568 staðfest smit: Aldrei verið eins mikil aukning á einum sólarhring Eiður Þór Árnason skrifar 22. mars 2020 11:00 Mikið álag hefur verið á sýkla- og veirufræðideild Landspítalans síðustu vikur. Vísir/vilhelm Staðfest kórónuveirusmit hér á landi eru nú orðin 568, samkvæmt nýuppfærðum tölum á Covid.is. Staðfest smit voru í gær 473 talsins og hefur þeim því fjölgað um 95 frá því í gær. Aldrei hefur verið eins mikil aukning í greindum smitum á einum sólarhring. 6.340 einstaklingar eru nú í sóttkví hér á landi samkvæmt upplýsingum á síðunni og eru tólf nú á sjúkrahúsi vegna veirunnar. Þá er 22 batnað og hafa 1.066 lokið sóttkví. Alls hafa 10.118 sýni nú verið tekin. Einungis 350 sýni voru greind í gær og hafa ekki færri sýni verið rannsökuð eftir að Íslensk erfðagreining hóf skimun sína fyrir veirunni. Þar af voru einungis þrjátíu sýni greind hjá fyrirtækinu í gær. Tekin var ákvörðun um að hægja á skimuninni tímabundið vegna skorts á veirupinnum sem nauðsynlegir eru til að taka sýnin. Mjög hátt hlutfall þeirra sýna sem voru í gær rannsökuð á sýkla- og veirufræðideild Landspítalans reyndust jákvæð eða hátt í þrjátíu prósent. Hefðbundinn upplýsingafundur almannavarna hefst klukkan 14 í Skógarhlíð og verður fundinum streymt hér á Vísi. Fram kom í gær að hertar aðgerðir almannavarna vegna faraldursins verði kynntar nú um helgina. Þetta kom fram í máli Víðis Reynissonar yfirlögregluþjóns hjá almannavörnum á upplýsingafundi í gær. Þá má gera ráð fyrir að þær taki gildi strax í vikunni sem framundan er. Ríkisstjórnin fundar um þær aðgerðir nú síðdegis. Fréttin hefur verið uppfærð. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Ríkisstjórnin fundar um hertar veiruaðgerðir síðdegis Hertar aðgerðir stjórnvalda til að draga úr útbreiðslu kórónuveirunnar verða væntanlega kynntar í dag og taka gildi á miðnætti á morgun. 22. mars 2020 11:05 Tryggja að matvöruverslanir og apótek haldist opin í hertu samkomubanni Almannavarnadeild ríkislögreglustjóra og sóttvarnalæknir vilja vekja athygli á því og undirstrika að tryggt verður að matvöruverslanir og apótek haldist opin í hertu samkomubanni. 22. mars 2020 08:19 Hertar aðgerðir vegna veirunnar kynntar í kvöld eða á morgun Þetta kom fram í máli Víðis Reynissonar yfirlögregluþjóns hjá almannavörnum á upplýsingafundi vegna veirunnar í dag. 21. mars 2020 14:44 Mest lesið Minnst ellefu hundar drepist við Geirsnef: „Áfall að sjá dýrið sitt hlaupa í dauðann“ Innlent Heimilar banatilræði í Venesúela og íhugar árás Erlent Þingmenn misvel klæddir þegar þeir voru reknir út Innlent Fjöldi komst ekki út og brann lifandi Erlent Við gætum farið að aka Sundabraut eftir sjö ár Innlent Meintur brennuvargur í haldi lögreglu Innlent Réðst með hnífi á fanga á Litla-Hrauni Innlent Segir óvirðingu að kalla Ljósið „samtök úti í bæ“ Innlent Greip inn í þegar aldraður faðir hans keypti bíl handa vinkonu sinni Innlent Gummi Emil sver af sér ásakanir um dýraníð: „Ég bað hestinn afsökunar“ Innlent Fleiri fréttir Minnst ellefu hundar drepist við Geirsnef: „Áfall að sjá dýrið sitt hlaupa í dauðann“ Við gætum farið að aka Sundabraut eftir sjö ár Þingmenn misvel klæddir þegar þeir voru reknir út Meintur brennuvargur í haldi lögreglu Réðst með hnífi á fanga á Litla-Hrauni Norrænir bankar skoði hvort breyta þurfi