Lagerbäck tekur á sig launalækkun vegna COVID-19 Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 21. mars 2020 10:00 Lars virðist nokkuð spakur varðandi komandi launalækkun. Trond Tandberg/Getty Images Lars Lagerback, fyrrum landsliðsþjálfari íslenska karlalandsliðsins í knattspyrnu, hefur samþykkt 20% lækkun á launum sínum frá norska knattspyrnusambandinu en hann stýrir í dag norska karlalandsliðinu. Alls hafa þeir fjórir þjálfarar sem koma að landsliðum karla og kvenna í Noregi allir samþykkt að taka á sig 20% launalækkun til að hjálpa norska sambandinu að skera niður kostnað. Vegna COVID-19 munu tekjur sambandsins ekki vera jafn háar og reiknað var með, er þetta liður í að reyna spara pening og halda sambandinu í góðri fjárhagslegri stöðu. Framkvæmdastjóri norska knattspyrnusambandsins, Pål Bjerketvedt, staðfesti í fjölmiðlum að Lars Lagerback og Per Joar Hansen, þjálfarar A-landsliðs karla, ásamt Martin Sjögren og Anders Jacobsen, þjálfurum A-landsliðs kvenna, hafi allir samþykkt 20% lækkun á launum sínum sem taki gildi frá og með 1. apríl. Norski miðillinn Verdens Gang segir að þar sem þrír af fjórum þjálfurum norska sambandsins séu sænskir þá séu upplýsingar um launatölur ekki fáanlegar hjá norska skattinum. Það er hins vegar staðfest að Lagerbäck sé með yfir tvær milljónir norskra króna í árslaun, eða rúmlega 25 milljónir íslenskra króna. Lagerbäck þjálfaði íslenska karlalandsliðið frá árunum 2012 til 2016 og kom liðinu á sitt fyrsta stórmót frá upphafi. Eftir EM í Frakklandi sumarið 2016 tók Heimir Hallgrímsson við stjórn íslenska liðsins og kom því í kjölfarið á HM í Rússlandi sumarið 2018. Á svipuðum tíma tók Lars við A-landsliði Noregs. Noregur lenti í 3. sæti F-riðils í undankeppni Evrópumótsins sem fram átti að fara næsta sumar en Spánn og Svíþjóð voru fyrir ofan lærisveina Lars í töflunni. Liðið hefði mætt Serbíu í umspili en þeim leik, líkt og leik Íslands og Rúmeníu, hefur verið frestað um óákveðinn tíma. Noregur komst síðast á stórmót í knattspyrnu árið 2000. Fótbolti EM 2020 í fótbolta Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Noregur Mest lesið Kenndi dómaranum um eftir tap Athletic Bilbao fyrir United Fótbolti Fagnaðarlæti Púlara mældust á jarðskjálftamælum Enski boltinn Glódís Perla eftir að tvennan var tryggð: „Langt síðan síðast“ Fótbolti Beckham fimmtugur í dag Enski boltinn Allt small og Rauðu djöflarnir sjá úrslitaleikinn í hillingum Fótbolti „Þetta var hið fullkomna kvöld“ Fótbolti „Annar fóturinn í úrslitaleikinn en ekkert er búið enn“ Fótbolti Draumaendir Bjarka á ferlinum: „Loksins fann ég þjálfara sem virkilega skildi mig“ Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Allt undir í Smáranum Sport „Þetta er ekki búið“ Fótbolti Fleiri fréttir Juventus-parið hætt saman Draumaendir Bjarka á ferlinum: „Loksins fann ég þjálfara sem virkilega skildi mig“ Fagnaðarlæti Púlara mældust á jarðskjálftamælum Beckham fimmtugur í dag Kenndi dómaranum um eftir tap Athletic Bilbao fyrir United Glódís Perla eftir að tvennan var tryggð: „Langt síðan síðast“ „Annar fóturinn í úrslitaleikinn en ekkert er búið enn“ „Þetta var hið fullkomna kvöld“ „Þetta er ekki búið“ Meistaradeildardraumur Forest að breytast í martröð Allt small og Rauðu djöflarnir sjá úrslitaleikinn í hillingum Mark undir lok leiks gefur Norðmönnum von Albert byrjaði í naumu tapi í Andalúsíu Chelsea með annan fótinn í úrslit Jóhann Berg skoraði í mikilvægum endurkomu sigri Grindavík snýr aftur heim: „Heimavöllurinn okkar verður áfram tákn samkenndar“ Fyrirliðinn Guðrún og Ísabella Sara hýddar gegn Hammarby Glódís bikarmeistari með Bayern „Fannst ekkert gerast nema Fanndís væri að gera eitthvað“ „Svona leikmaður kemur fram á fimmtíu ára fresti“ Trans konum bannað að spila í kvennaflokki á Bretlandi Glódís í hefndarhug getur náð sögulegum áfanga í dag „Ekki eðlilegt að vera svona góður sautján ára“ Glódís skilur áhyggjur Steina: „Verið gríðarlega sárt og erfitt“ „Hvað eru menn búnir að láta fífla sig út í?“ Sjáðu stórkostleg mörk Barca og Inter Vilja að Arna elti stóru systur: „Þær eru svakalegir íþróttamenn“ Með Man. Utd til Spánar en mega samt ekki spila Chelsea meistari sjötta árið í röð Rodri aftur til æfinga en sagður bíða eftir HM Sjá meira
