Erlent

Deilt um á­stæður lágrar dánar­tíðni í Þýska­landi

Atli Ísleifsson skrifar
Fámennar götur í Köln í Þýskalandi.
Fámennar götur í Köln í Þýskalandi. Getty

Ástandið í Þýskalandi hefur vakið athygli sérfræðinga en þar er dánartíðni af völdum kórónuveirunnar mun lægri en í löndum á borð við Ítalíu og Spán.

Deilt er um ástæður þessa, en í umfjöllun Guardian um málið segir að sumir sérfræðingar efist um aðferðafræði Þjóðverja en aðrir benda á að þeir, líkt og Íslendingar raunar líka, hafi verið duglegir við að prófa fyrir veirunni, sem dragi þá úr dánartíðninni og gefi betri mynd af hættunni sem veiran veldur.

Í Þýskalandi höfðu nú um 24 þúsund manns smitast en dauðsföll af völdum veirunnar eru aðeins 94. Það þýðir að dánartíðnin í Þýskalandi er 0,38 prósent, sú lægsta af þeim tíu löndum verst hafa orðið úti í faraldrinum.

Þannig er dánartalan á Ítalíu níu prósent og tæp fimm prósent í Bretlandi, svo dæmi séu tekin.


Tengdar fréttirAthugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.