skilmálum vegna dómsins Fimmtíu ný störf í Bláskógabyggð vegna nýs baðlóns Lífeyrissjóðs-, bíla- og neytendalán gætu líka reynst ólögleg Segir óvirðingu að kalla Ljósið „samtök úti í bæ“ Áhrif vaxtamálsins, útlit Sundabrautar og þingmenn á hlaupum Vill að Þórunn tilnefni Trump til friðarverðlauna Nóbels Sóttur sex sinnum á sjúkrabíl og slökkviliðið stefnir vegna skuldar Greip inn í þegar aldraður faðir hans keypti bíl handa vinkonu sinni Gummi Emil sver af sér ásakanir um dýraníð: „Ég bað hestinn afsökunar“ Biðtíminn sé dauðans alvara sem auki álag ofan í áfallið Álag á bráðamóttöku og fólk beðið um að leita annað Sigríður Andersen nýr þingflokksformaður Miðflokksins Karlmaður í haldi vegna gruns um brot gegn barni í Hafnarfirði Bankinn hefur samband ef hann skuldar þér pening Mál leiðbeinandans á Múlaborg á leið til héraðssaksóknara „Það er allt svart þarna inni“ Ekki láglaunakvenna að axla ábyrgð á innleiðingu kynjajafnréttis Íslandsbanki ætlar að hafa frumkvæði að endurgreiðslu til kúnna Lést samstundis þegar ekið var á hana á 143 kílómetra hraða Vilja þjóðfund um menntamál og framtíð landsins „Þessi málaflokkur er bara í drasli“ Þurrt og bjart suðaustan til og stinningskaldi í kortunum Nærliggjandi hús rýmt þegar eldur kom upp á Ásbrú í morgun Vildu bregðast við sterku ákalli fólks sem hafði misst skyndilega Endurkaupaáætlun fyrir Grindvíkinga kynnt eftir áramót Sjá meira
Staðfest kórónuveirusmit hér á landi eru nú orðin 568, samkvæmt nýuppfærðum tölum á Covid.is. Staðfest smit voru í gær 473 talsins og hefur þeim því fjölgað um 95 frá því í gær. Aldrei hefur verið eins mikil aukning í greindum smitum á einum sólarhring. 6.340 einstaklingar eru nú í sóttkví hér á landi samkvæmt upplýsingum á síðunni og eru tólf nú á sjúkrahúsi vegna veirunnar. Þá er 22 batnað og hafa 1.066 lokið sóttkví. Alls hafa 10.118 sýni nú verið tekin. Einungis 350 sýni voru greind í gær og hafa ekki færri sýni verið rannsökuð eftir að Íslensk erfðagreining hóf skimun sína fyrir veirunni. Þar af voru einungis þrjátíu sýni greind hjá fyrirtækinu í gær. Tekin var ákvörðun um að hægja á skimuninni tímabundið vegna skorts á veirupinnum sem nauðsynlegir eru til að taka sýnin. Mjög hátt hlutfall þeirra sýna sem voru í gær rannsökuð á sýkla- og veirufræðideild Landspítalans reyndust jákvæð eða hátt í þrjátíu prósent. Hefðbundinn upplýsingafundur almannavarna hefst klukkan 14 í Skógarhlíð og verður fundinum streymt hér á Vísi. Fram kom í gær að hertar aðgerðir almannavarna vegna faraldursins verði kynntar nú um helgina. Þetta kom fram í máli Víðis Reynissonar yfirlögregluþjóns hjá almannavörnum á upplýsingafundi í gær. Þá má gera ráð fyrir að þær taki gildi strax í vikunni sem framundan er. Ríkisstjórnin fundar um þær aðgerðir nú síðdegis. Fréttin hefur verið uppfærð.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Ríkisstjórnin fundar um hertar veiruaðgerðir síðdegis Hertar aðgerðir stjórnvalda til að draga úr útbreiðslu kórónuveirunnar verða væntanlega kynntar í dag og taka gildi á miðnætti á morgun. 22. mars 2020 11:05 Tryggja að matvöruverslanir og apótek haldist opin í hertu samkomubanni Almannavarnadeild ríkislögreglustjóra og sóttvarnalæknir vilja vekja athygli á því og undirstrika að tryggt verður að matvöruverslanir og apótek haldist opin í hertu samkomubanni. 