Lars Lagerback, fyrrum landsliðsþjálfari íslenska karlalandsliðsins í knattspyrnu, hefur samþykkt 20% lækkun á launum sínum frá norska knattspyrnusambandinu en hann stýrir í dag norska karlalandsliðinu. Alls hafa þeir fjórir þjálfarar sem koma að landsliðum karla og kvenna í Noregi allir samþykkt að taka á sig 20% launalækkun til að hjálpa norska sambandinu að skera niður kostnað. Vegna COVID-19 munu tekjur sambandsins ekki vera jafn háar og reiknað var með, er þetta liður í að reyna spara pening og halda sambandinu í góðri fjárhagslegri stöðu. Framkvæmdastjóri norska knattspyrnusambandsins, Pål Bjerketvedt, staðfesti í fjölmiðlum að Lars Lagerback og Per Joar Hansen, þjálfarar A-landsliðs karla, ásamt Martin Sjögren og Anders Jacobsen, þjálfurum A-landsliðs kvenna, hafi allir samþykkt 20% lækkun á launum sínum sem taki gildi frá og með 1. apríl. Norski miðillinn Verdens Gang segir að þar sem þrír af fjórum þjálfurum norska sambandsins séu sænskir þá séu upplýsingar um launatölur ekki fáanlegar hjá norska skattinum. Það er hins vegar staðfest að Lagerbäck sé með yfir tvær milljónir norskra króna í árslaun, eða rúmlega 25 milljónir íslenskra króna. Lagerbäck þjálfaði íslenska karlalandsliðið frá árunum 2012 til 2016 og kom liðinu á sitt fyrsta stórmót frá upphafi. Eftir EM í Frakklandi sumarið 2016 tók Heimir Hallgrímsson við stjórn íslenska liðsins og kom því í kjölfarið á HM í Rússlandi sumarið 2018. Á svipuðum tíma tók Lars við A-landsliði Noregs. Noregur lenti í 3. sæti F-riðils í undankeppni Evrópumótsins sem fram átti að fara næsta sumar en Spánn og Svíþjóð voru fyrir ofan lærisveina Lars í töflunni. Liðið hefði mætt Serbíu í umspili en þeim leik, líkt og leik Íslands og Rúmeníu, hefur verið frestað um óákveðinn tíma. Noregur komst síðast á stórmót í knattspyrnu árið 2000.
Fótbolti EM 2020 í fótbolta Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Noregur Mest lesið Kenndi dómaranum um eftir tap Athletic Bilbao fyrir United Fótbolti Fagnaðarlæti Púlara mældust á jarðskjálftamælum Enski boltinn Glódís Perla eftir að tvennan var tryggð: „Langt síðan síðast“ Fótbolti Beckham fimmtugur í dag Enski boltinn Allt small og Rauðu djöflarnir sjá úrslitaleikinn í hillingum Fótbolti „Þetta var hið fullkomna kvöld“ Fótbolti „Annar fóturinn í úrslitaleikinn en ekkert er búið enn“ Fótbolti Draumaendir Bjarka á ferlinum: „Loksins fann ég þjálfara sem virkilega skildi mig“ Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Allt undir í Smáranum Sport „Þetta er ekki búið“ Fótbolti Fleiri fréttir Juventus-parið hætt saman Draumaendir Bjarka á ferlinum: „Loksins fann ég þjálfara sem virkilega skildi mig“ Fagnaðarlæti Púlara mældust á jarðskjálftamælum Beckham fimmtugur í dag Kenndi dómaranum um eftir tap Athletic Bilbao fyrir United Glódís Perla eftir að tvennan var tryggð: „Langt síðan síðast“ „Annar fóturinn í úrslitaleikinn en ekkert er búið enn“ „Þetta var hið fullkomna kvöld“ „Þetta er ekki búið“ Meistaradeildardraumur Forest að breytast í martröð Allt small og Rauðu djöflarnir sjá úrslitaleikinn í hillingum Mark undir lok leiks gefur Norðmönnum von Albert byrjaði í naumu tapi í Andalúsíu Chelsea með annan fótinn í úrslit Jóhann Berg skoraði í mikilvægum endurkomu sigri Grindavík snýr aftur heim: „Heimavöllurinn okkar verður áfram tákn samkenndar“ Fyrirliðinn Guðrún og Ísabella Sara hýddar gegn Hammarby Glódís bikarmeistari með Bayern „Fannst ekkert gerast nema Fanndís væri að gera eitthvað“ „Svona leikmaður kemur fram á fimmtíu ára fresti“ Trans konum bannað að spila í kvennaflokki á Bretlandi Glódís í hefndarhug getur náð sögulegum áfanga í dag „Ekki eðlilegt að vera svona góður sautján ára“ Glódís skilur áhyggjur Steina: „Verið gríðarlega sárt og erfitt“ „Hvað eru menn búnir að láta fífla sig út í?“ Sjáðu stórkostleg mörk Barca og Inter Vilja að Arna elti stóru systur: „Þær eru svakalegir íþróttamenn“ Með Man. Utd til Spánar en mega samt ekki spila Chelsea meistari sjötta árið í röð Rodri aftur til æfinga en sagður bíða eftir HM Sjá meira