er þó bent á að nóg sé til af mat í landinu og mikilvægt að fólk hamstri ekki svo ekki komi upp nein vandamál.Vísir Hann bendir á að allir hafi áhyggjur, líka fólkið sem er að afgreiða á kössunum í búðinni. Það fólk sé að setja sig í mjög mikla hættu, eðli málsins samkvæmt, þar sem kórónuveiran sé bráðsmitandi. „Þá sérstaklega er þetta ekki á bætandi. Það er svo sárt að vera að leggja sig 100 prósent fram og jafnvel heilsu sína að veði að fá síðan í sig einhvern hreyting yfir einhverju sem þú getur voðalega lítið gert í.“ VR vilji því benda á þetta og hvetja almenning til þess að vanda sig í samskiptum og koma vel fram.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Verslun Neytendur Samkomubann á Íslandi Mest lesið Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Innlent „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Innlent Segir Reiner hafa verið myrtan vegna andúðar í sinn garð Erlent Spjótin beinast að syni Reiners Erlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Erlent Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Erlent Árásarfeðgarnir nafngreindir Erlent Aðalsteinn gefur kost á sér í oddvitasæti og fer í leyfi Innlent Grönduðu kafbát í fyrsta sinn með neðansjávardróna Erlent Fleiri fréttir Umferðarslys á Breiðholtsbraut Orð gegn orði um varðandi samskipti innan almannavarnarnefndar Skýrslan ekki til neins ef ekki verði brugðist við Faðir sem missti þrjú börn í Súðavík tjáir sig um uppgjör rannsóknarnefndar Bíll bilaði og Hvalfjarðargöngum lokað um stund Kanna áhuga á mögulegu framboði Guðlaugs í borginni Vistunin sé kerfisbundið brot á mannréttindum Hvorki álit né vangaveltur um ábyrgð einstaklinga í skýrslunni Þau eru tilnefnd sem maður ársins Lögðu hald á sautján skotvopn og skotfæri um helgina Stór mál standa enn út af Í takt við það sem verið hefur Aðalsteinn gefur kost á sér í oddvitasæti og fer í leyfi Bein útsending: Kynna skýrslu um snjóflóðið í Súðavík Þurftu að lenda í Liverpool á leið til Manchester Súðavíkurskýrslan afhent forseta Alþingis Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Heyrði skothvellina á Bondi strönd Vinstri beygjan bönnuð Sinntu fimmtán málum í tengslum við Iceguys tónleikana „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Magnea sækist eftir 2.-4. sæti á lista Samfylkingar Komu sér fyrir í ruslageymslu og kveiktu þar eld Vinna að því að koma upp efnagreiningu í neyslurýmum Ekki mótfallin Fljótagöngum en ekki með nýrri forgangsröðun Fleiri lífeyrisþegar og leikskólaforeldrar sem þurfa jólaaðstoð „Mjög erfitt starf tilfinningalega“ Handtekinn með stóran hníf Leggja til að bókasafnsgreiðslur verði hækkaðar Íslendingur í Brown-háskóla: Oftast í tímum í sömu stofu og árásin var gerð Sjá meira