Fótbolti

Fyrrverandi forseti Real Madrid lést vegna kórónuveirunnar

Sindri Sverrisson skrifar
Lorenzo Sanz sat í forsetastólnum þegar Real Madrid varð Evrópumeistari í árið 1998 eftir 32 ára bið.
Lorenzo Sanz sat í forsetastólnum þegar Real Madrid varð Evrópumeistari í árið 1998 eftir 32 ára bið. VÍSIR/GETTY

Lorenzo Sanz, fyrrverandi forseti spænska stórveldisins Real Madrid, lést í dag 76 ára að aldri í kjölfar þess að hafa smitast af kórónuveirunni. Sanz hafði legið á spítala síðustu daga eftir að hafa veikst.

Sanz hélt um stjórnartaumana hjá Real Madrid á árunum 1995-2000 við góðan orðstír. Á þessum tíma lauk meðal annars langri þrautagöngu félagsins í Meistaradeild Evrópu en Real vann keppnina árið 1998, í fyrsta sinn í 32 ár. Þetta var sjöundi Evrópumeistaratitill Real Madrid en félagið hefur nú unnið keppnina 13 sinnum, langoftast allra. AC Milan kemur næst með 7 titla.

Sanz fékk til Real þjálfara á borð við Jupp Heynckes og Vicente del Bosque og festi kaup á mikilvægum leikmönnum eins og Roberto Carlos, Clarence Seedorf, Davor Suker og Predrag Mijatovic. Real varð Evrópumeistari 1998 og 2000, og Spánarmeistari 1997. Sanz tapaði engu að síður í forsetakosningum gegn Florentino Perez í júlí árið 2000.

Real Madrid mun heiðra minningu Sanz, samkvæmt frétt Marca, en ekki liggur fyrir með hvaða hætti það verður gert.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.