Innlent

Enn fjölgar smitum í Vest­manna­eyjum

Atli Ísleifsson skrifar
Alls eru staðfest smit í Vestmannaeyjum nú þrjátíu talsins.
Alls eru staðfest smit í Vestmannaeyjum nú þrjátíu talsins. Vísir/Vilhelm

Þrjú ný smit kórónuveirunnar voru staðfest í gærkvöldi í Vestmannaeyjum og eru smit í eyjunum því orðin þrjátíu talsins. 

Af þessum þremur voru tveir í sóttkví og nú eru 475 Eyjamenn í sóttkví. 

Ákveðið hefur verið að skólahald í Grunnskóla Vestmannaeyja verði í formi fjarkennslu frá og með deginum í dag þar til annað verður tilkynnt. 

Í tilkynningu frá lögreglunni í Vestmannaeyjum segir að fjarkennsla sé nauðsynleg þar sem ekki sé hægt að manna hefðbundna kennslu miðað við samkomubann tíu og fleiri. 

Þrátt fyrir þetta verður kennsla í Hamarsskóla fyrir nemendur í 1. og 2. bekk sem eiga foreldra í framlínustörfum.


Tengdar fréttir



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×