22. mars 2020 08:19 Hertar aðgerðir vegna veirunnar kynntar í kvöld eða á morgun Þetta kom fram í máli Víðis Reynissonar yfirlögregluþjóns hjá almannavörnum á upplýsingafundi vegna veirunnar í dag. 21. mars 2020 14:44 Mest lesið Minnst ellefu hundar drepist við Geirsnef: „Áfall að sjá dýrið sitt hlaupa í dauðann“ Innlent Heimilar banatilræði í Venesúela og íhugar árás Erlent Þingmenn misvel klæddir þegar þeir voru reknir út Innlent Fjöldi komst ekki út og brann lifandi Erlent Við gætum farið að aka Sundabraut eftir sjö ár Innlent Meintur brennuvargur í haldi lögreglu Innlent Réðst með hnífi á fanga á Litla-Hrauni Innlent Segir óvirðingu að kalla Ljósið „samtök úti í bæ“ Innlent Greip inn í þegar aldraður faðir hans keypti bíl handa vinkonu sinni Innlent Gummi Emil sver af sér ásakanir um dýraníð: „Ég bað hestinn afsökunar“ Innlent Fleiri fréttir Minnst ellefu hundar drepist við Geirsnef: „Áfall að sjá dýrið sitt hlaupa í dauðann“ Við gætum farið að aka Sundabraut eftir sjö ár Þingmenn misvel klæddir þegar þeir voru reknir út Meintur brennuvargur í haldi lögreglu Réðst með hnífi á fanga á Litla-Hrauni Norrænir bankar skoði hvort breyta þurfi skilmálum vegna dómsins Fimmtíu ný störf í Bláskógabyggð vegna nýs baðlóns Lífeyrissjóðs-, bíla- og neytendalán gætu líka reynst ólögleg Segir óvirðingu að kalla Ljósið „samtök úti í bæ“ Áhrif vaxtamálsins, útlit Sundabrautar og þingmenn á hlaupum Vill að Þórunn tilnefni Trump til friðarverðlauna Nóbels Sóttur sex sinnum á sjúkrabíl og slökkviliðið stefnir vegna skuldar Greip inn í þegar aldraður faðir hans keypti bíl handa vinkonu sinni Gummi Emil sver af sér ásakanir um dýraníð: „Ég bað hestinn afsökunar“ Biðtíminn sé dauðans alvara sem auki álag ofan í áfallið Álag á bráðamóttöku og fólk beðið um að leita annað Sigríður Andersen nýr þingflokksformaður Miðflokksins Karlmaður í haldi vegna gruns um brot gegn barni í Hafnarfirði Bankinn hefur samband ef hann skuldar þér pening Mál leiðbeinandans á Múlaborg á leið til héraðssaksóknara „Það er allt svart þarna inni“ Ekki láglaunakvenna að axla ábyrgð á innleiðingu kynjajafnréttis Íslandsbanki ætlar að hafa frumkvæði að endurgreiðslu til kúnna Lést samstundis þegar ekið var á hana á 143 kílómetra hraða Vilja þjóðfund um menntamál og framtíð landsins „Þessi málaflokkur er bara í drasli“ Þurrt og bjart suðaustan til og stinningskaldi í kortunum Nærliggjandi hús rýmt þegar eldur kom upp á Ásbrú í morgun Vildu bregðast við sterku ákalli fólks sem hafði misst skyndilega Endurkaupaáætlun fyrir Grindvíkinga kynnt eftir áramót Sjá meira
Ríkisstjórnin fundar um hertar veiruaðgerðir síðdegis Hertar aðgerðir stjórnvalda til að draga úr útbreiðslu kórónuveirunnar verða væntanlega kynntar í dag og taka gildi á miðnætti á morgun. 22. mars 2020 11:05
Tryggja að matvöruverslanir og apótek haldist opin í hertu samkomubanni Almannavarnadeild ríkislögreglustjóra og sóttvarnalæknir vilja vekja athygli á því og undirstrika að tryggt verður að matvöruverslanir og apótek haldist opin í hertu samkomubanni. 22. mars 2020 08:19
Hertar aðgerðir vegna veirunnar kynntar í kvöld eða á morgun Þetta kom fram í máli Víðis Reynissonar yfirlögregluþjóns hjá almannavörnum á upplýsingafundi vegna veirunnar í dag. 21. mars 2020 14:44